Gómsætar litlar djöflakartöflur sem eru stútfullar af hollustu

Þessar gómsætu fylltu kartöflur eru stútfullar af hollustu og efnum sem eru góð fyrir okkur. Margir kannast við djöflaegg, sem eru fyllt egg, en þessar kartöflur eru einmitt hugsaðar þannig. Þetta er stórsniðugt að bjóða upp á í „brunch“ eða bara hvenær sem hugurinn girnist. Það sem þarf 10 til 15 smáar kartöflur Og í  fyllinguna 1 dós af kjúklingabaunum 1 msk sítrónusafi 1/3 bolli af kartöflubitunum (það sem er skafið innan úr) 1 msk...

Skoða

Það tekur aðeins nokkrar mínútur að töfra þessa dásemd fram

Það er nú bara þannig að stundum erum við á síðustu stundu með hlutina. Það er alltaf nóg að gera og af og til fer skipulagið forgörðum. Ef þú ert í þeim sporum að þú þarft að töfra fram afmælisköku eða jafnvel gúmmelaði fyrir óvænta gesti á núll einni þá er þessi ískaka lausnin fyrir þig. Þú ert í alvöru aðeins nokkrar mínútur að setja hana saman og hún er bæði dásamleg og töff. Það sem þú þarft Tilbúnar íssamlokur (fást pottþétt í...

Skoða

Girnilegar heimatilbúnar kartöflu „nachos“

Við mælum með þessum girnilegu heimatilbúnu kartöfluflögum. En þær eru frábærar til að gæða sér á fyrir framan sjónvarpið, bjóða upp á í partýinu eða sem snarl hvenær sem er. Þá má bæta því sem hugurinn girnist við uppskriftina og um að gera að leyfa hugmyndafluginu og bragðlaukunum að ráða. Það sem þarf Stóra kartöflu (eða fleiri ef vill) Ólífuolíu Sjávarsalt Rifinn ost Steikt beikon (eða hvað annað sem þið viljið hafa með) Sýrðan...

Skoða

Þú munt slá í gegn með þessari jólasangríu

Það er nú ekki amalegt að geta boðið vinum og ættingjum upp á ekta jólasangríu á aðventunni þegar þeir kíkja við. Eða bara til að eiga inn í ísskáp til að dreypa á sjálf/ur þegar þú skrifar jólakortin eða pakkar inn gjöfunum. Nú eða þá í jólapartýið. Þessa jólasangríu má nefnilega drekka allan desember. Það er svo einfalt að gera hana og það tekur ekki meira en tíu mínútur. Svo geymirðu þessa dásemd í ísskápnum og grípur í í hvert...

Skoða

Búðu til þitt eigið hátíðarpopp með jólamyndinni

Poppkorn býður upp á svo marga möguleika og því algjör óþarfi að sætta sig við að borða það alltaf bara með salti. Enda má í dag fá fallegar pakkningar með poppi í alls kyns útgáfum. Hér eru þrjár sniðugar hugmyndir að hátíðarpoppi sem frábært er að gera og maula síðan með jólamyndinni. En svona gott og flott poppkorn er líka sniðugt í litlar gjafir handa ættingjum, vinum eða vinnufélögum. Þá er því pakkað í fallega poka og skreytt....

Skoða

Prófaðu þessa jarðarberja jólasveina … sniðugt og einfalt

Þessir krúttlegu jólasveinar úr jarðarberjum eru stórsniðugir til að skreyta diska og borð núna fyrir og um jólin. En auðvitað eru þeir svo líka fyrst og fremst til þess að borða. Þú þarft jarðarber, „frosting“ krem eða vel þeyttan rjóma og súkkulaðidropa. Einfalt, skemmtilegt og jólalegt! Og allir á heimilinu geta tekið þátt í því að búa þá til...

Skoða

Dásamlegar fylltar smákökur – já þær eru með fyllingu!

Fylltar smákökur? Já takk! Þessar eru nú heldur betur gómsætar – og þær eru fylltar. Alltaf svo gaman að prófa eitthvað nýtt og tilvalið að skella í þessar núna á aðventunni. Það sem þarf ½ bolli bráðið ósaltað smjör ¾ bolli brúnn púðursykur ¼ bolli sykur 1 egg ½ tsk vanilludropar ½ tsk sjávarsalt ½ tsk matarsódi 1 ½ bolli hveiti 2 bollar súkkulaðidropar Nizza súkkulaðismjör eða Nutella Uppskriftin ætti að vera um 18 stórar...

Skoða

Poppkorn á stöngli … algjör snilld!

Þetta er auðvitað algjör snilld! Og við vissum ekki einu sinni að þetta væri hægt … fyrr en nú. Hvernig væri að prófa þetta eitthvert kvöldið? Ansi hreint smart að bera poppið svona fram með jólamyndinni í sjónvarpinu 🙂

Skoða

Þessi dásamlegi jólakokteill er kokteill mánaðarins

Nú þegar aðventan er gengin í garð er um að gera að lyfta sér á kreik. Margir eru að plana matarboð eða jólapartý, og svo eru saumaklúbbarnir án efa að skipuleggja jóla hittinginn. Ef það á hafa áfengi um hönd er tilvalið að hrista í nokkra jólakokteila. Hér er uppskrift að einum dásamlegum. Það sem þarf (einn kokteill) 45 ml vodka (1 ½ sjússamælir) Trönuberjasafi Dass af nýkreistum sítrónusafa Jólabrjóstsykurstaf til að skreyta með...

Skoða

Uppáhalds kínóa og chia grautur Hafdísar

Ég er búin að vera í mörg ár á leiðinni að búa mér til kínóagraut þar sem hann er svo næringarríkur. Fyrir nokkrum vikum tók ég loksins af skarið og í dag útbý ég hann á hverjum degi. Ég verð að viðurkenna að mér fannst hann ekkert ofboðslega góður fyrst. En ég þurfti að prufa mig áfram þar til þetta var orðinn æðislegur grautur og núna hlakka ég til að borða hann á morgnana. Hér er uppskriftin að uppáhalds kínóagrautnum mínum. Ekki...

Skoða

Þú verður að prófa FRUSHI

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt. Hvernig hljómar t.d. að fá sér Frushi? Frushi er stytting á orðunum „fruit“ og „sushi“ sem þýðir að þetta er ekkert annað en ávaxtasushi. Mmm… þetta hljómar æðislega. Þetta er hugsanlega hinn fullkomni eftirréttur. Þeir sem eru hrifnir af Ris a la mande eiga alla vega pottþétt eftir að fíla þennan Innihald 1 ½ bolli sushi hrísgrjón (það er ekki hægt að nota venjuleg) 2 bollar vatn 3 msk...

Skoða

Dásemdar Nutellakökur sem renna ljúflega niður

Eins og þið hafið kannski áttað ykkur á þá erum við afar veik fyrir Nutella og höfum verið með nokkrar uppskriftir þar sem Nutella kemur við sögu. Fengum vatn í munninn Einmitt þess vegna fengum við vatn í munninn þegar við sáum nýjustu uppskriftina hjá uppáhalds íslenska matarbloggaranum okkar, henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Við fengum því hennar leyfi til að deila þessari dásemd með lesendum okkar. Og við sjáum alveg fyrir...

Skoða

Kokteill mánaðarins minnir á heitar sumarnætur

Nú þegar farið er að hausta er notalegt að hugsa um sól og sumaryl – og litríkir drykkir geta heldur betur lífgað upp á stemninguna. Hér er kominn kokteill októbermánaðar en hann minnir okkur á sand og heitar sumarnætur. Það má láta sig dreyma!   Sweet poison Innihald 30 cl ljóst romm 60 cl kókosromm (Malibu eða samskonar) 30 cl Blue Curacao ananassafi ananassneiðar til að skreyta ef vill Aðferð Blandið romminu og Blue...

Skoða

Helgarkjúlli að hætti Úlfars

Þessi er aldeilis girnilegur en þetta er salvíu- og sítrónugraskryddaður kjúklingur með maísmauki að hætti Úlfars Finnbjörnssonar listakokks. Uppskriftin er úr Stóru alifuglabókinni sem kom út hjá Sölku bókaútgáfu. Það sem þarf 1 heill kjúklingur 1 msk. salvía, smátt söxuð 1 msk. rifið sítrónugras 2 msk. steinselja, smátt söxuð 1-2 hvítlauksgeirar, smátt saxaðir (má sleppa) 100 g smjör, bráðið salt og nýmalaður pipar 400 g kartöflur,...

Skoða

Rabarbarasulta sem bragð er að

Mörgum finnst alveg ómissandi að eiga alltaf heimagerða rabarbarasultu inni í skáp og er á ófáum íslenskum heimilum boðið upp á slíkt með pönnukökum og lambalærinu á sunnudögum. Hér er góð og aðeins öðruvísi uppskrift að rabarbarasultu úr bókinni Sultur allt árið eftir matgæðinginn Sigurveigu Káradóttur. Rabarbarasíróp með kanil og stjörnuanís Best er að nota vel rauðan rabarbara í sírópið. Það sem þarf 1 kg brytjaður rabarbari 200 g...

Skoða