Hundfúll þegar hann áttar sig á því að hann er að verða 99 ára
Þetta er svo dásamlega sniðugt myndband, en þessi spræki maður bregst illa við þegar hann áttar sig á því að hann er 98 ára gamall. En allt á góðan hátt samt- hann reyndar bölvar eins og enginn sé morgundagurinn og því hefur hann greinilega ekki gleymt. Þegar sonur hans spyr hann hvað hann haldi að hann sé gamall giskar hann á að hann sé 79 ára. Þegar hann síðan kemst að því að hann er 18 árum eldri en það byrja blótsyrðin og...
Ekki þurrt auga í salnum þegar þessi yndislega 82 ára kona söng og heillaði alla
Eins og við segjum svo oft hér á Kokteil að þá er maður aldrei of gamall til að láta drauma sína rætast. Hún Evelyn verður 82 ára í maí og ákvað að skella sér í prufur í Ireland´s Got Talent en hún segist hafa sungið allt sitt líf. En Evelyn sló svo rækilega í gegn með söng sínum að hún hlaut að launum gullhnappinn og er þar af leiðandi komin sjálfkrafa í úrslit. Evelyn söng lagið Send In The Clowns af mikilli tilfinningu og gátu...
Tólf ára írskur götusöngvari slær í gegn í Ameríku – Sögð hin nýja Adele
Hún er tólf ára gömul og er frá Cork á Írlandi – og er sögð vera hin nýja Adele. Fyrir rúmum þremur árum síðan byrjaði Allie Sherlock að læra á gítar með pabba sínum. Fljótlega vildi hún fara að syngja með en pabbi hennar hélt henni við gítarnámið til að byrja með. Það dugði þó ekki lengi því söngurinn togaði í hina ungu Allie og fyrr en varði var hún farin að syngja lög með Ed Sheeran, Adele og fleirum. Vildi fara út á götu...
Eldri borgarar prófa Snapchat í fyrsta sinn – Dásamlegt myndband
Margir þekkja og hafa notað Snapchat í nokkur ár – en það hefur verið afar vinsæll samskiptamiðill í þó nokkurn tíma. Eldra fólk hefur reyndar ekki verið mikið á Snapchat en það gæti farið að breytast. Hér er dásamlegt myndband ef eldri borgurum að prófa samskiptamiðilinn í fyrsta sinn.
Var notuð til undaneldis og síðan hent á götuna – En hér er henni bjargað
Til allrar hamingju er til svo mikið af góðu fólki í heiminum sem er tilbúið að hjálpa þeim sem minna mega sín. Blessuð gæludýrin treysta á okkur mannfólkið að veita þeim fæðu og skjól en því miður vill það stundum bregðast. Við hér á Kokteil dáumst alltaf jafn mikið að öllu því fólki sem vinnur hörðum höndum að því að bjarga dýrum af götunni. Hér í myndbandinu má sjá þegar björgunarfólki tekst að bjarga hundi af götunni en talið er...
Þessi feðgin lífga upp á daginn og fá þig til að brosa
Þessi hressi pabbi og 4 ára gömul dóttir hans kunna að hafa gaman – og leggja mikið í til að skemmta öðrum. Hér taka þau nokkur ólík lög og syngja með í bílnum sínum, en þau láta það ekki duga því leikmunir fylgja einnig með. Þetta lífgar upp á daginn og fær þig til að brosa!
Jólagjafirnar opnaðar… og viðbrögðin eru ansi skemmtileg
Gleðileg jól kæru vinir! Hér er skemmtilegt myndband með börnum að opna pakkana sína – og viðbrögðin eru vægast sagt ólík og ekki allir jafn ánægðir með gjafirnar sínar.
Með Alzheimer og upplifir að hún sé orðin amma… aftur og aftur
Þegar hin 38 ára gamla Christine vissi að hún væri ófrísk vildi hún auðvitað segja móður sinni það strax. En þar sem móðir hennar er með Alzheimer vildi hún gera það á eftirminnilegan hátt. Hún ákvað því að taka það upp og í nokkra daga sagði hún móður sinni, sem er 77 ára, á hverjum degi og stundum nokkrum sinnum á dag, að hún ætti von á barni. Og í hvert einasta skipti varð móðirin yfir sig glöð og skríkti af ánægju. Myndbandið...
Svo fallegt – Fær kálfa í jólagjöf og um leið draum sinn uppfylltan
Þetta er svo fallegt myndband þar sem ungur maður fær draum sinn uppfylltan. Isaiah er 21 árs gamall þroskaskertur ungur maður sem þráði ekkert heitar en að eiga kýr. En hann fékk snemmbúna jólagjöf frá jólasveininum. Í myndbandinu sést hvar móðir hans les fyrir hann bréf frá jólasveinka og sveinku – og ánægjan og einlæg gleðin skín úr andliti hans og viðbrögðum. Hann trúir ekki eigin augum þegar hann sér síðan kálfana fjóra....
Þessi litla jólasaga bræðir netheima þessa dagana
Við erum ekkert að fela það að við hreinlega elskum fallegar jólaauglýsingar enda margar þeirra einstaklega vel gerðar. Oftar en ekki fela þessar auglýsingar í sér litla sögu sem snertir viðkvæma strengi. Þessi nýja auglýsing bræddi okkur algjörlega en hún hefur heldur betur fengið netheima til að taka upp vasaklútinn og þerra tárin. ...
Stórkostlegur gæsahúðar flutningur á þessum fallega sálmi
Þetta glænýja myndband kallar fram gæsahúð, andvörp og gleði. Og er alveg einstaklega hátíðlegt. Það er stórsöngkonan Jennifer Hudson sem syngur hér sálminn How Great Thou Art ásamt „a cappella“ sönghópnum Pentatonix. En Pentatonix eru án efa einn besti og vinsælasti hópur sinnar tegundar í heiminum í dag. Meiriháttar flutningur! ...
Hugljúf og falleg jólasaga í dásamlegri auglýsingu – þessi kallar á vasaklútinn
Það líður að jólum og erlendar og íslenskar jólaauglýsingar eru farnar að óma og sjást á skjánum. Við hér á Kokteil fáum einfaldlega ekki nóg af því að horfa á fallegar jólaauglýsingar enda margar þeirra svo einstaklega vel gerðar og skemmtilegar. Hér er glæný auglýsing frá Heathrow flugvelli í London en hún er alveg afskaplega falleg og hugljúf – margir Bretar hafa einmitt haft á orði að þeir hafi þurft að hafa vasaklútinn við...
Bangsinn Paddington leikur hetjuna í nýrri jólaauglýsingu
Þegar líður að jólum fara jólaauglýsingarnar að birtast og oft hver annarri flottari. Við tilheyrum þeim hópi sem finnst áhugavert og skemmtilegt að fylgast með þeim. Oft er mikið í lagt til að gera þær sem flottastar en í Bretlandi er t.d. rík hefð fyrir stórum og miklum jólaauglýsingum. Hér er jólauglýsing verslunarkeðjunnar Marks og Spencer fyrir jólin 2017 – en það er bangsinn Paddington sem leikur hér...
Styttist í jólin og stóru jólauglýsingarnar eru komnar – Hér er glæný og falleg frá John Lewis
Hvort sem sumum líkar betur eða verr þá hafa magir hafið sinn jólaundirbúning enda jólin í næsta mánuði. Það sem okkur finnst alltaf jafn gaman að sjá fyrir jólin eru allar erlendu, og auðvitað íslensku, jólauglýsingarnar. Stór erlend fyrirtæki leggja mörg hver mikið í sínar auglýsingar svo vel takist til. Oft eru þetta litlar sögur með boðskap. Breska stórverslunin John Lewis hefur undanfarin ár lagt mikið í sínar jólaauglýsingar og...
Algjörlega ótrúleg viðbrögð fólks við heimilislausum manni sem betlar
Þessi heimilislausi maður ákvað að taka þátt í samfélagslegri tilraun og útkoman er alveg með ólíkindum. Hann fer í klippingu og rakstur og fær síðan ný hugguleg föt og síma. Sjáðu hvað gerist síðan þegar hann biður fólk um að hjálpa sér með smá pening – fyrst snyrtilegur og fínn í jakkafötunum og síðan sem dæmigerður heimilislaus maður. Hann biður um nákvæmlega það sama en viðbrögð fólks koma svo sannarlega á...