Kisa sem fæddist án augna er snillingur í að sækja og skila

Þessi fallega kisa fæddis án augna og þurftu dýralæknar að sauma saman á henni augnholurnar til að koma í veg fyrir sýkingu. Til að byrja með þurfti hún aðstoð systur sinnar til að komast af en í dag er hún mjög sjálfstæð og fer allra sinna ferða um íbúðina eins og ekkert sé. Samkvæmt eiganda hennar er hún búin að leggja skipulag íbúðarinnar á minnið og hún veit líka nákvæmlega hæðina á því sem hún ætlar sér að hoppa upp á og niður...

Skoða

Þessar fjórar mæðgur dáleiddu dómarana

Það er alltaf svo gaman að sjá þegar fjölskyldur sameinast í tónlist. Þessar fjórar mæðgur eru engin undantekning frá því. Mæðgurnar eru á aldrinum 17 til 46 ára og samkvæmt móðurinni hafa þær sungið saman alla tíð. Hér taka þær lagið Take Me Home í Britain´s Got Talent og heilla dómarana upp úr skónum.

Skoða

Einhverfur drengur fellur gjörsamlega fyrir Mjallhvíti í Disney garði

Þegar hinn tveggja ára gamli Jack fór í Disney World féll hann gjörsamlega fyrir Mjallhvíti Jack litli er einhverfur og talar ekki, og er auk þess einstaklega feiminn gagnvart öllum þeim sem hann þekkir ekki. Og þennan dag í Disney sýndi hann öllum þeim karakterum sem eru í garðinum ekki nokkurn áhuga… eða allt þar til hann hitti Mjallhvíti. Þá var allt annað uppi á teningnum. Samkvæmt móður hans féll hann algjörlega fyrir...

Skoða

Draumur Simon Cowell rættist með þessum Star Wars karakterum

Þetta er alveg ótrúlega skemmtilegt atriði og kannski engin furða að Simon hafi verið yfir sig hrifinn og sagt draum sinn hafa orðið að veruleika. Og einmitt þess vegna tók hann sig til og henti í gullhnappinn fyrir þessa Stormtroopers úr Star Wars. En þessir dansandi Stormtroopers eru þáttakendur í Britain´s Got Talent og eru nú flognir beint inn í undanúrslit þar sem þeir fengu gullna...

Skoða

Sungu nánast þakið af húsinu með kraftmiklum röddum sínum

Þeir mættu galvaskir í prufur og óhætt er að segja að þeir hafi heillað áheyrendur enda sungu þeir næstum þakið af húsinu. Vox Fortis kalla þeir sig og eru þáttakendur í Britain´s Got Talent.  Glæsilegir!

Skoða

Meiriháttar fjör á rúntinum með Gwen Stefani, George Clooney og Juliu Roberts

Við hefðum heldur betur viljað vera með í þessum bíltúr í Los Angeles. En breski leikarinn og spjallþáttastjórnandinn James Corden sem stjórnar The Late Late Show tekur gjarnan fræga söngvara í bíltúr um Los Angeles þar sem mikið er sungið og sprellað. Gestur hans að þessu sinni var söngkonan Gwen Stefani og hún á ekki í vandræðum með að vera hress og skemmtileg. En ekki nóg með að Gwen hafi verið með honum í bílnum heldur bættust...

Skoða

Átta ára blind stúlka rúllar upp lagi með Beyoncé í hæfileikakeppni

Hún Ariani Nismaputri er átta ára gömul stúlka sem fæddist blind. En hún lætur það ekki stoppa sig í tónlistinni og er með þrusu rödd. Hér syngur hún lagið Listen með Beyoncé í hæfileikakepninni Indonesia’s Got Talent – og það er ekki annað hægt en að hrífast af þessari duglegu og raddmiklu ungu stúlku.  Hreint yndislegur...

Skoða

Er eitthvað krúttlegra en þessir 4 agndofa kettlingar?

Þetta eru nú meiri krúttin. Þessir 4 kettlingar sitja agndofa að horfa og hlýða á þennan götulistamann í Malasíu. Þeir sitja alveg límdir og hlýða á frammistöðu hans sem að þeirra mati er greinilega ansi góð. Samkvæmt þeim sem tók myndbandið þá eru kettlingarnir þriggja mánaða gamlir. Er eitthvað krúttlegra...

Skoða

Hún er alveg ótrúlega heillandi enda grætir hún áheyrendur

Það er eitthvað alveg ótrúlega heillandi við þessa ungu stelpu. Hún er nýorðin 14 ára gömul og skellti sér í prufur í nýjustu þáttaröð Britain´s Got Talent. Jasmine heillaði og grætti dómarana og þeir stóðu allir upp fyrir henni að lokum og það sama gerðu áheyrendur í salnum. Þá stukku kynnarnir, þeir Ant og Dec, til og hentu í gullna hnappinn handa henni.  Og hún á það svo fyllilega skilið þessi unga og góða...

Skoða

Stúlknakór slær í gegn og heillar dómarana upp úr skónum

Þær komu frá Írlandi til að taka þátt í Britain´s Got Talent því, eins og stjórnandinn sagði, þá elskar Simon Cowell kóra. Og Simon varð ekki fyrir vonbrigðum með þær því þær heilluðu alla og salurinn var með þeim enda ná þær fullkomlega að fanga athyglina og halda henni. Stúlkurnar í kórnum eru 57 talsins og virkilega gaman að sjá þær koma fram.

Skoða

Heimilislaus alla ævi en sjáðu hvað gerist þegar honum er bjargað af götunni

Hundurinn Benji hafði búið á götunni alla sína ævi og var afskaplega hræddur við fólk og leyfði engum að koma nálægt sér. Þegar björgunarfólkið reyndi að nálgast hann tók Benji á rás og hljóp í burtu og þurfti að hlaupa á eftir honum og sæta lagi til að ná greyinu. Þau náðu að lokum að króa hann af en litla skinnið trylltist þegar hann var fangaður. Það er yndislegt að sjá breytinguna á hundinum og ekki hægt annað en að dást að þessum...

Skoða

Þær eru mættar aftur og nú í glænýrri bíómynd… sjáðu stikluna

Það er alveg á hreinu að við verðum með þeim fyrstu til að rjúka í bíó að sjá þessa mynd. En við verðum þó að bíða til sumars því hún kemur ekki í kvikmyndahús í Bretlandi fyrr en í júlí og vonandi fljótlega hér á landi í kjölfarið á því. Þeir sem horfðu á sjónvarpsþættina, Absolutely Fabulous með þeim vinkonum Edina og Patsy, vita að von er á góðu. En á meðan við bíðum getum við horft á þessa stiklu úr...

Skoða

Nákvæmlega þess vegna skilur maður hundana sína ekki eftir í bílnum

Þessir hundar elska að fara í bíltúr, segir eigandi þeirra, en þeir hata að bíða. Og nákvæmlega þess vegna stóð annar þeirra á flautunni á meðan eigandinn skrapp í örfáar mínútur í burtu. Það er ótrúlega fyndið að sjá hversu svalir þeir eru á meðan flautan dynur 😀

Skoða

Kisi elskar klór og nudd og gefur það til kynna með ótrúlegum hljóðum

Dýrunum finnst yfirleitt gott að fá athygli og er klapp og klór oftast vel þegið. Og þessum kisa finnst greinilega æði að fá klór og nudd… eins og heyra má 😀

Skoða

Magnað atriði þar sem dans og nútímatækni vinna saman… stórbrotið!

Þetta er eitt flottasta atriði sem við höfum séð í svona hæfileikakeppni enda má sjá undrunarsvipinn á dómurunum. Og skyldi engan undra standandi lófatakið í lokin. Þau koma frá Ítalíu og Hollandi með þetta magnaða atriði og vilja sýna eitthvað nýtt. Það er alveg magnað að sjá hvernig dansararnir og tæknin vinna saman. Stórbrotið!

Skoða