Meðhöndlun hvítlauksins skiptir miklu máli varðandi bragð – Hér eru fjórar aðferðir

Hvítlaukur er einstaklega hollur, góður og gefur matnum mikið bragð. Örlítill hvítlaukur, eða mikið af honum eins og ég vil hafa það, getur algjörlega breytt bragði matarins og er alveg ómissandi í eldhúsinu. Jamie Oliver gefur okkur góð ráð En vissir þú að það skiptir máli hvernig við meðhöndlum hvítlaukinn upp á bragðið að gera? Listakokkurinn Jamie Oliver er með það alveg á hreinu. Hvernig við skerum, söxum og kremjum hann gefur...

Skoða

Fimm æfingar til að gera heima sem koma þér fljótt í form

Margir eru duglegir að halda sér í formi þótt þeir fari ekki í ræktina. Það er nefnilega alls ekki nauðsynlegt að kaupa sér líkamsræktarkort til að vera í formi. Til dæmis kostar ekkert að skella sér í göngutúr eða út að hlaupa. En það eitt og sér er kannski ekki nóg til að þjálfa alla vöðva líkamans. Hér eru nokkrar æfingar sem styrkja líkamann og þú getur auðveldlega gert heima – þessar æfingar ættu að hjálpa þér að komast...

Skoða

Svona á að þrífa eplin til að losna við eiturefnin

Það er víst ekki nóg að skola epli undir vatni eða nota eldhúsrúllu, bolinn sinn eða annað slíkt til að nudda eiturefnin af sem sprautað er á eplin í öllu ræktunarferlinu. Eins og flestir vita þá geta þessi eiturefni verið á eplunum þegar við kaupum þau og það á víst einnig við lífrænt ræktuð. En þessi eiturefni geta valdið ógleði, uppköstum, svima, höfuðverk og kláða. Best að skræla en… Ein allra besta leiðin er auðvitað að...

Skoða

Fullkomið meðlæti – brakandi stökkt og gott grænmeti í ofni

Þetta er hið fullkomna meðlæti og stútfullt af góðum næringarefnum fyrir okkur. Þar sem mér finnst meðlætið skipta miklu máli er ég sífellt að prófa eitthvað nýtt og þetta hér tikkar í öll boxin hjá mér. Algjörlega frábært í miðri viku og dásamlegt með helgarmatnum. Og síðan er þetta svo einfalt – en það skiptir auðvitað miklu máli. Það sem þarf 2 ½ bolli rósakál, snyrt og skorið til helminga 1 góð gulrót, snyrt og skorin í...

Skoða

Þetta getur gerst ef þú þværð hár þitt of sjaldan

Hversu oft ættum við að þvo hár okkar? Málið er að það er ekki til eitthvað eitt rétt svar rétt við því. Og í dag kemst maður til dæmis upp með það að þvo hárið sjaldnar, því með tilkomu þurrsjampóa er hægt að draga hárþvott um einn til þrjá daga í viðbót… og jafnvel lengur. Of oft og of sjaldan En þótt ekkert rétt svar sé til við því hversu oft við ættum að þvo hárið þá vita flestir að of mikill og ör hárþvottur er ekki góður...

Skoða

Svakalega einföld en algjörlega ómótstæðileg Oreo ostakaka

Þú þarft hvorki að vera listakokkur né snilldar bakari til að töfra fram þessa ómótstæðilegu Oreo ostaköku. Þetta er ósköp einfalt og það þarf ekkert að baka. Svo er kakan auðvitað alveg svakalega góð. Einfalt og gott – alveg eins og við viljum hafa það! Þessi klikkar ekki og er algjörlega frábær sem eftirréttur og á veisluborðið. Það sem þarf Oreo kexkökur 2 msk bráðið smjör 250 ml rjómi 100 gr rjómaostur 3 msk flórsykur ¼ tsk...

Skoða

Fljótlegar, einfaldar og ótrúlega góðar hvítlauks brauðstangir

Flestir kannast við það að langa í eitthvað gott en vita ekki hvað það á að vera. Að finnast ekkert vera til en nenna engan veginn út í búð. Svo ekki sé minnst á sísvanga unglingana sem virðast botnlausir þegar kemur að mat. Góðar og tekur enga stund Ein stórgóð redding eru hvítlauksbrauðstangir. Það tekur enga stund að útbúa þær og það er einfalt að eiga hráefnin heima því þau geymast vel. Stangirnar eru auðvitað frábært meðlæti með...

Skoða

Ef þú ert gleyminn getur það í raun verið merki um mikla greind þína

Það hefur gjarnan þótt eftirsóknarvert að hafa gott minni og muna bókstaflega allt – og hafa ófáir tengt það við mikla greind. Vissulega getur fullkomið minni komið sér afar vel í skóla og í prófum og slíku en ef þú ert ein/n af þeim sem átt það til að gleyma alls kyns hlutum eru hér góðar fréttir fyrir þig. Að gleyma nöfnum og slíku Þegar við gleymum nöfnum eða skemmtilegum staðreyndum líður okkur stundum eins og kjánum og...

Skoða

Svona getur 15 mínútna ganga á dag breytt lífi þínu og haft mikil áhrif

Flest gerum við okkur grein fyrir mikilvægi reglulegrar hreyfingar fyrir líkamann. En hreyfingingin er þó ekki síður mikilvæg fyrir andlega heilsu og það má ekki gleymast. En hvað er hægt að gera ef þú hefur ekki tíma til að mæta stöðugt í ræktina? Eða ef þér hreinlega leiðist að svitna og mæta eitthvert til að taka þátt í reglulegri hreyfingu? Þrátt fyrir góðan ásetning þá situr hreyfingin stundum á hakanum í annasömu lífi okkar. En...

Skoða

Þannig má forðast uppþembu og bólgur í líkamanum

Bólgur í líkamanum og uppþemba angrar marga og getur verið hvimleið. Það sem við látum ofan í okkur getur átt stóran þátt í þessum bólgum. En þegar fólk eldist geta líka hormónar og sveiflur í hormónabúskapnum haft þessi áhrif. Ef þú vilt hins vegar minnka líkurnar á því að þjást af uppþembu er ýmislegt sem hægt er að gera, nú eða ekki gera, til að koma í veg fyrir þetta hvimleiða vandamál. Hér er listi yfir eitt og annað sem vert er...

Skoða

Ekki gleyma að þrífa þessa 5 hluti á baðherberginu – Góð ráð

Að þrífa baðherbergið er líklegast ekki efst á óskalistanum hjá mörgum. Engu að síður er afar mikilvægt að þrífa baðherbergið reglulega og þá þarf að þrífa allt… ekki bara sumt. Talið er æskilegt að þrífa baðherbergið vel einu sinni í viku og einu sinni í mánuði þarf að gera virkilega góða og sótthreinsandi hreingerningu þar. Eitt og annað sem gleymist Þegar baðherbergið er þrifið verður gjarnan eitt og annað eftir sem maður hugsar...

Skoða

Ævaforn kínversk aðferð sem bætir m.a. svefn og almenna vellíðan

Ævafornar kínverskar aðferðir eins og nálastungur, náttúrulyf og fleira þykja góðar til síns brúks. Og flest höfum við heyrt um Feng Shui sem er ákveðin aðferð er byggir á því að skapa meira jafnvægi með því að staðsetja og snúa húsgögnum á ákveðinn hátt. En hafið þið heyrt um Feng Fu? Feng Fu er aðferð sem byggir á kínverskum nálastungum, nema í þessari aðferð er notaður ísklaki til að þrýsta á ákveðinn punkt á líkamanum. En Feng Fu...

Skoða

Þetta hef ég lært um ævina – Frábært innlegg

Með hærri aldri og auknum þroska áttum við okkur enn betur á lífinu og hvað það er sem virkilega skiptir máli. Hér er frábært innlegg sem sagt er vera frá sjónvarpsmanninum heitnum Andy Rooney sem lést tæplega 93 ára að aldri árið 2011. Hvort sem þessi viskuorð koma frá Andy sjálfum eða ekki þá geta eflaust margir verið sammála um að hafa lært slíkt hið sama í gegnum tíðina. Hér er hluti af ljóði Andy um hvað hann hefur lært um ævina...

Skoða

Tíu fæðutegundir sem auka brennsluna

Við vitum flest að megrunarkúrar eru ekki rétta leiðin til að léttast og halda línunum í lagi. Enda höfum við flest prófað eitthvað slíkt í gegnum tíðina. Við hér erum fylgjandi hollum og góðum mat sem gerir eitthvað fyrir okkur og þar með líkama okkar. Og það eiga þessar tíu fæðutegundir hér að neðan sameiginlegt – en þær hjálpa allar til við að brenna fitu. Tíu fæðutegundir sem auka brennsluna 1. Egg Egg eru ein af þeim...

Skoða

Átta atriði sem ánægða og hamingjusama fólkið gerir á morgnana

Er það eitthvað sérstakt sem einkennir morgunrútínu þeirra sem eru hamingjusamir og sáttir með lífið? Já, það er reyndar svo því þessir einstaklingar hafa tileinkað sér ákveðna hluti og venjur. Hér eru átta atriði sem einkenna morgnana hjá ánægðu og hamingjusömu fólki 1. Nýr dagur – Nýtt upphaf Þau hefja hvern dag eins og um nýtt upphaf sé að ræða. Því hver nýr dagur ber eitthvað nýtt í skauti sér. Þótt gærdagurinn hafi verið...

Skoða