Er þetta fallegasta Eurovision lagið í ár?
Nú hafa öll lögin sem taka þátt í Eurovision í Kiev í Rúmeníu í maí verið valin. Okkur finnst alltaf gaman að sjá þegar flytjendur velja að syngja lagið á sínu tungumáli því það vissulega gerir keppnina fjölbreyttari. Hér er portúgalski flytjandinn í ár, hinn 27 ára gamli Salvador Sobral, sem flytur lagið „Amar Pelos Dois“ og að sjálfsögðu á portúgölsku. Er þetta fallegasta lagið í...
Dásamlega hæfileikarík 12 ára stúlka spilar á hörpu og syngur eins og engill
Það er eitthvað dáleiðandi við þessa ungu hæfileikaríku stúlku. Hún er ekki nema 12 ára gömul en heillar fólk upp úr skónum með seiðmögnuðum hörpuleik og heillandi söng. Hér er hún gestur í nýjum þætti hins stórskemmtilega sjónvarpsmanns Steve Harvey en hann fékk hina hæfileikaríku Dariu til að koma frá Rúmeníu til að koma fram í þættinum. Það er óhætt að segja að hún hafi slegið í gegn. Við erum alveg...
Ósáttur og yfir sig hneykslaður að mamma hans ætli að eignast þriðja barnið
Mamman er með gleðifrétt fyrir sex ára gamlan son sinn – en viðbrögð drengsins voru ekki alveg þau sem hún hafði reiknað með. Þegar hún segir honum að hún sé ófrísk bregst hann afar illa við og spyr hana strax hvað hún hafi eiginlega verið að hugsa… og af hverju hún þurfi að koma með annað barn því hún eigi jú tvö börn fyrir. Svo leggur hann ríka áherslu á það að hún eigi tvö börn og eitt barn í viðbót sé bara of mikið....
Einstök lítil þriggja ára stelpa sem bræðir þig með söng og yndislegri framkomu
Sumir hafa svo mikla útgeislun og fegurð í kringum sig að ekki er annað hægt en að heillast af. Hún Claire litla var ekki há í loftinu þegar hún byrjaði að syngja og í dag birtast reglulega myndbönd á YouTube þar sem hún syngur með pabba sínum. Við höfum áður fjallað um þessa litlu dásamlegu stúlku enda hefur hún heillað okkur upp úr skónum. Claire, sem er fjögurra ára í dag, er hér gestur í nýjum þætti hjá hinum þekkta...
Asni gjörsamlega ærist af gleði þegar hann sér vinkonu sína
Þessi asni er svo glaður og spenntur að hitta vinkonu sína að hann gjörsamlega missir sig úr gleði. Stúlkan kallar á hann og þegar hann sér hana verður hann svo glaður að hann tekur á sprett og það verða miklir fagnaðarfundir. Þetta er með því dásamlegra sem við höfum séð og heyrt! Passaðu að hafa hljóðið hátt stillt þegar þú...
Ræður ekkert við hláturinn þegar hundurinn reynir að hugga hann
Það er fátt dásamlegra en börn, hundar og kettir og við þreytumst seint á því að horfa á myndbönd sem skora hátt á krúttskalanum. Hér er einstakt samband hunds og barns – en móðir drengsins og eigand hundsins hefur kennt hundinum að leika við drenginn með kitli þegar hann grætur. Það má svo sem alveg deila um það hvort kitl sé yfirhöfuð sniðugt en engu að síður höfum við flest fengið okkar skerf af kitli um ævina án þess að...
Þú verður að sjá þessa auglýsingu – Því hún er tær snilld!
Þessi auglýsing er tær snilld. Og við viljum sem minnst um hana segja til að skemma ekki fyrir ykkur ánægjuna og skemmtilegan endinn. En við ætlum þó að segja að það eru líklega margir sem sjá sjálfan sig í þessari auglýsingu. Frábær hugmynd!
55 ára heimilislaus maður fær ótrúlega yfirhalningu og er óþekkjanlegur
Ekki eru allir svo lánsamir að feta beinu brautina í lífinu. Spánverjinn Jose Antonio er einn af þeim sem hefur farið út af brautinni og endað sem heimilislaus maður eftir að hafa þurft að kljást við þunglyndi. Josete, eins og hann er kallaður, er 55 ára gamall og heldur til á torginu í Palma á Mallorca. Þar nær hann sér í pening fyrir mat með því að hjálpa fólki að finna stæði og leggja bílum sínum. En allir í nágrenninu þekkja...
Fjögurra ára gáfnaljós sem er heilluð af beinagrindum
Þetta er eitt mesta yndi og krútt sem við höfum séð – og svo er hún eldklár. Brielle litla, sem er fjögurra ára, á einstaklega auðvelt með að læra. Þessa stundina eru það beinagrindur sem eiga hug hennar allan. En hún þekkir líkamann og beinin sundur og saman. Það eru þó ekki aðeins beinin sem Brielle hefur áhuga á því þegar hún var þriggja ára kunni hún allt lotukerfið utan að og gat sagt til um eiginleika hvers efnis. Auk þess...
Tólf ára afburða söngkona rúllar upp þrælerfiðu lagi – Kallar fram gæsahúð
Þessi 12 ára stúlka þykir hafa afar mikla sönghæfileika enda rúllar hún hér upp erfiðu lagi sem flestir fullorðnir eiga erfitt með. Hún heitir Elha og er frá Filippseyjum – en árið 2015 bar hún sigur úr býtum í söngkeppninni Voice Kids þar í landi. Áður en Elha vakti athygli fyrir söng sinn vann hún með einsæðri móður sinni við það að selja bananasnakk á Filippseyjum. Í dag sinnir hún skóla á milli þess sem hún kemur fram og...
Fimmtu bekkingar fríka út yfir ástarsambandi kennara sinna
Á Valentínusardaginn, fyrir tveim vikum síðan, kom kennari einn í Ohio í Bandaríkjunum nemendum sínum heldur betur á óvart. Eitthvað sem þau áttu síður en svo von á. Nokkrir nemendur í fimmta bekk höfðu þefað það uppi á Facebook að tveir kennarar þeirra ættu í sambandi og það hafði kvisast út – en þau áttu aldrei von á því að verða vitni að því sem sést hér í þessu myndbandi. Vísindakennarinn Jason stendur hér frammi fyrir...
Hún hélt að allt væri ónýtt en brúðguminn kom henni aldeilis á óvart
Einn af stærstu dögum lífsins er brúðkaupsdagurinn og þá vill maður að allt fari samkvæmt áætlun og ekkert klikki. En lífið er nú bara þannig að óvæntir hlutir gera ekki boð á undan sér. En svo eru það líka sumir sem taka þá ákvörðun að brjóta daginn upp með einhverju óvæntu eins og þessi brúðgumi hér. Það var komið að fyrsta dansinum í brúðkaupi þeirra og lagið var komið á fóninn þegar græjurnar bila… eða svo hélt brúðurin. Það rétta...
Adam Lambert og James Corden slást um að vera forsöngvari QUEEN
Hinn fjörugi James Corden, leikari og spjallþáttastjórnandi sem stjórnar The Late Late Show í Bandaríkjunum, er alltaf til í gott sprell. James er mikill aðdáandi Queen og sá sjálfan sig alveg fyrir sér syngja með hljómsveitinni eftir að Freddie Mercury féll frá – en líklega meira í gríni en alvöru. En eins og allir Queen aðdáendur vita mun enginn koma í stað Freddie. Margir eru þó nokkuð sáttir við bandaríska söngvarann Adam...
Þú verður að sjá þennan syngjandi bulldog
Þessir tveir eru frábærir en það er fátt skemmtilegra en að taka lagið með besta vininum. Annar spilar á gítarinn og hinn syngur hástöfum með… eða alla vega með sínu nefi. Það verður að segjast að þetta er nú með skemmtilegri tónlistarmyndböndum.
Tveggja ára sem syngur lagið Jolene heillar netheima
Lagið hennar Dolly Parton, Jolene, hefur heillað marga frá því það kom út árið 1974. Það á einnig við hina tveggja ára gömlu Sophiu sem syngur þetta vinsæla lag á meðan hún leikur sér. Móðir hennar náði þessu dásamlega myndbandi af henni þar sem hún sat og söng af innlifun – og síðan hefur það farið eins og eldur í sinu um netheima. Og Dolly sjálf, sem sá myndbandið, heillaðist af þessu litla krútti. Enda engin furða þar sem Sophia...