Ljúffeng sænsk súkkulaðikaka deluxe

Sænskar kladdkökur eru bæði einstaklega góðar og einfaldar í gerð. Og þessi hér er alveg tilvalin fyrir helgina og gott að eiga þegar gesti ber að garði. Enda geymist hún svo vel í ísskápnum – það er að segja ef hún klárast ekki strax. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf Í kökuna 3 egg 3,5 dl sykur 1 tsk vanillusykur 4-5 msk kakó 2 dl hveiti 150 g brætt smjör Í kremið 50 g...

Skoða

Hættu að steikja beikonið og notaðu frekar þessa frábæru aðferð

Ef þú ert vanur/vön að steikja beikonið á pönnu er kominn tími til að segja skilið við þá sóðalegu aðferð. Það eru nefnilega til fleiri leiðir til að matreiða þessa dásemd. Og ein er sú að baka það. Þetta er svo einfalt Settu álpappír í botninn á ofnplötu og settu ofngrind yfir. Raðaðu svo beikoninu ofan á grindina. Með því að gera þetta svona þarftu ekki að þerra olíuna af beikoninu í eldhúspappír áður en þú berð það fram því hún...

Skoða

Dásemdar sítrónukaka – eins og þessi sem fæst á Starbucks

Sítrónukaka er eitt það besta sem við fáum. Hún er svo frískandi, létt og bragðgóð – og hver biti hrein dásemd. En allra besta sítrónukakan sem við fáum er á Starbucks og því erum við afar glöð með þessa uppskrift sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur. En fyrirmyndin er auðvitað kakan á Starbucks. Það sem þarf 1 ½ bolli hveiti  ½ tsk lyftiduft  ½ tsk matarsódi  ½ tsk salt 3 egg 1 bolli sykur 2 msk mjúkt...

Skoða

Klassísk frönsk súkkulaðikaka með fílakaramellum

Frönsk súkkulaðikaka er ein af þessum góðu kökum sem maður fær aldrei leið á og eru ýmsar útfærslur til af þessari dásemd. Hér er ein, með kremi úr fílakaramellum, úr bókinni Nenni ekki að elda sem kom út hjá Sölku fyrir nokkrum árum síðan. Þessi uppskrift er ein af okkar uppáhalds og verður því oft fyrir valinu þegar við viljum gera vel við okkur. Þið verðið ekki svikin af henni þessari! Það sem þarf í kökuna 4 egg 2 dl. sykur 200...

Skoða

Dúnmjúk fyllt og afar einföld súkkulaðikaka með dásamlegu kremi

Ég veit ekki með ykkur en mér finnst afskaplega gott að eiga einfaldar, góðar og fljótlegar uppskriftir til að grípa í þegar tíminn er naumur. Hér er ein svona fljótleg og einföld uppskrift að dúnmjúkri fylltri súkkulaðiköku. Já hún er fyllt og það er gert með því að stinga fullt af litlum götum í hana. Það er hún Betty Crocker vinkona okkar sem hjálpar til við þennan bakstur og gerir þetta fyrir vikið afskaplega fljótlegt. Það sem...

Skoða

Svona gerir þú fullkomin hleypt egg á þrjá vegu – eins og Egg Benedict

Hver kannast ekki við Egg Benedict? Þessi dásemd er í uppáhaldi hjá mörgum. Galdurinn við þennan ameríska rétt (fyrir utan sósuna) er hleypta eggið, sem er einfaldlega linsoðið egg án skurnar. Minna mál en þú heldur Margir hafa veigrað sér við að reyna að töfra fram þennan rétt heima hjá sér, því þeir halda að það sé einungis fyrir þaulreynda matreiðslumenn að sjóða eggið. En málið er að svo er alls ekki. Í myndbandinu hér fyrir neðan...

Skoða

Einfalt tælenskt kjúklingapasta sem slær í gegn

Uppskriftin að þessum gómsæta tælenska rétti er frá ameríska veitingastaðnum California Pizza Kitchen. Þetta er réttur sem slær í gegn hjá allri fjölskyldunni og klárlega eitthvað sem þú munt gera aftur og aftur. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem skellti í þennan á dögunum – en hann sló algjörlega í gegn á hennar heimili. Það sem þarf 450 g spagettí 3 msk sesam olía 1 bolli gulrætur, skornar í strimla 2 bollar...

Skoða

Geggjaðir heimabakaðir snúðar – miklu betri en þessir úr bakaríinu

Snúðar eru alltaf jafn vinsælir enda fátt betra en mjúkur snúður með súkkulaði og ískaldri mjólk. Þessir snúðar eru alveg afbragð og betri en snúðar sem fást í bakaríinu – svo ekki sé minnst á hversu miklu hagkvæmara það er að gera sína eigin snúða. Uppskriftin er alls ekki flókin og í raun alveg lygilega einfalt að gera þá. Prófaðu þessa um helgina! Það er hún Valla frá Eldhúsinu hennar Völlu sem á heiðurinn af þessum æðislegu...

Skoða

Ómótstæðileg hveitilaus vegan súkkulaðikaka – Full af andoxunarefnum

Þessi ómótstæðilega súkkulaðikaka er gerð úr fimm hráefnum. Hún er það gómsæt að erfitt er að trúa að hún sé líka holl – en hún er stútfull af andoxunarefnum. Og öll vitum við hvað þau eru góð fyrir okkur. Svo það er spurning hvort ekki þurfi að baka þessa köku nokkrum sinnum í viku… bara svona fyrir heilsuna. Þetta er ekki stór kaka enda þarf bara litla sneið af henni til að kæta bragðlaukana og gleðja sætindapúkann. Það sem þarf 1 ¼...

Skoða

Rosalega góður sweet chili kjúklingur á grillið

Nú þegar grilltíminn er að fara á fullt og góðan ilm leggur frá hverjum garði og svölum er freistandi að henda einhverju góðu og einföldu á grillið. Mér finnst alltaf jafn gott að grilla kjúkling en verð leið á að gera alltaf það sama. Þessi uppskrift hefur fylgt mér núna í nokkur ár og er alveg rosalega góð – og ég mæli heilshugar með henni. Þetta er fljótlegt, einfalt og gott, nákvæmlega eins og ég vil hafa það. Uppskriftina...

Skoða

Nýtt tvist á klassíska marmaraköku – Með sítrónu og bræddu súkkulaði

Gamaldags marmarakaka er í uppáhaldi hjá mörgum og er hún víða bökuð annað slagið. Í okkar huga er ákveðinn blær nostalgíu yfir marmarakökunni þar sem hún tengist ljúfum minningum. Nýtt tvist En hér er komið nýtt tvist á þessa klassík og sítrónu bætt við og bræddu súkkulaði dreift yfir. Það var hún svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem skellti í þessa marmaraköku með súkkulaði og sítrónu (uppskrift frá Hembakat). Það sem þarf 3 egg 2 ½...

Skoða

Gamaldags, góðir og fáránlega einfaldir Cheerios bitar

Munið þið eftir Cheerios bitunum góðu frá því í gamla daga? Vekja þeir ekki upp nostalgíu hjá ykkur? Það er fáránlega auðvelt að búa svona bita til og þeir eru alveg jafn góðir og okkur minnti. Þrjú innihaldsefni Það þarf ekki nema þrjú hráefni til að skella í Cheerios bitana en auðvitað má svo líka leika sér aðeins með þetta og bæta einhverju út í eins og hnetum eða sælgæti til hátíðabrigða. Og jafnvel setja súkkulaði ofan á. En...

Skoða

Æðisleg frönsk súkkulaðikaka með aðeins tveimur hráefnum

Frönsk súkkulaðikaka er í algjöru uppáhaldi hjá mér og líklega sú kaka sem ég baka oftast. Hvernig er annað hægt en að finnast svona súkkulaðikökur góðar? Þær eru stútfullar af dásamlegu dökku súkkulaði! Einstaklega einfalt Hér er alveg einstaklega einföld uppskrift með aðeins tveimur hráefnum. Þetta er ekki stór kaka, en maður þarf heldur ekki mikið af svona súkkulaðiköku til að metta súkkulaðipúkann. Þessa uppskrift ættu allir að...

Skoða

Hollt snakk – Girnilegar kúrbítsflögur með parmesanosti

Ef þér finnst parmesan ostur góður og vilt hafa snarlið þitt og snakkið í hollari kantinum ættirðu að prófa þessar kúrbítsflögur. Þetta er ótrúlega einfalt og þægilegt í framkvæmd og tekur ekki nema um hálftíma að gera frá A til Ö. Svo má auðvitað líka bjóða upp á flögurnar sem meðlæti með mat. Það sem þarf 2 stóra kúrbíta gróft salt nýmulinn svartur pipar 1 ½ bolla parmesan ost Aðferð Hitið ofninn að 200 gráðum. Setjið smjörpappír í...

Skoða

Dásamlega mjúk Oreo súkkulaðikaka

Maður getur alltaf á sig bætt nýjum uppskriftum að súkkulaðikökum. Það er nefnilega ekki hægt að fá leið á súkkulaði… ekki satt! Hér er ein dásamlega góð með Oreo kexi – dúnmjúk og blaut í sér. En hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur uppskrift að þessu góðgæti. Svava segir Oreo kexið gefa þessari mjúku köku ákveðið „kröns“. Það sem þarf 200 g suðusúkkulaði 150 g smjör 175 g púðursykur 4 egg 5 msk hveiti...

Skoða