Hér eru átta merki þess að skilnaður gæti verið í uppsiglingu hjá þér

Það verður að viðurkennast að mörg sambönd og hjónabönd ganga bara sinn vanagang. Í sambandinu er engin blússandi ást og hamingja – og báðir aðilar eru jafnvel hættir að hlúa að hvor öðrum. Hvert stefnir slíkt samband/hjónaband? Gæti skilnaður verið í nánd? Starfsmenn Babble.com tóku saman lista um merki þess að skilnaður gæti verið í uppsiglingu. Þessi listi er auðvitað engin alhæfing og á ekkert endilega við alla. En ef þú...

Skoða

Frábær trix til að losna við bletti úr fötum – og fleiri stórgóð ráð

Flestir, ef ekki allir, kannast við að hafa fengið bletti á fötin sín sem erfitt getur verið að ná úr. Hvort sem það er vínblettur á hvítu skyrtunni eða meik á blússunni. Nú og svo eru það hvítu botnarnir á strigaskónum og hnökrar á uppáhalds peysunni. Það er nefnilega ýmislegt sem getur komið upp varðandi fatnað okkar. Til að leysa úr því eru hér 6 frábær trix   1. Raksápa á erfiða bletti Þetta er víst skothelt ráð og hægt að losna...

Skoða

Er gott fyrir brjóstin að sofa í brjóstahaldara?

Í gegnum tíðina hafa verið uppi ýmsar hugmyndir og kenningar um brjóst kvenna. Af hverju þau eru svona eða hinsegin, af hverju þau síga, hvað er gott að gera fyrir þau og þar fram eftir götunum. Oft snýst þetta um að halda lögun þeirra með hærri aldri. Að sofa í brjóstahaldara? Þekkt amerísk leikkona, sem komin er yfir fimmtugt, hefur t.d. gefið lesendum glanstímarits ráð varðandi brjóstin. En sjálf þykir hún hafa afar löguleg og...

Skoða

Hún fór í eina þá mögnuðustu yfirhalningu sem við höfum séð

Hún Holly hafði ekki látið klippa á sér hárið í mörg, mörg ár af því pabbi hennar hafði alltaf sagt að konur ættu að vera með sítt hár því annars væru þær ekki fallegar. Auðvitað erum við þessu algjörlega ósammála. Konur eru fallegar með stutt hár, sítt hár, millisítt hár og ekkert hár – því fegurðin kemur að innan. Fannst kominn tími á breytingar En Holly fannst kominn tími á breytingar og með sítt hár niður að mjöðmum gekk hún...

Skoða

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til að segja skilið við þá sóðalegu aðferð. Það eru nefnilega til fleiri leiðir til að matreiða þessa dásemd. Og ein er sú að baka það. Þetta er svo einfalt Settu álpappír í botninn á ofnplötu og settu ofngrind yfir. Raðaðu svo beikoninu ofan á grindina. Með því að gera þetta svona þarftu ekki að þerra olíuna af beikoninu í eldhúspappír áður en þú berð það fram því hún...

Skoða

Þrjú frábær ráð til að velja alltaf besta rósavínið

Tilhugsunin um ískalt rósavín, sumar og sól er alveg dásamleg – því rósavínið er hinn fullkomni sumardrykkur. En hvernig velur maður rétta rósavínið? Hér eru þrjú skotheld ráð sem þú skalt hafa að leiðarljósi, til að velja það rétta, næst þegar þú skellir þér í vínbúðina eða út að borða. Þrjú ráð Skoðaðu litinn Að öllu jöfnu þegar liturinn á rósavíninu er ljós (fölbleikur) er það þurrt. En þegar liturinn er dýpri...

Skoða

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi, létt og bragðgóð – og hver biti hrein dásemd. En allra besta sítrónukakan sem við fáum er á Starbucks og því erum við afar glöð með þessa uppskrift sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur. En fyrirmyndin er auðvitað kakan á Starbucks. Það sem þarf 1 ½ bolli hveiti  ½ tsk lyftiduft  ½ tsk matarsódi  ½ tsk salt 3 egg 1 bolli sykur 2 msk mjúkt...

Skoða

Mikilvægt að borða rétt fyrir hormóna líkamans

Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá hafa hormónar líkamans mikið að segja um það hvernig okkur líður. Segja má að þeir stjórni skapi okkar, orku, kynhvöt, meltingu og því hvernig húð okkar lítur út. Þetta er ekki svo lítið. Hormónaójafnvægi og konur á breytingaskeiði Þess vegna er eins gott að borða rétt fyrir hormónana. Því ef við borðum ekki rétt getur myndast hormónaójafnvægi og fyrir konur sem eru t.d. á breytingaskeiði getur...

Skoða

Þrjú einföld atriði sem gera alveg kraftaverk fyrir hjónabandið

Það er gjarnan talað um að hjónabandið sé vinna. Við getum öll tekið undir það að einhverju leyti. Allir þurfa hið minnsta að rækta garðinn sinn. Engu að síður eru það samt þrír ákveðnir þættir sem hreinlega geta gert kraftaverk fyrir sambandið og þá skiptir engu máli hvar þið eruð stödd í sambandinu. Hvort sem sambandið gengur ekki sem best eða allt gengur að óskum þá geta þessi þrjú atriði breytt aðstæðum og hjálpað til við að færa...

Skoða

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær aldrei leið á og eru ýmsar útfærslur til af þessari dásemd. Hér er ein, með kremi úr fílakaramellum, úr bókinni Nenni ekki að elda sem kom út hjá Sölku fyrir nokkrum árum síðan. Þessi uppskrift er ein af okkar uppáhalds og verður því oft fyrir valinu þegar við viljum gera vel við okkur. Þið verðið ekki svikin af henni þessari! Það sem þarf í kökuna 4 egg 2 dl. sykur 200...

Skoða

Þess vegna eru franskar konur alveg með þetta

Hefur þú stundum pælt í því hvað franskar konur virðast einhvern veginn alveg vera „með þetta“? Þær eru smart, bera sig vel, eru með óaðfinnanlegt hár, passlegar í holdum en borða samt það sem þær langar í. Þær frönsku eru fallegar á sinn hátt og öruggar með sig. Bera virðingu fyrir sjálfum sér Þetta eru konur sem elska sjálfar sig og bera virðingu fyrir sér – og það endurspeglast í fasi þeirra og útliti. Sumir myndu kannski...

Skoða

Alls ekki geyma förðunarburstana svona inni á baði

Ert þú ein af þeim sem geymir förðunarburstana þína inni á baðherbergi? Ef svo er skaltu hugsa þig tvisvar um – alla vega ef þeir eru uppi á borðum. Bakteríur og sýklar Húðsjúkdómafræðingurinn Kavita Mariwalla bendir á að þeir sem geymi burstana sína óvarða inn á baðherbergi eigi á hættu að þeir fyllist af óæskilegum bakteríum sem sé síðan burstað á andlitið. Og það eitt getur ógnað heilsu þinni. Kavita segir að í hvert sinn sem...

Skoða

Að láta klippa á sig topp getur alveg yngt mann um nokkur ár

Ef þig langar að breyta til og ert orðin hundleið á hárinu þínu getur verið að þvertoppur sé málið fyrir þig. Að láta klippa á sig topp gæti líka gert þig unglegri. Það skiptir miklu máli hvernig toppurinn er klipptur En það má ekki gleymast að þvertoppur krefst vinnu. Það þarf að blása hárið og laga toppinn á hverjum degi. Auk þess þarfnast toppurinn þess að hann sé snyrtur reglulega. Þá skiptir miklu máli hvernig hann er klipptur...

Skoða

Dúnmjúk fyllt og afar einföld súkkulaðikaka með dásamlegu kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afskaplega gott að eiga einfaldar, góðar og fljótlegar uppskriftir til að grípa í þegar tíminn er naumur. Hér er ein svona fljótleg og einföld uppskrift að dúnmjúkri fylltri súkkulaðiköku. Já hún er fyllt og það er gert með því að stinga fullt af litlum götum í hana. Það er hún Betty Crocker vinkona okkar sem hjálpar til við þennan bakstur og gerir þetta fyrir vikið afskaplega fljótlegt. Það sem...

Skoða

Að vakna rennandi sveitt og þvöl um miðja nótt – Algengt vandamál

Konur á vissum aldri þurfa að kljást við eitt og annað sem tengist breytingum á líkamsstarfsemi þeirra. Eitt af því eru hitakóf sem gera mörgum konum lífið leitt. Þessi kóf geta skollið á hvenær dagsins sem er – en ekki nóg með það því þetta getur líka gerst í fastasvefni um miðja nótt. Næturútgáfan af hitakófi Þegar hitakóf skellur á um miðja nótt er það kallað nætursviti. Nætursviti er næturútgáfan af hitakófi og getur verið...

Skoða