Þessi nýja jólaauglýsing kemur þér í jólagírinn

Það styttist í jólin og eitt af því sem þeim fylgir eru jólaauglýsingar. Við hér á Kokteil erum alveg að detta í jólagírinn og því finnst okkur gaman að horfa á fallegar jólaauglýsingar. Undanfarið höfum við birt nokkrar breskar jólaauglýsingar en rík hefð er í Bretlandi fyrir stórum og miklum jólaauglýsingum. Þessi er afar krúttleg og sæt og við lofum að hún kemur þér í jólaskap.   En sjáðu svo líka þessa HÉR sem slegið hefur í...

Skoða

Þetta er ein krúttlegasta jólaauglýsing sem við höfum séð

Já, við erum alveg agalega veik fyrir þessum fallegu jólaauglýsingum. Hér er ein splunkuný sem færir fram gleðitár í augun. Þetta er jólaauglýsing frá Heathrow flugvellinum í London en þeir vilja leggja áherslu á að þeir tengi fólk aftur við ástvini sína og þá sérstaklega á þessum árstíma. Þetta er ein sætasta og krúttlegasta auglýsing sem við höfum...

Skoða

Þessi litli blindi og glaði hundur bræðir mann alveg

Þetta myndband með hinum yndislega hundi Henry Nipper hefur slegið í gegn hér á netinu. Henry, sem er eins árs, fæddist árið 2015 án augna – en hann er gleðin uppmáluð. Hann gjörsamlega elskar að leika sér í haustlaufunum og eins er ströndin og sandurinn í uppáhaldi hjá þessu litla...

Skoða

Honum tókst heldur betur að koma brúði sinni á óvart

Það gerist ekki mikið flottara. Þau eru bæði atvinnudansarar og honum tókst heldur betur að koma kom brúði sinni á óvart með þessu frábæra dansatriði í brúðkaupi þeirra. En hann naut góðrar aðstoðar vina sinna við dansinn. Það er yndislegt að sjá hvað brúðurin, sem er ballerína, er spennt og hvað hún skemmtir sér konunglega. Hún er stoltið uppmálað og getur ekki setið á sér. Ekki annað hægt en að komast í gott skap við þetta. Þetta er...

Skoða

Buster er nýja stjarnan í frábærri jólaauglýsingu

Okkur finnst alltaf spennandi þegar jólaauglýsingarnar fara að birtast og þá sérstaklega hjá stórum erlendum fyrirtækjum sem leggja mikið í svo vel takist til.  Breska stórverslunin John Lewis hefur undanfarin ár lagt mikið í sínar jólaauglýsingar og þær vakið athygli. Oft hafa þær verið það fallegar að sumir hafa þurft að hafa vasaklút við höndina. En auglýsingin í ár er með aðeins öðru sniði – og hún kallar ekki á vasaklút....

Skoða

Hræðileg og sorgleg meðferð á hundi – En sjáðu hann í dag eftir björgunina

Hann heitir Augustus og var flækingshundur sem var afar illa á sig kominn. Reyndar leit hann ekki einu sinni út eins og hundur og því var í raun ekki vitað hvers konar dýr hann væri. Og fólkið í bænum hans meðhöndlaði hann eins og ófreskju, henti hlutum í hann og öskraði á hann. Bjargvættir En Augustus var heppinn því það er til fullt af góðu fólki í heiminum og samtök sem beita sér fyrir því að bjarga dýrum sá mynd af honum og sótti...

Skoða

Lítil krúttsprengja og sultuslakur hundur – gleðipilla dagsins

Börn og hundar eru eitt það allra yndislegasta og sætasta í þessum heimi og þess vegna getur maður endalaust horft á myndbönd með þeim. Hér er lítil krúttsprengja sem gleðst jafn mikið í hvert sinn sem henni er lyft upp og hún sér sultuslakan hundinn sem liggur á rúminu. Þetta er gleðipilla...

Skoða

Einskær gleði þegar lítill heyrnarlaus drengur heyrir í móður sinni í fyrsta sinn

Það er alveg hreint yndislegt að sjá viðbrögðin hjá þessum litla dreng þegar hann heyrir í móður sinni í fyrsta sinn með aðstoð hjálpartækja. Gleðin er svo einskær og innileg og hljóðið kemur honum svo á óvart – og það er ekki hægt annað en að gleðjast með honum af öllu hjarta ♥

Skoða

Stórkostlegur dans brúðar og föður hennar í brúðkaupsveislunni

Þennan pabba langaði til að koma á óvart í brúðkaupi dóttur sinnar og gera eitthvað ógleymanlegt fyrir hana. Og það tókst honum svo sannarlega því hann sló algjörlega í gegn. Þótt dóttirin sé alvön og vel þjálfuð í dansi var það þó pabbinn sem vakti athygli fyrir stórkostlega danstakta í þetta sinn.

Skoða

Lítið krútt sem ærist af spenningi þegar hún sér kisu

Börn og kettir eru eitthvað sem hægt er að horfa á endalaust. Og það er alveg einstaklega ljúft að sjá hvað þetta litla kríli er spennt fyrir kettinum. Hún gjörsamlega missir stjórn á útlimunum svo mikill er spenningurinn. Svo sætt ♥  

Skoða

Rómantískur flugstjóri með óvænt bónorð úr flugstjórnarklefanum

Eftir að hafa komið með hina hefðbundnu tilkynningu og boðið alla farþega velkomna um borð í flugið gerðist þessi flugstjóri heldur betur rómantískur. Persónuleg tilkynning Ellis hefur flogið fyrir flugfélagið Qantas í 30 ár og eins og gefur að skilja verið með ótal tilkynningar til farþega um borð. En í þetta sinn var hann með gjörólíka tilkynningu og öllu persónulegri en venjulega. Eftir að hafa beint orðum sínum til allra farþega...

Skoða

Óvænt bónorð í Almannagjá á Þingvöllum

Ísland er orðinn vinsæll staður erlendra ferðamanna fyrir bæði bónorð og brúðkaup. Enda býður landið okkar upp á óteljandi og öðruvísi möguleika í þeim efnum. Óvænt bónorð í Almannagjá Í þessu nýja myndbandi frá Icelandair má sjá hvar Stopover Buddy þjónustan sem félagið býður upp getur gert ótrúlega skemmtilega hluti. Jennifer fékk Icelandair í lið með sér til að koma kærasta sínum á óvart með bónorði. Og í myndbandinu má sjá...

Skoða

Þetta er klárlega einn fyndnasti og sætasti hnerri sem við höfum séð

Við höfum bara aldrei heyrt og séð annan eins hnerra! Sjáðu hvernig þessi litli krúttlegi Pomeranian hundur hnerrar eins og enginn sé morgundagurinn 😀

Skoða

Krabbameinssjúklingur vill sýna að dans og hlátur sé besta meðalið

Hún neitar að láta krabbameinið aftra sér frá því að hafa gaman. Hér er Ana-Alecia í enn einni lyfjameðferðinni en hún greindist með afar sjaldgæfa tegund krabbameins í desember síðast liðnum. Hún hefur ákveðið að gera gott úr aðstæðunum og sýna heiminum að dans og hlátur sé besta meðalið. Ana-Alecia og vinkona hennar, Danielle, hafa verið duglegar að gera dansmyndbönd í gegnum lyfjameðferðirnar. Og þetta myndband hefur heldur betur...

Skoða

Grátklökk Celine Dion syngur til stuðnings rannsóknum á krabbameini

Celine Dion hefur átt afar erfitt ár, en í janúar missti hún ástkæran eiginmann sinn, René, úr krabbameini og aðeins tveimur dögum síðar lést bróðir hennar einnig úr krabbameini. Syngur grátklökk fyrir þá alla þrjá Þessi vágestur hefur heldur betur tekið sinn toll af fjölskyldu Celine því faðir hennar lést árið 2003 úr krabbameini. Celine segist sakna René á hverjum einasta degi og sá missir sé nú hluti af lífi hennar. Hér syngur...

Skoða