Á áttræðisaldri og elta nú drauminn um að slá í gegn

Þeir eru ótrúlega flottir og búnir að starfa saman í hljómsveitinni The Masqueraders í meira en 50 ár, en þeir eru 72, 73 og 74 ára. Og þá dreymir um að slá í gegn. Reyndar hafa þeir fengið smjörþef af frægðinni því árið 1968 áttu þeir metsölulag – en síðan hefur ekki mikið gerst. Þrátt fyrir það hafa þeir aldrei gefið drauminn upp á bátinn og er það einmitt ástæðan fyrir því að þeir mættu í áheyrnarprufur í nýjustu þáttaröð...

Skoða

Hefur sungið í neðanjarðarlestum í heil 37 ár en slær nú í gegn

Hann hefur haft atvinnu af því í heil 37 ár að syngja í neðanjarðarlestum í Bandaríkjunum og hefur bara verið nokkuð sáttur við sitt hlutskipti.  En nú langar hann að gera eitthvað meira og ákvað því að mæta í prufur í nýjustu þáttaröð af America´s Got Talent – þar sem hann sló heldur betur í gegn hjá áhorfendum. Hann er svo sannarlega með sérstaka og flotta rödd sem á fullt erindi í þessa stóru...

Skoða

Fáránlega fimir og flottir feðgar heilla dómarana og salinn

Þessir fimu og flottu feðgar heilluðu alla í salnum með flottri og áhugaverðri sýningu í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent. Þeir sýndu ótrúlega fimi og hæfni og hlutu að launum standandi lófatak og já frá öllum dómurum. Drengurinn sem er aðeins 8 ára gamall er búinn að æfa með föður sínum í 3 ár.

Skoða

Ótrúleg viðbrögð föður fjögurra stúlkna þegar hann veit kynið á fimmta barninu

Þau eiga fjórar stelpur og eiga von á fimmta barninu og af því tilefni ákveður móðirin af upplýsa fjölskylduna um kyn barnsins með lítilli kökuveislu. Dæturnar fjórar fá allar litlar bollakökur sem eru annað hvort með bleikri eða blárri fyllingu. En foreldrarnir héldu að fimmta barnið gæti nú kannski verið drengur. Þegar dæturnar hafa allar bitið í kökurnar og fyllingin kemur í ljós bregst faðirinn við á ótrúlegan hátt. Hann stendur...

Skoða

103 ára og syngur enn með gospel hópnum sem hann stofnaði árið 1952

Talið er að söngurinn geti haldið manni ungum og hraustum. En það sannast einmitt hér á þessum 103 ára spræka manni. Thomas er fæddur árið 1913 og er enn að syngja með gospel sönghópnum Masters of Harmony sem hann stofnaði 1952. Hér er Thomas gestur í glænýjum þætti ameríska sjónvarpsmannsins Steve Harvey en Thomas er elsti gesturinn sem komið hefur fram í þættinum. Já og Thomas er sem sagt þessi svali í rauða jakkanum!  ...

Skoða

Yndislegt að sjá þegar kona með alzheimer þekkir dóttur sína

  Þetta er eitt af okkar uppáhalds myndböndum – og aðallega af því það er svo einlægt og fallegt. Kelly liggur hér í rúminu með móður sinni sem glímir við Alzheimer, en þeir sem til þekkja vita hversu erfitt er að horfa upp á fólkið sitt hverfa inn í þennan illvíga sjúkdóm. Kelly, sem á tvíburasystur, er dugleg að setja myndbönd af móður sinni í misjöfnu ástandi inn á youtube. Í þessu myndbandi áttar móðir hennar sig á því...

Skoða

Leigubílstjóri frá Miami gerir allt vitlaust í salnum með söng sínum

Carlos keyrir leigubíl í Miami á Florida en hann lætur sér ekki nægja að keyra bara farþegana  – því hann syngur líka fyrir þá. En það var einmitt einn farþegi sem sagði við hann að hann yrði að mæta í prufur fyrir America´s Got Talent. Sem og Carlos einmitt gerði og sló heldur betur í gegn, og hlaut að launum standandi lófatak. Þótt Carlos hafi slegið í gegn með söng sínum þá var það ekki síður einlægur persónuleiki hans sem...

Skoða

Dásamleg górilla dansar Flashdance í baði – þetta þarftu að sjá!

Hún Zola er alveg með taktana á hreinu og dansar hér eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta myndband hefur gjörsamlega slegið í gegn á netinu enda algjörlega frábært – en það kemur frá dýragarðinum í Dallas í Bandaríkjunum þar sem hún Zola býr.  Starfsmenn garðsins eru duglegir að finna eitthvað nýtt fyrir Zolu að gera á hverjum degi svo henni leiðist ekki.  ...

Skoða

Þessar mæðgur fá okkur til að brosa – enda alveg yndislegar

Þessar mæðgur lífga svo sannarlega upp á daginn, en þær fengu okkur til að brosa út í eitt. Hér syngja þær með laginu Love Is an Open Door úr teiknimyndinni Frozen í bílnum sínum. En sú stutta er alveg yndisleg. Ef þetta fær þig ekki til að brosa!

Skoða

Einstaklega hógvær 16 ára söngvari fær ósk sína uppfyllta

Draumar geta svo sannarlega ræst – og sérstaklega þegar maður vinnur í því að láta þá rætast. En það fékk hinn 16 ára gamli Christian að upplifa þegar hann mætti í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent.  Christian sem er einstaklega hógvær og ljúfur drengur sagðist aðeins hafa sagt nánustu vinum sínum að hann væri að fara í prufur – en hann var afskaplega stressaður fyrir prufuna. Sem virðist hafa verið algjör...

Skoða

Er þessi hæfileikaríka 9 ára stúlka næsta Celine Dion?

Hún er ekki nema 9 ára gömul en með rosalega rödd – og hún heitir meira að segja Celine eftir hinni einu og sönnu stórsöngkonu Celine Dion. Ekki nóg með það því litla systir hennar heitir Dion. En foreldrar stúlknanna eru heillaðir af Celine Dion. Og hér syngur hin 9 ára gamla Celine eitt þekktasta lag stórsöngkonunnar, í prufu í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent, og gjörsamlega heillar alla upp úr...

Skoða

Feimnar kórstúlkur græta salinn með „Nessun Dorma“

Þessar feimnu kórstúlkur sem tóku þátt í nýjustu þáttaröð Britain´s Got Talent bræddu salinn með söng sínum – en þær fluttu hið þekkta lag „Nessun Dorma“.  Stúlkurnar sem eru á aldrinum tólf ára og upp úr segjast fá innblástur frá kennaranum sínum – og hann er líka hetjan þeirra.  

Skoða

Níu ára stjarna talar eins og barn en syngur eins og fullorðin kona

Hún er ekki nema 9 ára en ætlar sér að verða ofurstjarna og dreymir um að verða næsta Whitney Houston. Angelica, sem er frá Atlanta í Bandaríkjunum, mætti í prufur í nýjustu þáttaröð af America´s Got Talent á dögunum og heillaði alla upp úr skónum með stórkostlegum söng. Hún á klárlega framtíðina fyrir sér og Simon Cowell sagði hana vera stjörnu framtíðarinnar. En það dásamlega er að hlusta á hana tala eins og lítil 9 ára stúlka...

Skoða

Heyrnarlaus ung kona söng frumsamið lag og hlaut gullna hnappinn

Þessi unga kona er skýrt dæmi þess að maður ætti aldrei að gefast upp og gefa drauma sína upp á bátinn. Hin 29 ára gamla Mandy mætti  á dögunum í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent og uppskar gullna hnappinn frá Simon Cowell. En Mandy söng frumsamið lag sem fjallar um að maður eigi alltaf að reyna í stað þess að gefast upp, og hún spilaði undir á ukulele. Það sem gerir Mandy sérstaka er að hún er heyrnarlaus og mætti hún...

Skoða

Nítján mánaða drengur kann að lesa og telja upp á fimmtíu

Þegar Carter var eins árs var hann byrjaður að læra að lesa – en hann er greinilega algjör snillingur. Og þegar hann var 19 mánaða kunni hann meira en 300 orð og gat talið upp á 50. En móðir hans setti þetta myndband af þessum litla duglega strák á netið enda afar stolt af syninum. Í myndbandinu sést hvernig Carter les af spjöldum, hvert á fætur öðru, og hann áttar sig fljótt ef spjald snýr öfugt Sjón er sögu...

Skoða