Ofureinfaldur pylsupottréttur með beikoni og sweet chili

Það er alltaf jafn gott að geta hent í eitthvað einfalt og gott í miðri viku þegar allir eru á fullu. Hér er uppskrift að ofureinföldum pylsupottrétti sem tekur enga stund að útbúa og slær í gegn hjá krökkunum. Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur uppskrift að pylsupottrétti með beikoni og sweet chili rjómasósu. Það sem þarf 10 pylsur (t.d. SS-pylsur) 1 bréf beikon 1 peli rjómi (2,5 dl) 1 dl sýrður rjómi 2 tsk sojasósa...

Skoða

Heimsins bestu gulrætur með hátíðarmatnum

Meðlæti með hátíðarmatnum skiptir miklu máli og getur algjörlega skipt sköpum varðandi heildarútkomuna. Ekki er óalgengt að fólk festist í sömu réttunum og haldi sig við þá. En svo eru aðrir sem vilja alltaf vera að prófa eitthvað nýtt. Ljúffengt og einfalt Ég elska að prófa nýja rétti og gleðst alltaf jafn mikið þegar ég finn uppskriftir sem eru bæði afar ljúffengar sem og einfaldar í framkvæmd. Þessa dýrindis uppskrift að ofnbökuðum...

Skoða

Jólaleg kaffikaka með kanil og súkkulaðibitum

Okkur finnst þessi kaka eiga vel við á aðventunni – enda virkilega jólalegt að finna ljúfan kanililminn úr eldhúsinu. Kakan er afar mjúk og góð og tilvalin með helgarkaffinu… nú eða helgarkakóinu. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur  þessari uppskrift að mjúkri köku með súkkulaðibitum og kanil. Það sem þarf Botn ½ bolli smjör við stofuhita (113 g) 1 ½ bolli sykur (300 g) 3 stór egg, hvítur og...

Skoða

Dásemdar írskt kakó sem yljar á köldum kvöldum

Það er fátt notalegra en að sitja undir teppi með heitan drykk yfir vetrartímann – þegar myrkrið hefur tekur yfir og napur vindurinn hvín fyrir utan. Það er jólafílingur í þessu og tilvalið að sötra þennan dásemdar drykk til jóla og um jól. Þetta írska kakó smellpassar við árstíðina og er frábær aðventudrykkur. Það sem þarf í írska kakóið 2,5 dl mjólk 0,6 dl (60 gr) súkkulaðidropar/súkkulaðibitar 1 tsk kakó 0,6 dl Baileys líkjör...

Skoða

Besta uppskriftin að gamaldags vanilluhringjum

Ég rakst á þessa uppskrift að gamaldags vanilluhringjum fyrir nokkrum árum í dönsku blaði  – og bara varð að prófa hana. Öðruvísi uppskrift Í mínum huga er nefnilega samasemmerki á milli vanilluhringja og jólanna þar sem ég ólst upp við að þeir væru á borðum á þessum árstíma. Þessi uppskrift er þó aðeins öðruvísi en ég hef áður séð og voru það möndlurnar sem heilluðu mig við þessa uppskrift. Ekki skemmir fyrir að uppskriftin er...

Skoða

Gjörsamlega geggjaðar súkkulaðibitakökur – Þessar eru æði

Ef þið ætlið bara að baka eina sort af kökum fyrir jólin þá er svo sannarlega óhætt að mæla með þeim þessum. Þetta er ein af þessum betri uppskriftum og kökurnar alveg hrein dásemd. Þær eru stútfullar af dökku súkkulaði og algjörlega ómótstæðilegar. Slá öll met Mér finnst súkkulaðibitakökur flestar góðar en þessar hér slá öll met – ég kemst eiginlega ekki yfir það hversu góðar þær eru. Gætið þess að baka þær ekki of lengi því...

Skoða

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur – með fullt af súkkulaði

Við erum farin að hlakka til jólaundirbúnings og erum byrjuð að baka smákökur og slíkt til að njóta á aðventunni. Hér er góð uppskrift að súkkulaðibitakökum. En þessar amerísku kökur eru klassískar og renna ljúft niður með kaldri mjólk eða heitu súkkulaði á dimmum dögum aðventunnar. Uppskriftin miðast við um 24 til 30 stórar kökur. Það sem þarf 2 ¼ bolli hveiti 1 teskeið matarsódi 2 teskeiðar maizenamjöl/kornsterkja 1 teskeið salt 170...

Skoða

Æðislegar heimagerðar ostastangir sem einfalt er að útbúa

Ef þér finnst ostur góður þá er þetta eitthvað fyrir þig. Og þetta er í sjálfu sér mjög einfalt að útbúa. Er svo einfalt Þessar  ostastangir eru alveg eins og þær sem þú færð á veitingahúsi -stökkar að utan og með ljúffengum mjúkum osti að innan. Mmm… algjört æði!  Það sem þú þarft stífan/kaldan mozzarella ost ¼ bolli hveiti 2 stór egg 2 msk vatn 2 bollar brauðrasp ólífuolía  Aðferð Byrjaðu á því a skera ostinn í hæfilega stórar...

Skoða

Holl og góð hafrastykki fyrir alla fjölskylduna

Það er svo gott að eiga almennilegt snarl fyrir fjölskylduna til að grípa í – og enn betra er ef það er heimatilbúið og hollt. Þessi hafrastykki hér eru auðvitað svo miklu betri en þau sem við kaupum út úr búð. Og þau eru alveg frábær að grípa í og til að taka með sér í nesti. Afar einfalt Það er afar einfalt að útbúa þessi hafrastykki sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit gefur okkur hér uppskrift að. Það sem þarf 230 gr...

Skoða

Dásamleg hafra og karamellu eplabaka – vegan og glútenfrí

Þetta er alveg dásamlegur haustréttur – bökuð epli með höfrum og karamellu. Frábær sem eftirréttur, í klúbbinn eða sem góðgæti á sunnudegi. Passaðu bara að gera nógu mikið því þetta er nokkuð sem klárast fljótt. Uppskriftin miðast við vegan og glútenlaust en fyrir þá sem vilja má nota bæði hveiti og smjör. Bættu þessu ljúfmeti í uppskriftasafnið því þetta er réttur sem klárast á núll einni. Það sem þarf Fyrir karamelluedikið 4...

Skoða

Æðislegir parmesan kartöflustaflar sem gaman er að bera fram

Uppskriftir og aðferðir þar sem kartöflur koma við sögu eru líklega óteljandi – enda hægt að gera svo margt með þær. Og þessi uppskrift hér er alveg hreint frábær. Hún er allt í senn, falleg, girnileg og gaman að bera fram. Enda getur það ekki klikkað þar sem kartöflur, parmesan og hvítlaukur koma saman. Það sem þarf 8 – 10 (um 1.4 kg) kartöflur skornar mjög þunnt eða um 1.6 mm 3 msk (45 gr) bráðið smjör 2 msk niðurrifinn...

Skoða

Þessi stórgóði túrmerik sódavatns drykkur gerir undur fyrir þig

Þegar þú ert slöpp/slappur, alveg orkulaus og ert bara ekki eins og þú átt þér að vera skaltu skella þessum góða túrmerik drykk í þig – því hann gerir undur fyrir þig. Gott að eiga í ísskápnum Drykkinn má útbúa til að eiga tilbúinn inni í ísskáp. En það er einmitt sniðugt að útbúa þetta á sunnudegi til að eiga út vikuna. Gættu þess síðan að geyma drykkinn í glerkönnu. Þegar þú höndlar túrmerikið skaltu líka hafa í huga að það...

Skoða

Dásemdar gulrótarkaka í rúllutertuformi

Gulrótarkaka er ein uppáhalds kakan mín og líklega sú kaka sem ég panta mér oftast á veitingastöðum og kaffihúsum. En ég hef hins vegar ekki verið dugleg að gera hana sjálf heima. En þessi uppskrift hér breytir því – því hér þarf ekkert að skreyta eða smyrja kökuna alla að utan. Bara að strá smá flórsykri yfir og málið er dautt. Auk þess inniheldur uppskriftin ekki mikla olíu miðað við venjulega gulrótarköku, sem er mikill...

Skoða

Steiktur fiskur í ofni – og engin bræla

Mörgum þykir leiðinlegt og vesen að steikja fisk og forðast að gera það út af brælu og sóðaskap. En hér er stórsniðug aðferð og þú munt ekki vilja steikja fisk á annan hátt eftir að hafa prófað. Þetta er frábær aðferð, engin bræla sem fylgir eldamenskunni og fiskurinn verður fullkominn í hvert einasta skipti! Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf íslenskt smjör (ekki spara...

Skoða

Dásemdar súkkulaði bananabrauð sem óhætt er að mæla með

Hvað er betra en gott bananabrauð? Jú súkkulaði bananabrauð! Bananar og súkkulaði smellpassa náttúrulega saman. Flestir kannast við það að vera með banana í eldhúsinu sem liggja undir skemmdum  – og þá er auðvitað tilvalið að henda í eitt stykki gott bananabrauð. Og það er svo sannarlega óhætt að mæla með þessari uppskrift hér. Það sem þarf 1 bolla hveiti ½ bolla kakó 1 tsk matarsódi ½ tsk lyftiduft ½ tsk salt ¾ bolli púðursykur...

Skoða