Sitjandi kjúlli með engifer og chili í helgarmatinn
Þótt farið sé að hausta er vel hægt að skella kjúlla og fleiru á grillið og eru þeir margir sem grilla allan ársins hring. Þessi skemmtilega uppskrift að sitjandi kjúlla er úr Stóru Alifuglabókinni eftir Úlfar Finnbjörnsson sem kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Það sem þarf 1 heill kjúklingur olía salt og nýmalaður pipar 1 chili-aldin, fræhreinsað og saxað 4 cm engiferrót, smátt söxuð 2 dl engiferdrykkur frá Himneskri hollustu...
Ofnbakaður lax með Miðjarðarhafs kúskús salati
Okkur er tíðrætt um lax hér á Kokteil enda vitum við hvað hann er góður fyrir húðina. En ekki bara það því lax hefur einnig verið settur í flokk með svokallaðri ofurfæðu. Hér er uppskrift að ofnbökuðum laxi með Miðjarðarhafs kúskús salati. Uppskriftin miðast við tvo og svo er bara að tvöfalda ef það eru fjórir í mat. Það sem þarf 400 gr. lax (flak) 2 bollar vatn ½ bolli miðjarðarhafs kúskús ½ bolli niðurskornir kirsjuberjatómatar ½...
Kokteill mánaðarins með kampavíni, hindberjum og myntu
Við ætlum að skála í bleiku kampavíni fyrir haustinu enda haustið svo rómantískur tími. Rökkur, kerti og kósýheit. Kokteill septembermánaðar er þessi „Sexy Martini Kokteill“ sem inniheldur meðal annars bleikt kampavín. Það gerist ekki mikið betra! Það sem þarf 3 hindber 5 myntulauf 30 ml. ferskur sítrónusafi 30 ml. síróp (búið til úr vatni og sykri) 45 ml. sítrónuvodka 45 ml. bleikt kampavín Aðferð Takið 1 hluta sykurs og 1 hluta...
Haustið er tíminn til að sulta og hér er einföld uppskrift
Haustið er einmitt tíminn til að sulta og það þarf alls ekki að vera flókið. Svo er auðvitað bara skemmtilegt að eiga heimagerða sultu í ísskápnum. Hér er einföld uppskrift að bláberjasírópi úr bókinni Sultur allt árið eftir Sigurveigu Káradóttur sem kom út hjá Bókaútgáfunni Sölku. Það sem þarf 300 g bláber 200 ml vatn 200 g sykur 1 vanillustöng Aðferð Allt sett í pott og látið malla á vægum hita í 10 mínútur. Þá er blöndunni rennt í...
Drekktu þennan einu sinni í viku fyrir auka orku
Þessi orkudrykkur er úr bókinni Safaríkt líf eftir Þorbjörgu Hafsteinsdóttur sem kom út hjá bókaforlaginu Sölku. Þorbjörg mælir með að drekka þennan þeyting, sem hún kallar þann klassíska, einu sinni í viku og segir hún virknina vera svo áhrifaríka að maður verði háður honum. Sá klassíski Það sem þarf (fyrir 1-2) 9 gulrætur (u. þ. b. 400 g) 10 cm engiferrót 2 appelsínur 1 tsk hörfræjaolía ½ msk af andoxunarblöndu frá Naturya Aðferð...
Pönnusteikt lúða á tómat- og kartöflubeði
Það sem þarf fyrir tvo 350 gr. lúðuflak 6 – 8 smáar kartöflur (með hýðinu) 1 bolli kirsuberjatómatar (skornir til helminga) ½ bolli grænar ólífur (niðurskornar) 2 handfylli klettasalat 2 msk. sýrður rjómi 2 msk. heilkorna sinnep sjávarsalt og pipar eftir smekk olía til steikingar ólífuolía smjör kraminn hvítlaukur skvetta af sítrónusafa örlítið af blóðbergi Aðferð Setjið kartöflur í pott og sjóðið í 10 mínútur. Skerið...
Sjáðu hvað má gera við vatnsmelónu – Snilld!
Vatnsmelónan verður þungamiðja veislunnar – þvílík snilld. Sjáðu hvernig hann tekur vatnsmelónu og breytir henni svona líka snilldarlega. Þetta er ótrúlega sniðugt í sumarveisluna. Frumlegt, flott og hollt!...
Einfaldasta Brownie í heimi
Hér er alveg einstaklega einföld og fljótleg uppskrift að Nutella-Brownies, eða brúnkum. Og innihaldsefnin eru aðeins þrjú. Þetta getur varla verið einfaldara. Það eina sem þarf er 1 ¼ bolla Nutella 2 egg ½ bolla hveiti Svo er bara að hræra saman, setja í mót og inn í 180 gráðu heitan ofn í 15 mínútur. Afar einfalt! ...
Snilld í ferðalagið og útileguna
Þetta er algjör snilld í ferðalagið og útileguna. Með þessu er hægt að útbúa handhægan og góðan mat á grillið sem einfalt er að elda. Og þennan rétt er hægt að undirbúa heima áður en farið er í ferðalagið. Auk þess þarf lítið sem ekkert að ganga frá í ferðalaginu sjálfu eftir þessa næringarríku máltíð. Einn skammtur er útbúinn fyrir hvern og einn. Það sem þarf Álpappír – nóg af honum Kjúklingabringur Sætar kartöflur Graslauk...
Áhugaverður „Brunch-matseðill“ og notaleg upplifun
Í huga Sælkera Kokteils er fátt notalegra en ljúffengur „brunch“ með góðum vinum. Hádegi á laugardegi eða sunnudegi er svo tilvalið til að hitta vinina og slaka á yfir spjalli. Og þá skiptir umhverfi staðarins ekki síður máli til að fullkomna stundina. „Brunch“ á Apotekinu Um daginn prófaði Sælkerinn nýjan stað fyrir „brunch“ og varð Apotekið í Austurstræti fyrir valinu. Staðurinn er einstaklega skemmtilega innréttaður og notalegur í...
Mozzarella salat með avókadó
Í maí höfum við hér á Kokteil fjallað mikið um ágæti avókadó, hversu hollt og gott það er og hve auðvelt er að bæta því við fæðuna. Hér er enn ein einföld og góð uppskrift þar sem avókadó gerir góðan rétt enn betri. Um er að ræða hið dæmigerða ítalska mozzarella salat sem samanstendur af osti og tómötum en hér er avókadó bætt við þennan margrómaða rétt. Það sem þarf: Mozzarellakúlu/r Tómata Avókadó Ólífuolíu Aðferð: Skerið allt niður...
Einföld Brownie með karamellu og saltkringlum
Okkur finnst Brownies mjög góðar – og okkur finnst líka gaman að prófa eitthvað öðruvísi. Hér er ein einföld og öðruvísi brúnka, úr bókinni Nenni ekki að elda eftir Guðrúnu Veigu Guðmundsdóttur, sem kom út hjá Bókaforlaginu Sölku. Hér bætir Guðrún Veiga saltkringlum og karamellusósu við Betty Crocker Brownie Mix. Hljómar vel, ekki satt? Það sem þarf: Betty Crocker Brownie Mix Egg og olía Saltkringlur...
Kokteill mánaðarins
Í maí er kokteill mánaðarins hér á Kokteil hinn klassíski Old fashioned. Þetta er drykkurinn hans Don Draper úr Mad Men þáttunum. En þessir marg verðlaunuðu þættir eru einmitt nokkuð „old fashioned“. Þá hefur stíll og útlit leikaranna haft mikil áhrif á tískuna undanfarin ár. Það sem þarf: 1 sykurmoli eða ½ tsk. Sykur 3 skvettur af Angustora Bitters 2 cl. rúgviskí Gott tonic – club soda Gamaldags glas Aðferð: Setjið sykurmolann...
Holl og góð bruschetta með avókadó
Avókadó eða lárpera er rík af ýmsum næringarefnum sem eru góð fyrir okkur. Lárperan hefur verið flokkuð sem svo kölluð ofurfæða. Í lárperunni er hátt hlutfall fitu en það er holl fita sem er góð fyrir hjartað og blóðrásina. Þessa bruschettu með avókadó er einstaklega einfalt að gera fyrir utan það hversu ljúffengt þetta er. Það er auðvitað tilvalið að bera réttinn fram sem snarl á undan mat eða eins og okkur hér á Kokteil finnst best,...
Sænsk kladdkaka með pekanhnetum og karamellu
Þessi sænska kladdkaka minnir okkur svolítið á franska súkkulaðiköku. Þetta er einföld og ljúffeng kaka sem gaman er að bjóða upp á í eftirrétt eða bara með kaffinu á sunnudegi. Uppskriftin er úr bókinni hennar Evu Laufey Kjaran, Matargleði Evu frá Bókaútgáfunni Sölku. Verði ykkur að góðu! Það sem þarf 110 gr. smjör 2 egg 100 gr. sykur 4 msk. kakó 2 tsk. vanillu extrakt 1 dl. hveiti 1/2 tsk. salt 110 gr. pekanhnetur 1 dl....