Algjört hrekkjusvín þegar hann eltir eigandann og sprautar á hann
Það er ekki oft sem maður sér hunda hrekkja eigendur sína – oftar er það nú þannig að eigendurnir eru að stríða hundunum. Og einmitt þess vegna er þessi svarti labrador alveg hreint frábær þar sem hann stelur vatnsslöngunni og hleypur á eftir eiganda sínum til að sprauta á hann. Alveg frábær 😀
Hrikalega gaman í freyðibaði – þetta krútt lífgar sko upp á daginn
Þetta litla yndislega krútt er í sínu fyrsta freyðibaði… og gjörsamlega elskar það. Svo er auðvitað hrikalega gaman að hafa pabba með sér til að blása freyðandi kúlunum út í loftið. Þessi lífgar svo sannarlega upp á daginn með sínum dillandi og einlæga barnshlátri...
Stórkostlegt dansatriði er kallar fram gæsahúð en annar dansarinn er aðeins 10 ára
Nýjasta þáttaröð So You Think You Can Dance er þetta árið tileinkuð ungum dönsurum, þ.e.a.s. börnum og unglingum. Yngsti keppandinn í ár er ekki nema 10 ára gamall en hann hefur sýnt ótrúlega hæfileika og er svo viðkunnanlegur að hann hefur heillað Ameríku upp úr skónum. Dansfélagi hans, og sá sem valdi hann úr hópi annarra þáttakenda, er Robert fyrrverandi og farsæll þáttandi í So You Think You Can Dance. Þeir hafa náð ótrúlega vel...
Sprengir allan krúttskalann þegar hún syngur ABCD með tilþrifum
Við kunnum flest að syngja barnalagið um stafina í stafrófinu… en þeir eru líklega fáir sem gera það af jafn mikilli innlifun og þessi litla krúttsprengja. Hún tekur þetta einfalda barnalag og syngur með tilþrifum. Ætli næsti viðkomustaður hjá henni sé ekki Broadway 😀
Flutti frumsamið lag um látinn bróður og það var ekki þurrt auga í salnum
Þegar falleg textasmíð og hjartnæmur söngur fara saman er bókað mál að flytjandinn nær til áheyrenda. Og það var einmitt það sem gerðist hjá hinum 19 ára gamla Christian Burrows þegar hann mætti nýlega í áheyrnarprufur í X Factor í Bretlandi. Christian flutti frumsamið lag um látinn bróður sinn og hreif alla dómarana með sér svo varla mátti finna þurrt auga í salnum. Virkilega fallegur flutningur. ...
Tólf ára semur, syngur og spilar sjálf – og er á hraðferð upp stjörnuhimininn
Hún Grace er tólf ára stelpa sem semur bæði sín eigin lög og texta, syngur með sinni hásu rödd sem brotnar á stundum og spilar undir á ukulele. Og hún er algjört ÆÐI! Hér er hún komin áfram í undanúrslit í America´s Got Talent þar sem hún heillaði alla með þessu sæta lagi sem hún samdi um eldri systur sína. En þær eru afar góðar vinkonur og systir hennar stendur þétt við bakið á Grace í þessu ævintýri. Grace er á hraðferð á leið með...
Sumir eru bara aðeins meira pirraðir og morgunfúlari en aðrir
Suma daga getur verið erfitt að koma sér fram úr á morgnana… og það á alveg líka við blessuð dýrin. Hér er það ekki maðurinn sem er morgunfúll heldur þessi frábæri hundur. Hann er svona frekar mikið pirraður að vera vakinn, enda fer óskaplega vel um hann þarna í rúminu. Svo fyndið þetta krútt 😀...
Fer í sónar með systur sinni og missir sig þegar hún sér það óvænta
Hún leyfði systur sinni að koma með í sónar þar sem tilkynna átti hvort barnið væri drengur eða stúlka. Systirin var alveg rosalega spennt að vita kynið – en gjörsamlega missir sig samt þegar hún sér það óvænta í sónarnum. Skemmtilegt 😀
Missir sig gjörsamlega úr gleði yfir stuðlagi með Katy Perry
Það er greinilega erfiður dagur og allt hundleiðinlegt hjá þessu litla krútti … eða alveg þar til lag með Katy Perry ómar. Þá gjörsamlega missir sú stutta sig úr ánægju og gleðin tekur völdin Hún er alveg yndisleg 🙂
Sextug og gefur krökkunum ekkert eftir í hip-hop dansi
Þessi menntaskólakennari sannar hér að aldur er bara tala. Eftir áratugalanga kennslu í menntaskóla í Kanada kvaddi Shirley Clements skólann með því að dansa hip-hop með hluta nemandanna. En við þessa athöfn var verið að kveðja Shirley þar sem hún er að fara á eftirlaun. Vægast sagt þá gefur hún krökkunum ekkert eftir í dansinum!
Hún heldur áfram að heilla okkur – fáum ekki nóg af þessari seiðandi ungu söngkonu
Við fáum einfaldlega ekki nóg af þessari 10 ára gömlu norsku stúlku. Rödd hennar og fas er seiðandi og lætur manni líða vel – og þetta nýjasta myndband hennar er þar engin undantekning. Angelina er ekki eins og flestar aðrar 10 ára stúlkur. Hæfileikar hennar eru ótvíræðir og virkar hún miklu eldri en hún er og það er líkt og hún sé með gamla sál eins og oft er sagt. Og hún hlustar ekki á poppstjörnur eins og Beyoncé eða Katy...
Fyndnir, sætir og svo sniðugir – myndband stútfullt af frábærum Bulldogs
Hundar eru svo skemmtilegir og Bulldogs eru þar engin undantekning. Þeir eru alveg yndislegir og geta verið svo fyndnir. Sjáðu þetta samsetta og skemmtilega myndband af nokkrum skemmtilegum hundum. Þetta kemur manni í gott skap 😀
Fékk loksins hvolp eftir 6 ára bið og gjörsamlega tapar sér af gleði
Hún var búin að bíða í sex ár eftir því að fá hvolp og á hverjum einasta afmælisdegi vonaðist hún til þess að nú væri komið að því – því mamma og pabbi voru búin að lofa að það kæmi að því. En þegar foreldrar hennar sóttu hana í sumarbúðir í lok júlí komu þeir henni heldur betur á óvart og hún réð ekkert við tárin. Það var einmitt þessi ákveðna tegund af hundi sem hana hafði dreymt um. En þegar hún fékk hvolpinn í fangið bað hún...
Fæddist án framfóta og var skilin eftir á götunni í kassa – en sjáðu hana núna
Lífið hófst ekki vel hjá þessum litla yndislega hundi sem fæddist án framfóta. Hún heitir Daffodil og er af tegundinni Chihuahua – og var skilin eftir í kassa á götum San Francisco. Þar var hún pínulítil, alein og yfirgefin í kassanum og þótt svo að fólk kíkti í kassann til hennar þá gekk það hratt í burtu þegar það sá fæðingargalla hennar. Þar til einn góður maður tók litla skinnið með sér heim. Hann áttaði sig þó fljótlega á...
14 ára stelpa rúllar upp hæfileikakeppnum með óperusöng sínum
Við erum búin að fylgjast með hinni 14 ára gömlu Lauru frá því hún kom í prufur í America´s Got Talent og gerði allt vitlaust með flutningi sínum. Enda er ótrúlegt að þessi rödd komi úr þessum unga líkama. Hér tekur hún lagið The Prayer sem söngvararnir Josh Groban og Andrea Bocelli hafa sungið. Ekki eru þó allir á eitt sáttir um söng Lauru og segja hana skorta meiri tækni, túlkun og þroska. En það verður gaman að sjá hversu langt hún...