Dásamlega mjúk Oreo súkkulaðikaka
Maður getur alltaf á sig bætt nýjum uppskriftum að súkkulaðikökum. Það er nefnilega ekki hægt að fá leið á súkkulaði… ekki satt! Hér er ein dásamlega góð með Oreo kexi – dúnmjúk og blaut í sér. En hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur uppskrift að þessu góðgæti. Svava segir Oreo kexið gefa þessari mjúku köku ákveðið „kröns“. Það sem þarf 200 g suðusúkkulaði 150 g smjör 175 g púðursykur 4 egg 5 msk hveiti...
Jákvæðir og bjartsýnir einstaklingar líklegri til að efnast og hafa hærri laun
Það er alltaf að koma betur og betur í ljós hverju jákvæðni og bjartsýni geta áorkað. Sýnt þykir t.d. að þessir tveir þættir séu einstaklega góðir fyrir heilsuna. En ekki nóg með það því nú þykir sannað að jákvæðni og bjartsýni hafi líka stórgóð áhrif á fjárhaginn. Hvernig sérð þú glasið þitt? Er það hálffullt og trúir þú því flest fólk sé hið besta fólk innst inni? Ef þú sérð glasið þitt hálffullt og treystir fólki – og ert sem...
Frábær ráð til að eiga við þunnt hár
Konur með þunnt hár vita hversu erfitt það getur verið að eiga við hárið og að fá fyllingu í það. Auðveldar lausnir, eins og krullujárn og froða sem á að gera hárið meira, virka ekki alltaf eins og best verður á kosið. Að eiga við þunnt, flatt eða líflaust hár getur verið vinna en það er síður en svo vonlaust. Hér eru nokkur góð ráð 1. Notaðu réttu vörurnar í hárið. Fáðu ráðleggingar á hárgreiðslustofunni þinni um val á vörum. Það er...
Konur sem neyta bólguvandandi fæðu líklegri til að þjást af þunglyndi
Talið er að 12-15 þúsund Íslendingar þjáist af þunglyndi á hverjum tíma. Sjúkdómurinn er því býsna algengur hér á landi. Fleiri konur glíma við þunglyndi en karlar. Í Bandaríkjunum er talið að fimmta hver kona þjáist af þunglyndi einhvern tíman á lífsleiðinni. Sjúkdómnum fylgja skert lífsgæði, minnkaðar lífslíkur og aukin hætta á öðrum sjúkdómum, þar á meðal eru hjarta-og æðasjúkdómur, sykursýki og ýmis krabbamein. Þunglyndi hefur...
Tíu atriði sem þú ættir að hafa í huga alla daga
Stoppar þú stundum og hugleiðir hvernig líf þitt er og hvert það stefnir? Hvað með þig sem manneskju, hugsanir þínar og hegðun? Eða ertu kannski eins og allt of margir og heldur bara bara áfram á hálfgerðri sjálfstýringu? Þá er kominn tími til að staldra við! Hér eru 10 atriði sem við ættum að hafa í huga alla daga 1. Allt er breytingum háð Það er alveg vonlaust að ætla sér að fara í gegnum lífið án breytinga því lífið er breytingum...
Tíu atriði sem hamingjusöm pör hafa tileinkað sér – Af því þau virka
Það er ekkert til sem kalla má fullkomið samband – en hamingjusöm sambönd eru svo sannarlega til. En það er vinna að halda hjónabandi og/eða sambandi heilbrigðu og hamingjusömu. Þetta er engin heppni eða eitthvað sem bara gerist. Þess vegna er mikilvægt að vera vakandi fyrir sambandinu og gleyma ekki að það þarfnast þess að að því sé hlúð. Hér eru 10 atriði sem pör í hamingjusömu sambandi hafa tileinkað sér 1. Standa saman og...
Vorhreingerning og tiltekt í skápum gerir sálinni gott – 10 nauðsynleg ráð
Hér áður fyrr var allt tekið í gegn og þrifið hátt og lágt fyrir jólin. En með árunum hefur þetta nú aðeins breyst enda vilja flestir njóta aðventunnar í huggulegheitum án þess að vera þreyttir og sveittir að taka heimilið í gegn. Nú og svo sér heldur enginn skítinn og draslið í öllu myrkrinu í desember. Þess vegna er svo miklu skynsamlegra að gera vorhreingerningu frekar en jólahreingerningu. Hvað á að geyma og hverju á að henda?...
Virkilega sniðug leið til að þvo brjóstahaldarana
Hvernig á að þvo brjóstahaldara og hver er besta aðferðin er nokkuð sem margar konur velta fyrir sér. Þetta er góð hugmynd Við vitum að það er afar gott að þvo þá í höndunum svo þeir missi ekki teygjanleika sinn, en samt finnst mörgum það svolítið mál. Síðan er líka sagt að það sé allt í lagi að skella þeim í þvottvélina á lágu prógrammi á minnstu þeytivindu (sem er auðveldast) en við sem freistumst oft til þess vitum að spangirnar...
Eitt besta salat sem þú færð – Satay kjúklingasalat með kúskús
Þessi uppskrift hér er með betri salat uppskriftum sem við höfum gert – og einstaklingar sem alla jafna eru lítið fyrir salat hreinlega gúffa þessu í sig. Já þetta er eitt besta salat sem þú getur gert og stórir jafnt sem smáir eru sammála um það. Staðreyndin er sú að maður fær einfaldlega ekki leið á þessu – og þetta er reyndar alveg tilvalið helgarsalat. Uppskriftin er frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem...
Þessi 3 lykilatriði gera okkur hamingjusöm – Það staðfesta vísindin
Hamingjan er stöðugt rannsóknarefni vísindamanna, sem er svo sem ekkert skrýtið þar sem hún er fólki afar hugleikin og vissulega stór þáttur í lífi hvers og eins. Deila þremur lykilatriðum í lífinu Samkvæmt nýlegri rannsókn sem framkvæmd var við Harvard háskólann er það endanlega staðfest að peningar færa okkur ekki hamingjuna. Og kemur það víst fæstum á óvart. Það sem hins vegar kom í ljós í þessari rannsókn er að það eru þrír þættir...
Margar konur upplifa þunglyndi í fyrsta sinn á miðjum aldri
Þrátt fyrir að flestar konur fari í gegnum breytingaskeiðið án teljandi erfiðleika eru ekki allar jafn heppnar. Því þetta tímabil getur reynst sumum konum afar erfitt. Skap kvenna er misviðkvæmt fyrir öllu því hormónahoppi sem á sér stað og upplifa sumar konur þunglyndi í fyrsta skipti á ævinni þegar þær fara í gegnum breytingaskeiðið. Bæði móðirin og unglingurinn með hormónana úti um allt Það mæðir oft mikið á konum á þessum aldri og...
Frábær náttúruleg aðferð til að fá hreina og vel lyktandi rúmdýnu
Við eyðum drjúgum tíma af lífi okkar í rúminu og því ekkert skrýtið að rúmdýnan verði óhrein. Hér er frábært ráð til að lífga upp á dýnuna og hreinsa hana svo hún ilmi vel og verði hrein og fín. Og auðvitað er þessi aðferð bæði náttúruleg og einföld – alveg eins og við viljum hafa það! Það sem þú þarft 450 gr matarsóda ilmkjarnaolíu (með ilm að eigin vali) ryksugu Og svona gerirðu þetta Byrjaðu á því að snúa dýnunni við. En það...
Ljúffeng gamaldags möndlukaka – Þessi vekur upp nostalgíu
Munið þið eftir möndlukökunni sem amma og mamma bökuðu? Hér er komin uppskrift að einni slíkri sem vekur upp ljúfar og góðar minningar. Það tekur enga stund að baka hana og svo skemmir ekki heldur fyrir hvað kakan er falleg á borði. Skelltu í eina svona og leyfðu henni að vekja upp nostalgíuna. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessu ljúfmeti með okkur. Það sem þarf 75 gr smjör 1 dl sykur 2 egg 2 1/2 dl hveiti 2...
Notar þú daður til að ná þínu fram? – Kannanir sýna að konur hika ekki við það
Já, konur eru ekki allar þær sem þær eru séðar. Þær nota nefnilega hiklaust daður til að ná sínu fram. Þetta eru alla vega niðurstöður könnunar sem gerð var í Bretlandi fyrir skemmstu. Nýta daðrið hiklaust í vinnunni Í ljós kom að meira en helmingur breskra kvenna daðrar við karlmenn til að fá það sem þær vilja. Þær viðurkenna líka að þær nýta daðrið hiklaust í vinnunni. 30% þeirra kvenna sem þátt tóku í könnuninni segjast líka nota...
Lætur þú neikvætt fólk draga úr þér orku og skemma fyrir þér?
Það getur skipt miklu máli upp á góða andlega líðan að velja vel það fólk sem þú umgengst. Sumir hafa betri áhrif á okkur en aðrir – og sumir draga orku frá okkur á meðan aðrir virka eins og orkuskot. Þess vegna er betra að reyna að útiloka það fólk úr lífi þínu sem hefur neikvæð áhrif á þig. Getur verið áskorun að takast á við En því miður er það ekki alveg svo einfalt að það sé alltaf hægt því stundum verðum við að umgangast fólk...