Æðislegur pastaréttur með risarækjum og chili

Þessi rosalega góði og girnilegi pastaréttur með risarækjum er fljótlegur, þægilegur og léttur í maga. Og þetta er hinn fullkomni réttur þegar þú vilt gera vel við þig og bragðlaukana – hvort sem það er með fjölskyldunni eða með góðum gestum og ísköldu hvítvíni. Það sem þarf ½ kíló Linguine pasta – ferskt eða þurrkað ólífuolía ½ kíló risarækjur 1 bolli hvítvín (helst Chardonnay) 5 matskeiðar smjör 5 matskeiðar niðurrifinn...

Skoða

Brakandi stökkt og bragðgott bakað blómkál

Blómkál er stútfullt af góðum næringarefnum og vitamínum eins og C-vítamíni, K- og B6 vítamínum. En það eru samt ekki allir hrifnir af venjulegu soðnu blómkáli og finnst það ekki nógu bragðmikið. Frábær uppskrift Hér er komin frábær uppskrift fyrir þá sem vilja hafa matinn aðeins bragðmeiri og stökkari – blómkálshöfuð sem er bakað í ofni er frábært meðlæti með mat. Það sem þarf 1 lítið blómkálshöfuð 2-3 msk jómfrúar ólífuolía...

Skoða

Þessi egg Benedict í sparibúningi eru frábær í dögurðinn og morgunmatinn

Helgarnar eru svo tilvaldar til að prófa eitthvað nýtt, og hvað er betra en að útbúa góðan dögurð/brunch fyrir fjölskyldu og vini. Hér er uppskrift að stórgóðum eggjum í sparibúningi sem slá í gegn. Það sem þarf 3-4 egg Brauð til að gera 3 – 4 bolla af brauðraspi Salt, rósmarín, steinselja, blóðberg (kryddið er val og fer eftir smekk) Olía til steikingar Vatn Edik Hveiti 1 egg hrært með örlítilli mjólk. Aðferð Brauð og krydd...

Skoða

Ný og ljúffeng útgáfa af Sjónvarpsköku með Twix súkkulaði

Það er ákveðin nostalgía sem vaknar upp við þessa köku. Enda hvar man ekki eftir klassískri Sjónvarpsköku með kókosmjöli ofan á. Sjónvarpskaka var afar vinsæl hér áður fyrr og fékkst í öllum verslunum og bakaríum. En hér er nýtt tvist á þessa ljúffengu köku, því þessi er með Twix súkkulaði. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir þessari uppskrift með okkur – en uppskriftina fékk Svava úr Spis Bedre. Sjónvarpskaka...

Skoða

Epísk þriggja laga terta með sykurpúðakremi

Þótt þessi girnilega terta sé í mörgum lögum er alls ekki flókið að gera hana. Og þetta er ekki rjómi sem er á milli kökubotnanna heldur þetta líka ótrúlega góða krem. Þvílík dásemd! Hún Lilja Katrín á blaka.is á heiðurinn af þessu góðgæti og deilir hér með okkur uppskriftinni – og hún segir að allir geti töfrað þessa dásemd fram því uppskriftin sé einföld. Það sem þarf Kökubotnar 2 ½ bolli hveiti 1 ½ tsk lyftiduft 1 tsk...

Skoða

Dásamleg súkkulaði- og bananabaka með rjóma

Súkkulaði, bananar og rjómi er ótrúlega góð blanda og það vita allir þeir sem hafa prófað. Þessi dásamlega súkkulaði- og bananabaka með rjóma fær þig til að vilja gera hana aftur og aftur – því hún er svo góð. Uppskriftin að bökunni kemur frá henni Svövu vinkonu okkar á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem þarf Botninn 1 bolli hveiti 115 gr ósaltað kalt smjör 1/4 tsk salt 1/4 bolli kakó 1/4 bolli sykur 1/4 bolli vatn Aðferð Skerið...

Skoða

Geggjaðar Hasselback kartöflur – sem geta í sjálfu sér verið heil máltíð

Hasselback kartöflur hafa lengi verið vinsælar enda eru þær alltaf stórgóðar sem meðlæti. En hér eru þær settar í nýjan búning sem spennandi er að prófa og alveg tilvalið núna með grillmatnum. Hasselback kartöflur í nýrri útgáfu Það sem þarf Stórar bökunarkartöflur Smjör Salt Pipar Ólífuolía Beikon Graslauk Rifinn ost Sýrðan rjóma Aðferð Hreinsið kartöflurnar með vatni. Skerið sneiðar í þær án þess að skera alla leið niður. Látið...

Skoða

Hollur, frískandi og einfaldur bananaís

Það er ekki flókið að skella í þennan holla og ferska ís. Innihaldsefnin eru aðeins þrjú, bananar, hnetusmjör og smá sulta. Ísinn er tilvalinn til að gæða sér á þegar sólin skín, eða bara þegar mann langar í eitthvað geggjað gott án þess að fá samviskubit. Það sem þú þarft 6 banana 6 msk hnetusmjör ¼ bolli berjasulta að eigin vali 3 tsk vatn Aðferð Skerðu bananana niður í sneiðar og settu inn í frysti í að minnsta kosti 90 mínútur....

Skoða

Æðislegar sætar parmesan kartöflur með grillmatnum

Sætar kartöflur eru bæði hollar og góðar, fyrir utan að passa afar vel með grillmatnum. Og nú þegar grilltíminn stendur sem hæst er tilvaliðað prófa nýtt meðlæti og nýjar útgáfur. Þessar sætu ofnbökuðu kartöflur eru með parmesanhjúp og kryddi og alveg rosalega góðar. Það var hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessari uppskrift með okkur. Ofnbakaðar sætar parmesan kartöflur Það sem þarf 2 sætar kartöflur 2 tsk...

Skoða

Gómsætar hveiti, glútein og mjólkurlausar brúnkur

Það er stundum svo gott að eiga góða köku ef gesti ber óvænt að garði. Þessar brúnkur eru fyrir alla, hveiti, glútein og mjólkurlausar. Þær eru góðar með kaffinu og einnig ef þig langar í hollan eftirrétt. Hráefni 4 stór egg 1 bolli af ósætu kakódufti 1 bolli af kókóshnetusykri (coconut palm sugar) ¼ bolli + 1 msk af kókósolíu 2 tsk vanilludropar 1/8 tsk af salti Leiðbeiningar Forhitið ofninn í 180 gráður. Blandið hráefnið í skál þar...

Skoða

Dásamleg banana- og súkkulaðibaka

Bananar og súkkulaði er blanda sem bara getur ekki klikkað enda til ótal útgáfur af alls kyns góðgæti sem innihalda hvoru tvegga. Hér eru uppskrift að dásamlegri banana- og súkkulaðiböku sem Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deildi með okkur. Þessi baka er afar einföld og þægileg í gerð… svo ekki sé minnst á hversu ljúffeng hún er. Banana- og súkkulaðibaka (Uppskrift fyrir 4-5) Það sem þarf 3 bananar 100 gr suðusúkkulaði 2 dl...

Skoða

Svakalega góð sykurlaus súkkulaðikaka

Það eru margir í dag sem reyna að sneiða hjá viðbættum sykri – en það getur hins vegar verið erfitt að halda sig alveg frá sætindum. Og þá er um að gera að leita leiða til að svala þörfinni. Sykurlaus súkkulaðikaka Hér er uppskrift að sykurlausri súkkulaðiköku frá henni Lilju Katrínu á blaka.is. En hún er alveg jafnmikill sælkeri og við hér á Kokteil og ekki vön því að baka sykurlausar kökur. En Lilja Katrín segir þessa köku...

Skoða

Dýrindis Hjónabandssæla með örlitlu Amaretto

Hjónabandssæla er algjör klassík og uppáhald margra enda bökuð á mörgum heimilum. En það má vel poppa klassíkina upp – og með þessari ofureinföldu uppskrift hér er það gert svo úr verður algjör unaður. Stökkur botn og dúnmjúk sultufylling með örlitlum Amaretto líkkjör lyftir kökunni á hærra plan. Uppskriftinni að þessari dýrindis sælu deildi hún Lilja Katrín á blaka.is með okkur. Það sem þarf Botn 1 ½ bolli hveiti 6 msk...

Skoða

Hollir, góðir og ómótstæðilegir jarðarberjafrostpinnar

Það er svo gott og frískandi að fá sér frostpinna á sólríkum sumardögum. Ekki er nú verra ef maður getur fengið sér einn slíkan án þess að fá samviskubit. Þessir eru hollir Frostpinnar eru nefnilega alla jafna stútfullir af sykri og eru í raun óhollir. En ekki allir því þessir jarðaberjafrostpinnar eru eins hollir og þeir geta verið. Þú getur í raun borðað eins marga eins og þú vilt og notið þess með bros á vör. Það sem þú þarft 12...

Skoða

Gómsæt og girnileg humarpizza á grillið

Nú er grilltíminn kominn, þótt sumir grilli vissulega allt árið. En það er samt alltaf notalegra að standa við grillið þegar hitatölur eru yfir frostmarki. Góð sem aðalréttur eða forréttur í grillveisluna Hér er ein besta pizzauppskrift sem hægt er að hugsa sér, grilluð humarpizza með hvítlaukssmjöri, parmesan og fleiri ómótstæðilegum hráefnum. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deildi þessari uppskrift með okkur en hún...

Skoða