Unaðsleg súkkulaðikaka með karamellusósu og pekanhnetum frá Evu Laufey

Bókin Kökugleði Evu eftir Evu Laufey Kjaran Hermannsdóttur var að koma út hjá Sölku, en það er önnur bók Evu Laufeyjar. Við fengum leyfi til að birta uppskriftina að þessari unaðslegu súkkulaðiköku sem er í bókinni. Pekanhnetur, súkkulaði og karamella. Orð eru nánast óþörf en þessi þrenna er hreint út sagt ómótstæðileg. Eva býður oft upp á þessa í veislum eða boðum og segir hún kökuna yfirleitt klárast áður en hún nær að leggja hana á...

Skoða

Gómsæt bananakaka með mjúku Nutella-kremi

Við erum alltaf agalega veik fyrir uppskriftum sem innihalda hnetusmjörssúkkulaði – og þegar bananar koma líka við sögu er það klárlega ávísun á eitthvað gott. Hér er einmitt uppskrift að bananaköku með Nutella kremi sem er vel þess virði að prófa enda passa bananar og Nutella alveg einstaklega vel saman. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem henti í þessa gómsætu köku. Það sem þarf Bananakaka 125 gr smjör við stofuhita...

Skoða

Hollari týpan af „kleinuhringjum“ – Enda gerðir úr ávöxtum

Okkur finnst flestum gott að geta reitt eitthvað fram á fljótan og einfaldan hátt og auðvitað enn betra ef hægt er að sameina hollustu og sætindi. Þess vegna er þessi ofureinfalda uppskrift alveg tilvalin en hér mætast epli, karamella og súkkulaði. Sem sagt fullkomin blanda. Þetta er eitthvað sem gott er að maula á þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla. Það sem þarf 3 epli 1 bolli karamellusósa (eða heimatilbúin) 1 bolli kókosflögur...

Skoða

Þennan kjúkling með spínati, sætum kartöflum og fetaosti verður þú að prófa

Kjúklingur klikkar ekki enda eru kjúklingauppskriftir í miklu eftirlæti. En sumir kjúklingaréttir eru samt betri en aðrir og það á svo sannarlega við um þennan rétt sem við höfum gert ansi oft. Svo er hann líka hollustan uppmáluð – sem er ekki verra! En uppskriftina fengum við hjá henni Svövu á Ljúfmeti og lekkerheit. Það sem þarf 1 stóra sæta kartöflu 1 poka spínat 4-5 kjúklingabringur 1 krukku fetaost 1 lítinn rauðlauk,...

Skoða

Kartafla í vöfflujárni er algjör snilld

  Já, já og aftur já, kartöflur eru svo mikið uppáhalds enda hægt að leika sér endalaust með þær og gera ólíkar útgáfur af kartöfluréttum. Hér er enn ein kartöfluuppskriftin sem ég hef heillast af. Ekki nóg með að hún sé virkilega spennandi og öðruvísi heldur er hún líka sáraeinföld. Seint mun ég neita því hversu hrifin ég er af öllu því sem er bæði einfalt og gott. Þú verður að prófa þessa! Kartafla í vöfflujárni Það sem þarf 1...

Skoða

Ótrúlega góð bökuð Hasselback epli

Það er fátt betra en góður eftirréttur. Enda velja sumir og ákveða eftirréttinn á undan aðalréttinum. Ef þig vantar hugmynd að stórgóðum rétti erum við með lausnina. Flestir kannast við Hasselback kartöflur en hér er frábær uppskrift að Hasselback eplum. Þetta er alls ekki flókið að útbúa og tekur ekki nema um 15 mínútur. Og er alveg tilvalið sem eftirréttur eða bara með kaffinu á sunnudegi. Þvílík dásemd! Það sem þarf 2 stór rauð...

Skoða

Klassískur skvísudrykkur sem er uppáhald margra

Kokteill mánaðarins hér hjá okkur er hinn klassíski Cosmopolitan eða Cosmo eins og hann er oftast kallaður. Cosmo er tilvalinn fordrykkur fyrir mat eða til að skála í við skemmtileg tækifæri. Hann er oft tengdur við sjónvarpsþáttinn Sex and the City þar sem hann var vinsæll hjá þeim vinkonunum og þá sérstaklega í miklu uppáhaldi hjá Carrie. Það sem þarf 2.25 cl vodka eða sítrónuvodki 1.5 cl triple sec 3 cl trönuberjasafi 1.5 cl...

Skoða

Ekta amerísk mjúk súkkulaðikaka – ein sú mýksta sem til er

Það eru til súkkulaðikökur og svo eru til súkkulaðikökur með stóru essi – og þessi hér er sko ein af þeim. Þetta er engin smá kaka! Hér er uppskrift að einni mýkstu súkkulaðiköku sem hægt er að hugsa sér, og með mjúku smjörkremi á milli þriggja botna. Hún Svava vinkona okkar á Ljúfmeti og lekkerheit töfraði þessa dásemd fram. Hershey´s súkkulaðikaka Það sem þarf 2 bollar sykur 1  3/4 bolli hveiti 3/4 bolli kakó 1 ½ tsk....

Skoða

Dásamlega góðar, fljótlegar og einfaldar ofnbakaðar kartöflur með cheddar osti

Það fer ekkert á milli mála að kartöflur eru uppáhalds meðlætið mitt og ég hreinlega elska að prófa nýjar uppskriftir sem innihalda þetta frábæra hráefni. Hér er ein alveg hrikalega girnileg og góð sem óhætt er að mæla með. Gott, einfalt og fljótlegt – alveg eins og maður vill hafa það. Það sem þarf 9 stórar kartöflur (samt ekki bökunarkartöflur) ½ bolla ranch salatsósu 1 msk hvítlauksduft 1 tsk paprikuduft 1 tsk sjávarsalt ½...

Skoða

Einfaldar kjötböllur í múffuformi með dásamlegri sósu

Það er allt gott við þessar kjötbollur í múffuformi og eru þær alveg himneskar á bragðið. Og síðan eru þær súpereinfaldar í gerð – og það er eitthvað sem við erum einstaklega hrifin af. Með bollunum góðu er borin fram dásamlega sósa. Þessar verður þú að prófa því þær slá klárlega í gegn hjá fjölskyldunni. Hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deildi þessari uppskrift með okkur. Kjötbollur í múffuformi (uppskriftin gefur um 10...

Skoða

Hrikalega góðar ofnbakaðar parmesan kartöflur – þær bestu

Ef þú ert að leita að hinum fullkomnu kartöflum með helgarmatnum þá þarftu ekki að leita lengra – því hér eru þær. Þetta eru uppáhalds kartöflur fjölskyldunnar en þær eru alveg einstaklega góðar og svo er heldur ekkert mál að útbúa þær. Ég hef ekki tölu á því hversu oft ég hef útbúið þessar ljúffengu parmesan kartöflur en þær smellpassa bæði með lambi og nauti – alveg hrikalega góðar. Það sem þarf 1/2 kg. litlar rauðar...

Skoða

Hollur og góður lax á fersku rauðkáls- og kartöflubeði

Það er fátt betra en góður lax enda er þessi bleika dásemd ansi oft á borðum hjá mér. Þessi uppskrift er ólík mörgum öðrum sem ég hef gert en ferskt rauðkál skipar hér stóran sess. Alltaf jafn gaman að prófa eitthvað nýtt og gleðja bragðlaukana. Hér er uppskrift að hollum og góðum laxi með rauðkáli, kartöflum, piparrót og sinnepi. Það sem þarf 800 gr laxaflak 15-20 litlar rauðar kartöflur 3 bollar rauðkál (eða ca ½ haus) 3 msk...

Skoða

Dásamleg parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum

Þessi dásamlega baka með smjördeigsbotni er ótrúlega einföld og svo ótrúlega góð. Hún er frábær sem léttur kvöldverður með einföldu salati og sómir sér vel á hlaðborði, í saumaklúbbinn og í „brunchinn“. Bakan er með parmesan-, spínat- og blauðlauksfyllingu og toppuð með kirsuberjatómötum. Fullkomin á haustkvöldi. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem töfraði þetta fram. Parmesanbaka með spínati og kirsuberjatómötum Það sem...

Skoða

Kokteill mánaðarins er fullkominn fyrir „brunch-inn“

Okkur hér á Kokteil finnst alltaf jafn gaman að fara í „brunch“, nú eða þá að útbúa okkar eigin í heimahúsi sem er alls ekki síðra. Fullkominn í „brunch-inn“ Það sem síðan fullkomnar góðan „brunch“ er auðvitað rétti drykkurinn og er óhætt að segja að kokteillinn Mimosa sé hinn fullkomni „brunch“ drykkur. Afar einfalt er að útbúa Mimosa en gæta þarf þess að drykkurinn sé ískaldur þegar hann er borinn fram. Því þannig er hann...

Skoða

Æðislegar brúnkur með ofurhollu og leynilegu innihaldsefni og engu hveiti

Brúnkur eru alltaf svolítið uppáhalds enda einstaklega góðar og hægt að leika sér endalaust með ólíkar útgáfur af þeim. Ofurhollt næringarefni Hér er komin uppskrift með ofurhollu innihaldsefni sem er stútfullt af góðum næringarefnum og góðum fitum. Og þótt þér finnist kannski skrýtið að nota þetta í brúnkurnar þá mun enginn sem smakkar þær vita af því. Við erum að tala um að setja avókadó í uppskriftina og það svínvirkar til að gera...

Skoða