Tekur „Hello“ nýja lagið hennar Adele á 25 mismunandi vegu
Hann tekur nýja vinsæla lagið hennar Adele og flytur það á 25 mismunandi vegu eða eins og þeir 25 listamenn sem hann stælir myndu gera. Það er allt frá Backstreet Boys upp í Janis Joplin – og allt þar á milli. Virkilega skemmtilegt og vel gert hjá honum.
Jordan Smith gerði það aftur … svo sannarlega rísandi stjarna
Við erum búin að kynna þennan unga mann hér áður en við fáum bara ekki nóg af honum enda heldur hann áfram að koma okkur á óvart. Hér er hans nýjasta afrek. Jordan Smith er þáttakandi í The Voice í Bandaríkjunum og slær hann í gegn í hverjum einasta þætti. Það væri eiginlega hægt að pakka saman nú þegar og krýna hann sem sigurvegara. Þvílík rödd! Gæsahúð fyrir allan peninginn...
Frábært samsett myndband með dansatriðum úr 66 gömlum bíómyndum
Hér er frábært samsett myndband með dansatriðum úr 66 gömlum bíómyndum, en hins vegar við nýlegt lag. Myndirnar eru allar frá gullaldarárum Hollywood – sem sagt með allan þann sjarma og skemmtilegheit sem einkenndu það tímabil. Virkilega vel unnið og skemmtilegt!
Krúttlegir hvolpar læra að spangóla … hversu sætt er það!
Það er fátt sætara en krúttlegir hvolpar – eða svo finnst okkur alla vega. Og svona til að gleðja okkur á laugardegi er yndislegt að sjá þessi litlu krútt læra að spangóla. Þeir eru hver öðrum sætari 🙂
Þessir tveir eru algjört æði og lífga upp á daginn
Þessir tveir eru dásamlegir saman og fá mann svo sannarlega til að gleðjast og brosa. Twitch er þekktur dansari í Bandaríkjunum en hann tók þátt í So You Think You Can Dance og hefur verið afar farsæll dansari síðan. Litli skemmtilegi gaurinn heitir Balang og er 6 ára gamall frá Filipseyjum – algjört yndi sem elskar að dansa. Hér dansa þeir saman hjá Ellen dans sem hefur verið vinsæll um allan heim undanfarna...
Yndislegt eldra par fíflast í hvort öðru á veitingastað
Það er alltaf gott að geta leikið sér og mikilvægt að gleyma ekki barninu í sér. En það virðist þetta eldra par einmitt hafa gert. Þar sem þau sitja hvort á móti öðru á veitingastað fíflast þau hvort í öðru. Við pant viljum fá að verða svona 😀
Sér þann kost vænstan að skríða upp í til dóttur sinnar en áttar sig fljótt að hann er í vondum málum
Við höfum flest verið í þessu sporum – að vera með grátandi barn og allir þurfa sinn svefn bæði þú og barnið. Þá eru oft góð ráð dýr! Dóttir hans grætur og grætur svo hann tekur til sinna ráða og ákveður að skríða upp í rimlarúmið til hennar til að sjá hvort það virki. Og það svínvirkaði því litla skinnið hætti að gráta um leið og hún fékk hlýjuna frá pabba sínum og gat kúrt hjá honum. En auðvitað áttaði hann sig svo á því um...
Stilltustu og prúðustu krútt í heimi
Þeir eru alveg ótrúlega vel upp aldir þessar elskur. Bíða prúðir eftir að fá að borða og fara með þakkir og bænir. En eins og alltaf í svona hópum þá er einn sem er aðeins óþekkari en aðrir… 😀
Þessi kisi er alveg frábær þar sem hann reynir að losna við naggrísinn
Kisi er síður en svo sáttur við að deila bælinu sínu með naggrís og hefur í frammi ýmsa tilburði til að koma honum í burtu. Sjáðu hvernig það gengur … alveg ferlega fyndið 😀
Hún er aldeilis ekki sátt við að stóri bróðir viti best
Stóri bróðir er frekar þreyttur á vælinu í litlu systur sinni og segir henni hvernig þetta gangi nú fyrir sig – þótt hún sé síður en svo sátt við það. Þegar hún vælir og vælir lítur hann á hana, svona frekar leiður á þessu, og spyr hana hvort hún hafi ekki fengið sér lúr í dag. Stundum bara vita stóru bræður best 🙂
Frábær Íslandskynning í sjónvarpsauglýsingu hjá amerísku kreditkortafyrirtæki
Íslenska hjartað slær alltaf aðeins hraðar þegar ég sé eða heyri eitthvað íslenskt í útlöndum – hvort sem það er hljómsveitin Of Monsters And Men á erlendum útvarpsstöðvum, leikarinn Ólafur Darri í amerískum stórmyndum eða þá eins og þessi flotta American Express auglýsing hér. Þessi auglýsing er nú keyrð á fullu á amerískum sjónvarpsstöðvum og kemur alveg ferlega vel út. Þetta er auðvitað frábær landkynning. Í auglýsingunni...
Miklu fleiri völdu tröppurnar en rúllustigann … enda er svo gaman að leika sér
Það er góð leið til að halda sér í formi að velja stigann frekar en lyftuna eða rúllustigann. En það er staðreynd að flestir velja hið síðarnefnda. Svo er þetta líka alltaf spurning um að gera hlutina skemmtilega og það að leika sér og hafa gaman gerir svo mikið fyrir okkur í lífinu. Sem sést svo vel í þessu myndbandi. Þessar píanótröppur voru útbúnar í miðbæ Stokkhólms til kanna hvort fólk myndi frekar velja þær en rúllustigann. Og...
Hermir fullkomlega eftir ungabarni að gráta … fáránlega fyndið
Hann er alveg ótrúlega fyndinn þessi fugl þar sem hann hermir fullkomlega eftir grátandi ungabarni. Samt spurning hvort það sé ekki þreytandi að eiga fugl sem grætur út í eitt 😀 En fyrir okkur hin sem getum slökkt á þessu er þetta fáránlega fyndið!
21. október 2015 var dagurinn í Back to the Future … sjáðu glænýtt myndband
Hver man ekki eftir myndinni Back to the Future með Michael J. Fox og vísindamanninum úfna? Í dag, 21. október 2015, er einmitt dagurinn sem þeir ferðuðust til í myndinni á sínum tíma. Ekki sáu þeir sem gerðu myndina allt fyrir en þeir höfðu háar hugmyndir um hvernig tæknin myndi þróast. Eitthvað hefur þó gengið eftir en bílar eru þó ekki enn farnir að fljúga þótt vissulega séu margir þeirra orðnir ansi hljóðlátir og umhverfisvænir....
Sultuslakur með gæludýr á loppunni
Er hægt að vera meira afslappaður og slakur? Kettir eiga greinilega líka gæludýr – eða alla vega þar til besti vinurinn reynir að éta það 😀