Æðislegt nachos í fati með hakki og avókadó
Stundum langar mann einfaldlega ekki í heila máltíð en er samt alveg til í að snarla eitthvað. Þá er alveg kjörið að henda í eitthvað mexíkanskt enda býður sú matargerð upp á ýmsar útfærslur af alls kyns góðgæti. Frábært um helgi Þennan æðislega nachos rétt með nautahakki er tilvalið að útbúa um helgi og þess vegna til að maula í sófanum yfir góðri mynd. Uppskriftina að þessu góðgæti gaf hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit okkur. Súper...
Litrík kökuskot sem smellpassa í partýið
Ertu að fara að halda afmæli eða partý? Ætlar þú að hafa áfengi um hönd? Ef svarið er já við báðum spurningunum er þetta eitthvað fyrir þig. Þessi flottu kökuskot eiga heima í hvaða partýi sem er. Þau eru litrík og skemmtilegt og þau gleðja bæði augað og bragðast vel. Það sem þú þarft ¼ bolli Betty Crocker tilbúið vanillukrem 1 tsk rauður/bleikur matarlitur ¼ litríkt kökskraut 1 bolli kælt vodka 1 bolli kælt Baileys Aðferð Hrærðu...
Ein einfaldasta eplakaka í heimi með Snickers súkkulaði
Þetta er ein einfaldasta uppskrift að eplaköku sem við höfum séð. Og þótt þú kunnir ekkert að baka þá muntu leika þér að því að útbúa hana þessa. Klárast á núll einni Sumir bjóða upp á karamellusósu með eplakökum en með þessari dásemd er það algjör óþarfi þar sem Snickersið gefur henni þetta auka sem gerir hana svona góða. Þetta er kaka sem klárast á núll einni en það var hún Lilja Katrín á blaka.is sem deildi þessari uppskrift með...
Geggjaðir brauðbollar með beikoni og eggi
Egg og beikon er hin fullkomna blanda og það er fátt betra í „brunchinn“. En þessir brauðbollar taka þessa blöndu þó í nýjar hæðir. Enda virðist einhvern veginn allt sem sett er í múffuform vera betra og flottara. Þótt okkur finnist þetta vera fullkomið í hádeginu á laugardegi eða sunnudegi er ekki þar með sagt að bollarnir passi ekki á mánudags- eða þriðjudagskvöldi. Þetta gæti jú alveg út af fyrir sig verið heil máltíð. Til þess að...
Kannt þú að borða sushi á réttan hátt?
Það eru góðar líkur á því að þú hafir verið að borða sushi vitlaust frá upphafi. Hvað meina ég? Jú það er víst rétt leið og síðan röng leið til að borða þessa dásemd. Gott að kunna til verka Ég er ein af fjölmörgum sem hef alltaf set wasabi-ið út í sojasósuna og drekki svo sushibitanum í henni og skelli honum svo einhvern veginn upp í mig. Ég stundum meira að segja reyni að bíta rúlluna í sundur (ef hún er rosalega stór) og borða hana...
Dásamleg brownie með hvítu súkkulaði og Daim
Brúnkur, eða Brownies, eru ekki bara brúnkur – því sumar eru bara svo miklu betri en aðrar. Á mínu heimili eru brownies alltaf jafn vinsælar og ekki síður þegar einhverju er bætt við þær eins og hér er raunin. Trúði ekki eigin bragðlaukum Hún Lilja Katrín á blaka.is sem gaf okkur uppskriftina að þessu góðgæti segist ekki hafa trúað eigin bragðlaukum þegar hún bakaði og smakkaði hana þessa. Þá segir hún kökuna vera enn betri þegar hún...
Ljúffeng hafrabomba með Mars súkkulaði sem bráðnar í munni
Ef ykkur finnst gott þegar einfalt og þurrt haframjöl mætir ljúffengu smjöri og súkkulaði þá eigið þið eftir að elska þessa hafrabombu hér. Hún hefur nefnilega þetta allt og ekki skemmir fyrir að hún er stútfull af Mars-súkkulaði. Bráðnar í munni Þessi uppskrift er ofureinföld og kakan hreinlega bráðnar í munninum. Og hún verður enn betri borin fram með léttþeyttum rjóma eða vanilluís. Uppskriftina að þessu ljúfmeti gaf hún Lilja...
Þetta er hið eina sanna HELGARPASTA eftir erfiða viku
Við erum ekkert að grínast en rauðvínspasta er rosalega gott. Eftir að þú að smakkar er mikil hætta á því að það breyti því hvernig þú eldar pasta það sem eftir er. Vatn, salt og olía mun ekki duga til lengur. Ertu tilbúin/n? Svona er þetta gert. Það sem þú þarft 1 pakki spagettí 1 saxaður laukur 2 hvítlauksgeirar, saxaðir dass af ólífuoliu 2 bollar kjúklingakraftur 1 rauðvínsflaska Aðferð Settu allt í pott og leyfðu suðunni að koma...
Pekanhjúpuð ostakúla sem vekur upp nostalgíu
Svona ostakúlur vekja óneitanlega alltaf upp nostalgíu hjá okkur, enda eitthvað sem var alveg óskaplega vinsælt hér áður fyrr. En ostakúlurnar eru alltaf jafn góðar og eiga alltaf við, jafnt í dag sem áður. Frábært í veisluna Og þessi ostakúla hér er brjálæðislega góð en uppskriftina fengum við hjá henni Svövu vinkonu okkar á Ljúfmeti og lekkerheit. Væri ekki tilvalið að prófa þessa um helgina eða fyrir næstu veislu – því...
Þetta pasta með heimagerðu pestó, aspas og tómötum sló í gegn
Ítölsk matargerð höfðar sterklega til mín og er ein af mínum uppáhalds. Þess vegna er ég alltaf veik fyrir góðum pastauppskriftum. Þessi ljúffengi réttur sló í gegn hjá fjölskyldunni en hann er einfalt og þægilegt að útbúa… svo ég tali nú ekki um hvað þetta bragðast vel. Enda er hann nú kominn í möppuna yfir það sem verður gert aftur og aftur og… Frábær veisla í miðri viku – eða sem góður helgarmatur. Það sem þarf 15...
Fljótleg og góð brokkolí- og sveppabaka
Þessi grænmetisbaka er tilvalin í miðri viku og einfalt að henda í eina svona þegar þú vilt eitthvað fljótlegt og létt í maga. Bakan er án bökubotns og það tekur því enga stund að útbúa hana. Síðan má auðvitað bera bökuna fram með góðu brauði til að gera hana að enn meiri máltíð. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessari uppskrift með okkur. Brokkolí- og sveppabaka Það sem þarf 250 gr brokkoli 150 gr sveppir 3 egg 2...
Frábær eins árs afmælisveisla með æðislegum mat
Þann 5. mars fagnaði Kokteill eins árs afmæli sínu og þar sem afmælisdagurinn var á laugardegi var ákveðið að slá upp lítilli veislu. Matur skipar stóran sess Okkur þótti full ástæða til að fagna og gleðjast yfir þeim frábæru viðtökum sem vefurinn hefur fengið. Og þar sem matur skipar bæði stóran sess í lífi okkar og svo ekki síst hér á síðunni varð að vera eitthvað virkilega gott að borða í afmælisveislunni 😀 Við fórum því á stúfana...
Vodka melónusneiðar… er ekki annars að koma sumar?
Vatnsmelóna er ein fullkomnasta fæða sem til er. Það finnst mér alla vega. Hún er góð ein og sér og það þarf engu við hana að bæta… nema þú viljir kannski skella smá vodka saman við hana. Það er engin spurning að þetta er flott í partýið í sumar. Það sem þú þarft Vatnsmelóna (helst steinlausa) Vodka að eigin vali Hnífur til að skera Og það er allt og sumt. Og svona er þetta gert Þú vilt að vatnsmelónan geti staðið í ísskápnum í nokkra...
Hafra- og súkkulaðisprengja sem sprengir bragðlaukana
Ef þér finnst hafrakex með súkkulaði gott þá er þetta eitthvað fyrir þig. Það er spurning hvort kalla eigi þetta köku, eftirrétt, gums, gúmmelaði… eða bara sprengju. Ekki fyrir þá sem ekki eru hrifnir af súkkulaði Alla vega er hér komin uppskrift að æðislegri súkkulaðisprengju og það er hún Lilja Katrín á Blaka.is sem á heiðurinn af þessari dásemd. En Lilja Katrín tekur fram að þetta sé ekki fyrir þá sem þoli ekki súkkulaði og...
Snilldar leið til að gera hart og óþroskað avókadó mjúkt og kremkennt
Hversu oft lendir maður ekki í því að mann langar í avókadó eða þá að það þarf að nota það í ákveðinn rétt og ávöxturinn er grjótharður og óþroskaður? Hvað er til ráða? Ég þekki þetta alla vega ansi vel. Og eins og við vitum þá er ómögulegt að nota hart avókadó. Bæði er erfitt að eiga við það og eins er bragðið af því óþroskuðu ekki jafn gott. En það er ekki eins og maður geti gengið að þroskuðu avókadó í búðinni. Þá geta góð ráð...