Mildar og stökkar sítrónusmákökur
Smákökur og jólin er eitthvað svo samofið enda smákökubakstur fastur liður á þessum tíma árs. Jólabaksturinn er kominn á fullt á mörgum heimilum og einhverjir búnir að baka nokkrar sortir. Sætar og mildar Okkur finnst alltaf jafn gaman að prófa nýjar smákökuuppskriftir og hér er ein frá henni Svövu vinkonu okkar á Ljúfmeti og lekkerheit. Þetta eru sætar og mildar sítrónusmákökur sem eru stökkar að utan og seigar að innan. Það sem þarf...
Ljúffengar hafra- og súkkulaðibitakökur – Sem fljótlegt er að gera
Einhvern veginn fær maður það á tilfinninguna að ef maður bætir höfrum við uppskrift þá verði útkoman aðeins hollari. Hvort sem það er rétt eða ekki þá eru þessar kökur súper góðar. Þær eru stökkar og grófar – og með fullt af súkkulaði. Fljótlegt að gera Þessar hafra- og súkkulaðibitakökur eru gott mótvægi við alla marengstoppana og sörurnar á kökudiskinn fyrir jólin. Og það besta er að það tekur ekki nokkra stund að henda í...
Dásamlega bragðgott gúllas með rauðu karrý og kókosmjólk
Heitir matarmiklir réttir eru eitthvað svo notalegir á dimmum vetrarkvöldum – og einmitt þess vegna er gúllas alveg tilvalið. Þessi uppskrift er aðeins frábrugðin hefðbundnum gúllasuppskriftum því hún inniheldur rautt karrý, mango chutney og kókosmjólk en þetta fer alveg einstaklega vel með tómötunum og engiferinu. Uppskriftin er frekar stór og dugir jafnvel í tvær máltíðir, en það fer auðvitað eftir því hversu margir eru í...
Einföld karamelluostakaka sem toppar allt
Ostakökur er uppáhald margra enda ekkert skrýtið þar sem þær eru bæði mjúkar og ljúffengar. Ef þú ert hrifin af ostakökum þá áttu eftir að falla fyrir þessari þar sem súkkulaði, karamella og hnetur koma saman – og gera hana algjörlega ómótstæðilega. Kosturinn við þessa uppskrift er sá að þetta er alls ekki flókið. Það sem þarf Heimatilbúin brúnka/brownie eða bökuð úr pakka frá t.d. Betty Crocker. Við mælum með Betty til að...
Dásamlegar súkkulaðibitakökur með tvöföldu súkkulaði – Þessar eru alvöru
Aðventan og smákökur er algjörlega samofið enda afar notalegt að gæða sér á litlum kökum með mjólk eða kakói í skammdeginu. Mér finnst alveg einstaklega gaman að baka smákökur og prófa nýjar uppskriftir – og eru súkkulaðibitakökur í miklu uppáhaldi. Alvöru súkkulaðibitakökur Þessar kökur standa vel undir nafni, þetta er alvöru súkkulaðbitakökur. Þær eru dökkar með fullt af súkkulaði og fullkomnar fyrir súkkulaðigrísi. Kökurnar...
Þessar kökur eru ekkert venjulega góðar – Og svo einfaldar að útbúa
Þetta er ekkert grín – en þessar saltkringlu karamellu brownies eru ekkert venjulega góðar. Þær eru sætar, saltar, brakandi stökkar og fullar af súkkulaði. Punkturinn yfir i-ið er svo girnilega karamellusósan sem rammar þetta fullkomnlega inn. Svo er þetta svo ofureinfalt og fljótlegt. Þessar þarftu að prófa! Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker Fudge Brownies (og það sem tilgreint er á pakka) Saltkringlur (ca 3 bollar)...
Girnileg súkkulaðiformkaka með súkkulaðikremi – Algjör klassík
Þessi súkkulaðiformkaka smellpassar með helgarkaffinu – enda er formkaka ein af þessum kökum sem er fyrir löngu orðin klassík. Hér er formkakan þó komin í sparibúninginn með suðusúkkulaði og súkkulaðikremi. Getur ekki klikkað. Uppskriftin er frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem þarf ¾ bolli kakó 1/3 bolli heitt kaffi 1 ¾ bolli hveiti 1 tsk lyftiduft ½ tsk salt 1 bolli smjör við stofuhita 1 bolli sykur 2 egg 2 tsk...
Þetta heita súkkulaði með rauðvíni gerir skammdegið svo miklu betra
Nú er sko heldur betur kakótími ársins og dásamlegt að gera vel við sig í myrkrinu með heitu súkkulaði. Og svo er auðvitað alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og poppa þetta aðeins upp. Rauðvín með súkkulaðinu Flestir, sem smakka vín, hafa einhvern tímann fengið sér súkkulaðibita eða jafnvel súkkulaðiköku með rauðvíni og vita hversu vel það passar saman. Svo af hverju ekki að setja rauðvín út í heita súkkulaðið? Sem er einmitt það sem...
Æðisleg bananakaka með súkkulaðikremi
Ertu með banana í skál sem eru á síðasta snúningi? Hentu þá í þessa ljúffengu bananaköku með súkkulaðikremi. Við vitum flest hversu hollir og góðir bananar eru fyrir okkur – og þess vegna er auðvitað frábært að geta notað þá í svona ljúffenga köku. En þessi æðislega kaka er frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Bananakaka 75 gr smjör 2 ½ dl sykur 2 msk mjólk 1/4 tsk salt 1 tsk vanillusykur 2 egg 2 þroskaðir bananar 100 g...
Ljúffeng og bragðgóð Nutella-súkkulaðikaka á aðeins 5 mínútum
Já það er vel hægt að búa til ljúffengar og bragðgóðar kökur á 5 mínútum. Og þessi uppskrift kemst ansi nálægt því að vera fullkomin í það verkefni. Hún er ekki of þurr og alls ekki seig – og svo er hún líka passlega sæt. Það er alveg frábært að henda í eina svona þegar súkkulaðiþörfin lætur á sér kræla eftir kvöldmatinn. Það sem þarf 4 matskeiðar hveiti ¼ teskeið lyftiduft 4 matskeiðar sykur 1 egg 3 matskeiðar kakó 3 matskeiðar...
Æðisleg Snickers-marengsterta sem engan svíkur
Við höfum svo oft sagt það hér að fátt sé betra en marengs. Enda finnst flestum hann góður og marengs er oftast það sem fyrst klárast á veisluborðum. Þessi uppskrift frá henni Svövu á Ljufmeti og lekkerheit tekur marengstertur alveg upp í nýjar hæðir. Er ekki tilvalið að skella í þessa um helgina! Snickersmarengsterta 4 eggjahvítur 2 dl sykur 1 dl púðursykur 5 dl Rice Krispies Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur saman. Hrærið...
Frískandi frosin bismarkbaka með sykurpúðakremi
Það er alltaf gaman að bjóða upp á fallega köku eða böku í eftirrétt, nú eða bara með sunnudagskaffinu. Þessi fallega baka er bæði sæt og fersk og hentar því vel eftir máltíð. Svo er líka svo hentugt þegar maður getur undibúið svona fyrirfram. Ferskt bragð Það er bismark brjóstsykurinn og piparmyntan í bökunni sem gefur henni þetta ferska bragð. Alveg hrein dásemd! Og svo er hún líka smá jólaleg en það styttist einmitt í þau....
Einfalt og fljótlegt Nutella súkkulaðifrauð sem bráðnar í munni
Það er bara ekki hægt að fá leið á Nutella enda eru notkunarmöguleikar þess nærri endalausir. Hér er komin ný uppskrift að fáguðu en einföldu súkkulaðifrauði. Frauð, eða soufflé, eru nefnilega alltaf svo fáguð. Og þessi eru tilvalin til að skella í eftir kvöldmatinn eða hvenær sem hugurinn girnist. Því það tekur alls ekki langan tíma að útbúa þessa dásemd. Það sem þarf fyrir tvo ½ bolli Nutella 2 egg 1 tsk sykur ósaltað smjör kakó...
Einstaklega mjúkir kanilsnúðar sem gott er að eiga í skammdeginu
Það er fátt betra í skammdeginu en eitthvað sætt að maula og heitt kakó með. Og nýbakaðir kanilsnúðar eru alveg ómótstæðilega góðir Hér er uppskrift að einstaklega mjúkum og loftkenndum kanilsnúðum frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Uppskriftin er stór og því upplagt að henda í frystinn til að eiga á aðventunni. Það sem þarf 1 pakki þurrger 200 g smjör 6 dl mjólk 2 egg 2½ dl sykur 2½ tsk salt 22-24 dl hveiti Fylling 200 g smjör...
Sætur og vel kryddaður lax sem einfalt og fljótlegt er að útbúa
Fiskur er eitt það besta sem ég fæ og þá er lax í miklu uppáhaldi. Þar sem lax er oft á borðum hjá mér er ég stöðugt á höttunum eftir nýjum uppskriftum og aðferðum til að auka fjölbreytnina við matseldina. Fljótlegt og gott Þessi uppskrift hér er alveg afskaplega góð og ég er ansi hreint ánægð með hana. Enda búin að gera hana nokkrum sinnum. Kryddið passar vel við laxinn og gefur honum bæði sætt og sterkt bragð. Þá er þetta líka afar...