Hundur reynir að gera eins æfingar og eigandinn – Myndbandið hefur slegið í gegn
Myndband með þessum Stóra Dan hefur vakið mikla athygli á netinu undanfarið – enda alveg einstaklega skemmtilegt. Hundurinn, sem heitir Luca, hefur víst mjög sterkan persónuleika, er forvitinn og fylgist vel með. Luca hafði fylgst með eiganda sínum gera leikfimiæfingar þegar hann ákveður að vera með og gera eins. Óborganlega fyndið – enda hafa tugir milljóna horft á myndbandið! Sjón er sögu ríkari. ...
Einmanaleiki verður sífellt algengari og alvarlegri – Og hér er barist gegn því
Höfum við gleymt því hvernig maður eignast vini? Einmanaleiki er nokkuð sem verður sífellt algengari og eru eldri einstaklingar þar stór hluti. Og þrátt fyrir að tæknin geti verið góð þá hefur hún engu að síður haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér og algengara er að fólk einangrist. Hér er fallegt myndband sem unnið var í þeim tilgangi að berjast gegn einmanaleika. Manstu þegar þú varst barn… og spurðir einhvern hvort...
Er blind, aldrei lært ensku en rúllar hér upp erfiðu lagi Whitney Houston
Hún Elsie hefur aldrei verið í skóla og aldrei lært ensku – og hún er blind. Það stendur samt ekki í henni að syngja lög sem Whitney Houston og aðrir þekktir listamenn hafa gert fræg í gegnum tíðina. Elsie býr með fjölskyldu sinni í litlu þorpi á Filippseyjum og hún hefur svo sannarlega hlotið þá náðargáfu að geta sungið.
Amma grætur af hlátri yfir barnabók og nú er bókin að verða uppseld alls staðar
Þessi skoska amma hefur gert allt vitlaust í netheimum og fólk grætur af hlátri með henni. Janice amma ákvað að lesa bók fyrir 4 mánaða gamalt barnabarn sitt sem endaði með því að hún komst varla í gegnum bókina þar sem hún stoppaði stöðugt og hló og hló. Myndbandið hefur farið eins og eldur í sinu um netheima og afleiðing þess er sú að bókin er nú uppseld víða – en útgefendur hafa brugðist við þessum vinsældum með því að láta...
Hún hljómar alveg eins og mótorhjól – en bara þegar henni leiðist
Þegar hundinn Lexi vantar athygli og langar til að leika stynur hún ægilega og á voðalega bágt. Það mætti halda að mótorhjól væri í gangi – þetta er nú frekar fyndið!
Dásamleg viðbrögð verðandi afa – En hann er svo lengi að fatta
Þessi verðandi amma og afi þurftu að vera með heyrnatól og lesa af vörum þegar þau fengu þær yndislegu fréttir að þau ættu von á sínu fyrsta barnabarni. Verðandi ömmu gekk mjög vel að lesa út úr þessu en afinn var í aðeins meira basli… alveg dásamlega fyndið og skemmtilegt.
Fæddust bæði heyrnarlaus – Eru bestu vinir og hún kennir hundinum táknmál
Julia litla fæddist án heyrnar og það á líka við hennar besta og sérstaka vin. Vinur Juliu er hundurinn Walter, en hann fæddist einnig heyrnarlaus. Þegar móðir Juliu hitti Walter í fyrsta sinn vissi hún að honum væri ætlað að vera hjá þeim. Julia hefur lært mikið af Walter og er síðan sjálf að kenna honum táknmál. Þau tvö tengjast einstökum böndum og móðir Juliu er sannfærð um að þeim hafi verið ætlað að finna hvort...
Alltaf jafn fyndið – hann harðneitar að fara til dýralæknis
Þetta finnst okkur alltaf jafn sniðugt og fyndið! Og þess vegna má horfa á það aftur og aftur… Þessi frábæri páfagaukur ætlar ekki til dýralæknis… ekki að ræða það! Ótrúlega fyndinn fugl.
Fóstrið klappar í sónar þegar mamman syngur – Frábært myndband
Þetta frábæra myndband sýnir fóstur sem klappar saman höndunum. Þegar verðandi móðir var í 14 vikna sónar sást að fóstrið var að klappa. Hún og læknirinn hófu þá að syngja og áfram hélt fóstrið að klappa á meðan verðandi faðirinn festi þetta á filmu. Yndislegt ♥
Þessi 14 ára stelpa er engum lík – Er eins og afkvæmi Janis Joplin og James Brown
Það er enginn eins og hin 14 ára gamla Courtney Hadwin. Courtney syngur og hreyfir sig ólíkt öllum öðrum enda fer hún fer sínar eigin leiðir og segir að fólk bara skilji sig ekki. Þessi snillingur er þáttakandi í nýjustu þáttaröð af Americas Got Talent. Hér tekur hún lag sem sjálfur James Brown gerði frægt, Papa’s Got A Brand New Bag, í undanúrslitum keppninnar. Og hún gerði allt vitlaust í salnum. Henni hefur verið líkt við...
Óborganlegt að sjá þegar börn smakka dökkt súkkulaði í fyrsta sinn
Þau eru að smakka dökkt súkkulaði í fyrsta sinn… og í fyrstu eru þau mjög glöð að fá súkkulaði. Nema hvað, hver elskar ekki súkkulaði! En sjáðu svipbrigðin á þessum elskum þegar þau finna bragðið af beisku súkkulaðinu. Þetta er óborganlegt!
Þessi fugl heldur því fram að hann sé James Bond – Algjörlega frábær
Þessi glæsilegi fugl heldur því fram að hann sé James Bond og segir það aftur og aftur. En ekki nóg með að hann segist vera James Bond því hann blístrar hið eina sanna Bond lag með svo þetta verði nú alveg alvöru. Hann er algjörlega FRÁBÆR!
71 árs og svífur um sviðið eins og táningur – Ótrúleg frammistaða
Ef heilsan er í lagi er aldur engin fyrirstaða og það sýnir einmitt og sannar þessi glæsilega og fima 71 árs kona. Hún er þáttakandi í einni stærstu hæfileikakeppni í heimi, Americas Got Talent, en Quin og Misha dansfélagi hennar hlutu gullna hnappinn í dómara niðurskurðinum og flugu inn í undanúrslit. Enda heilluðu þau áhorfendur upp úr skónum. Það eru samt ekki nema um tíu ár síðan Quin hóf að stunda samkvæmisdans, og þar fann hún...
Við erum ekki með sérþarfir – Við þörfnumst bara þess sama og aðrir
Þetta myndband er vel gert, hugmyndin frábær og leikararnir góðir. Þau vilja vekja athygli á því að einstaklingar með Downs heilkenni séu ekki með sérþarfir heldur séu þau bara eins og allir aðrir. Og það sem þau raunverulega þarfnist sé menntun, störf, tækifæri, að eiga vini og að vera elskaðir – alveg eins og allir aðrir.
Ef þetta kemur þér ekki í stuð… þá vitum við ekki hvað!
Þetta myndband er alltaf jafn skemmtilegt enda er það afar vel saman sett. Ef þetta kemur þér ekki í stuð… Myndbandið sýnir dansatriði úr ýmsum þekktum og vinsælum bíómyndum og er einstaklega...