Talandi köttur biður um að hann sé búinn í baði… í alvöru
Eins og við vitum þá hata flestir kettir vatn. Og því er bað ekki efst á óskalistanum, nema síður sé. En aldrei áður höfum við samt séð kött í baði sem talar og biður um að þetta sé búið. Hann endurtekur í sífellu „NO MORE“! Hann er alveg það fyndnasta 😀
Þessi litli gullmoli lætur ekki sjaldgæfan sjúkdóm stoppa sig
Þessi litla yndislega stúlka, Audrey, tók þátt í alþjóðlegri Zumba ráðstefnu í Orlando nýlega. En þangað var henni boðið til að vekja athygli á sjúkdómnum Diamond Blackfan Anemia sem hún fæddist með. Audrey sem er sex ára gömul gaf atvinnufólkinu ekkert eftir. Hún er algjör gullmoli og við erum alveg heilluð! ...
Sjáðu hvernig mamman lætur vekja blessað barnið
Ætli einhverjir íslenskir foreldrar bregði á þetta ráð núna í haust þegar skólarnir hefjast? Móðir þessarar tíu ára stúlku var búin að gefast upp á því að vekja dóttur sína fyrir skólann. Hún var búin að reyna ýmislegt og núna fyrsta skóladag haustsins, í samstarfi við útvarpsþátt, fékk hún „brassband“ til þess að koma dóttur sinni á lappir. Við hér á Kokteil myndum ekki vilja vakna upp við þetta 🙂...
Bróðirinn syngur stanslaust í 7 tíma „road trip“ henni til armæðu
Þessi systkini voru saman í sjö tíma „road trip“ og hann skemmti sér alveg konunglega við að mæma með hverju einasta lagi sem hann hlustaði á. Við getum ekki annað en heillast af honum enda greinilega skemmtilegur gaur þarna á ferð en systir hans er ekki alveg jafn hrifin og ranghvolfir stanslaust augunum og virðist lítt hrifin af þessu uppátæki hans. Eða alveg þar til lagið úr Friends þáttunum kemur, þá tekur hún við sér. Þú verður...
Já reyndu að gráta ekki yfir þessu!
Það er alltaf góð stund þegar hermenn koma heim eftir langa fjarveru. Hér í þessu myndbandi koma nokkrir hermenn sínum nánustu á óvart og viðbrögðin eru hjartnæm. Enda ferðu ekki í gegnum þetta myndband án vasaklútsins....
Lítil krúttsprengja sem misskilur þetta aðeins
Þetta er nú meira krúttið. Hann þarf að leysa þraut til að fá hvíta beltið sitt og skilur ekki alveg hvað hann á að gera svo hann beitir sinni eigin aðferð við það til að byrja með 🙂
Hún fellir tár af þakklæti… svo hjartnæmt.
Hundar sýna gjarnan þakklæti og sorg og skynja tilfinningar. Hér má sjá tík sem var bjargað ásamt hvolpum sínum en hún er svo glöð og þakklát að hún fellir tár. Afar hjartnæmt!
Elsku skinnið reynir að bjarga fiskunum frá dauða
Þetta er virkilega fallegt. Elsku skinnið reynir allt hvað hann getur til að bjarga fiskunum frá dauða. Sjáðu hvað hann er úrræðagóður.
Tekur þungunarpróf án þess að hún viti og kemur henni á óvart
Hún veit ekki að hún er ófrísk en bæði vita þau samt að hún er komin 2 vikur fram yfir. Hann hins vegar notar alveg ótrúlega leið til að finna út úr því hvort þau eigi von á barni því hann langar svo rosalega að koma henni á óvart og vita það fyrstur. Og það tekst!
Þessi kríli keyra yfir allt og alla án þess að svitna
Miðað við hvernig þessi litlu kríli haga sér á farartækjum sínum ættu þau ekki að fá bílpróf. En vonandi eiga þessir ungar eftir að læra eitt og annað áður en kemur að því 🙂 Alla vega eru þau óborganleg hér á leiktækjunum sínum.
Skammast sín aðeins of mikið
Þessi franski Bulldog skammast sín frekar mikið fyrir það sem hann gerði og vogar sér því ekki inn. Sjáðu hvernig hann bregst við þegar hann er minntur á hvað hann gerði...
Tom Cruise að „mæma“ Meat Loaf sjálfan í nýjum þætti
Tom Cruise var gestur hjá Jimmy Fallon í þætti hans síðasta mánudagskvöld. Þar kepptu þeir tveir í „mæmi“ eða „lip sync“ eins og það er kallað – þeir sem sagt syngja lögin aðeins með því að hreyfa varirnar. Cruise fór alveg á kostum í sínum tveimur lögum og þá sérstaklega því síðara. Þetta er eitthvað sem er virkilega skemmtilegt á að horfa!...
Hreinir og klárir hæfileikar hér á ferð
Hér eru hreinir og klárir hæfileikar á ferð en þetta hæfileikaríka fólk er allt þáttakendur í America´s Got Talent. Hér má sjá bestu áheyrnarprufurnar í ár en keppnin stendur enn yfir og verður gaman að sjá hvort eitthvert þeirra mun standa uppi sem sigurvegari....
Nostalgía með Kevin Bacon
Svona í tilefni helgarinnar er hér smá nostalgía og upprifjun fyrir okkur öll. Hver man ekki eftir Kevin Bacon í Footloose!
Pabbadansinn sem er aðalmálið á netinu í dag
Þessi pabbi dansar eins og enginn sé morgundagurinn. Og með öll sporin á hreinu 🙂 Við verðum nú bara að viðurkenna að okkur langar til að dansa með honum. Hann er í þvílíku stuði!...