Prófaðu piparmyntu súkkulaði skeiðar í eftirréttinn eða með kaffinu

Það er alltaf gaman að gera eitthvað svolítið öðruvísi. Og þótt það sé ekkert nýtt að matur sé borinn fram í skeiðum er það nú ekki oft sem maður býður upp á slíkt í eldhúsinu heima hjá sér. Hér er hugmynd að fullkomlega einföldum eftirrétti sem er hreint himneskur með kaffinu – og hann er borin fram í matskeiðum. Það sem þú þarft 1/2 bolli dökkt súkkulaði 1/4 bolli hvítt súkkulaði 1 tsk palmín feiti eða smjör Hershey’s...

Skoða

Einfalt karamellu-saltkex góðgæti með súkkulaði

Það er alltaf ákveðinn sjarmi við það að gera sitt eigið góðgæti í stað þess að kaupa það tilbúið út úr búð. Þetta hér er algjört sælgæti og frábært að eiga um helgi til að maula og gæða sér á. Þetta góðgæti á við hvenær ársins sem er. Súkkulaði, salt og karamella – það getur ekki klikkað! Það sem þarf Þunnt ferkantað saltkex (um 30 til 40 kökur) 1 bolli smjör 2 msk dökkur púðursykur 1 poki súkkulaðidropar Aðferð Hitið ofninn að...

Skoða

Súkkulaðihúðaðar kartöfluflögur með karamellukurli fyrir kósýkvöldið

Mmmm… þetta getur ekki annað en verið gott. Sætt og salt í sama bita. Hefurðu nokkuð smakkað súkkulaðihúðaðar kartöfluflögur með karamellukurli? Uppáhalds flögurnar þínar Það er einfalt mál að græja þetta, og tekur aðeins nokkrar mínútur – það eina sem þarf er bráðið súkkulaði, karamellukurl og uppáhalds kartöfluflögurnar þínar. Sjáðu hvað þetta er einfalt hér   Sigga Lund...

Skoða

Regnbogaspagettí með stökku Parmesankexi

Ég laðast að öllu því sem er litríkt. Ég veit ekki hvað það er en þið getið því rétt ímyndað ykkur hvað ég heillaðist þegar ég rakst á þetta regnbogaspagettí á dögunum. Finnst ykkur það ekki töff? Mér finnst það æði. Þetta tekur pasta í alveg nýjar hæðir og svo er þetta algerlega málið fyrir krakkana. Með þessu er síðan borið fram þetta litla og girnilega Parmesankex. Það sem þú þarft Spagettí eða annað pasta Matarlit Vatn Poka...

Skoða

Banana-Nutella sushi… já í alvörunni

Hefur þú einhvern tímann smakkað banana-Nutella sushi? Ef ekki þá er lítið mál að skella í nokkrar rúllur til að komast að því hversu mikil snilld þetta er. Svo tekur þetta líka enga stund. Það eina sem þú þarft er Nutella Banana Rice Crispies … og plastfilmu Sjáðu hér hvað þetta er einfalt Sigga...

Skoða

Æðislegur Hasselback kjúklingur með spínati og osti

Við erum alltaf veik fyrir kjúklingaréttum og finnst afar gaman að prófa nýjar útgáfur. Hér er ein ný sem er með spínati og öll vitum við hvað spínat er gott fyrir okkur. Þessi réttur er svo sniðugur því kjúklingurinn er undirbúinn eins og Hasselback kartafla – og hver kannast ekki við þær! Við mælum með þessum Hasselback kjúklingi með spínati og osti Það sem þarf 2 kjúklingabringur 50 gr ferskt spínat 50 gr Ricotta ost 20 gr...

Skoða

Ótrúlega litlir og krúttlegir bananasplitt bitar til að gera heima

Það er snilld að taka svona klassískan eftirrétt eins og bananasplitt og breyta honum í hálfgerðan pinnamat. Bæði er það krúttlegt og skemmtilega öðruvísi – og svo er meira að segja ís inni í þessum litlu elskum. Það er í sjálfu sér engin uppskrift, bara nokkrir punktar         Notaðu stinna banana og skerðu þá í hæfilega bita. Hafðu hýðið á því þannig er auðveldara að vinna með þá.Taktu síðan melónuskeið og...

Skoða

Litríkar og skemmtilegar bollur á bolludaginn

Bolludagurinn er á morgun. Sannir Íslendingar taka samt forskot á sæluna og raða í sig bollum alla helgina -þannig rúllar það bara. Ef þú ætlar að baka þínar eigin bollur mælum við á Kokteil með að þú prófir litríku og ljúffengu bollurnar af mömmur.is. Af hverju ekki að breyta til og bera bollurnar fram í öllum regnbogans litum með fallegu skrauti?  Í bollurnar þarftu 800 g hveiti 45 g pressuger 2 dl mjólk 1 dl vatn 100 g...

Skoða

Kokteill mánaðarins með salvíu… hálfgerður hollustudrykkur

Kokteill mánaðarins að þessu sinni er með nokkurs konar hollustuívafi – eða þannig. Alla vega inniheldur hann nokkur góð og holl efni og þar á meðal er vínið sem heldur honum uppi, sem sagt tekíla, talið geta gert eitt og annað fyrir okkur. Áhugavert, ekki satt! Salvían aðalmálið hér En aðalmálið við þessa Margarítu er samt salvían. En hún er meðal annars talin geta bætt minnið, bætt meltinguna og hjálpað til við særindi í hálsi....

Skoða

Kampavínslegin jarðarber fyrir Valentínusardaginn… og alla aðra daga

Við vitum öll að jarðarber og kampavín fara saman eins og hnetusmjör og sulta. Að bíta í jarðarber og fá sér síðan sopa af góðu kampavíni er himneskt. Þess vegna geta kampavínslegin jarðarber ekki klikkað. Þau verða svo falleg og safarík að það er varla hægt að bíta í þau nema að hafa servíettu við höndina. Punkturinn yfir i-ið er svo sætan af kreminu sem fullkomnar algerlega þessa upplifun. Það á eftir að verða erfitt að borða...

Skoða

Þetta er það nýjasta-Fríkaðir mjólkurhristingar sem þú gerir heima

Brjálæðislega stórir og íburðarmiklir mjólkurhristingar eru geysivinsælir um þessar mundir. Það fer mikið fyrir þeim á veraldarvefnum og það eru einhvern veginn allir að tala um þá. Ég hef heyrt að fólk erlendis bíði í röð í allt að klukkutíma til að fá sér þessa dásemd. En þú getur sleppt því að fara í röðina því þessa geturðu gert heima hjá þér. Það er auðveldara en það sýnist. Hvort langar þig í súkkulaði brownies sjeik, karamellu...

Skoða

Kjúklingur og grænmeti í ofni … hollt, gott og afar einfalt

Hver vill ekki spara tíma við matseldina en samt borða hollt og gott? Þessi einfaldi og holli kjúklingaréttur er fullkomin leið til þess. Maður skellir öllu saman á bökunarplötu, kryddar aðeins og hendir inn í ofn. Algjör snilld á dögum þegar of mikið er að gera. Og við hér elskum allt sem er einfalt og gott – svo þessi sló algjörlega í gegn! Það sem þarf 2 kjúklingabringur 1 sæta kartöflu brokkolíhaus eða poka af brokkolí 4...

Skoða

Matur í krukkum er málið

Það hefur verið feykivinsælt í nokkurn tíma að setja alls konar mat í krukkur. Það er kannski ekki skrítið því það hentar vel þegar maður ætlar til dæmis að taka nesti með sér í vinnuna, í ferðalagið, útileguna eða bara til að bjóða upp á í partýi. Svo hefur verið mjög vinsælt að útbúa morgunmatinn sinn í krukkum með hinum ómissandi chiafræjum. Hver kannast ekki við það! Það eru þó nokkrir kostir við að nota krukkur við matargerðina....

Skoða

Lítill og ljúffengur súkkulaðidraumur

Þessar heitu og fljótandi litlu súkkulaðikökur eru hrein dásemd. Það er ákveðinn franskur fílingur yfir þessum einstaklingskökum enda er þær að finna á matseðlum franskra veitingahúsa. Þetta er hinn fullkomni eftirréttur – og svona heitar, mjúkar og blautar súkkulaðikökur eru svo mikið uppáhald. Það sem þarf 3 egg 170 gr dökkt súkkulaði 110 gr smjör 4 msk sykur örlítið salt 1 tsk vanilludropar 2 msk hveiti Auk þess þarf 6 form...

Skoða

Prófaðu Lucky Charms Latte … það hefur alveg slegið í gegn

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og ef það er litríkt þá er það enn betra. En hefur þú prófað Lucky Charms Latte? Þessi flippaði drykkur er ekki bara gómsætur og algert augnayndi – heldur hefur hann líka slegið í gegn á flottum kaffihúsum erlendis. Góðu fréttirnar eru hinsvegar þær að þú þarft ekki að fara til útlanda til þess að prófa þennan. Það er ekkert mál að gera hann heima. Hér er uppskrift fyrir fjóra og þetta...

Skoða