20 ára pizzasendill syngur gömlu góðu lögin og gerir allt vitlaust

Hinn 20 ára gamli Sal er með þetta allt saman, hann er viðkunnanlegur með frábæra rödd, mikla útgeislun, húmor og gleði. Og hann er mættur í America´s Got Talent til að sigra – og það gæti alveg gerst. Hann flaug beint í undanúrslit með gullhnappi frá Heidi Klum. Þessi ungi maður syngur lög sem þeir Frank Sinatra og Dean Martin gerðu vinsæl hér áður fyrr og hann gerir það alveg FRÁBÆRLEGA! Í þættinum sem sýndur var í...

Skoða

Átta ára sjarmör þvingaði mömmu sína til að dansa við sig og þau slógu í gegn

Þetta er svo yndislegt og ekki laust við að maður fái kusk í augað við að sjá þetta einlæga samband á milli móður og sonar. Hann er 8 ára og móðir hans 32 ára og saman dansa þau samkvæmisdansa og mættu í prufur í America´s Got Talent nú fyrir stuttu. Þegar Simon Cowell spurði hinn 8 ára Daniel hvort mamma hans hefði þvingað hann í þetta var hann fljótur að svara að það hefði verið á hinn veginn; hann hefði þvingað hana. Honum þykir...

Skoða

Býður 93 ára langömmu upp í dans í morgunsárið og hún ljómar eins og sólin

Þessi ungi maður hugsar vel um 93 ára gamla langömmu sína en hann tók við af ömmu sinni sem gat það ekki lengur vegna veikinda sinna. Langamman þjáist af elliglöpum og getur ekki lengur gengið ein og óstudd en hún getur hreyft sig og það veit langömmubarn hennar. Í þessu myndbandi hér býður hann langömmu upp í dans áður en hún fer á fætur og það er alveg yndislegt að sjá hvað hún ljómar eins og sólin allan tímann. Eftir dansinn spyr...

Skoða

Er strítt út af dansinum og vill því sýna skólafélögunum hversu góður hann er

Hinn 10 ára gamli Lev mætti í dansprufur á dögunum af því hann vildi að bekkjarfélagar sínir sæju hvað hann væri góður dansari. En honum hefur verið strítt í skólanum fyrir að vera samkvæmisdansari og fyrir búningana sem hann klæðist í dansinum.  Þessi ungi drengur elskar að dansa og gleðin skín úr andlitinu þegar hann er á dansgólfinu enda velktust dómararnir ekki í vafa um hversu mikla ánægju hann hefur af dansinum....

Skoða

Heldur mikla ræðu yfir hundræflinum á algjörri bullísku

Þetta litla krútt heldur þvílíka ræðu yfir hundinum á gjörsamlega óskiljanlegri bullísku. Og notar miklar handahreyfingar og leggur áherslu á orð sín – hundurinn situr sem dæmdur en fær svo leið á þessari yfirhalningu og kastar sér niður. Yndislegt 😀 😀  

Skoða

Það varð allt vitlaust og fólk grét yfir þessari 13 ára óperusöngkonu

Hún er hógvær en kraftmikil þessi unga hæfileikaríka stúlka sem er þáttakandi í nýjustu þáttaröð America´s Got Talent. Hin 13 ára Laura mætti í prufur á dögunum og heillaði dómarana algjörlega upp úr skónum – enda fékk hún gullhnappinn frá Mel B og Simon Cowell sagðist aldrei hafa séð og heyrt annað eins. Salurinn heillaðist líka af þessari ungu stúlku og mátti sjá fólk þerra tárin. Við höfum áður fjallað um þessa stúlku og...

Skoða

Heimilislaus maður eignast óvænt peninga en gefur þá strax til hjálpar öðrum

Hann er heimilislaus, með risastórt hjarta og sýnir einstaka manngæsku. Þegar ungur maður laumar pening í bakpokann hans meðan hann sefur ræður hann sér vart fyrir kæti þegar hann finnur aurinn. Ungi maðurinn sem stundar samfélagslegar tilraunir og gerir myndbönd út úr þeim fylgist með honum allan tímann. Og þegar heimilislausi maðurinn rýkur af stað í verslun eltir ungi maðurinn hann með upptökuvél og tekur allt upp. Það sem hann...

Skoða

Venjuleg 12 ára feimin stúlka með óvenjulega rödd heldur áfram að heilla

Hún er ósköp venjuleg 12 ára feimin stúlka en með óvenjulega stóra og kraftmikla rödd. Beau Dermott er þáttakandi nýjustu þáttaröð í Britain´s Got Talent og keppti til úrslita í gær, laugardaginn 28. maí. Simon Cowell sagði að það væri vegna einstaklinga eins og hennar sem þessi keppni væri haldin. Þetta er svo miku meira en gæsahúðar flutningur!! Sjáðu HÉR fyrstu prufuna hennar í keppninni, en við erum búin að fylgjast með Beau frá...

Skoða

Annar fílar Elvis alveg í botn en hinn er bara fúll á móti

Þessi er algjört æði. Hann fílar Elvis Presley alveg í botn en það sama er ekki hægt að segja um félaga hans sem stendur kyrr og reynir að ýta stuðboltanum frá sér. Sumir eru bara meiri stuðboltar en aðrir. Ferlega fyndið 😀  

Skoða

Yndisleg mæðgin bræða alla með söng og sérstöku sambandi sínu

Þessi yndislegu mæðgin mættu í prufur í Britain´s Got Talent. Hann er 16 ára gamall og mætti þarna með móður sinni og saman heilluðu þau dómarana  með sérstöku og nánu sambandi sínu. Jamie hafði skráð sig í prufur en nokkrum dögum fyrir prufurnar fóru að renna á hann tvær grímur og bað hann því móður sína að koma með sér til stuðnings. Mel spurði Jamie áður en þau fóru á svið hvort hún mætti knúsa hann á sviðinu og hvort honum væri...

Skoða

Yndislegur talandi Husky hvolpur… já hann talar eins og barn

Þessi yndislegi Husky hvolpur þarf mikið að tjá sig. Já það er alveg eins og hann sé að tala… og líklega er hann að því. En hvað ætli hann sé að segja? Okkur finnst þetta alveg ferlega krúttlegt ♥

Skoða

Tíu ára með gamla sál og alveg eins og Amy Winehouse – Sjáðu nýja myndbandið

Við fáum ekki nóg af þessu stelpuskotti. Hún er alveg ótrúlega hæfileikarík þrátt fyrir ungan aldur. Hún Angelina Jordan er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur. Hæfileikarnir eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál, eins og oft er sagt. Hér í þessu glænýja myndbandi tekur hún lag Amy Winehouse, Back To Black, og gerir það ótrúlega vel. Hún getur svo sannarlega farið í skóna hennar...

Skoða

Komu ÖLLUM ættingjum á óvart með óvæntri ættleiðingu – Sjáðu myndbandið

Þetta par hafði lengi reynt að eignast barn en án árangurs. En þau voru lánsöm og fengu að ættleiða litla nýfædda stúlku sem þau gáfu nafnið Finley. Þau ákváðu að koma ættingjum sínum og nánum vinum á óvart með því að birtast óvænt með dóttur sína og taka viðbrögð þeirra upp. Þurftu þau að fara á milli þriggja fylkja í Bandaríkjunum til að hitta alla en þau segja það algjörlega hafa verið þess virði. Myndbandið hugsa þau sem frábæra...

Skoða

Mæðgur fengu 3503 JÁ frá dómurunum enda alveg frábærar

Þetta er gæsahúðar flutningur hjá þessum yndislegu mæðgum.  Þær Ana og Fia komu saman í Britain´s Got Talent eftir erfitt ár þar sem móðirin þurfti að flytja með börnin burt frá eiginmanni sínum. Og með þáttöku sinni í keppninn vilja þær hefja nýtt líf. Dómararnir féllu algjörlega fyrir þeim og fengu þær standandi lófaklapp að lokum – enda frábær flutningur! Það var svo Simon sem sagði þrjúþúsund og fimm hundruð JÁ við þær enda...

Skoða

Nei, auðvitað lemja herramenn ekki stelpur og það vita þessir ungu drengir

Í þessu fallega myndbandi er talað við unga ítalska drengi og þeir kynntir fyrir ungri stúlku. Öllum líst þeim vel á stúlkuna og eru til í að segja henni hversu falleg hún er og þar fram eftir götunum.  En þegar þeir eru beðnir um að slá hana kemur annað hljóð í strokkinn – því auðvitað lemja strákar ekki stelpur!

Skoða