Þú getur ekki treyst á að aðrir færi þér hamingjuna – Elskaðu sjálfa/n þig

Þykir þér vænt um sjálfa/n þig? Og elskar þú þig sjálfa/n nógu mikið? Það er alls ekkert rangt við það að elska sjálfan sig heldur algjörlega nauðsynlegt. En sumum þykir það hins vegar óþægilegt að segjast elska sjálfa/n sig og tengja það við eigingirni. En málið er að ef við elskum ekki okkur sjálf hvernig getum við þá vænst þess að aðrir elski okkur? Rífur þú sjálfa/n þig niður En kemur þú jafn vel fram við sjálfa/n þig og þú gerir...

Skoða

Er það virkilega allra meina bót að stunda kynlíf?

Getur það verið að með því að stunda kynlíf reglulega megi bæði bæta líðan síðan og heilsu að mörgu leyti? Svo vilja sérfræðingar alla vega meina og þreytast seint á því að segja okkur hversu gott kynlífið sé fyrir okkur. Samkvæmt þeim getur kynlífsiðkun víst gert ótrúlegustu hluti fyrir líkama og sál. Fyrir utan þá ánægju sem kynlíf veitir eru hér tólf atriði sem það getur annað hvort læknað, dregið úr eða gert betra 1. Kynlíf getur...

Skoða

Förðunarmistök sem þú ættir að forðast því þau geta gert þig 10 árum eldri

Þegar við eldumst er augljóst mál að húð okkar breytist og því þarf að endurskoða umhirðu húðarinnar sem og förðun hennar. Það sem einu sinni virkaði svo vel og var voða flott gerir allt í einu ekkert fyrir okkur og lætur okkur bara líta út fyrir að vera eldri en við erum. Og þá er nú betra að sleppa því! Hér eru förðunarmistök sem geta látið okkur líta út fyrir að vera 10 árum eldri 1. Að nota of mikið meik Mikilvægt er að velja létt...

Skoða

Skotheld ráð til að léttast eftir fertugt – Og engin megrun

Með aldrinum og eftir mikla notkun í gegnum tíðina verða liðir og vöðvar líkamans ekki jafn samvinnufúsir og áður. Við þetta bætist að með hærri aldri er eðlilegt að það hægist á brennslunni – en við hvern og einn áratug sem bætist við er talið að við brennum að meðaltali einu til tveimur prósentum færri hitaeiningum en áður. Ástæða þess er sú að eftir því sem árunum fjölgar þá minnkar vöðvamassi líkamans. Sem leiðir til þess að...

Skoða

Lætur þú töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig?

Ekki láta töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig. Þetta er bara tala og hún segir ekki allt um þig. Þegar talan þín hækkar hraðar en þú vildir er samt engin ástæða til þess að einblína á hana og finnast þú orðin/n gömul/gamall. Ekki hugsa þannig Ef þér finnst og ef þú hugsar stöðugt um hvað þú ert gömul/gamall þá eru allar líkur á því að þú verðir það fyrr en ella. Ekki eyða orkunni og dýrmætum tíma af lífi þínu í að velta þér...

Skoða

Kaffi getur hjálpað þér við þyngdartap – Og þá bara venjulegt svart kaffi

Nú geta allir kaffiunnendur glaðst því í nýlegri erlendri bók er fullyrt að kaffi sé einstaklega gott fyrir heilsuna og í því að halda þyngdinni í skefjum. Í bókinni, sem heitir The Coffee Lover´s Diet, er m.a. fjallað um hvaða áhrif kaffi hefur á líkamann, góð ráð gefin og farið í það hvernig best er að gera kaffið. En þema bókarinnar er kaffikúrinn sjálfur, eins og nafn hennar gefur til kynna. Brenna fleiri hitaeiningum Höfundurinn,...

Skoða

Varð 107 ára gamall og drakk eingöngu rauðvín – og ekkert annað

Spánverjar eru ein þeirra þjóða sem lifa hvað lengst og er talið að það sé mataræðinu að þakka. Fæða Spánverja einkennist af Miðjarðarhafsmataræðinu og er víndrykkja hluti af því og þá sérstaklega rauðvín. En það er t.d. alls ekki óalgengt að Spánverjar snerti ekki vatn með mat og drekki eingöngu rauðvín. 107 ára og drakk eingöngu rauðvín Antonio Docampo García var einn af þessum Spánverjum en hann lést árið 2016 þá 107 ára að aldri....

Skoða

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur – með fullt af súkkulaði

Við erum farin að hlakka til jólaundirbúnings og erum byrjuð að baka smákökur og slíkt til að njóta á aðventunni. Hér er góð uppskrift að súkkulaðibitakökum. En þessar amerísku kökur eru klassískar og renna ljúft niður með kaldri mjólk eða heitu súkkulaði á dimmum dögum aðventunnar. Uppskriftin miðast við um 24 til 30 stórar kökur. Það sem þarf 2 ¼ bolli hveiti 1 teskeið matarsódi 2 teskeiðar maizenamjöl/kornsterkja 1 teskeið salt 170...

Skoða

Náttúrulegt andlitsvatn sem Hollywoodstjörnur nota – Algjört undrameðal

Það þarf ekki alltaf að vera flókið og dýrt að hugsa vel um húðina. Stundum getur einfaldlega verið nóg að fara í skápana í eldhúsinu til að finna það sem þarf til að öðlast góða húð. Það gera meira að segja stjörnurnar í Hollywood. Leikkonan Scarlett Johansson hefur til dæmis dásamað notkun eplaediks og segir það vera leyndarmálið á bak við hreina og ljómandi húð sína. Undrameðal við bólum Þeir sem prófað hafa þessa aðferð sverja og...

Skoða

Kaffidrykkja getur bókstaflega haldið í þér lífinu – og lengt líf þitt

Margir hafa áhyggjur af því að þeir drekki of mikið kaffi yfir daginn – og kannski drekka sumir aðeins of mikið. Engu að síður benda sífellt fleiri vísindalegar rannsóknir til þess að hófleg kaffidrykkja geri okkur bara gott og segja má að kaffidrykkjan geti haldið í okkur lífinu. Hér eru nokkrar ástæður hvers vegna kaffið heldur í þér lífinu Krabbamein í blöðruhálskirtli Rannsóknir segja að þrír sterkir bollar af kaffi á dag minnki...

Skoða

Þessi góðu ráð fyrir hjónabandið eru frá árinu 1886 en eiga samt svo vel við í dag

Það getur vel verið að ansi margt hafi breyst á rúmlega 130 árum en eitt er víst og það er að ástin er algjörlega tímalaus. Þess vegna eiga þessi ráð hér að neðan vel við þótt þau hafi verið skrifuð árið 1886. En það var kona að nafni Jane Wells sem skrifaði þetta í nokkurs konar formi ljóðs. Þessi hjónabandsráð eiga jafn vel við í dag og fyrir rúmlega 130 árum síðan Láttu ástina vera sterkari en hatur þitt eða reiði. Lærðu listina að...

Skoða

Hugarfar okkar skiptir miklu meira máli í lífinu en gáfur, hæfileikar og útlit

Allir vilja ná árangri í lífinu, hvort sem það er í starfi eða leik. Flest höfum við hins vegar of mikið að gera. Tíminn er dýrmætur og því mikilvægt að nýta hann vel, vera jákvæður, brosa og setja sér markmið. Til að ná árangri skiptir miklu máli að hafa góða sjálfsmynd og er hún hornsteinninn að jákvæðu viðhorfi til lífsins. Sá sem hefur lélega sjálsmynd treystir ekki eigin getu. Jákvæð sjálfsmynd hvetur okkur til dáða og...

Skoða

Þeir sem fara seint að sofa eru greindari en aðrir

Ef þú ert ein/n af þeim sem kemur þér of seint í rúmið, blótar, hlærð að grófum bröndurum og ert með frekar druslulegt í kringum þig eru hér góðar fréttir. Já það hefur hingað til ekki talist til mikilla kosta að hafa allt í drasli, blóta og fara seint að sofa – og flestir þannig einstaklingar hafa fengið að heyra það í gegnum tíðina, bæði hjá foreldrum sem og mökum. En ekki láta það á þig fá því vísindin segja að búir þú yfir þessum...

Skoða

Þeir sem setja jólaskrautið snemma upp eru hamingjusamari en aðrir

Hvenær er rétti tíminn til að skreyta fyrir jólin? Þetta er afar umdeild spurning og sitt sýnist hverjum – og margir hreinlega ranghvolfa augunum yfir jólaskreytingum. Svo segja rannsóknir En þótt margir pirri sig á jólaskreytingum mörgum vikum fyrir jól þá hefur það víst samt sína kosti… alla vega fyrir þá sem eru tímanlega í því að draga jólaskrautið upp. Rannsóknir sýna fram á að þeir sem fara snemma í það að skreyta hjá sér...

Skoða

Æðislegar heimagerðar ostastangir sem einfalt er að útbúa

Ef þér finnst ostur góður þá er þetta eitthvað fyrir þig. Og þetta er í sjálfu sér mjög einfalt að útbúa. Er svo einfalt Þessar  ostastangir eru alveg eins og þær sem þú færð á veitingahúsi -stökkar að utan og með ljúffengum mjúkum osti að innan. Mmm… algjört æði!  Það sem þú þarft stífan/kaldan mozzarella ost ¼ bolli hveiti 2 stór egg 2 msk vatn 2 bollar brauðrasp ólífuolía  Aðferð Byrjaðu á því a skera ostinn í hæfilega stórar...

Skoða