Loksins fær íslenskur veitingastaður Michelin stjörnu – Húrra

Ein stærsta viðurkenning sem veitingastaðir geta öðlast er að fá Michelin stjörnu. Og hingað til  hefur enginn veitingastaður hér á landi skartað slíkri stjörnu. Dill er staðurinn En nú hefur orðið breyting á því veitingstaðurinn Dill við Hverfisgötu 12 hefur öðlast þessa eftirsóttu viðurkenningu. Og við hér á Kokteil gleðjumst óskaplega yfir því og óskum þeim á Dill innilega til hamingju. Erfitt að fá borð Í langan tíma hefur verið...

Skoða

Einfaldir og ofnbakaðir kjúklinga og beikon tortillabátar

Þessir litlu tortilla bátar eru frábærir í miðri viku eða um helgar. Þeir eru einfaldir í undirbúningi, taka ekki langan tíma og henta litlum höndum einstaklega vel. Þetta er því eitthvað sem krökkunum mun þykja gaman að borða. Tortilla, kjúklingur og beikon getur ekki  klikkað! Það sem þarf 4 sneiðar þykkt og gott beikon, eða 6 – 8 venjulegar sneiðar 3 kjúklingabringur, skornar í litla bita 2 msk Steikar og grillkrydd með hvítlauk 1...

Skoða

Meiriháttar New York Times brauð í potti

Heimabakað nýtt og ilmandi brauð er alveg dásamlegt. Og enn betra ef það þarf ekki að hafa of mikið fyrir því. Hér er uppskrift að afar góðu brauði í potti og þótt ferlið taki langan tíma þá er þetta ósköp einfalt og þægilegt. Hráefninu er einfaldlega skellt í skál að kveldi og brauðið síðan bakað daginn eftir. Það var hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem henti í þetta góða brauð. Það sem þarf 3 bollar hveiti ¼ tsk þurrger 1 ¼ tsk...

Skoða

Rosaleg Rice Krispies kaka með marsi, salthnetum og bananarjóma

Sumar kökur eru vinsælar hjá öllum aldurshópum og við leyfum okkur að fullyrða að það eigi svo sannarlega við um Rice Krispies kökur. Og þegar rjómi og súkkulaði koma líka við sögu þá kætast margir fullorðnir enn frekar. Hvað þá þegar bananar eru líka komnir í málið! Þess vegna segjum við að þessi kaka, sem sælkerinn hún Margrét Theodóra á Kakan mín skellti í á dögunum, spyrji ekki um aldur – hana elska allir því hún er...

Skoða

Kryddað og bragðmikið glútenlaust bananabrauð – Án viðbætts sykurs

Vissir þú að bananabrauð sem þú kaupir út úr búð getur innihaldið allt að ellefu teskeiðum af sykri í hverri sneið? En hér er hins vegar dásamleg uppskrift að bananabrauði sem er glútenlaust og án viðbætts sykurs. Það sem þarf ½ bolli bókhveiti ½ bolli möndlumjöl 1 ½ tsk matarsódi ½ tsk kardimommur 2 tsk kanill 1 tsk engifer ½ tsk múskat ½ tsk vanilluduft eða 1 tsk vanilludropar ½ tsk salt 2 stór egg ¼ bolli fljótandi kókósolía ¼...

Skoða

Ótrúlega einfaldar og ómótstæðilegar súkkulaðivöfflur

Vöfflur eru alltaf jafn góðar og vinsælar. En hvað er betra en venjulegar vöfflur? Jú, auðvitað súkkulaðivöfflur! Mmm… það er auðvelt að henda í þessar og slá í gegn. En þetta er alveg tilvalinn eftirréttur eða sem dekur um helgar. Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker súkkulaðiköku mix. 3 egg vatn (samkv. leiðbeiningum á pakka) matarolía (samkv. leiðbeiningum á pakka) Aðferð Hitið vöfflujárnið. Setjið innihald Betty Crocker pakkans í...

Skoða

Valentínusarleikur – Við bjóðum í lúxus bröns á sjóðheitum Geira Smart

Það er fátt notalegra um helgar en að fara í góðan bröns. Að eiga rólega og notalega stund með fjölskyldu eða vinum yfir góðum mat. En málið er að í mínu tilviki þá vill ég gjarnan festast svolítið í því að fara á sömu staðina aftur og aftur. Samt sem áður finnst mér alltaf jafn gaman að prófa nýja staði og upplifa ólíkt andrúmsloftið. Í mínum huga skiptir umhverfið ekki síður máli til að fullkomna stundina. Geiri Smart er mjög smart...

Skoða

Hollur og afar bragðgóður salt karamellu mokka smoothie

Þessi holli smoothie er góð leið til að byrja daginn – sérstaklega ef þú þarft þinn skammt af kaffi til að komast í gang. Kaffi og súkkulaði með salt karamellu bragði er ljúffeng leið til að hefja daginn. En leyndarmálið á bak við karamellukeiminn eru döðlurnar sem blandast við bananana og gefa þetta einstaklega góða bragð. Það sem þarf ½ bolla kalt kaffi ½ bolla möndlumjólk 1 ½ – 2 tsk lífrænt kakó 1 lítinn frosinn...

Skoða

Ómótstæðileg brownie-pizza þakin ferskum berjum

Brownies, eða brúnkur, eru alltaf jafn vinsælar og hægt að gera margar útgáfur af þeim. Hér er ein sem er ansi hreint skemmtilegt að bera fram í veislum, saumaklúbbum og sem eftirrétt eftir góðan mat. Það er klárt mál að þessi mun vekja áhuga í barnafmælinu enda eins og súkkulaðipizza – og stútfull af ávöxtum. En það besta er auðvitað að það tekur enga stund að reiða þetta fram. Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker Brownie Mix...

Skoða

Stórsniðugt – Spagettí og kjötbollur í sparibúningi

Hér er hinn vinsæli og sígildi ítalski réttur, Spagettí með kjötbollum, settur í sparibúninginn. Þetta er skemmtilegt að bera fram og gerir einfaldan mat að flottum veislumat. Þá má líka nota þetta sem forrétt og létt snarl. Aðferð Spagettí soðið samkvæmt leiðbeiningum á pakkningum (um 170 gr – en má auðvitað stækka uppskrifina). Vatnið þá sigtað frá, spagettí sett í skál og 1 ½ msk. af ólífuolíu hellt yfir. Veltið spagettí vel...

Skoða

Dásamlega góðar og einfaldar quesadillas í vöfflujárni

Þetta er alveg einstaklega einfalt, gott og fljótlegt að útbúa. Og hver segir að maður geti bara bakað vöfflur í vöfflujárninu! Hér erum við með súper góða létta máltíð eða snarl eftir skóla… eða bara með sjónvarpinu á föstudagskvöldi. Svo sannarlega hægt að mæla með þessu ef þig langar í eitthvað mexíkóskt. Það sem þarf 1 msk ólífuolía 1 sæt paprika (þessi langa og mjóa), skorin fínt 1 jalapeño, niðurskorið og fræhreinsað 4 Old...

Skoða

Dásamlega safaríkur, mjúkur og bragðgóður kalkúnn á gamlárskvöld

Það er alltaf jafn gaman að bjóða upp á kalkún við áramót – og þótt það taki sinn tíma að undirbúa hann þá er þetta afar þægilegt þegar margir eru í mat. Með eða án fyllingar Ég er búin að elda kalkún á gamlárskvöld næstum því samfellt í þrjátíu ár og finnst það alltaf jafn skemmtilegt. Á öllum þessum tíma hef ég prófað mig áfram með fyllingar og krydd á fuglinn. Oftast hef ég haft hann fylltan en mér finnst hann engu að síður...

Skoða

Gómsætar tvíbakaðar kartöflur með eggi – svona á milli hátíða

Það er eitthvað með mig og kartöflur. En ég er alveg afskaplega veik fyrir öllum kartöfluuppskriftum – enda er hægt að nota kartöflur á þúsund og eina vegu (að minnsta kosti). Þessi gómsæti kartöfluréttur er tilvalinn sem snarl á virkum dögum  – eða bara hvenær sem er. Þá smellpassar hann einnig í „brunchinn“ um helgar. Það sem þarf 2 stórar kartöflur 4 lítil egg 1 meðalstór laukur, skorinn smátt 3 hvítlauksrif, skorin...

Skoða

Jólaleg bismarkbrúnka með hvítu súkkulaði

Þessi súkkulaðibrúnka er afskaplega jólaleg  þar sem hún inniheldur bæði bismark brjóstsykur og hvítt súkkulaði. Hún er tilvalin núna fyrir jól og auðvitað um jólin – og svo sómir hún sér vel á hvaða jólaborði sem er. Og það er auðvitað frábært að bera þeyttan rjóma fram með brúnkunni sem fullkomnar hana algjörlega. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir uppskrift að þessu góðgæti með okkur. Bismarkbrownies með...

Skoða

Ljúffengar og afar einfaldar Oreo jólakúlur

Þessar ljúffengu Oreo kúlur eru eins og litlir snjóboltar og passa því einstaklega vel við árstíðina. Fyrir þá sem langar að gera eitthvað sætt og gott fyrir jólin en hafa ekki mikinn tíma þá er þetta alveg tilvalið. Þetta er afskaplega einfalt og þarf ekki að baka – fínt og fljótlegt föndur fyrir jólin. Það sem þarf 30 Oreo kexkökur 113 gr rjómaostur við stofuhita 2 bollar hvítt súkkulaði Aðferð Setjið kexið í poka og myljið...

Skoða