Grátandi dómarar og gullhnappur – Yndislegir feðgar slá í gegn með frumsamið lag

Tárin runnu hjá dómurunum og má segja að ekki hafi verið þurrt auga í salnum eftir einstaklega fallegan flutning á frumsömdu lagi hjá þessum feðgum. Þeir Tim, 43 ára, og Jack, 12 ára, mættu í áheyrnarprufur í Britain´s Got Talent með lag sem þeir sömdu saman og fjallar um það að þótt þeir hafi orðið fyrir missi í lífinu þá séu þeir samt lánsamir. Textinn, ljúf melódían og einstaklega fallegur flutningur gerði það að verkum að Simon...

Skoða

Trompast úr hlátri yfir syngjandi afmæliskorti – Krúttsprengja

Þetta er eiginlega aðeins of sætt! En þetta litla krútt gjörsamlega trompast úr hlátri þegar henni er sýnt syngjandi afmæliskort. Reyndu að hlæja ekki með henni… við erum alveg sannfærð um að þú getur ekki stillt þig. Ekki gátum við það.

Skoða

Tíu ára einhverfur drengur tryllir salinn með Smokey Robinson slagara

Hinn tíu ára gamli Calum kom, sá, og heillaði salinn upp úr skónum þegar hann mætti í prufur fyrir hæfileikaþáttinn Britain´s Got Talent. Calum sem er einhverfur notar sönginn til að gleðja sjálfan sig og aðra – en söngurinn veitir honum stuðning og hjálp. Þrátt fyrir að einhverfan geri honum erfitt fyrir félagslega hefur hann aldrei átt í vandræðum með að standa fyrir framan fólk og syngja. Frábær frammistaða hjá þessum unga...

Skoða

Þessi dásemdar drengur hefur tekið veraldarvefinn með trompi undanfarið

  Þessi 11 ára einstaki og dásamlegi drengur hefur tekið veraldarvefinn með trompi undanfarið. Hann heitir Mason og er frá litlum bæ í Bandaríkjunum – hann elst upp hjá ömmu sinni og afa og hann jóðlar. Myndband af Mason þar sem hann spilar á gítar og jóðlar vakti athygli sjónvarpskonunnar skemmtilegu Ellen DeGeneres og fékk hún hann til að koma í þáttinn sinn.  Mason mætir reglulega í stórverslunina Walmart í bænum sínum...

Skoða

Er sannfærður um að höfuðið sé að detta af líkamanum

Hann var í aðgerð hjá tannlækninum og er klárlega afar vankaður eftir það – hlýtur að hafa fengið mjög sterk lyf eða svæfingu. Hann er svo sannfærður um að höfuðið sé að detta af honum og í raun skíthræddur um að höfuðið muni losna frá líkamanum. Til að róa hann lét eiginkona hans hann fá breiða límbandsrúllu svo hann geti límt höfuðið á aftur. En hann er svo hræddur um að hann týni höfðinu og þá muni enginn heyra í honum...

Skoða

Fær heyrnina og bónorð á sama tíma… dásamleg einlæg gleði

Sumir dagar eru betri en aðrir og þessi dagur mun klárlega verða henni Andrea Diaz minnisstæður. Þökk sé kuðungsígræðslu fékk hún heyrnina og er alveg yndislegt að sjá viðbrögð hennar þegar hún heyrir í sjálfri sér og síðan kærasta sínum. En honum tókst að gera daginn enn minnisstæðari þegar hann fór á hnén og bað hennar þar sem hann vildi að eitt það fyrsta sem hún heyrði væri bónorð hans. Já reyndu bara að halda aftur af...

Skoða

Hundinum nóg boðið þegar sá stutti gerir númer tvö – Óborganlegt

Hundar sýna oft af sér ótrúlegt umburðarlyndi en þeir hafa þó greinilega sín takmörk eins og aðrir. Þessir tveir félagar liggja saman í mestu makindum.. eða allt þar til litli kúturinn þarf virkilega að koma einhverju frá sér. Hann byrjar að rembast og svo gerist það – og það er algjörlega óborganlegt að sjá viðbrögð hundsins sem finnst sér nóg...

Skoða

Fimm ára undrabarn sem elskar Frank Sinatra

Í dag er hún fimm ára gömul en Sophie Fatu er búin að syngja frá því hún var um fjögurra ára. Hún er algjörlega heilluð af Frank Sinatra og segir ástæðuna vera þá hversu glæsilegur og flottur hann var – hún veit greinilega alveg hvað hún syngur. Sophie þykir undrabarn í jazzi, tónviss með ótrúlegt víbrató miðað við aldur og góðar fraseringar og túlkun. Hún er farin að vekja mikla athygli og hefur komið fram í nokkrum stórum...

Skoða

Mætti með besta vin sinn í prufur og saman tóku þau lagið

Þessi 19 ára söngkona er einstaklega hæfileikarík og með hjarta úr gulli. En Maddie mætti með besta vin sinn í prufur í American Idol og saman tóku þau lagið fyrir dómarana. Besti vinur Maddie, Marcus, er með Downs heilkenni og elskar tónlist. Maddie hefur ekki átt sjö dagana sæla en á unglingsaldri var hún greind með fjölblöðrueggjastokkaheilkenni sem getur leitt til mikillar þyngdaraukningar þar sem hormónastarfsemin fer úr skorðum...

Skoða

Lamaðist í slysi en labbar tveimur árum seinna inn í prufur í American Idol

Hann er jákvæður, glaður og þakklátur en árið 2016 lenti hann í slysi og lamaðist frá mitti og niður. En David hafði þá nýflutt til Nashville til að elta tónlistardraum sinn. Hinn 25 ára David hélt að öllu væri lokið en með harðri vinnu og hjálp kærustu sinnar, sem kom til sögunnar eftir að hann lamaðist, hefur hann náð að ganga aftur. Ótrúlegar framfarir. Hér labbar hann inn í prufur í American Idol og slær í gegn – og einn...

Skoða

68 ára afi heillaði dómarana upp úr skónum með kraftmiklum söng

Hinn 68 ára gamli Matt sló heldur betur í gegn með kraftmiklum söng sínum þegar hann mætti ásamt eiginkonu sinni og barnabörnum í prufur í hæfileikakeppnina Ireland´s Got Talent á dögunum. Dómararnir áttu varla til orð til að lýsa yfir ánægju sinni og áhorfendur í sal stóðu allir sem einn upp og klöppuðu. Matt viðurkenndi að það hefðu verið barnabörnin sem fengu hann til að skrá sig til leiks í keppnina. En hann segist hafa verið...

Skoða

Lítil níu ára stúlka með risastóra rödd – Stjarna er fædd

Þau líkja henni við Barbra Streisand og kannski ekki skrýtið því þessi 9 ára stúlka á klárlega eftir að verða stjarna. Hún heitir Cora og mætti með pabba sínum í prufur í þáttinn Ireland´s Got Talent – og gjörsamlega sló í gegn. Dómararnir sátu agndofa yfir henni og það sama á við um fólkið í salnum. Lítil stúlka með mikla...

Skoða

Gerði allt vitlaust með lagi úr West Side Story – Þvílík rödd

Hann mætti í prufur á dögunum og heillaði alla með fallegum og kraftmiklum söng sínum þar sem hann söng lagið Somewhere úr söngleiknum West Side Story. Dómararnir í Ireland´s Got Talent stóðu allir sem einn á fætur fyrir hinum 31 árs gamla Stephen Barry – og salurinn ærðist af fögnuði. Og skyldi engan undra þar sem hann er með þrusuflotta og mikla...

Skoða

Frábær hjónabandsráð Will Smith – Hann hittir algjörlega naglann á höfuð

Leikarinn Will Smith er með góð skilaboð til okkar allra varðandi ástina, hamingjuna og hjónabandið – en Will hittir algjörlega naglann á höfuðið. Hann og leikkonan Jada Pinkett Smith hafa verið gift í 21 ár og eiga tvö börn saman en fyrir átti Will einn son. Þín eigin hamingja Hér í þessu myndbandi segir Will að þau hjónin séu búin að átta sig á því að þú getir ekki gert aðra hamingjusama. Það þýði ekkert að mæta með tóman...

Skoða

Kór heyrnarlausra stúlkna grætti dómarana… og allan salinn

Það er vel skiljanlegt að dómararnir og áhorfendur í sal hafi þerrað tárin meðan á þessum flutningi stóð. En þetta er afskaplega fallegt atriði hjá stúlkunum og flutningurinn afar einlægur. Þessi fallegi hópur mætti í prufur í Ireland´s Got Talent á dögunum. Stúlkurnar eru ýmist alveg heyrnarlausar eða heyrnaskertar. Það eru þó tvær stúlkur með fulla heyrn með í hópnum til að sýna samskipti heyrnarlausra og þeirra sem heyra. Önnur...

Skoða