Frábærir hundar reyna að stela smá góðgæti
Gleymum ekki gæludýrunum yfir hátíðarnar – þessum elskum finnst alveg jafn gott og okkur að fá góðgæti. Hér er frábært myndband með tuttugu og einum hundi að reyna að ná sér í eitthvað gott 🙂
Pabbar eru frábærir og kunna ýmislegt fyrir sér
Pabbar eru frábærir og mörg þekkjum við það að börnum finnst pabbi sinn geta allt í heiminum. Þessir pabbar hér sýna að þeir geta bjargað sér með ungunum sínum við hinar ýmsu aðstæður … og auðvitað fengið ungana til að hlæja 🙂
Lítil, ný og sæt jólateiknimynd … sæktu vasaklútinn
Já, við urðum meyr að horfa á þessa litlu, nýju og sætu jólateiknimynd sem fjallar um einstakan vinskap. Gefum okkur tíma fyrir þá sem okkur þykir vænt um … áður en það er orðið of seint.
3 ára stelpa útskýrir fyrir pabba af hverju hún klippti á sér hárið
Hún er þriggja ára og klippti á sér hárið sjálf en reynir svo að útskýra fyrir pabba sínum af hverju hún gerði það. Hana langar jú svo rosalega mikið að verða hárgreiðslukona eins og Jessica og til þess þarf maður að æfa sig. Og þarna var hún var bara að æfa sig. Ekki sú fyrsta sem gerir þetta – en útskýring hennar er yndisleg 🙂
Sjáðu sigurlagið hans í Voice USA – Jólalagið Mary, Did You Know
Við fáum ekki nóg af honum Jordan Smith, enda með ótrúlega flotta rödd. Hér er hans allra nýjasta, jólalagið Mary, Did You Know, og eins og venjulega rúllar hann þessu upp. Þvílík rödd – enda vann hann The Voice í Bandaríkjunum nú í vikunni. Og við hér á Kokteil erum búin að fylgjast með honum allan tímann 🙂 Glæsilegur sigurvegari og svo sannarlega vel að því...
Hjartnæm spænsk jólaauglýsing með skilaboð
Þessi fallega og hjartnæma auglýsing er fyrir jólalottóið 2015 á Spáni. Justino er næturvörður í verksmiðju er framleiðir gínur og þar sem hann vinnur á nóttunni hittir hann aldrei annað starfsólk verksmiðjunnar. Hann eyðir því hverri nóttu með gínum en þráir að vera í samskiptum við fólkið í verksmiðjunni. Hann bregður á það ráð að gleðja þá sem starfa í verksmiðjunni á daginn og gera eitthvað fallegt fyrir hvern og einn. Það skilar...
Ísland og Bollywood saman í fallegu nýju myndbandi
Landið okkar fagra heldur áfram að heilla en hér er indverskt myndband sem allt var tekið upp á Íslandi. Lagið er úr Bollywood mynd sem frumsýnd verður í næstu viku. Svo sannarlega einstakt landið okkar!
Apanum finnst þetta töfrabragð alveg ferlega fyndið
Þessi api er alveg frábær. Hann fylgist vel með þegar maðurinn sýnir honum töfrabragð og viðbrögðin við bragðinu eru óborganleg. Honum finnst þetta svo ferlega fyndið 😀
Þvílík gleði þriggja systra yfir ættleiddum bróður undir jólatrénu
Það er alveg hreint yndislegt að sjá þessar þrjár systur þegar þær sjá litla bróðir sinn í fyrsta sinn. Foreldrar þeirra vildu gera þetta eftirminnilegt fyrir þær en litli drengurinn er ættleiddur. Þau settu barnið undir jólatréð og komu dætrunum á óvart. Einlægnin og gleðin skín í gegn í viðbrögðum systranna þegar þær sjá litla bróður sinn og þær eiga erfitt með að halda aftur af...
Konungur jólalaganna með glænýtt jólalag
Hann er einn vinsælasti söngvari heimsins í dag og ókrýndur konungur jólalaganna. Margir ganga svo langt að segja hann vera jólarödd okkar tíma og við hér á Kokteil tökum heilshugar undir það að rödd hans á alveg einstaklega vel við jólalögin. Hér er hann með glænýtt jólalag sem enginn aðdáandi Michael Bublé ætti að láta fram hjá sér fara. Maðurinn með jólaröddina kemur okkur svo sannarlega í jólaskap...
Ein sætasta og fallegasta jólaauglýsing sem við höfum séð
Þessi nýja auglýsing er ein sætasta og fallegasta jólaauglýsing sem við höfum séð. Hér er um að ræða auglýsingu frá þýska stórfyrirtækinu Otto sem er um 70 ára gamalt fyrirtæki og ekki ósvipað fyrirtæki og Amazon. Auglýsingin snýst um bréf sem lítill drengur skrifar afa sínum fyrir jólin en afinn hafði dáið stuttu fyrir jól … bréfið týnist en finnst svo mörgum, mörgum árum seinna. Yndislega...
Hundurinn missir sig gjörsamlega þegar hann hittir eigandann aftur
Hundurinn hefur ekki séð eiganda sinn í 3 ár og þegar hann snýr aftur úr hernum þá gjörsamlega missir litla skinnið sig. Í fyrstu áttar hann sig ekki alveg en þegar hann sér og finnur hver þetta er þá brestur allt og hann emjar og veinar. Yndislegt 🙂
Hundurinn tók brúðkaup þeirra upp á myndband
Þetta myndband er alveg hreint yndislegt. Brúðhjónin sem giftu sig fyrir ári síðan settu GoPro vél á hundinn sinn og útkoman er alveg hreint stórkostleg. Frábær hugmynd og frábært myndband, sem auðvitað er búið að klippa svona skemmtilega til!
Hann hikar ekki við að benda á systur sína og kjafta frá
Annað þeirra stal köku af eldhúsborðinu. En hvort þeirra? Þau eru systkini og hann hikar ekki við að benda á hana og kjafta frá. Eða kannski er hann bara svona leiður á að hlusta á ræðu eigandans 😀
101 árs og 96 ára og eru að slá í gegn í netheimum … enda frábærar
Þessar yndislegu systur eru 101 árs og 96 ára og þær eru að slá í gegn í netheimum. Og það er ekkert skrýtið því þær eru alveg hreint frábærar. Þær tuða og skammast stanslaust í hvor annarri og saka hvor aðra um að heyra ekki neitt og muna enn minna. Þá bölva þær eins og enginn sé morgundagurinn. Óborganlegar 😀