Skelltu þér í jóga með hundinum Pancho
Honum Pancho litla finnst afar gott að gera jógaæfingar með eiganda sínum eins og sjá má í þessu myndbandi. Hann er mjög einbeittur, slakur og yfirvegaður í þessu öllu saman 😀
Krúttleg lítil stelpa nær sambandi við sel í sædýrasafni og þau leika saman
Þetta yndislega myndband sýnir litla stelpu ná sambandi við sel í sædýrasafni. Hvort sem maður er sáttur eða ósáttur við dýr í búri þá finnst okkur þetta myndband alla vega vera voða krúttlegt 🙂
Fílar sig í botn í hip-hop dansi í sófanum
Þessi ótrúlega sæti og skemmtilegi hundur er algjörlega með hreyfingarnar á hreinu – og hann fílar sig í botn í sófanum. Það eru ekki allir sem dansa hip-hop í sófanum 😀 Við horfðum á þetta aftur og aftur! ...
Fallegasta og sætasta myndbandið á netinu
Þetta er klárlega eitt fallegasta myndbandið á netinu og fær mann til að brosa og hlýna öllum að innan. Hér eru ólíkar dýrategundir góðir vinir og leika sér saman. Alveg hreint yndislegt. Það er óhætt að segja að hér séu öll dýrin í skóginum vinir. Væri ekki gott ef þetta væri svona hjá okkur mannfólkinu? Og skilaboðin í lok myndbandsins eru; verum saman en ekki öll eins ♥...
Einelti hefur mótað hann – Sjáðu tilfinningaríkan flutning hans á Creep með Radiohead
Við erum áður búin að fjalla um hinn 28 ára gamla Brian sem var lagður í einelti fyrir að vera samkynhneigður og of þungur. En Brian dreymdi ætíð um að verða söngvari og nú er sá draumur að rætast því hann er kominn í undanúrslit í hæfileikaþættinum America´s Got Talent. Hér tekur hann lagið Creep með Radiohead sem skilaði honum í undanúrslitin og við segjum bara VÁÁÁÁ!! HÉR má sjá fyrri prufuna hans – sem einnig var...
AÐVÖRUN! Þetta er aðeins of krúttlegt
Þessi litli ofur krúttlegi hvolpur sprengir allan krúttskalann. Hann langar svo rosalega mikið að fá að sitja í fangi bílstjórans og láta halda á sér. Þetta er svo erfitt líf 🙂
Elskar að fara í sturtu og gjörsamlega missir sig úr spenningi í hvert sinn
Við vitum ekki um marga hunda (og líklega ekki neinn) sem gjörsamlega missa sig úr spenningi þegar þeir eiga að fara í bað eða sturtu. En það gerir þessi krúttlegi hundur. Hann er svo spenntur og glaður í hvert sinn sem kallað er á hann í sturtu. En yfirleitt er því öfugt farið. Yndislega fyndið lítið krútt 🙂
Hún er ALVEG ótrúleg og er algjörlega sjálflærð – Gjörsamlega MÖGNUÐ!
Við einfaldlega komumst bara ekki yfir þessa hæfileikaríku stelpu – það er líkt og hún sé ekki af þessum heimi. Sofie er ekki nema 14 ára gömul og hefur algjörlega lært þessar kúnstir upp á sitt einsdæmi. En hún er þáttakandi í America´s Got Talent og sýndi þetta stórkostlega atriði í annari umferð keppninnar og hlaut að launum gullhnappinn frá gestadómara þáttarins. Það er eitthvað alveg dáleiðandi við þetta atriði. Algjörlega...
Þú verður að sjá þennan Bulldog sem elskar að rúlla sér niður brekkur
Hver kannast ekki við það að hafa sem krakki velt sér í grænu sumargrasi og látið sig rúlla niður brekkur á milli fífla og sóleyja? Þetta er eitthvað sem flest börn gera – og vekur upp nostalgíu hjá okkur eldra fólkinu. En það eru fleiri en mannfólkið sem finnst gott og gaman að rúlla sér niður brekkur. Sjáðu þennan ótrúlega krúttlega enska Bulldog velta sér niður aftur og aftur. Yndislegur á að...
Tónelskar kýr flykkjast að til að hlusta á jazz – þessu bjuggust þeir ekki við
Þær eru einstaklega áhugasamar um tónlistina þessar kýr í Frakklandi. Þegar amerískt jazzband ákvað að gera stopp á ferð sinni til að spila fyrir þær flykktust þær að til að hlusta, og voru hinir bestu áheyrendur. Frekar krúttlegt 🙂
Slakar fullkomlega á og nýtur þess út í ystu æsar að láta nudda sig
Það er fátt betra þegar maður er yfir sig stressaður og útkeyrður en að fara í nudd. Og það finnst honum Toto líka, en hann er tveggja ára gamall hundur. Líklega fáir sem hafa notið þess jafnmikið að láta nudda sig og hann – enda nær hann hundrað prósent slökun. Hahahaha… yndislegt 😀
Þessi pabbi og ungabarn eru eitthvað það krúttlegasta
Börn og hlátur þeirra er eitthvað svo hreint og fallegt og barnshláturinn smitar út frá sér gleði. Þessi faðir og barnið hans eiga hér góða stund þar sem er fíflast, hlegið og haft gaman 😀 Það eru litlu hlutirnir í lífinu sem gefa því gildi ♥
Fimmtugur nuddari heillaði kvenpeninginn upp úr skónum með söng sínum
Hann starfar sem nuddari en viðskiptavinir hans biðja hann gjarnan um að syngja fyrir sig meðan á nuddi stendur. En það segist hann ekki geta því hann þurfi að einbeita sér að höndunum þegar hann nuddar. Og þess vegna setur hann gjarnan disk með upptöku af sjálfum sér í tækið meðan hann nuddar. RL Bell er fimmtugur og mætti í prufur í America´s Got Talent og heillaði kvenpeninginn upp úr skónum með söng sínum… og einhverja með...
90 ára og alltaf dreymt um að verða stjarna en lætur verða af því núna
Hún er níræð og alveg einstaklega ern og spræk. Þegar Dorothy var ung stúlka var hún dansari og dreymdi um frægð og frama en lét ekki verða af því að elta drauminn uppi. En hér er hún mætt í prufur í America´s Got Talent til að láta drauminn rætast – og til að sýna öðrum að það er aldrei of seint að elta drauma sína. Og atriði hennar er í djarfara lagi. Nick Cannon, kynnir þáttanna, heillaðist svo af þessari spræku og hressu...
Tekur þvílíkt frekjukast þegar hann á að fara í bað
Þessi fallegi Husky-hundur ákveður að reyna hvort frekjukast dugi til þess að losna við að fara í bað. Hann er alveg eins og lítill krakki sem harðneitar að fara í bað 😀 Meira krúttið!