Með Alzheimer og dóttir hennar segir henni að hún sé ófrísk… á hverjum degi
Hún segir móður sinni, sem er með Alzheimer, á hverjum degi að hún eigi von á barni – og í hvert skipti verður móðirin jafn glöð. Þegar Christine, 38 ára, vissi að hún væri ófrísk vildi hún auðvitað segja móður sinni það strax. En þar sem móðir hennar er með Alzheimer vildi hún gera það á eftirminnilegan hátt. Hún ákvað því að taka það upp og í nokkra daga sagði hún móður sinni, sem er 77 ára, á hverjum degi og stundum nokkrum...
Stórkostleg 12 ára stelpa slær í gegn sem búktalari – og syngur eins og engill
Þessi 12 ára stelpa er alveg hreint frábær – en hún mætti á dögunum í prufur fyrir nýjustu þáttaröðina af America´s Got Talent. Óhætt er að segja að hún hafi slegið í gegn hjá dómurunum en hún fékk gullna hnappinn hjá Mel B. Stúlkan, sem heitir Darci Lynne hefur alltaf verið feimin og notar dúkkuna til að yfirstíga það. Hún er búktalari eða eiginlega búksöngvari. Sjón er sögu ríkari! Við hlökkum til að fylgjast með þessari...
Þetta 11 ára hæfileikabúnt heldur áfram að heilla með jazzi og gömlum slögurum
Við fáum einfaldlega ekki nóg af þessu stelpuskotti. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur. Hún Angelina Jordan er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur. Hæfileikarnir eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál, eins og oft er sagt. Angelina tekur ekki poppstjörnur eins og Beyoncé eða Katy Perry sér til fyrirmyndar – nei þessi unga snót hlustar á jass, Billie...
Sjö ára stelpa í prinsessukjól trommar eins og enginn sé morgundagurinn
Þessi sjö ára stelpa elskar að spila á trommur og hún er líka ansi hreint góð í því. Hún heitir Eduarda, er frá Brasilíu, og búin að berja trommurnar í þrjú ár. Hér er hún gestur Steve Harvey í bandarísku sjónvarpi þar sem hún sló heldur betur í gegn.
78 ára slær í gegn sitjandi á gólfinu og syngjandi kántrí
Þessi 78 ára skvísa kann að skemmta sér. Í hettupeysu og sitjandi á gólfinu eins og táningur syngur hún Sylvia í karókí tækið sitt. En þetta myndband með henni hefur slegið í gegn í netheimum undanfarið. Það er ekki bara rödd Sylviu sem hefur slegið í gegn heldur hafa margir haft á orði hversu spræk hún sé og hvernig hún getur setið svona á gólfinu með annan fótinn undir sér á þessum aldri. Sylvia veit fátt skemmtilegra en einmitt að...
Sex ára drengur syngur dásamlega fyrir nýfæddan bróður sinn
Það er dásamlegt að hlusta og horfa á þennan sex ára dreng syngja vögguvísu eftir John Denver fyrir nýfæddan bróður sinn. Kærleikurinn skín af honum þegar hann syngur til litla bróður síns og fer í gegnum alla þá kosti og eiginleika sem sá nýfæddi er gæddur. Ef þetta bræðir mann ekki þá veit ég ekki hvað…
Hún er að fara að kasta brúðarvendinum… en sjáðu hvað gerist
Brúðurin er að fara að kasta brúðarvendinum, svona rétt eins og tíðkast í amerískum brúðkaupum. En hún hættir við og gerir allt annað. Þessi brúðhjón komu öllum heldur betur á óvart í eigin veislu með því að taka þátt í þessu yndislega uppátæki.
Öll þurfum við á knúsi, hlýju og athygli að halda – líka dýrin
Það er ekki bara okkur mannfólkinu sem finnst gott að fá knús og hlýju. Það er alveg yndislegt að sjá hvað dýrin sækja í athyglina og að láta knúsast í sér og kyssa sig. Þetta þekkja þeir sem eiga dýr.
Tvíburasystur sem lífga upp á daginn og fá okkur til að brosa
Mömmur eru svo oft skemmtilegar og sniðugar – og þessum litlu krúttsprengjum finnst mamma sín langskemmtilegust! Þær systur dilla sér, dansa og skríkja þegar mamma raular fyrir þær. Þetta myndband lífgar heldur betur upp á daginn og fær okkur til að brosa.
Yndislegir kiðlingar í náttfatapartý bræða okkur algjörlega með gleði sinni
Ef þetta bræðir þig ekki og kætir þá vitum við ekki hvað! Þessir litlu sætu kiðlingar eru hreint út sagt dásamlega glaðir og upplífgandi í náttfatapartýinu sínu – og þeir lífga upp á daginn okkar. En þetta var í fyrsta skiptið nú í vor sem þeir fá að fara svona út að leika og það sem þeir eru glaðir.
Þetta hafði hann upp úr því að leggja í stæði fyrir fatlaða
Hann lagði í stæði fyrir fatlaða og brá sér í burtu. Á meðan tóku hrekkjalómar sig til og þöktu bílinn algjörlega með Post-It miðum. Bíleigandinn er allt annað en kátur þegar hann snýr aftur. En hann getur svo sem sjálfum sér um kennt – ekki...
Tólf ára söngsnillingur sem elskar að farða sjálfan sig sprengir netið
Þessi hæfileikaríki 12 ára drengur frá Wales sló svo rækilega í gegn í spjallþætti Ellen DeGeneres að netheimar halda ekki vatni yfir honum. Sungið frá því hann gat talað Hann heitir Reuben de Maid og segist vera búinn að syngja frá því hann gat talað. En það var þegar móðir hans gaf honum karaoke-tæki sem allt fór á fullt hjá honum. En tækið segist hann hafa notað stanslaust allan sólarhringinn alla daga, systkinum sínum til mikillar...
Dásamleg áttræð hjón er spila fjórhent á píanó fá okkur til að brosa
Á sextíu ára brúðkaupsafmæli sínu tóku þessi yndislegu hjón sig til, meðal annars fyrir barnabarn sitt, og léku saman lag á píanó sem er úr einni fallegusu teiknimynd seinni tíma. En myndin fjallar einmitt um samhent hjón er eldast saman. Myndin sem um ræðir er teiknimyndin UP, en í þeirri mynd var einmitt þetta fallega lag sem þau spila hér saman. Barnabarn þeirra er píanóleikarinn Jason Lyle Black, sem er Youtube stjarna – og...
Þessi 30 ára snillingur slær í gegn á veraldarvefnum með eftirhermum
Hann Einstein er stórskemmtilegur og klár fugl og ber nafn með rentu. Hér tekur hann nokkrar eftirhermur á 30 ára afmælisdaginn sinn. Og hann hefur gjörsamlega tekið veraldarvefinn með trompi. Sannkallaður gleðigjafi!
Það er sárt að sakna – Lítil auglýsing sem kallar fram tárin
Margar auglýsingar í dag eru eins og litlar sögur eða örstuttar stuttmyndir. Oftar en ekki spila þær á tilfinningarnar og hitta alveg í mark. Þessi fallega auglýsing er ein af þeim sem kallar fram tárin – en hún er bæði hugljúf og vel gerð. Lítil stúlka saknar pabba síns óhemju mikið en hann sinnir herþjónustu erlendis. Hann sendir henni bangsa með persónulegum skilaboðum sem stúlkan getur hlustað á aftur og aftur. En...