Unnustunni fannst hann eins og hellisbúi – Sjáðu ótrúlegu breytinguna!
Það er eiginlega alveg með ólíkindum hvað klipping og góð snyrting getur gert. Josh hafði ekki í farið í klippingu né rakað sig í … ja ansi mörg ár. Heidi, unnustu Josh, fannst hann vera eins og hellisbúi og var margbúin að biðja hann um að taka aðeins af öllu þessi hári. Var í vandræðum með að kyssa hann Heidi sagðist hafa verið í vandræðum með að kyssa hann því hún vissi varla hvar munnurinn á honum væri fyrir öllu þessu...
Fimm mínútna hártrix til að fá mjúka og létta strandarliði
Við erum alltaf til í að læra nýjar aðferðir, trix og lausnir sem auðvelda okkur lífið og spara tíma. Hér er snilldar aðferð til að setja létta strandarliði í hárið… og það tekur aðeins nokkrar mínútur. Í staðinn fyrir að taka allt hárið og krulla það er það sett í hátt tagl og svo teknir stórir lokkar og þeir krullaðir – og útkoman er þessir fínu strandarliðir. Gætið þess bara að hárið sé orðið kalt áður en teygjan er...
Auðveldasta leiðin til að skræla kartöflurnar
Það getur verið ferlega leiðinlegt og tímafrekt að skræla kartöflur. Og hjá mörgum fer oft ótrúlega mikið af kartöflunum til spillist þegar þær eru skrældar – fyrir utan hvað þetta tekur langan tíma og er hundleiðinlegt. En sem betur fer þarf þetta ekki að vera vandamál lengur því við erum búin að finna snilldar lausn á þessu og þú þarft ekki einu sinni verkfæri, bara þínar eigin hendur. Þetta er klárlega algjör snilld ef skræla...
Einföld og góð skúffukaka sem á alltaf við
Skúffukaka er eitthvað sem er afar sígilt og flestum finnst gott. Volg skúffukaka með ískaldri mjólk er klassík. Uppskriftin að þessari köku er einföld, og þannig á það auðvitað að vera. Og hvað er betra en að skella í skúffuköku um helgar? Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér þessari uppskrift með okkur. Einföld og góð skúffukaka Það sem þarf 150 gr smjör 2 egg 3 dl sykur 2 tsk vanillusykur 2 msk kakó 4 dl hveiti...
Fáðu mjúka og fallega fætur með þessari einföldu og náttúrulegu aðferð
Við erum afskaplega hrifin af notkunarmöguleikum matarsóda og þreytumst seint á því að kynna fyrir lesendum okkar fjölmargar leiðir til þess að nota þetta hvíta undraduft. Matarsódi fyrir fæturna Nú er komið að því að taka fæturna í gegn fyrir sandalana og opnu skóna – og að sjálfsögðu er líka hægt að gera það með matarsóda. En með þessari aðferð er hægt að losna við sprungur og þurrk af hælum og iljum og fá mjúka fætur. Þannig...
Að handskrifa gerir undraverða hluti fyrir heilann og minnið
Þar sem flestir, ef ekki allir, nota í dag lyklaborð á tölvum og snjallsíma til að slá allar upplýsingar inn sér maður sjaldan orðið blað og blýant. En það er samt nokkuð sem við ættum greinilega að endurskoða. Hærri einkunnir Rannsókn sem birt var í Psychological Science sýndi fram á að þeir nemendur sem einungis studdust við tölvur í námi sínu og notuðu lyklaborðið á tölvunni til að taka niður glósur fengu lægri einkunnir á prófum...
Allt þetta hefur lífið kennt mér um ævina – Og það er ekki svo lítið
Það er alveg nauðsynlegt að láta minna sig á það annað slagið um hvað lífið raunverulega snýst. Og það sem við lærum á lífsleiðinni færir okkur meiri visku og lífsánægju. Hér eru nokkur atriði sem við áttum okkur betur á með aldrinum Ég hef lært Að góðir hlutir gerast hægt. Að einn sannur vinur er allt það sem ég þarf. Að allt tekur að lokum enda. Að sorgin er gjaldið sem við greiðum fyrir að elska heitt. Að það koma tímar þar sem...
Einfaldur og heimatilbúinn kaffiskrúbbur fyrir andlitið og kroppinn
Já það er gott að drekka kaffi – en vissir þú að það er líka gott að nudda kaffi á allan líkamann? Þá erum við auðvitað ekki að tala um að hella uppáhelltu kaffi yfir líkamann heldur erum við hér að tala um kaffiskrúbb. En kaffiskrúbbi fylgja margir kostir. Ódýrt og auðvelt Rúsínan í pylsuendanum er svo auðvitað sú hversu ódýrt og auðvelt er að búa hann til – og innihaldið er örugglega til í eldhússkápunum heima hjá þér....
Dásamlega sítrónukakan hennar Nigellu
Ef þú hefur hvorki smakkað né bakað sítrónuformköku þá er sko heldur betur kominn tími til. Þetta er ein besta formkaka sem við á fáum – en sítrónukaka er einstaklega bragðgóð og frískandi. Uppskriftina að þessu ljúfmeti fékk hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit úr einni af bókunum hennar Nigellu Lawson en Svava hefur aðlagað hana að eigin þörfum. Það sem þarf 125 gr ósaltað smjör 175 gr sykur 2 stór egg rifinn börkur af 1 sítrónu...
Svona kemur þú í veg fyrir blöðrur og hælsæri af nýju skónum
Flestar konur kannast við þau óþægindi sem geta fylgt því að byrja að ganga í nýjum skóm. Þeir eru þröngir og það þarf að ganga þá til sem þýðir stundum mikil óþægindi og oft á tíðum blöðrur og jafnvel hælsæri. Einföld leið Við látum okkur nú samt hafa það. Ekki geta nýju skórnir sem við freistuðumst til að kaupa verið upp á punt. Nei, þess vegna látum við okkur bara hafa það því það er einhvern veginn þess virði að lokum. En við erum...
Langauðveldasta leiðin til að þrífa hvítu strigaskóna
Þetta er ein einfaldasta leiðin til að þrífa sumarlegu og hvítu strigaskóna þína og allra annarra á heimilinu. Og hún virkar alveg ótrúlega vel. Það eina sem þú þarft er naglalakkseyðir og bómull… og þeir verða skínandi hreinir. Gerðu strigaskóna klára fyrir sumarið.
Fáðu bjartari og hvítari neglur með þessari einföldu aðferð
Neglur okkar, bæði kvenna sem karla, vilja gjarnan verða gular. Ástæðurnar geta verið ýmsar, eins og t.d. naglalakksnotkun, reykingar, vinna með hin ýmsu matvæli og margt fleira. En vissir þú að það má nota það sama og þú notar á tennurnar til þess að ná þessari gulu slykju af nöglunum? Já það er hægt að nota tannkrem á neglurnar! Og svona gerir þú það Finndu til tannkrem og tannbursta sem þú ert hætt/ur að nota (eða fáðu þér nýjan í...
Rauðvín og súkkulaði leyndarmálið bak við unglega húð og færri hrukkur
Sumar rannsóknir og vísindalegar niðurstöður eru einfaldlega miklu skemmtilegri en aðrar. Og það á svo sannarlega við þessa rannsókn sem framkvæmd var við háskólana í Brighton og Exeter í Englandi. Rauðvín og súkkulaði Vísindamennirnir komust að þeirri niðurstöðu að það að drekka rauðvín og borða súkkulaði sé leyndarmálið á bak við unglega húð. En samkvæmt þeim innihalda bæði rauðvín og súkkulaði efni sem hjálpa til við endurnýjun á...
Ómissandi ráð og trix við þrifin á baðherberginu
Það er alltaf gott og gagnlegt að kynna sér ný húsráð og maður getur alltaf á sig blómum bætt í þeim efnum. Baðherbergið þarnast sérstakrar athygli og mikilvægt er að þrífa allt þar vel enda mikið um óhreinindi og sýkla. Stórgóð ráð og trix Hér er eitt og annað sem við höfum ekki séð áður, eins og til dæmis að nota svart te og dagblöð til að þrífa spegilinn. Þá er ediki og sápu blandað saman til að þrífa sturtubotninn. Sítróna notuð á...
Að missa hundinn sinn getur verið erfiðara en að missa ættingja eða vin
Margir þekkja eflaust hversu erfitt það getur verið að missa heimilishundinn og hversu yfirmáta sárt það er. Þeir sem ekki hafa átt hund eiga hins vegar oft í erfiðleikum með að skilja sorgina þar sem í þeirra huga hafi þetta nú bara verið hundur sem var að deyja. Hluti af fjölskyldunni En þeir sem hafa átt og elskað hund vita að hundur er ekki bara hundur – hundurinn er oftast hluti af fjölskyldunni og tekur þátt í fjölskyldulífinu....