Eitt besta salat sem þú færð – Satay kjúklingasalat með kúskús

Þessi uppskrift hér er með betri salat uppskriftum sem við höfum gert – og einstaklingar sem alla jafna eru lítið fyrir salat hreinlega gúffa þessu í sig. Já þetta er eitt besta salat sem þú getur gert og stórir jafnt sem smáir eru sammála um það. Staðreyndin er sú að maður fær einfaldlega ekki leið á þessu – og þetta er reyndar alveg tilvalið helgarsalat. Uppskriftin er frá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem...

Skoða

Ljúffeng gamaldags möndlukaka – Þessi vekur upp nostalgíu

Munið þið eftir möndlukökunni sem amma og mamma bökuðu? Hér er komin uppskrift að einni slíkri sem vekur upp ljúfar og góðar minningar. Það tekur enga stund að baka hana og svo skemmir ekki heldur fyrir hvað kakan er falleg á borði. Skelltu í eina svona og leyfðu henni að vekja upp nostalgíuna. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessu ljúfmeti með okkur. Það sem þarf 75 gr smjör 1 dl sykur 2 egg 2 1/2 dl hveiti 2...

Skoða

Gómsætar hollustu nammikúlur – Bæði vegan og ekki

Þessar girnilegu og gómsætu kúlur eru algjört sælgæti en samt mun hollari en þig grunar. Þær má líka útbúa þær annað hvort vegan eða ekki. Kúlurnar eru frábær eftirréttur, orkubiti, snarl, sælgæti og bara ef þig langar í eitthvað virkilega gott. Svo er alveg einstaklega einfalt að útbúa þær – sem okkur finnst auðvitað mikill kostur. Það sem þarf 1 bolli döðlur 1 bolli Rice Krispies ½ bolli kakó 2-3 msk mjólk að eigin vali (fer eftir...

Skoða

Dýrindis súkkulaði- og bananakökulengjur

Það er alltaf jafn notalegt að eiga eitthvað heimabakað með kaffinu um helgar – og þessar dýrindis lengjur hér svíkja svo sannarlega ekki.  Svo er þetta líka frekar einfalt í framkvæmd. Það eru Dumle bananakaramellurnar sem gefa lengjunum bananabragð og þetta er auðvitað algjört æði. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 150 g smjör við stofuhita 3,75 dl hveiti 1,5 dl sykur 3 msk...

Skoða

Parmesanbuff í rjómasósu – Dásamlegur hversdagsmatur

Þetta parmesanbuff er frábær hversdagsmatur – en hversdagsmatur sem gæti skammlaust verið helgarmatur og á borðum í matarboðum. Hversdagsmatur sem getur ekki annað en vakið lukku. Parmesan osturinn gefur buffunum gott bragð sem nýtur sín einnig vel í sósunni. Það er eiginlega nokkurs konar nostalgía yfir þessu dásamlega buffi. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 700 g nautahakk...

Skoða

Hveitilaus döðlu- og súkkulaðikaka með karamellu og sjávarsalti

Þetta er engin venjulega döðlukaka, en hún er draumi líkust. Stútfull af dökku súkkulaði og döðlum – og ekkert hveiti. Maður fær hreinlega vatn í munninn að hugsa um hana. Það er nefnilega fátt betra en súkkulaði, döðlur og karamella með sjávarsalti – og þegar þetta allt kemur saman í einni og sömu kökunni þá kætast bragðlaukarnir. Uppskriftin að þessari himnesku köku er fengin hjá henni Mörthu Stewart. Það sem þarf Fyrir...

Skoða

Dásamleg uppskrift að dúnmjúku og góðu bananabrauði með súkkulaði

Flestir kannast við það að vera með banana í eldhúsinu sem liggja undir skemmdum – en þá er einmitt tilvalið að henda í eitt stykki gott bananabrauð. Brauð með súkkulaði og sýrðum rjóma Þessi uppskrift hér er alveg einstaklega girnileg en í hana er meðal annars notaður bæði sýrður rjómi (eða grísk jógúrt) og dökkt súkkulaði. Þetta gerir brauðið auðvitað afar mjúkt og gott – og er fyrir vikið líklega með betri bananabrauðum...

Skoða

Ljúffeng og mjúk kanilsnúðakaka sem tekur enga stund að útbúa

Ef þér finnst snúðar og kanilsnúðar góðir þá er þessi kaka fullkomin fyrir þig. Hér er uppskrift að dásamlegri kanilsnúðaköku. Það tekur enga stund að gera hana og hún er mjúk og ljúffeng – frábær með kaffi eða mjólk. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift að kanilsnúðaköku. Það sem þarf 175 gr smjör 2 ½  dl sykur 2 egg 3 dl sýrður rjómi eða súrmjólk (ég nota bara það sem ég á, í...

Skoða

Dásemdar súkkulaði- og karamellubaka með sjávarsalti

Þessi baka er draumi líkust! Súkkulaði og karamella með sjávarsalti er alltaf ávísun á eitthvað hrikalega gott. Og það er ekki flókið að útbúa þessa dásemd – en það þarf aðeins að baka botninn tvisvar sinnum 15 mínútur. Sjáðu í myndbandinu hér að neðan hvernig þetta er gert. Það sem þarf Botn 1 ¼ bolli hveiti ¼ bolli fínhakkaðar möndlur ¼ bolli ósætt kakó ¼ tsk. salt ¼ bolli sykur 110 gr mjúkt smjör – skorið í litla bita 1 egg 1...

Skoða

Smákaka en samt kaka – Einföld dásemd í pönnu

Súkkulaðibitakökur eru alltaf jafn góðar. Og þessi uppskrift að risastórri smáköku… sem er samt kaka er algjör snilld. Þessi er gerð frá grunni í pönnu og síðan bökuð í pönnunni inni í ofni. Það þarf sem sagt ekkert að draga hrærivélina fram. Alveg einstaklega einfalt! Tilvalið að skella í eina svona og hafa góðan vanilluís með. Það sem þarf ½ bolli smjör ¼ bolli sykur ½ púðursykur 1 egg 1 tsk vanilludropa 1 ½ bolli hveiti ¾ tsk...

Skoða

Indónesískar kjúklinganúðlur sem bragð er af

Léttur og góður réttur sem hentar í miðri viku jafnt sem helgarmatur. Indónesískar kjúklinganúðlur sem bragð er af – og hreint ekki svo flókinn í framkvæmd. Uppskriftin miðast við fjóra. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari góðu uppskrift.   Það sem þarf Bami Goreng (uppskrift fyrir 4) 250 g eggjanúðlur (ósoðnar) 4 msk olía (ekki ólífuolía) 125 g vorlaukur 1 brokkólíhöfuð 2 gulrætur 700...

Skoða

Dásamlegar rauðvíns brúnkur – já þær innihalda rauðvín

Hefur þú prófað að nota rauðvín í baksturinn? Margir nota auðvitað rauðvín í matseldina en hafa kannski ekki notað slíkar veigar í kökubakstur. Drauma brownie Þetta er líklega drauma brownie/brúnka fyrir marga fullorðna en hún inniheldur rauðvín og ber. Og svo má auðvitað drekka rauðvín með henni því eins og allir vita þá smellpassa rauðvín og súkkulaði saman – alveg fullt af andoxunarefnum. Það má nota rauðvínsafganga í...

Skoða

Einföld og ofsalega góð Oreo-skyrkaka

Skyrkökur eru alltaf góðar og svo er líka bæði einfalt og fljótlegt að útbúa þær – sem er auðvitað mikill kostur. Margir þekkja og hafa gert hina klassísku skyrköku með LU-kexi og kirsuberjasósu en þessi hér er sko vel þess virði að prófa. Uppskriftin að þessari dásemdar skyrköku er frá henni Margréti Theodóru á Kakan mín. En kakan er sko hreint ekkert síðri daginn eftir að hún er gerð. Það sem þarf 2 pakkar Oreo-kex 100 gr smjör 2...

Skoða

Gómsæt pönnukökurúlla með skinku- og ostafyllingu

Þetta er stórsniðgur réttur til að hafa í kvöldmatinn, í klúbbinn eða brönsinn. Sænsk pönnukökurúlla með fyllingu. En Svíar gera oft pönnuköku í ofnskúffu og setja þá jafnvel beikon í hana – en hér er fylling sett yfir pönnukökuna og henni síðan rúllað upp. Alveg svakalega gott! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift en hún bauð fjölskyldunni upp á þessa gómsætu pönnuköku í kvöldmat....

Skoða

Einstaklega einföld, fljótleg og gómsæt banana súkkulaðikaka

Stundum er svo gott að geta gripið til einfaldra og fljótlegra lausna í eldhúsinu og auðvitað enn betra ef það lukkast vel. Hér er frábær uppskrift að gómsætri banana og súkkulaðiköku sem er tilvalið að henda í ef þú ert með ofþroskaða banana. Og það þarf ekki einu sinni að draga hrærivélina fram. Það er klárt mál að stórir sem smáir geta gætt sér saman á þessari með ískaldri mjólk. Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker Devils Food Cake...

Skoða