Einstaklega fljótlegur og góður fiskur í kókoskarrý

Þessi fiskur er alveg frábær réttur á virkum dögum – enda er uppskriftin bæði einföld og fljótleg. Þetta gerist varla einfaldara. Hér er þessi fína uppskrift að steiktum fiski í kókoskarrý. En það er hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir þessari uppskrift með okkur. Það sem þarf ýsu- eða þorskflök (ca 600-800 g) 2 dl hveiti 1 dl mjólk 1 tsk karrý ½ tsk timjan 1 egg 2 msk kókosmjöl salt pipar Aðferð Öllu...

Skoða

Þannig geturðu orðið 100 ára – Leyndarmálið á bak við langlífi

Eiga þeir sem lifa lengi eitthvað eitt sameiginlegt? Og hver er galdurinn á bak við langlífi? Vísindamenn segja að það sem við látum ofan í okkur, hreyfing og gen ráði því hversu lengi við lifum. En er það endilega alveg rétt? Þeir sem hafa fagnað meira en hundrað árum eru ekki alveg sammála og virðist þetta vera afskaplega einstaklingsbundið. Á meðan sumir borða súkkulaði út í eitt og drekka áfengi daglega þá eru aðrir sem snerta...

Skoða

Níu snilldar eldhúsráð sem þú ættir að kunna

Það er ekkert leyndarmál að við elskum að læra ný eldhúsráð og trix sem virka – hvað  þá ef þau spara okkur tíma. Hér eru 9 góð og nothæf eldhúsráð sem vert er að kunna. 1. Að skera köku í sneiðar Hefurðu prófað að nota tannþráð til að skera kökuna snyrtilega í sneiðar? Þú ættir að prófa! Það má líka taka þykkan kökubotn og skera hann til helminga með tannþræðinum til að búa til tvo botna. Snilld! 2. Glærir klakar Hver kannast...

Skoða

Þetta er það sem einkennir þá sem eru farsælir í lífinu

Hugsanir okkar hafa gífurleg áhrif á það hvernig okkur vegnar í lífinu. Oft erum við sjálf okkar versti óvinur þegar við erum of gagnrýnin og ekki nógu jákvæð í eigin garð. Nauðsynleg áminning Geðorð Geðræktar eru svo sannarlega góð og nauðsynleg áminning um hvað hugsanir okkar hafa mikil áhrif. En þessi tíu atriði, sem virðast svo ósköp einföld, einkenna einmitt fólk sem er farsælt í lífinu. Þetta er eitthvað sem við ættum öll að...

Skoða

Þær eru hoknar af reynslu og með áríðandi skilaboð til yngri kvenna

Ef ég væri ung kona núna! Hvað myndi ég gera? Þessar eldri konur voru beðnar um að gefa sjálfum sér góð ráð sem ungar konur. Erum við að gera allt of mikið? Gleymum við í öllum látunum að „bara vera“ og njóta augnabliksins? Er lífið orðið ein allsherjar keppni? Að vera en ekki bara gera Í myndbandinu er lögð rík áhersla á að vera – að vera í núinu. Gleyma sér í augnablikinu, lifa í sátt við heiminn, vera betri við sjálfa sig,...

Skoða

Þetta getur hjálpað þér við að fá flatari maga

Að ná flötum maga er stöðug barátta hjá mörgum – og það er eins og það skipti engu máli hversu lítið er borðað því magasvæðið virðist samt ekkert minnka. Uppþemba og vökvasöfnun Aukafita á magasvæðinu getur stundum verið afleiðing dæmigerðrar uppþembu og vökvasöfnunar í líkamanum – og þá lítur út fyrir að viðkomandi hafi bætt á sig. Reyna má ýmislegt til þess að minnka magaummálið og er þessi holli drykkur hér ein af þeim...

Skoða

Gömul og góð húsráð sem eyða vondri lykt – Og standa enn fyrir sínu

Öllu hefur fleygt fram á síðustu árum, líka húsverkunum. Nú eru t.d. til ryksuguvélmenni, mjög svo tæknilegt skúringadót, og allskyns önnur tæki og tól, efni og lausnir sem hægt er að grípa til þegar þess þarf í heimilishaldinu. Gamalt og gott En þrátt fyrir allar þessar nýjungar er margt af því sem mömmur okkar og ömmur og jafnvel langaömmur lærðu hér í gamla daga sem enn er í fullu gildi. Gömul húsráð eiga enn við. Hér að neðan eru...

Skoða

Einfaldasti grjónagrautur í heimi – Ofnbakaður og góður

Grjónagrautur er uppáhald margra, og þá sérstaklega krakka og unglinga. Við fullorðna fólkið hér á Kokteil erum reyndar hrifin af góðum grjónagraut og finnst alltaf fínt að fá graut. Að standa yfir pottinum En það eru margir sem nenna ekki að standa yfir pottinum og elda grjónagraut. Og það verður að viðurkennast að grjónagrautur krefst þess að yfir honum sé staðið svo hann festist ekki eða brenni við við botninn. Þess vegna er þessi...

Skoða

Klippti ekki hárið í 20 ár – Sjáðu ótrúlegu breytinguna eftir klippingu

Það er nú eiginlega alveg með ólíkindum hvað hár og förðun geta gert. En með réttu klippingunni og hárgreiðslunni má gera ótrúlegar breytingar. Og svo setur förðunin punktinn yfir i-ið. Breytingar fyrir fimmtugs afmælið Við urðum bara að deila með ykkur þessu myndbandi af henni Diane, en hún vildi gera breytingar á útlitinu fyrir fimmtugs afmælið sitt. Diane hafði ekki klippt hár sitt í tuttugu ár enda náði það niður fyrir rass og var...

Skoða

Brakandi stökkur ofnbakaður hafragrautur með bláberjum og bönunum

Vantar þig góða og einfalda uppskrift að hollum morgunverði? Hér er dásamleg uppskrift að ofnbökuðum ljúffengum hafragrauti með bláberjum og bönunum. Svo slær grauturinn líka í gegn hjá þeim sem yfirleitt eru ekkert sérstaklega hrifnir af hafragrauti. Þetta er tilvalinn morgunmatur til að útbúa um helgar og njóta í rólegheitum með fjölskyldunni. Og svo má geyma hann fram í vikuna og hita upp. Það sem þarf 1 msk kókosolía 2 bollar...

Skoða

Notaðu þessar 18 lífsreglur Dalai Lama til að bæta líf þitt

Heimurinn yrði líklega betri ef allir myndu fara eftir lífsreglum Dalai Lama. Ef þú vilt betra líf og betri líðan prófaðu þá að tileinka þér speki hans og sjáðu hvort að lífið taki ekki nýja stefnu. Hér eru 18 lífsreglur Dalai Lama 1. Taktu það með í reikninginn að mikilli ást og miklum afrekum fylgir mikil áhætta 2. Þegar þú lýtur í lægra haldi, lærðu þá af reynslunni. 3. Hafðu þetta þrennt að leiðarljósi í lífi þínu: Berðu virðingu...

Skoða

Rosalega góð og fjölskylduvæn mexíkósk kjötsúpa

Það er fátt betra á köldum og dimmum vetrardögum en heit og góð súpa. Hér er uppskrift að æðislegri mexíkóskri kjötsúpu sem hentar allri fjölskyldunni. Það tekur stutta stund að útbúa hana og tilvalið að bera hana fram með nachos flögum eða nýbökuðu baguette brauði. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift sem við mælum með núna í kuldanum. Það sem þarf 200 gr nautahakk 1 laukur, fínhakkaður 1 rifið...

Skoða

Þessu mælir söngkonan Carrie Underwood með til að halda línunum í lagi

Það er hvorki skemmtilegt né auðvelt að fara í megrun, því um leið og þú byrjar í einni slíkri þarftu að hætta að borða allt sem þér þykir gott. En sem betur fer er það ekki raunin í öllum tilfellum. Þjálfari stjarnanna gefur góð ráð Erin Oprea sem þjálfar stjörnurnar í Hollywood segir að þú þurfir aðeins að tileinka þér fjóra hluti þegar kemur að mataræðinu svo þú sjáir fljótt árangur. Erin sem hefur meðal annars þjálfað...

Skoða

Níu fæðutegundir sem innihalda færri hitaeiningar en þær brenna

Hljómar það ekki vel að til séu fæðutegundir sem láta líkamann brenna fleiri hitaeiningum en þær innihalda? Það finnst okkur alla vega! En samkvæmt sérfræðingum á það einmitt við þessar níu fæðutegundir hér að neðan. Þessar 9 fæðutegundir eru 1. Klettasalat Einn bolli af klettasalati telur ekki nema 4 hitaeiningar. Klettasalat bragðast eins og pipar og er fullt af trefjum sem hjálpa meltingunni en auk þess inniheldur það A-, C-, og K-...

Skoða

Hrærð egg á þrjá vegu – Á enskan, franskan og amerískan máta

Hrærð egg eru algjörlega ómissandi í dögurðinn, eða „brunch“ eins og við gjarnan köllum þessa máltíð sem er blanda af morgunmat og hádegismat. En hrærðu eggin þurfa ekki alltaf að vera eins því þau má útbúa á fleiri en einn veg. Hrærð egg á þrjá vegu Það má til dæmis gera hrærð á enskan máta, franskan eða á amerískan máta. Í myndbandinu hér að neðan sýnir Jamie Oliver okkur hvernig hann gerir eggin sín á þessa þrjá vegu. Það sem þarf...

Skoða