Þessi tvö sprengja allan krúttskalann – Þetta er dásamlegt hjá þeim
Þessi feðgin eru eitt það sætasta enda hafa þau brætt netheima undanfarin tvö ár. Þótt Claire litla sé aðeins nýorðin fimm ára er hún orðin sjóuð í því að koma fram en hún hefur sungið með pabbi sínum frá því hún var pínulítil. Dave, pabbi Claire, lifir og hrærist í tónlist en honum var einmitt nýlega boðið að taka þátt í Voice í Bandaríkjunum í kjölfarið á öllum þeim myndböndum sem hann hefur gert með dóttur sinni þar sem þau syngja...
Henti í bónorð þegar hann fékk nei hjá dómurunum
Hinn tvítugi Sam heillaði áhorfendur með útgeislun sinni, fallegri framkomu og söng í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi. Hann heillaði líka dómarana í fyrstu umferð X Factor í Bretlandi en þegar lengra var komið höfnuðu dómararnir honum eins og sjá má hér í myndbandinu og komst hann ekki lengra. Þessi jákvæði ungi maður og faðir lét höfnunina þó ekki taka völdin og bað um leyfi til að fá að gera eitt á sviðinu áður en hann færi....
Þetta litla skott elskar að dreifa gleði og hamingju
Hún Joey litla var rúmlega eins árs gömul þegar foreldrar hennar tóku þetta myndband af henni í verslunarferð. En Joey elskar að dreifa gleði og hamingju – enda bræðir hún hjörtu ókunnugs fólks þar sem hún fer. Hér vinkar hún, heilsar og faðmar vinstri hægri og alveg klárt mál að hún hefur gert daginn betri hjá mörgum þennan daginn því eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt og faðmlög eru eitt það besta í...
Var lífgaður við sem lítið barn og slær nú í gegn fyrir hæfileika sína
Hann flissar og er afskaplega hlédrægur og feiminn – en þegar hann hefur upp raust sína og byrjar að syngja umbreytist þessi 17 ára drengur í skemmtikraft á núll einni. En hinn 17 ára gamli Benji var afar hætt kominn þegar hann var lítill drengur. Þegar hann var aðeins þriggja mánaða gamall fékk hann heilahimnubólgu og segist hann tæknilega hafa dáið þegar hann var veikastur. Hann var lífgaður við. Veikindin höfðu mikil áhrif á...
Fluglæs tveggja ára og talar sjö tungumál fjögurra ára – En ekki undrabarn!
Fjögurra ára gömul talar Bella reiprennandi sjö tungumál og þykir mikill snillingur. Móðir hennar segir þó dóttur sína alls ekki vera undrabarn heldur sé þetta afrakstur mikils tíma og vinnu. Fjölskyldan er frá Moskvu í Rússlandi en foreldrar Bellu tóku þá ákvörðun strax í upphafi að þroski og þróun hennar yrði forgangsatriði og hafa þau einbeitt sér að því og notað tíma sinn í að þjálfa dóttur sína og kenna henni. Þau hafa því eytt...
Er þetta sigurvegarinn? – Hún er STÓRKOSTLEG og nú mætti hún með 2 brúður
Þessi 12 ára stelpa er alveg hreint frábær og okkar uppáhald – en hún er þáttakandi í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi og er komin alla leið í úrslitin. Þegar hún mætti í prufur, fyrir mörgum vikum síðan, er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn hjá dómurunum enda hún fékk gullna hnappinn hjá Mel B. Stúlkan heitir Darci Lynne og er alveg fáránlega hæfileikarík. Þessi frammistaða hennar frá því í gærkvöldi, 19. september, er...
Björk með glænýtt dáleiðandi lag – í kjól frá Gucci sem tók 870 tíma að sauma
Það telst ætíð til tíðinda þegar nýtt efni kemur frá Björk enda er hún með eindæmum þekktur og viðurkenndur listamaður. Í nóvember kemur út ný breiðskífa Bjarkar en nú þegar hefur hún sent frá sér myndband við eitt lag plötunnar. Myndbandið hefur vakið mikla athygli en þar klæðist Björk kjól sem hannaður er af snillingum Gucci tískuhússins sérstaklega fyrir söngkonuna. Það tók 870 klukkustundir að klára meistaraverkið sem þessi kjóll...
Ný stjarna er fædd í Bretlandi – Er sögð vera hin nýja Adele
Þessi tvítuga stúlka, Grace, mætti með sitt eigið lag í prufur fyrir sjónvarpsþáttinn X Factor í Bretlandi – og hún grætti dómarana með frammistöðu sinni. Simon Cowell var yfir sig hrifinn og sagði lagið einstaklega fallegt. Bretar hafa algjörlega fallið fyrir þessari hæfileikaríku stúlku og verður gaman að fylgjast með henni á næstu...
Við erum heilluð af þessu stelpuskotti – Hér toppaði hún sig algjörlega
Við erum algjörlega heilluð af þessu 12 ára stelpuskotti – en hún er alveg hreint frábær. Hún Darci er komin í úrslit í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi, America´s Got Talent, og við trúum því að hún muni vinna. Hæfileikar hennar eru óumdeilanlegir, en hún er betri búktalari en flestir þeir fullorðnu sem við höfum séð í gegnum tíðina. Hún syngur ótrúlega vel, er afar fyndin og skemmtileg og hefur mikinn sviðssjarma. Þetta...
Önnur af tveimur er lifði af hörmulegt flugslys og stendur nú á sviði og syngur
Þessi 27 ára gamla kona hefur á stuttri ævi sinni gengið í gegnum meira en flestir. Og í dag veitir hún Kechi okkur öllum innblástur og von og trú á að allt sé hægt. Árið 2005 lenti Kechi í hörmulegu flugslysi þar sem allir nema hún og einn annar farþegi létu lífið. Alls létust 107 manns í slysinu og þar á meðal 60 skólasystkini hennar. Kechi hlaut þriðja stigs bruna á 65 prósent líkamans og hefur í kjölfarið gengist undir meira en...
Heyrnarlaus en syngur, semur og spilar – og er algjörlega dásamleg
Hún Mandy er fullkomið dæmi þess að maður á aldrei að gefast upp eða gefa drauma sína upp á bátinn. Þessi ótrúlega duglega, hæfileikaríka og heyrnarlausa kona er þáttakandi í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent – en hún fékk gullna hnappinn frá Simon Cowell þegar hún mætti í prufur. Hér er Mandy með nýtt atriði sem hún flutti í undanúrslitum í gærkvöldi og eins og í fyrri prufunni flutti hún gullfallegt frumsamið lag. Átján...
Níu ára gamall drengur elskar Whitney Houston – heillar netheima upp úr skónum
Hinn níu ára gamli Dane sem er með Downs heilkennið er mikill aðdáandi söngkonunnar heitinnar Whitney Houston. Hann er reyndar afar hrifinn af flestri tónlist en eftir að hann sá heimildarmynd um söngkonuna er hann algjörlega heillaður. Þetta myndaband af honum, sem frænka hans setti á Facebook, hefur algjörlega brætt fólk út um allan heim og hefur farið eins og eldur í sinu um netheima. En hér syngur hann hástöfum með Whitney í...
Fáránlega hæfileikarík 12 ára stelpa heillar okkur aftur upp úr skónum
Þessi 12 ára stelpurófa er alveg fáránlega hæfileikarík og skemmtileg. Hún mætti í prufur í America´s Got Talent á dögunum – og sló svo rækilega í gegn að hún fékk gullna hnappinn frá Mel B. Nú er þessi snillingur kominn í undanúrslit í þessari stóru keppni og slær ekki feilpúst frekar en fyrri daginn. En hér mætir hún t.d. í undanúrslitin með allt aðra brúðu en í prufurnar. Þetta nýjasta atriði hennar á klárlega eftir að...
Dásamleg viðbrögð 3 mánaða drengs þegar hann heyrir í fyrsta sinn
Þetta er alveg dásamlega fallegt og bræðir mann algjörlega. Þessi litli þriggja mánaða drengur heyrir hér í fyrsta sinn í foreldrum sínum og viðbrögðin eru svo yndisleg að maður fær kusk í augun. Þegar Archer var þriggja vikna gamall var hann greindur heyrnaskertur en foreldrar hans komu honum strax á biðlista eftir heyrnartæki. Við tók tveggja mánaða bið og hér í myndbandinu má sjá þegar tækinu er komið fyrir og kveikt á því. ...
Sýndi og sannaði með gæsahúðar flutningi að mikil vinna skilar sér
Það er ekki ofsögum sagt að æfingin skapar meistarann en það sannast einmitt hér á þessari ungu stúlku. Hún mætti í áheyrnarprufur fyrir nýjustu þáttaröð America´s Got Talent en var stoppuð í miðju lagi af Simon Cowell sem bað hana að syngja annað lag. Eftir það hleyptu dómararnir henni áfram. Þegar hún mætti svo aftur í von um að komast í undanúrslit og söng fyrir dómarana sagðist hún vilja sýna þeim allt sem hún gæti og hún væri...