Dansandi Starbucks starfsmaður gerir vinnuna skemmtilega

Það er sko heldur betur gaman í vinnunni hjá þessum starfsmanni Starbucks í Texas – hann getur ekki setið á sér að dansa þegar hann heyrir tónlistina úr bílnum.  Mættu ekki alveg fleiri afgreiðslumenn vera svona sprækir… 😀          

Skoða

Hundur sem syngur með Josh Groban af mikilli innlifun

Ef að þessi Bulldog kemur ykkur ekki til að brosa… hann er alveg yndislegur þar sem hann syngur You raise me up með Josh Groban af mikilli innlifun. Og auðvitað fær hann mikla hvatningu frá eiganda sínum 🙂

Skoða

Hún er svo skíthrædd við eigin skugga

Þessi litla snúlla hefur líklega aldrei heyrt lagið „Ég á lítinn skrýtinn skugga“. Alla vega er hún alveg dauðhrædd við eigin skugga.

Skoða

2 ára og eyðilögð að mega ekki eiga kærasta

Þetta myndband hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarna daga enda er það óskaplega krúttlegt. Kennedy er 2 ára gömul og er að sögn foreldranna góð í því að leika á tilfinningar þeirra og hún elskar að þræta við pabba sinn. Í þessu myndbandi sést hvar hún heldur því fram að hún eigi kærasta – en pabbinn er nú á öðru máli. Kennedy segir þeim þá að hann heiti Jared. En Jared þessi er víst herbergisfélagi frænda...

Skoða

Pínulítill Chihuahua hræðir líftóruna úr vini sínum

Þessi litli Chihuahua-hundur hræðir líftóruna úr vini sínum þegar hann byrjar að gala eins og hani með miklum látum. Það er ótrúlega fyndið að horfa á hinn hundinn og sjá hvernig hann bregst við.

Skoða

Bóndastelpan stígur á svið og rúllar upp lagi með Queen

Sveitastelpan Hannah Marie, 30 ára, býr á bóndabæ með fjölskyldu sinni en hana hefur alltaf dreymt um að verða söngkona. Eftir frammistöðu hennar í breska X Factor gæti sá draumur hæglega orðið að veruleika. Sjáðu þegar hún tekur áskorun Simon Cowell að syngja Somebody To Love með Queen og rústa því – og fá svo í lokin standandi lófatak.  ...

Skoða

Hann langar svo mikið í kettling… hrikalega fyndið

Okkur finnst þetta myndband svo hrikalega fyndið að við erum búin að horfa á það mörgum sinnum og hlæjum alltaf jafnmikið. Hundinn langar svo mikið í lítinn kettling og bíður spenntur eftir að fá einn en eigandinn stríðir honum aðeins og þeir spjalla saman um það þegar eigandinn fór í dýrabúðina.  Auðvitað er þetta allt í plati og hundinum ljáð rödd en þetta er SVO fyndið 😀...

Skoða

Þessar fjórar systur gerðu allt brjálað

Þær komu alla leið frá Filippseyjum til Bretlands til að fara í prufur fyrir X Factor og syngja fyrir Simon Cowell. Og þessar fjórar systur eiga líklega ekki eftir að sjá eftir því þar sem þær slógu svo rækilega í gegn.  Spurning hvort hér sé komið nýtt stúlknaband sem eigi eftir að sigra heiminn.    

Skoða

Þessi feðgin eru góð… virkilega góð

Þessi feðgin eru alveg frábær. Þau hafa þann skemmtilega hæfileika að vera góð í „beatboxing“ og hér taka þau slaginn og keppa á móti hvort öðru. Yndislegt að sjá hvað pabbinn er stoltur af stelpunni sinni þegar hún rústar honum í þessu 🙂

Skoða

Lítill bókaormur brestur í grát í hvert sinn sem bók klárast

Þessi litli bókaormur elskar að láta lesa fyrir sig og í hvert skipti sem bók klárast brestur hann í grát. En um leið og ný bók er opnuð róast hann aftur. Alveg hreint yndislegt að sjá svo áhugasaman lítinn bókaorm.  

Skoða

Snöktir með titrandi höku yfir baðinu

Hún Eisley varð svo sár og svekkt þegar hún var sett í bað að hún byrjaði að gráta og þá erum við ekki að tala um svona dæmigert hundavæl. Þetta er meira eins og snökt –  með titrandi höku og allt. Okkur finnst hún yndisleg.  

Skoða

Blindur og einhverfur og bræðir fólk með söng sínum

Christopher Duffley fæddist árið 2001 eftir aðeins 26 vikna meðgöngu og var vart hugað líf. Móðir hans var fíkill og fæddist barnið með kókaín í líkamanum. Ýmsir líkamlegir kvillar fylgdu því og er hann meðal annars alveg blindur og með einhverfu. Drengurinn var svo lánsamur að frænka hans og eiginmaður hennar tóku hann að sér og hafa alið Christopher upp. Hann talaði nær ekkert fyrr en hann hóf skólagöngu. Tónlist og söngur hafa...

Skoða

Nostalgía helgarinnar kemur okkur í rétta gírinn

Margir sáu myndina Grease hundrað sinnum hérna um árið! Allt í lagi, kannski ekki alveg hundrað sinnum en við höfum heyrt um fólk sem sá hana alla vega tuttugu sinnum. Þegar fortíðarþráin hellist yfir okkur er fátt skemmtilegra en að rifja upp gamlar myndir og tónlist. Og jafnvel dansa og syngja með – enda varla annað hægt en að dilla sér með You’re The One That I Want 😀 Og svo hægt sé að synga með er hér textinn I got...

Skoða

Elskar heita pottinn og nuddið

Finnst þér jafn gott að fá nuddið í heita pottinum eins og honum Cuzzie? Honum finnst alveg meiriháttar þegar vatnið bylur á bakinu á honum og hann rymur og stynur á meðan. Alveg yndislegur 😀...

Skoða

Ungi munkurinn sofnar aftur og aftur og …

Þessi litli munkur hefur nákvæmlega engu orku í að vera með hópnum í því að fara með bænirnar. Hann er svo syfjaður og þreyttur að hann dettur út af aftur og aftur og … 🙂  ...

Skoða