Hollir og gómsætir sætkartöflu eggjabollar

Þessir gómsætu og girnilegu eggjabollar eru stútfullir af góðum næringarefnum. En með þessum rétti eru bökuð egg tekin í alveg nýjar hæðir. Réttur sem er frábær í „brunchinn“ eða bara sem léttur kvöldverður. Ég er agalega veik fyrir sætum kartöflum í hinum ýmsu útfærslum og egg eru eitt það besta sem ég fæ. Svo sætar kartöflur, ostur og smá hvítlaukur –  það bara getur ekki klikkað! Það sem þarf f. 8 bolla ½ bolli niðurrifnar...

Skoða

Bananakaka með bananasmjörkremi

Bananakökur eru uppáhald margra og ekkert skrýtið þar sem þær eru yfirleitt einstaklega mjúkar og góðar. Hér er uppskrift að bananaköku með bananasmjörskremi sem rennur ljúflega ofan í stóra sem smáa. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem skellti í þessa – en uppskriftina er hún búin að nota í mörg ár. Það sem þarf 2 ½ bolli hveiti 2 ½ tsk lyftiduft ¾ tsk salt 1/8 tsk negull 1 ¼ tsk kanill ½ tsk múskat ½ bolli smjör 1 ¼...

Skoða

Matarmikil brauðterta með kjúklingi og beikoni

Brauðtertur hafa lengi verið vinsælar og eru fastur liður á veisluborðum okkar Íslendinga – enda oft það fyrsta sem klárast af borðinu. Hér er uppskrift að svolítið öðruvísi brauðtertu en hún er matarmikil og minnir kannski einna helst á klúbbsamloku. Þessa brauðtertu, sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur, er tilvalið að bjóða upp á í partýum, veislum og útskriftum. Eða bara fyrir fjölskylduna því hún...

Skoða

Geggjaðar spari sætar kartöflur – í Hasselback útgáfu

Ég er alveg afskaplega veik fyrir kartöfluréttum og finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir. Enda eru kartöflur mitt uppáhalds meðlæti – og þá skiptir engu máli hvort það eru gular, rauðar eða sætar kartöflur. Þessar sætu kartöflur prófaði ég um daginn og var alveg einstaklega ánægð með þær. Þetta er svona spariútgáfa og ekki eitthvað sem maður býður upp á dags daglega. En góðar voru þær og því komnar á listann yfir það sem...

Skoða

Þetta er minn uppáhalds eftirréttur – enda algjört dúndur

Þetta er einn minn uppáhalds eftirréttur og svo sannarlega með betri súkkulaðikökum sem ég fæ. Og mér finnst alltaf jafn gaman að bjóða upp á þessa litlu dásemd í matarboðum – enda rennur hún ljúflega ofan í gesti og þykir ætíð jafn góð. Þessa uppskrift hef ég notað í ég veit ekki hversu mörg ár, en hún er upphaflega úr kökublaði Gestgjafans fyrir allmörgum árum síðan. Það sem þarf í litlu syndina ljúfu 140 gr smjör (og meira...

Skoða

Dásamlega stökkar og glútenlausar vöfflur

Ég hef alltaf verið alveg ofboðslega mikil vöfflu kona og baka þær líklega nokkrum sinnum í viku. Mér finnst best ef áferðin á þeim er frekar stökk og þær mýkri að innan, einnig finnst mér gott ef þær eru aðeins í dekkri kantinum. Nú bjóst ég alls ekki við því að þessi áferð gæti fengist með glútenfría brauðmixinu en vá, þetta kom stórkostlega á óvart. Þær voru jafnvel bara betri en þær sem ég geri með venjulegu hveiti. Svo stökkar en...

Skoða

Gómsæt súkkulaðikaka með lakkrísskyri og sterkum Djúpum

Ég fékk skemmtilega áskorun um daginn og hausinn fór á fullt – og útkoman er þessi kaka. En áskorunin fólst í því að nota bæði nýja lakkrísskyrið og sterkar djúpur. Ég ákvað að taka þetta alla leið og setti skyrið bæði í kökuna sjálfa og í kremið. Dúnmjúk og hrikalega góð Ég varð smá smeyk um stund þegar ég sá hvað deigið hjá mér varð þykkt en það voru svo sannarlega óþarfa áhyggjur því að kakan kom dúnmjúk og flott úr ofninum....

Skoða

Góður lambahryggur með hvítlauks- og rósmarínraspi – og auðvitað sveppasósu

Hér áður fyrr var afar algengt að lambahryggur eða lambalæri væri á borðum okkar Íslendinga á hverjum sunnudegi. Það hefur aðeins breyst en lambakjötið er þó auðvitað enn jafn vinsælt um páskana og margir sem eru einmitt með læri eða hrygg yfir hátíðarnar. Hér er virkilega girnileg uppskrift að hrygg með hvítlauks- og rósmarínraspi sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir með okkur. Þessi er tilvalinn um páskana. Það sem þarf 1/2...

Skoða

Frábær Rice Krispies kaka með myntu, krókant og rjóma

Það er staðreynd að stórir sem smáir eiga erfitt með að standast Rice Krispies kökur af öllum stærðum og gerðum. Við höfum þó ekki áður smakkað Rice Krispies köku með piparmyntu. En hér er komin hin fullkomna blanda fyrir þá sem eru bæði hrifnir af Rice Krispies sem og myntu. Í kökuna er þó ekki notað súkkulaði með kremi heldur súkkulaði með piparmyntubragði og örlitlu krókanti. Hún Valla í Eldhúsinu hennar Völlu deilir hér með okkur...

Skoða

Ótrúlega góð og rosalega einföld súkkulaðikaka – Tekur aðeins 10 mínútur

Þetta er nú meiri dásemdar súkkulaðikakan – og svo er hún alveg einstaklega falleg á borði. En það sem er samt langbest við hana er hvað hún er ótrúlega einföld í framkvæmd. Það tekur í mesta lagi 10 mínútur að undirbúa hana fyrir ofninn. Það er hún Betty Crocker vinkona okkar sem gerir þetta svona einfalt. En þessi dásemdar kaka er kölluð Súkkulaðikaka barnfóstrunnar. Það sem þarf 1 pakka Betty Crocker Chocolate Cake Mix 1...

Skoða

Skotheld frönsk súkkulaðikaka með Þristakremi

Hvað er betra en súkkulaðikaka? Ef það er eitthvað þá er það klárlega frönsk súkkulaðikaka. Það er endalaust hægt að leika sér með uppskriftir að súkkulaðikökum og möguleikarnir nærri óþrjótandi. Og hér er ein sem er vel þess virði að prófa. Hún Valla í Eldhúsinu hennar Völlu skellti í þessa frönsku súkkulaðiköku um daginn og hún lukkaðist svona ljómandi vel. Súkkulaði og lakkrís klikkar ekki. Það sem þarf 4 egg 2 dl sykur 1 dl hveiti...

Skoða

Æðisleg tælensk núðlusúpa með kjúklingi og sætum kartöflum

Núðlusúpur hafa verið vinsælar hér á landi um margra ára skeið og margir sem kaupa þær tilbúnar. En heimagert er auðvitað alltaf best. Þessa tælensku súpu hér tekur enga stund að útbúa en það kemur síður en svo niður á bragði hennar – því hún er mjög bragðmikil en þó án þess að vera sterk. Hnetusmjörið gefur gott bragð en er  þó ekki yfirgnæfandi. Og síðan setja kóríander og salthnetur punktinn yfir i-ið. Sem sagt æðisleg...

Skoða

Fljótlegir karamellu og súkkulaðibitar með höfrum

Súkkulaði og karamella passa einstaklega vel með höfrum. En hafrarnir búa yfir þeim eiginleika að gera sætindi ekki of sæt. Þessa bita er gott að eiga í kælinum til að grípa í þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla. Og hversu oft hefur hún Betty Crocker vinkona okkar ekki náð að gera lífið auðveldara og sætara? Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker Devil´s Food Cake Mix 2/3 bolli smör eða smjörlíki, mjúkt (við notum smjör) 1 egg 2 bollar...

Skoða

Hráir vegan kirsuberja og súkkulaði brúnkubitar

Hefur þú einhvern tímann fengið þér sneið af þýskri „Black Forest“ köku eða skeið af Ben & Jerry’s kirsuberjaís? Kirsuber eru frábær með súkkulaði. Þau geta verið örlítið súr og passa því ljómandi vel við sætt bragðið af dökku súkkulaðinu. Hérna er súper uppskrift af hrá súkkulaði-kirsuberja brownie bitum. Og þú getur borðað eins marga og þú vilt án þess að fá samviskubit. Þessi uppskrift gerir um 24 litlar trufflur. Það sem þarf...

Skoða

Æðisleg þriggja laga súkkulaðikaka með karamellu og bjór

Þetta er algjör bomba og ótrúlega gaman að bera fram. Og nei, þrjár hæðir eru ekki of mikið! Kakan inniheldur dökkan bjór en honum má eflaust skipta út fyrir hið íslenska Malt – auðvitað er það ekki það sama en ætti þó ekki að breyta öllu. Kremið er dásamlega mjúkt, næstum eins og súkkulaðimús, en best er að hafa það nokkurn veginn við stofuhita þegar það er borið á kökuna svo auðvelt sé að dreifa úr því. Það sem þarf Kakan 1 pakki...

Skoða