Þessi í miðjunni stelur gjörsamlega senunni – Alltaf jafn yndislegt
Það eru svo sannarlega ekki allir „með þetta“ eins og þessi litla krúttsprengja í miðjunni. Hún er bæði með sporin og hreyfingarnar alveg á hreinu og réttu taktana – eins og stóru stelpurnar! Og þótt vinkonurnar séu ósköp sætar þá stelur hún gjörsamlega senunni.
20 ára feiminn söngvari – Aldrei farið á stefnumót en fær nú endalaus boð á netinu
Hinn 20 ára gamli Joseph mætti í prufur í eina stærstu hæfileikakeppni í heimi og sagði dómurunum í einlægni sinni að hann hefði aldrei verið kysstur og aldrei farið á alvöru stefnumót. Síðan fékk hann sér sæti við hljómborðið og söng Hello – sem Lionel Richie gerði frægt. En Joseph gerði það á sinn hátt. Hann uppskar að launum já frá öllum dómurunum og stúlkurnar í salnum leyndu ekki hrifningu sinni. Þá loguðu netheimar...
Heillaði alla upp úr skónum eftir að hafa fengið erfiða áskorun frá Simon Cowell
Þegar maður tekur þátt í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi þarf maður að vera undirbúinn fyrir hið óvænta. Og það fékk Daniel Emmet einmitt að upplifa þegar hann mætti í prufur í nýjustu þáttaröð Americas Got Talent. Daniel ætlaði sér að heilla dómarana upp úr skónum með fallegri rödd sinni og hæfileikum á sviði tónsmíða – og ákvað að syngja frumsamið lag. Það fór ekki nógu vel í dómarana og lét Simon Cowell stoppa...
Heillar alla með Josh Groban lagi – Og Simon Cowell býðst til að gefa honum hund
Þótt Jeffrey sé ekki nema 13 ára gamall stendur það ekkert í honum að syngja lagið You Raise Me Up sem stórsöngvarinn Josh Groban hefur gert frægt. Jeffrey mætti á dögunum í prufur í Americas Got Talent og heillaði alla dómarana upp úr skónum. Simon Cowell bauðst til að kaupa handa honum hund ef hann stæði sig vel í prufunni – sem hann og gerði. Jeffrey fór létt með að syngja þetta fallega lag með sinni tæru...
Fimm ára stelpa sprengir allan krúttskalann í stærstu hæfileikakeppni í heimi
Hún er ekki nema fimm ára en er ótrúlega skýr og kurteis – og núna er hún þáttakandi í stærstu hæfileikakeppni í heimi eftir að hafa fengið já frá öllum dómurunum. Sophie Fatu mætti í prufur fyrir Americas Got Talent og gjörsamlega sprengdi allan krúttskalann. Sjón er sögu ríkari!
Kemur varla upp orði fyrir stressi en breytist svo í Janis Joplin á sviðinu
Þessi 13 ára stelpa er algjör snillingur – en hún mætti í prufur í nýjustu þáttaröð Americas Got Talent. Hún heitir Courtney Hadwin og þótt hún gæti varla talað fyrir stressi þá hafði það engin áhrif á frammistöðu hennar á sviðinu. Courtney gjörsamlega umbreyttist þegar hún hóf að syngja og líktu dómararnir henni við Janis Joplin. Og fyrir þessa snilldar prufu hlaut hún gullhnappinn og flýgur því beint inn í undanúrslit...
84 ára gamall maður lærði förðun til að geta hjálpað sjónlausri konu sinni
Þessi yndislegu og ástföngnu hjón hafa verið gift í 56 ár og kærleikurinn og ástin geislar af þeim. Það sem gerir samband þeirra enn sérstakara er að hinn 84 ára gamli Des farðar konu sína. Þegar Mona fór að missa sjónin kom Des henni til hjálpar með því að lagfæra það sem fór úrskeiðis hjá henni vegna þess að hún sá ekki betur. Des hefur síðan sótt sér kennslu í förðun til að geta aðstoðað konu sína – svo hún geti litið eins...
Hjúkrunarfræðingur sem hefur ættleitt fimm börn slær í gegn í America´s Got Talent
Það er ekkert skrýtið að Simon Cowell hafi stokkið á gyllta hnappinn fyrir þennan sex barna faðir. En Michael Ketterer kom, sá og sló í gegn í prufum fyrir hæfileikaþáttinn America´s Got Talent. Michael sem er hjúkrunarfræðingur að mennt hefur ásamt eiginkonu sinni ættleitt fimm börn sem öll áttu um sárt að binda, en fyrir áttu þau hjónin eina stúlku. Börnin eru því í dag 6 talsins og þar af er eitt þeirra fatlað. Dómararnir voru með...
Hann vill fá að sofa og trompast þegar vekjaraklukkan hringir
Hver kannast ekki við þetta? Þú heyrir óminn í vekjaraklukkunni sem vekur þig af værum svefni – og þig langar svo miklu meira að kúra heldur en að rífa þig á lappir. Það er mánudagur í þessum hundi og hann þolir ekki vekjaraklukkuna. Þess vegna getur hann ekki stillt sig um að kveina með miklum óhljóðum þegar klukkugarmurinn hættir ekki. Svo dásamlega...
Tilfinningarnar bera ungabarn ofurliði við óperusöng Andrea Bocelli
Þetta litla krútt kemst við þegar hún heyrir Andrea Bocelli syngja. Hér er um að ræða útgáfu af laginu „Time To Say Goodbye“ sem Andrea syngur með leikbrúðunni Elmo úr Sesame Street. Foreldrarnir ákváðu að spila þetta fyrir stúlkuna fyrir svefninn en bjuggust ekki við því að tilfinningarnar myndu bera hana ofurliði. Já tónlistin getur svo sannarlega gert ótrúlegustu...
Þrjú systkini flytja tilfinningaþrungið lag til heiðurs látinni móður sinni og græta dómarana
Þessi þrjú systkini mættu í prufur í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent sem var að hefja göngu sína og grættu dómarana auk þess að fá standandi lófatak og fjögur já. Þau Joshua 27 ára, Bethany 24 ára og Manny 21 árs fluttu lag ti heiðurs móður sinni sem lést úr krabbameini fyrir tveimur árum. En móðir þeirra lést aðeins 4 mánuðum eftir að hún greindist. Texti lagsins er saminn út frá sjónarhorni móður þeirra – eins og hún...
Var stoppaður í miðri prufu en byrjaði upp á nýtt og heillaði alla upp úr skónum
Það getur verið virkilega taugatrekkjandi að mæta í prufur í eina stærstu hæfileikakeppni í heimi. Og því fékk hinn 22 ára gamli Gruffyd að finna fyrir þegar hann mætti á dögunum í prufur í Britain´s Got Talent. Hann fór brösulega af stað og það endaði með því að Simon stoppaði hann enda tóku taugarnar völdin. En hann fékk að byrja upp á nýtt með öðru lagi og þá tók stjarna hans að skína sem leiddi til þess að allt varð kolvitlaust í...
Talar reiprennandi bullísku en pabbi skilur ekki orð
Þetta litla krútt talar og talar við pabba sinn í símann á hreinni bullísku – en pabbi skilur bara ekki eitt einasta orð. Mikil túlkun og tilfinning í þessu öllu hjá þessari litlu krúttbombu. Svo fyndið og sætt…
Sextugur gleðipinni gerði allt brjálað og fékk óvæntan gullhnapp
Hann er ótrúlegur gleðipinni og það er bara varla nokkur leið að sitja kyrr á meðan hann flytur frumsamið lag sitt Wiggle and Wine. Hinn sextugi Donches, sem fæddist í Bretlandi en ólst upp á Jamaíka, mætti í prufur í Britain´s Got Talent á dögunum og gerði hreinlega allt vitlaust með söng sínum og dansi. Kynnar þáttarins sem og þrír dómarar enduðu uppi á sviði með honum í dansi og í lokin henti David í gullna hnappinn fyrir Donchez...
Stríðstímakórinn gjörsamlega dáleiddi dómarana og salinn með dásamlegu atriði
Þær mættu í prufur í Britain´s Got Talent á dögunum og gjörsamlega dáleiddu dómarana og salinn – og mátti víða sjá tár á hvarmi yfir fallegum flutningi þeirra. Það er mikil nostalgía sem fylgir konunum í stríðskórnum og þær taka mann svo sannarlega aftur til fortíðar. Þær eru níu talsins og kalla sig The D-Day Darlings og syngja lög frá stríðstímanum. Draumur þeirra er að halda þessari tónlist lifandi og kynna hana nýrri...