Dásemdar súkkulaði- og karamellubaka með sjávarsalti

Þessi baka er draumi líkust! Súkkulaði og karamella með sjávarsalti er alltaf ávísun á eitthvað hrikalega gott. Og það er ekki flókið að útbúa þessa dásemd – en það þarf aðeins að baka botninn tvisvar sinnum 15 mínútur. Sjáðu í myndbandinu hér að neðan hvernig þetta er gert. Það sem þarf Botn 1 ¼ bolli hveiti ¼ bolli fínhakkaðar möndlur ¼ bolli ósætt kakó ¼ tsk. salt ¼ bolli sykur 110 gr mjúkt smjör – skorið í litla bita 1 egg 1...

Skoða

Svona lýsir breytingaskeið karla sér – Hér eru helstu einkennin

Það eru nefnilega ekki bara konur sem fara á breytingaskeið – svo það sé alveg á hreinu. En hvernig lýsir breytingaskeið karla sér – og hvernig geta karlmenn vitað hvort þeir séu að ganga í gegnum þetta skeið? Ekki það sama og grái fiðringurinn Töluvert hefur verið rætt um breytingaskeið kvenna en öllu minna um breytingaskeið karla. En það er ekki þar með sagt að karlar fari ekki á sitt breytingaskeið. Sumir halda því reyndar...

Skoða

Smákaka en samt kaka – Einföld dásemd í pönnu

Súkkulaðibitakökur eru alltaf jafn góðar. Og þessi uppskrift að risastórri smáköku… sem er samt kaka er algjör snilld. Þessi er gerð frá grunni í pönnu og síðan bökuð í pönnunni inni í ofni. Það þarf sem sagt ekkert að draga hrærivélina fram. Alveg einstaklega einfalt! Tilvalið að skella í eina svona og hafa góðan vanilluís með. Það sem þarf ½ bolli smjör ¼ bolli sykur ½ púðursykur 1 egg 1 tsk vanilludropa 1 ½ bolli hveiti ¾ tsk...

Skoða

Þennan lista ættirðu að setja framan á ísskápinn

Viðhorf okkar og það hvernig við bregðumst við ákveðnum aðstæðum í lífinu getur haft mikið að segja um það hvernig hlutirnir þróast og hvernig líf við eigum. Gleymist í erli dagsins Það er alltaf gott að láta minna sig á hvað skiptir máli og hvað má gera til að bæta andlega líðan. Því í erli dagsins vill það gjarnan gleymast hvernig við getum farið í gegnum lífið á sem bestan hátt fyrir okkur sjálf. Hér eru átta góðir punktar sem vert...

Skoða

Orsök hármissis getur verið alvarleg – Hér eru þrettán ástæður fyrir hárlosi

Á hverjum degi missum við hár af höfði okkar – sem er í sjálfu sér alveg eðlilegt. En hins vegar getur mikið hárlos verið merki um að ekki sé allt með felldu. Karlar eru líklegri til að missa hárið en konur, sem er bara ein af staðreyndum lífsins. Engu að síður getur hárlos líka verið vandamál hjá konum. Hér eru þrettán ástæður fyrir hárlosi og hármissi 1. Áfall Hvers kyns líkamleg áföll geta leitt til hárloss. Slys, aðgerð,...

Skoða

Ertu að gera allt rétt en léttist samt ekkert? – Þetta gæti verið vandamálið!

Það getur reynst þrautin þyngri að halda þyngdinni í skefjum – hvað þá að ætla að losna við nokkur kíló. Kannast þú við það að borða rétt og hollt og hreyfa þig reglulega í þeim tilgangi að losna við nokkur kíló… en ekkert gengur? Hormónar Þetta er ekki óalgengt vandamál – og gæti verið ákveðnum hormónum í líkamanum um að kenna. Hér er um að ræða hormónið kortisól, sem er einnig þekkt sem streituhormón líkamans. Líkaminn...

Skoða

Tólf skotheldar ástæður fyrir því að bæta engifer inn í fæðuna

Engifer hefur verið notað í gegnum aldirnar við ýmsum líkamlegum kvillum. Það er stútfullt af andoxunarefnum en þau eru talin hafa þessi góðu áhrif á líkamann. Í dag er afar auðvelt fyrir okkur að nálgast engifer en það fæst nánast í hverri einustu verslun. Það er auðvelt að bæta engifer inn í fæðuna t.d. með því að setja það í te/heitt vatn og nota það í fiskrétti og súpur, svo fátt eitt sé nefnt. Hér eru tólf ástæður fyrir því að...

Skoða

Fimm merki þess að þú sért greindari en aðrir

Því hefur lengi verið haldið fram að há greindarvísitala sé besta staðfestingin á mikilli greind. En er það endilega svo? Ekki samkvæmt sérfræðingum því vísindamenn telja að þetta sé ekki alveg svona einfalt og að fleira komi til. Hér er fimm atriði sem benda til þess að þú sért greindari en aðrir 1. Þú lærir af mistökum þínum Sálfræðilegar rannsóknir sýna fram á að þeir sem eru greindir eru yfirleitt einstaklingar sem viðurkenna...

Skoða

Indónesískar kjúklinganúðlur sem bragð er af

Léttur og góður réttur sem hentar í miðri viku jafnt sem helgarmatur. Indónesískar kjúklinganúðlur sem bragð er af – og hreint ekki svo flókinn í framkvæmd. Uppskriftin miðast við fjóra. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari góðu uppskrift.   Það sem þarf Bami Goreng (uppskrift fyrir 4) 250 g eggjanúðlur (ósoðnar) 4 msk olía (ekki ólífuolía) 125 g vorlaukur 1 brokkólíhöfuð 2 gulrætur 700...

Skoða

Skilnaðir á miðjum aldri – Hér eru nauðsynleg ráð ef þú vilt halda í hjónabandið

Skilnaðir eru algengir hjá fólki á miðjum aldri. Þegar börnin fara að týnast að heiman og húsið verður tómt vill oft myndast tómarúm í lífi fólks. Allur tíminn hefur farið í fjölskylduna á meðan hjónabandið hefur setið á hakanum og þið tvö aðeins týnt hvort öðru þar sem þið hafið verið svo upptekin við uppeldi og vinnu. Sem er alveg eðlilegt á þessum árum. Hjónabandið má ekki týnast Öll áhersla undanfarinna ára hefur verið lögð á...

Skoða

Afar mikilvægt að gleyma ekki að hugsa um húðina á höndunum

Margir hugsa afar vel um húðina í andlitinu og eyða miklum tíma í það – en huga hins vegar ekki að höndum og hálsi. Það er auðvelt að gleyma því að hendurnar verða fyrir nákvæmlega því sama og andlitið, þ.e. sól, kulda og öllu því. Og reyndar mæðir enn meira á höndunum en andlitinu. Þess vegna eru það einmitt þær sem geta komið upp um aldurinn á einstaklingi sem er með unglegt andlit. Og þetta á alveg jafnt við karla sem konur....

Skoða

Hættu að taka öllu svona persónulega og hafa áhyggjur hvað öðrum finnst

Ert þú ein/n af þeim sem tekur allt persónulega og lætur það síðan hafa neikvæð áhrif á líf þitt? Hvað fólk segir við þig eða um þig ætti aldrei að stjórna lífi þínu – þótt það vilji engu að síður oft gerast. Þetta getur vissulega verið erfitt og kannski auðveldara sagt en gert. En hér eru sjö góð ráð sem klárlega hjálpa. Hættu að taka öllu svona persónulega 1. Vertu þú sjálf/ur Það er alltaf best að vera maður sjálfur og gera...

Skoða

Dásamlegar rauðvíns brúnkur – já þær innihalda rauðvín

Hefur þú prófað að nota rauðvín í baksturinn? Margir nota auðvitað rauðvín í matseldina en hafa kannski ekki notað slíkar veigar í kökubakstur. Drauma brownie Þetta er líklega drauma brownie/brúnka fyrir marga fullorðna en hún inniheldur rauðvín og ber. Og svo má auðvitað drekka rauðvín með henni því eins og allir vita þá smellpassa rauðvín og súkkulaði saman – alveg fullt af andoxunarefnum. Það má nota rauðvínsafganga í...

Skoða

Þú getur haft skjaldkirtilstruflanir án þess að átta þig á því

Í kringum fimmtugsaldurinn eykst hættan á því að konur þurfi að kljást við vandamál í skjaldkirtli. Talið er að konur séu fimm til átta sinnum líklegri en karlar til að eiga við skjaldkirtilstruflanir að stríða – og því álíta sérfræðingar að estrógen eigi hér hlut að máli. En magn estrógens hormóna fer þverrandi í líkamanum á breytingaskeiði og með hærri aldri. Getur gert mikinn óskunda starfi hann ekki rétt Skjaldkirtillinn er...

Skoða

Einföld og ofsalega góð Oreo-skyrkaka

Skyrkökur eru alltaf góðar og svo er líka bæði einfalt og fljótlegt að útbúa þær – sem er auðvitað mikill kostur. Margir þekkja og hafa gert hina klassísku skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu en þessi hér er sko vel þess virði að prófa. Uppskriftin að þessari dásemdar skyrköku er frá henni Margréti Theodóru á Kakan mín. En kakan er sko hreint ekkert síðri daginn eftir að hún er gerð. Það sem þarf 2 pakkar Oreo-kex 100 gr smjör 2...

Skoða