Þessi feðgin eru dásamleg – Sjáðu þau syngja saman
Hún Claire er ekki há í loftinu en hún er nýorðin fjögurra ára og finnst fátt skemmtilegra en að syngja með pabba sínum. Pabbi Claire lifir og hrærist í tónlist og er með sitt eigið stúdíó heima svo það eru hæg heimatökin að taka allt upp. Það er alveg hreint dásamlegt að sjá samband þeirra feðgina – virkilega fallegt samband á milli föður og dóttur. Sjáðu líka Claire syngja HÉR um litlu...
Fékk einstaka jólagjöf sem hún var búin að bíða lengi eftir
Þetta hjartnæma myndband sýnir þegar 21 árs gömul stúlka biður stjúpmóður sína um að ættleiða sig. Marissa ákvað að koma stjúpmóður sinni til 17 ára á óvart á jóladag og gaf henni fallegt jólaskraut sem búið var að áletra. Öðrum megin á skrautinu var mynd af þeim mæðgum þar sem stóð skrifað „Mín dásamlega móðir“ en hinum megin stóð „Viltu ættleiða mig?“ Auðvitað brast móðirin í grát yfir þessum gleðitíðindum og sagðist vera búin að...
Hundurinn hrýtur svo rosalega að eigandinn þarf að bregðast við
Þetta finnst okkur alveg yndislega fyndið! Flestir sem eiga hunda vita hvað þeir geta hrotið hátt og eru þeir oft á tíðum ekkert betri en mannfólkið í þeim efnum. Það er alveg óborganlegt að sjá svipinn á hundinum – svo fyndið og krúttlegt. Ágætis leið til að leyfa öllum þeim sem hrjóta að heyra hvernig þeir...
Litla skinnið steinsofnar standandi á skíðunum
Allir þeir sem stunda skíði vita hversu þreyttur maður getur orðið eftir alla hreyfinguna og útiveruna – en fæstir hafa nú hins vegar sofnað á skíðunum. Það gerði þessi litli drengur hins vegar, enda alveg búinn á því eftir alla skíðakennsluna. Svo þreyttur að hann sofnaði standandi á skíðunum. Litla skinnið á alla okkar...
Litla krúttið gefur sig alla í símtalið með handahreyfingum og bullísku
Þetta litla krútt gefur sig alla í símtalið – og handahreyfingar og leikræn tilþrif eru hluti af því. Við vonum bara að sá sem hún er að tala við skilji svona flotta bullísku 😀 Alveg yndislega sætt og fyndið!
Tíu ára einhverf stúlka heillar á veraldarvefnum með fallegum söng
Þessi 10 ára stúlka sem er einhverf og með ADHD hefur heldur betur heillað alla á veraldarvefnum með fallegum söng sínum. Hún heitir Kaylee og syngur hér Hallelujah, hið þekkta lag Leonards Cohen, með kórnum í skólanum sínum. Þegar Kaylee byrjaði í þessum skóla í 2. bekk vildi hún ekki tala hvað þá að lesa upphátt fyrir samnemendur sína. Svo þetta er heldur betur stórt stökk fyrir hana að standa svona frammi fyrir áhorfendum og syngja...
Frábært myndband – ef þetta kemur þér ekki í jólaskap… þá vitum við ekki hvað!
Breski leikarinn og spjallþáttastjórnandinn James Corden sem stjórnar The Late Late Show í bandarísku sjónvarpi hefur heldur betur slegið í gegn með því að rúnta með fræga söngvara um Los Angeles. En í þessum bíltúrum er mikið sungið. Heill hópur af söngstjörnum James hefur auðvitað gert jólaútgáfu af þessum skemmtilega leik og fer með söngdívuna Mariah Carey á rúntinn. Hann spyr hana hvað hana langi til að fá í jólagjöf og hún svarar...
Þjáist af áfallastreituröskun og fær snemmbúna jólagjöf sem breytir öllu
Peter þjáist af áfallastreituröskun og hefur átt afar erfitt með að aðlagast lífi sínu eftir að hann sneri heim frá herþjónustu í Afganistan fyrir þremur árum síðan. Móðir hans ákvað að færa honum snemmbúna jólagjöf, sem gæti verið einmitt það sem Peter vantar. Í pakkanum sem hún færði honum leyndist hvolpur, en sýnt þykir að hundar séu einstaklega góðir í því að hjálpa einstaklingum með áfallastreituröskun. Þetta er myndband sem...
Lítill drengur hittir naglann á höfuðið þegar hann útskýrir hvað jólin eru
Við fáum einfaldlega ekki nóg af því að skoða fallegar jólaauglýsingar enda margar þeirra svo einstaklega vel gerðar og skemmtilegar. Og þótt skrýtið sé að segja þá koma jólaauglýsingar manni oft í jólaskap. Hér er ein frá Þýskalandi sem er með ólíkindum falleg, þar sem ungur drengur hittir naglann á höfuðið þegar hann útskýrir fyrir lítilli stelpu hvað jólin eru....
Þessi nýja pólska jólaauglýsing bræddi okkur algjörlega
Það er ekkert leyndarmál að við hreinlega elskum fallegar jólaauglýsingar og þessi hér er alveg einstaklega skemmtilega unnin. Við ætlum að segja sem minnst um hana svo við skemmum ekki fyrir ykkur þegar þið horfið. En hún bræddi okkur algjörlega og erum sannfærð um að það sama eigi við um ykkur lesendur góðir.
Ótrúlega krúttlegt – Svæfir hundana með „lestri“ sínum
Þetta er svo krúttlegt! Litli drengurinn er að „lesa“ uppi í rúmi fyrir hundana sína sem liggja sultuslakir á bakinu. Og þegar hann ætlar að sækja sér aðra bók til að lesa skilur hann ekkert í því af hverju hundarnir eru með lokuð augun. En móðir hans útskýrir fyrir honum að hann hafi svæft þá með „lestrinum“. Með því sætara sem við höfum...
Þetta hlýjar manni um hjartarætur – Alveg hreint dásamlegt
Þetta myndband hlýjar manni heldur betur um hjartarætur. Litli hvolpurinn er yndislegur þar sem hann reynir eins og hann getur að halda sér vakandi. En gefst að lokum upp og leggur höfuðið í hálsakotið á ungabarninu. Alveg hreint dásamlegt!
Tilfinningarnar bera tveggja ára snúð ofurliði við að hlýða á Beethoven
Máttur tónlistar er mikill og vekur hún hjá okkur margar og ólíkar tilfinningar. Þessi litli tveggja ára snúður var á tónleikum með fjölskyldu sinni þegar tilfinningarnar báru hann ofurliði við að hlýða á Tunglskinssónötu Beethovens í fyrsta sinn. Litla krúttið ræður ekkert við tárin sem trilla niður kinnarnar á meðan hann hlustar á fallegu tónlistina. Finnst ykkur hann ekki...
Þessi ótrúlega fallega jólaauglýsing kallar á vasaklútinn
Mörgum finnst gaman að sjá fallegar jólaauglýsingar og við hér tilheyrum þeim hópi, sérstaklega þegar þær ná að snerta ákveðna strengi. Hér er ein alveg ótrúlega falleg frá stórversluninni Macy’s í Bandaríkjunum. En Macy’s er einmitt þekkt fyrir þakkargjörðar skrúðgöngur sína sem eru afar glæsilegar. Þessi nýja auglýsing spannar ævi manns sem fylgist árlega með skrúðgöngunni á sama stað. Allt frá því hann er ungur drengur...
Gæsahúðar flutningur „a capella“ á þekktu jólalagi
Þau kalla sig Pentatonix og eru „a capella“ sönghópur – og klárlega einn besti hópur sinnar tegundar í heiminum í dag. Við höfum margoft deilt með ykkur myndböndum með flutningi þeirra enda fáum við ekki nóg af þessum snillingum. Hér er glænýtt myndband frá þeim með vel þekktu og góðu jólalagi. Og þau gera þetta ótrúlega vel eins og við var að búast. Þetta er gæsahúðar...