Kettir slást um mjólk á einstaklega kurteisislegan hátt
Kettir geta verið svo skemmtilegir og sniðugir og þessir tveir eru þeir fyndnustu sem við höfum séð í langan tíma. Þeir slást um mjólkurskálina, en á svo einstaklega kurteisislegan hátt að það hálfa væri nóg. Það fer ekki dropi til spillis í rifrildinu og þeir gera þetta svo pent. Þetta er svo yndislega skemmtilegt!!
Þetta myndband fær mann til að hlýna öllum að innan
Þetta yndislega myndband fær mann til að brosa og hlýna öllum að innan. En þessir sex litlu Pug-hvolpar eru eitt það allra sætasta. Svo gott í hjartað ♥
Þú bara verður að sjá þennan skömmustulega hund
Við grétum úr hlátri yfir þessum skömmustulega hundi. Svipurinn sem hann setur upp er gjörsamlega óborganlegur! Við höfum bara aldrei séð neinn svona rosalega fyndinn á svipinn þegar hann skammast sín.
Kamelljón sem elskar að sprengja sápukúlur sprengir krúttskalann
Kamelljónið Laura elskar að sprengja sápukúlur – sjáðu bara þetta litla krútt. Um leið og hún sprengir kúlurnar er enginn vafi á því að hún sprengir líka krúttskalann 🙂...
Þetta er klárlega eitt það fallegasta sem þú sérð á netinu í dag
Þetta er eitt það fallegasta sem þú sérð á netinu í dag – en þetta myndband sýnir einstaka ást á millli systra. Sú eldri vaknar af miðdegislúrnum sínum og kemur hálf geðill fram þar sem móðirin situr að sinna yngri dótturinni. Hún ákveður að taka þetta upp til að sýna manni sínum hvernig dagurinn hafi verið hjá sér. En þá taka málin allt aðra stefnu en móðirin gerði ráð fyrir því sú eldri róast öll við nærveru systur sinnar....
Þessi kisi er gjörsamlega trylltur úr hræðslu við agúrku
Þessi kisi er alveg sallarólegur að borða, eða alveg þar til hann snýr sér við… og sér agúrkuna. Hann gjörsamlega tryllist úr hræðslu og hoppar hæð sína.
Þessi amma missir sig alveg þegar hún fær góðar fréttir
Þessi spennta kona missir sig gjörsamlega þegar hún fær að vita að nýtt barnabarn sé á leiðinni. Hún á tvö barnabörn fyrir en dóttir hennar og tengdasonur eru 37 ára og eiga engin börn. Og hún reiknaði ekki með því að þau myndu eignast barn strax. En þegar þau tilkynna henni það á afar skemmtilegan hátt að þau eigi von á barni þá fer hún svo yfir um af gleði að mörgum þykir nóg um 😀...
Gaf gullverðlaun upp á bátinn til að hjálpa litla bróður yfir marklínuna
Hinir bresku Brownlee bræður eru miklir íþróttamenn og sigursælir í sinni grein – en þeir keppa í þríþraut og hafa unnið stórra verðlauna í þeirri grein. Um helgina lauk heimsmóti í Mexíkó og voru þeir bræður þar í fremstu röð. En þegar yngri bróðirinn, Jonny sem var í forystu, átti aðeins 700 metra eftir að marklínu missti hann stjórn á fótum sínum þar sem hitinn bar hann ofurliði. Hélt á honum síðasta spölinn Bróðir hans,...
Við ættum öll að byrja daginn eins og þessi litla stelpa gerir hér
Þetta er eitthvað sem við ættum öll að gera fyrir framan spegil áður en við förum út í daginn. Byggja okkur sjálf upp og ákveða innra með okkur að góður dagur sé í vændum. Þessi faðir kennir hér dóttur sinni að vera jákvæð, full sjálfstraust og ánægð með sig án þess þó að líta niður á aðra – og aldrei að gefast upp þótt henni mistakist. Það sem hann lætur hana meðal annars hafa eftir sér er: Ég er sterk. Ég er klár. Ég er...
Frábær eldri hjón stíga óvænt trylltan dans á veitingastað
Þetta myndband með eldri dansandi hjónum hefur slegið í gegn í netheimum. Þau sýna svo ekki verður um villst hvað það merkir að vera ungur í anda. Parið sem er frá Texas í Bandaríkjunum var í fríi í Kanada og fóru inn á veitingastaðinn eingöngu til að dansa. Þau sömdu um að fá að panta sér vatn og dönsuðu svo við 4 til 5 lög. Tónlistarmaðurinn sem sá um tónlistarflutninginn varð svo heillaður af þessu síunga pari að hann lét taka þau...
Er þessi 12 ára snillingur að fara að vinna milljón dollara?
Hún hefur algjörlega heillað Ameríku upp úr skónum fyrir einlægni sína og fyrir að vera hún sjálf – það er ekkert óekta við þessa stelpu. Grace er tólf ára stelpa sem semur bæði sín eigin lög og texta, syngur með sinni hásu rödd sem brotnar á stundum og spilar undir á ukulele. Og hún er algjört ÆÐI! Það er ekkert ólíklegt eftir þessa síðustu frammistöðu hennar að hún vinni America´s Got Talent en úrslitin fóru fram í gærkvöldi,...
45 ungir listamenn slá í gegn með ábreiðu af einu vinsælasta lagi Michael Jackson
Þetta myndband með ábreiðu af hinu vinsæla lagi Michael Jackson Heal The World er algjör snilld enda hefur það farið sigurför um netheima undanfarið. Myndbandið var gert til heiðurs poppkónginum í tilefni af fæðingardegi hans þann 29. ágúst síðast liðinn. En það var dúettinn Maati Baani sem fékk 45 unga listamenn hvaðanæva að úr heiminum til að taka þátt. Börnin koma meðal annars frá Bandaríkjunum, Kanada, Rússlandi, Indlandi, Japan...
Trúir því að hún sé dúkka og dómararnir segja hana kolklikkaða
Þessi „dúkka“ mætti nýlega í prufur í nýjustu þáttaröð X Factor í Bretlandi. En söngkonan telur sig vera lifandi dúkku og gefur þar af leiðandi ekki upp aldur sinn því dúkkur hafa auðvitað engan aldur. Dómararnir stóðu gjörsamlega á gati þegar hún mætti og Simon Cowell sagði hana vera kolklikkaða, „nei þú ert ekki dúkka – og þetta er fáránlegt“ sagði hann þegar hún tjáði þeim að hún væri lifandi dúkka. En Sada Vidoo, eins og hún...
Finnsk kona sem dreymir um að verða Disney-prinsessa sló í gegn í X Factor í Bretlandi
Hin 29 ára gamla Saara ákvað að nú væri komið að því að fá hjálp við sönginn og framann og skellti sér til Bretlands í prufur í The X Factor UK. Saara hefur tekið þátt í hæfileikakeppnum í Finnlandi en fannst tími til kominn að fá hjálp við að koma sér á framfæri – og toppurinn í hennar huga var að fá að syngja fyrir Simon Cowell. Árið 2016 hafnaði Saara í öðru sæti í The Voice í Finnlandi, auk þess er hún rödd Elsu í Frozen á...
Þessi stjúpfaðir fékk bestu afmælisgjöf í heimi
Hann hafði alið hina 22 ára gömlu stjúpdóttur sína upp en var ekki faðir hennar á pappírunum. Dóttirin ákvað að koma honum á óvart á afmæli hans með ættleiðingarpappírum. Þegar David tekur pakkann upp er penni það fyrsta sem kemur í ljós og hann grínast og þykist alsæll með að hafa fengið penna. En þegar David síðan sér pappírana taka tilfinningarnar völdin og tárin renna… „og ég sem græt ekki eins og þið vitið“ segir hann....