Ekki svo slæmt að skipta á ostrum og þorláksmessuskötunni

Gunnar GuðbjörnssonGunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari með meiru, bjó og starfaði erlendis lengi vel. Hann er því vanur að halda jól í útlöndum og hefur kynnst ýmsu í þeim efnum. En jólin í ár verða þó íslensk eins og undanfarin ár.

Við fengum tenórinn í stutt jólaspjall og síðan laumaði hann að okkur uppskrift að uppáhalds smákökunum.

Við hófum spjallið á því að forvitnast um hans bestu jólaminningu?

Ætli það séu ekki rólegu jólin sem við áttum úti í Berlín þegar jólin einkenndust af algjörum rólegheitum og afslöppun. Synirnir voru litlir og glöddust yfir gjöfunum. Ég man sérstaklega eftir einum jólum þar sem ég hafði verið burtu dagana fyrir jól eins og svo oft áður að syngja á einhverjum jólatónleikum og kom heim á Þorláksmessu. Ólöf konan mín var búin að undirbúa það mesta og aðeins eftir að gera ein stór matarinnkaup og mikil eftirvænting í húsinu.

Það sem þó skorti oftast í Berlín var alvöru jólasnjór en einmitt um það bil kl. 16:00 á aðfangadag þegar allt var komið í hús og ég var byrjaður að huga að matargerð byrjaði að snjóa kröftulega. Það var s.s. allt hvítt á jólanótt og jóladag nýttu drengirnir okkar í að leika sér í snjónum. En annars eru öll jól bestu jól sem maður hefur upplifað og það er t.d. ávallt samdóma álit allra heimilismeðlima að það jólatré sem stendur í stofunni hverju sinni sé það allra fallegasta sem hafi komið inn á heimilið.

Hver var jólamaturinn á þínu heimili þegar þú varst að alast upp?

Við hjónin erum bæði alin upp við Hamborgarhrygg og höfum haldið fast í þá hefð. Það var aldrei neitt vandamál að fá einn slíkan í Þýskalandi enda er reyktur svínahryggur, Kasseler eins og það heitir á þeirra máli, mjög algengur matur yfir vetrarmánuðina. Það var hinsvegar ekki eins auðvelt að fá alveg rétta hrygginn þegar við eitt sinn héldum jól í Brussel og við enduðum á því að finna þýskann slátrara sem var með alveg það rétta fyrir okkur.

Og er einhver jólahefð sem þú ólst upp við sem þú hefur haldið?

Já, þær eru ýmsar en hafa kannski flestar með matargerðina að gera. Einu kynntist ég frá manni móður minnar sem bjó lengi í Noregi en það er að bjóða upp á Julefrokost á jóladag. Við höfum kannski ekki alveg sama háttinn á og hann hafði enda bauð hann jafnan uppá snaps og bjór með kræsingunum þó á honum sjálfum sæi aldrei vín en það er víst hluti af hefðinni á Norðurlöndum. Hann átti ættingja í Danmörku og var vanur að hafa Álaborgar ákavíti en annars er boðið upp á alskonar kæfur, skinkur, grafinn og reyktan lax, ansjósur, síld og allra handanna góðgæti.

Hvað verður á borðum hjá ykkur á aðfangadag?

Eins og áður sagði er það Hamborgarhryggurinn en við höfum á síðustu árum einfaldað nokkuð meðlætið. Ég bý alltaf til mitt eigið rauðkál og nota þar ýmislegt til að bragðbæta eins og sólberjasaft, sinnep, chili og hunang svo eitthvað sé nefnt.

Ég brúna kartöflur eins og mamma var vön að gera og svo höfum við stundum eitthvað sem ekki er alveg hefð fyrir eins og gulrætur sem ég steiki í smjöri með hvítlauk og chili.

En hver eldar jólamatinn í ár?

Konan mín er reyndar orðin fyrirtakskokkur enda naut mín ekki alltaf við til eldamennsku en ég hef haft gaman af því að elda síðan ég var í menntaskóla. Einhvern tímann þegar ég var nýlagður af stað í söngferð sagði elsti sonur okkar við Ólöfu mína að fyrst pabbi væri nú farinn gæti hann aftur farið að búa sig undir að fá oftar grjónagraut og lét hún þá ekki á sér standa og hristi af sér sliðruorðið.

Ég hef hinsvegar oftar en ekki tekið að mér að elda „fínan“ mat og þá sérstaklega á stórhátíðum og jólin eru ekki nein undantekning þar. Hún er hinsvegar mun færari á öllum sviðum baksturs og eftirréttagerðar og hún sér um að gera eftirréttinn á jólum.

Hvaða matur er í þínum huga ómissandi á jólum?

Við erum með gamaldags „frómas“ með Kahlua líkjör í sem hefur fylgt okkur gegnum árin og ég held við tækjum varla upp á að sleppa honum. Svo eru það smákökur sem ég get eiginlega ekki hugsað mér að vera án en það eru svona hefðbundnar súkkulaðidropakökur með uppskrift frá tengdamömmu. Ég held það sé eina kakan sem ég hef gert um dagana og ég gerði m.a.s. einu sinni deig núna fyrir jólin en við bökum þetta yfirleitt nokkrum sinnum enda hverfa þær fljótt þegar það eru þrír svangir synir sem stelast í dósirnar. En ég má til með að gefa ykkur uppskriftina að þessum kökum.

Hvenær skreytið þið jólatréð, eða er kannski búið að því?

Við höfum eiginlega alltaf skreytt þann 22. desember og verið búin að flestu slíku fyrir Þorláksmessu. Við erum ansi upptekin af trénu og förum helst öll saman til að velja það og getum lent í talsverðum hremmingum við innkaupin. Í fyrra fórum við tómhent heim og þurftum að fara aðra ferð því ekkert þeirra sem við sáum var nógu gott og einhvern tímann í Berlín voru öll trén svo ómöguleg að við urðum að taka eitt sem var vel á þriðja metra hátt. Árið eftir þegar við komum að kaupa var jólatrésalinn uppveðraður því þá kom í ljós að við höfðum keypt stærsta tréð árið áður og nú vildi hann ekki bregðast okkur. Hann virtist vita hve mikil lofthæð væri heima hjá okkur enda jólatrésalan á móti húsinu okkar og það sem við fengum þetta árið náði alveg upp í loft – lofthæðin var 3,40 metrar.

Ertu einn af þeim sem geymir að kaupa eina gjöf þar til á Þorláksmessu?

Ég er lítið fyrir stressið og reyni eins og ég get að vera búinn að sem mestu á Þorláksmessu. Það er helst að eitthvað vanti til matargerðarinnar og yfirleitt redda ég ýmsu þann dag. T.d. í Lyon var oft ekki hægt að redda sér skötu og þá varð maður að hafa eitthvað í staðinn. Það var einhvern veginn engin stemning fyrir því að fá sér saltfisk í stað skötunnar og því varð það hefð þessi fjögur ár þar að kaupa ostrur og þær voru auðvitað alltaf keyptar inn þann daginn. Verð að játa að eins mikill skötuaðdáandi og ég er þá voru ostrurnar ekki slæm skipti.

En hvað langar svo söngvarann mest í í jólagjöf?

Ég hef eiginlega ekki hugsað um það en ég varð fimmtugur í sumar og fékk ansi mikið af þessum veraldlegu óskum uppfylltar. Nú hef ég eiginlega mestan áhuga á að fá eitthvað til að veiða í gjafir eða þá ef einhver vill virkilega gleðja mig þá er ég mjög móttækilegur fyrir flugmiða til útlanda…

Hvaða væntingar hefurðu fyrir árið 2016?

Ég lít björtum augum til næsta árs en síðustu fimm árin hafa krafist mikils af mér. Ég hef dregið saman seglin í söngnum og syng eiginlega mjög sjaldan nú orðið. Ég kláraði mastersnám fyrir þremur árum síðan og nú sinni ég þremur störfum samtímis og óhætt að segja að ég láti mér ekki leiðast í vinnunni.

Vissulega er oft í mörg horn að líta en ég er nú einu sinni þannig að þegar ég hef brjálað að gera líður mér best. Það er ekki útlit fyrir að verkefnum fækki alveg á næstunni, svo mikið er víst en rúmt síðastliðið ár hefur að stórum hluta farið í baráttu fyrir tónlistarnámi á Íslandi og er ég nokkuð bjartsýnn á að því máli verði komið í góðan farveg fyrir vorið. Það eru mikil tækifæri í tónlistarkennslunni og ég vona og vænti þess að ég fái að taka afgerandi þátt í því á árinu 2016 að móta þann hluta sem lýtur að söngmenntun svo við á Íslandi höldum áfram að vera í fremstu röð á því sviði.

Og hér er svo uppskriftin að Súkkulaðidropakökunum góðu 

Súkkulaðidropakökur – Uppáhald stráka og því rétt að gera þessa uppskrift tvöfalda

400 gr. hveiti

200 gr. sykur (líka hægt að nota hrásykur eða púðursykur og minnka aðeins magnið ef vill.

2 tsk matarsódi

1 tsk kardimommur

1 tsk kanill

1 tsk síróp (t.d agave)

250 gr. smjör

1 egg (eða meira ef þau eru mjög lítil)

súkkulaðidropar

Aðferð

Blandið þurrefnum saman.

Skerið smjörið í bita, hnoðið og bleytið í með egginu.

Hnoðið vel saman þar til áferðin er góð, gerið þá hæfilega stórar kúlur og setjið á plötu.

Bakið við 175 gráður þar til kökurnar eru orðnar fallegar á litinn.

Um leið og kökurnar eru teknar út úr ofninum er súkkulaðidropum þrýst varlega ofan í þær.

súkkulaðidropakökur

 

 

Deildu þessari grein á
  • Nýtt
  • Heilsa og útlit
  • Lífið og lífsstíll
  • Matur og drykkur
  • Menning
  • Myndbönd

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Þrjár einfaldar hátíðargreiðslur fyrir stutt hár

Þrátt fyrir að hár þitt sé frekar stutt er ekki þar með sagt að...

Japönsk vatnsmeðferð sem talin er allra meina bót

Þessi vatnsmeðferð er alveg sáraeinföld, en hún er kennd við Japan...

Vissir þú að ananas hefur lækningamátt?

Ananas er stútfullur af góðum næringarefnum og þá meinum við...

Þessi greiðsla tekur fimm mínútur – Ótrúlega flott

  Já takk, við erum sko meira en til í þessa flottu greiðslu sem...

Konur hrjóta líka – Þótt þær haldi öðru fram

Konur um og yfir fimmtugt kvarta frekar en karlar á sama aldri yfir...

Afar mikilvægt fyrir allar konur – og þá sérstaklega konur yfir fertugt

Mælt er með því að hver kona skoði sjálf og þreifi brjóst sín í...

Hættulegra að sofa of mikið en of lítið

Það greinilega borgar sig ekki miðað við nýlega rannsókn að snúa...

Höfuðverkur og konur yfir fertugt – Hver er ástæðan fyrir höfuðverknum?

Afar algengt er að konur yfir fertugt þjáist af höfuðverk sem rekja má...

Það er gott að kyssa – En veistu hvað kossaflensið getur gert?

Hvað jafnast á við kossaflens og kelerí? Ekkert að mínu mati, þrátt...

Þessir 9 hlutir eru það besta í lífinu – Og þeir kosta ekki krónu

Öll vitum við að tilvera okkar hér á jörðinni er takmörkuð, en allt...

Bíddu, er hún 65 ára? Og hvert er leyndarmálið?

Leikkonan Dana Delany lítur alveg ótrúlega vel út miðað við aldur....

Eyðir þú oft peningum í óþarfa? – Hér eru ráð við því

Það er ótrúlegt hvað við getum stundum verið dugleg að eyða...

Snilldar ráð til að gera háu hælana þægilegri

Hvaða kona elskar ekki skó og háa hæla? Þrátt fyrir að það geti...

Karlmenn eru svo miklu mýkri en margar konur halda

Alveg eins og karlmenn eiga oft erfitt með að skilja okkur konur þá...

Lætur þú þarfir annarra alltaf ganga fyrir?

Ert þú týpan sem lætur alltaf aðra ganga fyrir en situr svo sjálf á...

Eru fimmtugar konur í dag eins og fertugar hér áður?

Íslenskar konur eiga góða möguleika á því að ná háum aldri og við...

Einstaklega einfaldur og fljótlegur eftirréttur

Þegar strákarnir mínir voru litlir bjó ég stundum til eftirrétt handa...

Þessi safi er alveg hreint frábær við uppþembu og bólgum í líkamanum

Þrátt fyrir að vatnsmelónur séu 92% vatn innihalda þær engu að...

Frábært trix til að steikja beikon á pönnu – Án alls sóðaskapsins

  Ef þér finnst beikon gott og færð aldrei nóg af því… en...

Bakaðar og gómsætar pepperoni pizza kartöflur

Fáir slá hendinni á móti brakandi pepperoni pizzu, eða bakaðri...

Gómsætur bakaður Brie í áramótaveisluna

Bakaðir ostar eru í miklu uppáhaldi hjá mér og geri ég þannig...

Dásamlegt jóla Tiramisu úr smiðju Jamie Oliver

Það er algjörlega ómissandi að fá góðan eftirrétt um jólin. Hvort...

Æðislegir snickersbitar á aðventu

Nú á aðventu er smákökubakstur á fullu á mörgum heimilum. Margir...

Gómsætar jólalegar súkkulaðikökur með Bismark súkkulaði

Þær gerast nú varla mikið jólalegri smákökurnar… hvað þá...

Þetta eru tuttugu rómantískustu bíómyndir allra tíma

Hvað er meira kósý en að kúra uppi í sófa þegar kalt er úti og...

Tíu frábærar bíómyndir sem fá þig til að gleyma lífsins áhyggjum

Þegar veðrið er ekki upp á sitt besta, maður er jafnvel lokaður inni...

Þetta eru eftirminnilegustu kossar allra tíma

Kossar í bíómyndum verða gjarnan eftirminnilegir – og oft eru...

Jólalög og ljúfir tónar á Þorláksmessu í Hörpu – Frítt inn og allir velkomnir

  Margir leggja leið sína í miðbæ Reykjavíkur á Þorláksmessu...

Mahler og Mussorgsky á Óperudögum í Hannesarholti

  Þau Aron Axel Cortes barítónsöngvari og Hrönn Þráinsdóttir...

Skelltu þér á ókeypis tónleika Óperunnar í Hörpu – Notalegt í hádeginu

Íslenska óperan býður upp á í vetur, eins og undanfarna vetur,...

Svona hefurðu aldrei heyrt lagið Jolene áður… frábær A capella flutningur

Dolly Parton er afskaplega hæfileikarík og þá ekki eingöngu sem...

Gætir þú lifað án tónlistar?

Hvernig væri tilveran án tónlistar? Tónlist er stór hluti af menningu...

Langt leidd af Alzheimer en kemur alltaf tilbaka þegar hún syngur

Það er afar sárt fyrir aðstandendur Alzheimers-sjúklinga að horfa upp...

Er eitthvað krúttlegra en þetta? – Gleðipilla dagsins!

Lítil börn og hundar eru auðvitað bara dásemd. Og þetta litla krútt...

Faðir brúðarinnar neitaði að halda ræðu og gerði þetta í staðinn

Faðir brúðarinnar ákvað að halda ekki hefðbundna ræðu í...

Tónlist gerir kraftaverk fyrir Alzheimer-sjúklinga – Sjáðu myndbandið

Þetta fallega spænska myndband sýnir hversu stórkostleg áhrif tónlist...

85 ára afi stelur senunni í brúðkaupi í hlutverki blómastúlku

Þetta myndband bræðir mann alveg. En þessi 85 ára afi stal senunni í...

Þessi litla ódýra jólaauglýsing hefur gjörsamlega brætt netheima

Það á oftar en ekki við að minna er meira og það sannar þessi litla...

Dáleiddu salinn og dómarana með töfrandi hreyfingum – Alveg magnað

Þessi hópur stúlkna frá Líbanon, 31 talsins, eru keppendur í nýjustu...

Stóð uppi sem sigurvegari 89 ára gamall – Aldrei of seint að láta draumana rætast

Við höfum lengi talað fyrir því að maður er aldrei, nei ALDREI, of...