Einstaklega einfaldar og fljótlegar kjötbollur í ofni

Þessi uppskrift að þessum góðu kjötbollum er eiginlega alveg fáránlega einföld. Kannski muna margir eftir þessum bollum en þær voru yfirleitt gerðar litlar og gjarnan bornar fram sem pinnamatur í veislum. En það er alveg fullkomið að gera þær stærri og bera þær fram sem kvöldmat með kartöflumús, sósu og sultu. Allt í hrærivélina Hráefninu er einfaldlega hrúgað saman í hrærivél og unnið snögglega saman. Síðan er gott að nota ísskeið...

Skoða

Ljúffeng marmara-bananakaka – Tvær í einni

Bananakökur eru góðar og það sama á við um klassískar marmarakökur. Þess vegna er þessi uppskrift alveg frábær. Og svo er heldur ekki hægt að eiga of margar uppskriftir af bananakökum. Þær geymast vel þótt það sé svo sem ekki mikil þörf á því þar sem þær klárast yfirleitt svo fljótt. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari ljúffengu uppskrift. En hún segist oftast baka tvær í einu því fyrri kakan klárist alltaf...

Skoða

Hollar og mjúkar súkkulaði avókadókúlur sem gott er að narta í

Hér er uppskrift að smá góðgæti fyrir alla þá sem eru hrifnir af avókadó. En það er alveg með ólíkindum hvað má nota þennan mjúka og bragðgóða ávöxt í margt. Þótt mörgum finnist avókadó frekar vera grænmeti en ávöxtur þá er það ekki raunin – avókadó er raunverulega flokkað sem ber. Og eins og með önnur ber þá passar avókadó með svo ótalmörgu, hvort sem það er t.d. salat eða kaka. Hér er holl og góð uppskrift að mjúkum dásamlegum...

Skoða

Æðislegt Penne pasta með fullt af hvítlauk og tómötum – Svo gott og einfalt

Góður pastaréttur klikkar ekki – og þessi hér er afar einfaldur en alveg rosalega góður. Hvítlaukur er eitt uppáhalds kryddið mitt og það er sko nóg af honum í þessari uppskrift. Vakti mikla lukku Ég gerði þennan rétt í fyrsta skipti nú um daginn og hann vakti mikla lukku hjá fjölskyldunni. Svo hann er klárlega kominn á lista yfir þá rétti sem verða gerðir aftur og aftur… Í uppskriftinni er gert ráð fyrir hvítvíni en ég...

Skoða

Mjúkar og ljúffengar bananamúffur með súkkulaðibitum

Það er tilvalið að nota ofþroskuðu bananana í þessar ljúffengu og mjúku múffur. Þær eru einfaldar í gerð og eitthvað sem öllum fjölskyldumeðlimum finnst gott. Bananar og súkkulaði passa auðvitað  einstaklega vel saman svo þetta er alveg skothelt. Síðan vitum við auðvitað öll hversu hollir bananar eru. Það sem þarf 3 vel þroskaðir bananar (maukaðir – um 1 bolli) 2 bollar hveiti 2 ¼ tsk lyftiduft 1 tsk gróft sjávarsalt ¼ tsk...

Skoða

Holla og góða tómatsúpan sem Oprah Winfrey elskar

Tómatsúpur eru alveg einstaklega góðar og saðsamar. Og auðvitað bestar og hollastar búnar til frá grunni. Tómatar eru góðir fyrir  okkur Flest vitum hvað tómatar eru hollir en þeir eru meðal annars ríkir af C-vítamíni og andoxunarefnum. En auk þess innihalda þeir lycopene sem talið er virka gegn vexti krabbameinsfrumna. Þá eru tómatar virkilega góðir fyrir þá sem eru að passa upp á línurnar þar sem þeir innihalda afar fáar...

Skoða

Hin fullkomna ostasamloka að hætti Jamie Oliver – Algjört æði

Ostasamlokur eiga ætíð við og eru alltaf jafn vinsælar. Hér sýnir Jamie Oliver okkur hvernig hann gerir hina fullkomnu ostasamloku – og sú er meira en lítið góð og girnileg. Samlokan er steikt á pönnu og Jamie segir galdurinn vera að snúa henni fjórum sinnum svo fullkomnum verði ná. Þá verður hún mjúk og fljótandi að innan en stökk að utan. Jamie mælir með því að nota þétt og gott hvítt samlokubrauð og ost að eigin vali. Það sem þarf...

Skoða

Virkilega einföld, fljótleg og ljúffeng Tacopizzubaka

Þessi réttur er sko allt annað en vesenisréttur. Hann er nefnilega bæði einfaldur og fljótlegur en umfram allt er hann bragðgóður. Nautahakk og pizzadeig – það getur varla klikkað. Kaupa má tilbúið pizzadeig og þá er þetta lítið mál og snýst aðallega um að steikja hakkið og raða þessu síðan saman. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari frábæru uppskrift að Tacopizzuböku. Það sem þarf pizzadeig...

Skoða

Svona gerirðu fullkomin soðin egg – Snilldar aðferð

Stundum þarf að sjóða mörg egg í einu og þá getur verið vesen að setja þau í stóran pott og reyna giska á hvenær þau eru öll soðin. Fullkomin aðferð fyrir betri soðin egg Þess vegna er þessi aðferð hérna svo hentug. Þótt þetta virki kannski galið í fyrstu þá er þetta alveg stórsniðugt. En það sem er þó best við þessa aðferð er hvað eggin verða mjúk og rjómakennd. Já eggin verða einhvern veginn betri svona og alveg fullkomlega soðin....

Skoða

Dásamlega einföld bananakaka með súkkulaðibitum

Nú þegar tími smákökubakstursins er liðinn er tilvalið að skella í eina bananaköku. Maður gæti þurft að trappa sig niður í súkkulaðiáti eftir hátíðarnar svo þessi uppskrift er alveg tilvalin þar sem hún inniheldur súkkulaðibita. Þetta er kaka sem er fljót að klárast enda eru bananar og súkkulaði fullkomin blanda. Uppskriftin sem er frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit er bæði einföld og fljótleg! Það sem þarf Bananakaka með...

Skoða

Æðislegir innbakaðir brie og camembert ostar í áramótapartýið

Ostar og veislur smellpassa saman og ekki er verra ef hægt er að gera eitthvað spennandi við ostana í stað þess að henda þeim bara beint á bakka. Þar sem ég er einstaklega veik fyrir ostum eru þeir oft á borðum hjá mér og eru hvítmygluostar meðal uppáhalds ostanna. Innbakaðir ostar Þessi uppskrift hér vekur upp nostalgíuna hjá mér enda voru svona innbakaðir ostar vinsælir fyrir margt löngu. Og það er alveg kominn tími á þá aftur! Í...

Skoða

Algjörlega frábært meðlæti með jólasteikinni

Þetta er hið fullkomna meðlæti með jólasteikinni. Hér áður fyrr var rósakál afar vinsælt meðlæti á borðum landsmanna en svo hvarf það um tíma og annað tók við. Dekrum meira við það En nú eldum við ekki rósakálið eins og við gerðum áður, þ.e. að setja það bara í pott með vatni og svo búið. Nei, við dekrum aðeins meira við það, kryddum og bökum í ofni. Og þessi uppskrift hér er algjört æði og við mælum eindregið með því að þú prófir....

Skoða

Uppáhalds jólakonfektið – Döðlukonfekt með lakkríspipar og sterkum djúpum

Döðlukonfekt fyrir jólin er orðin hefð hjá mörgum og hefur verið vinsælt í þó nokkurn tíma. Við Íslendingar erum agalega veik fyrir lakkrís eins og sjá má á öllu lakkrísæðinu en þetta döðlukonfekt tekur einmitt mið af því. Lakkríspipar og sterkar djúpur Döðlugottið er með sterkum djúpum og er alveg svakalega gott. Algjörlega uppáhalds jólagottið mitt. Og fyrir þá sem hvorki nenna né hafa tíma fyrir flókna konfektgerð þá er þetta...

Skoða

Heitt og ilmandi salt-karamellu súkkulaði – Ljúffengt á aðventunni

Nú er tími heita súkkulaðisins, það er engin spurning. Það er fátt betra á dimmum og köldum vetrardögum en að fá sér ilmandi bolla og helst þá með einhverjum sem manni þykir vænt um. Og nú á aðventunni er heldur betur tilefni til að töfra fram þessa dásemt. Hér kemur samt nýtt tvist á heita súkkulaðið – prófaðu þetta heita salt-karamellu súkkulaði. Ljúffengt! Það sem þú þarft (fyrir 8) 1 ½ bolli sykur ¼ tsk ferskur sítrónusafi 4...

Skoða

Súkkulaði- og vöfflugóðgæti á aðventu – Stökkt, gott og einfalt

Hér er tilvalið gotterí til að gæða sér á núna á aðventunni – en þetta eru litlir stökkir súkkulaðibitar. Þetta er eiginlega eins og sparikex þar sem vöffludeig er uppistaðan í bitunum og síðan að sjálfsögðu allt súkkulaðið. Ef að tíminn er naumur er auðvitað tilvalið að nota tilbúið vöffludeig úr búðinni. Það sem þarf 2 egg ¾ bolla sykur ½ bolla hveiti ¼ bolla nýmjólk ¼ bolla bráðið smjör 1 msk vanilludropar og 1 bolla dökkt...

Skoða