Hollt góðgæti – Hafrakúlur með hnetusmjöri og dökku súkkulaði

Það tekur ekki nema nokkrar mínútur að útbúa þessar hollu hafrakúlur. Þessar er gott að eiga inni í ísskáp þegar sykurpúkinn lætur á sér kræla. Hafrar, hnetusmjör og dökkt súkkulaði – og alveg einstaklega einfalt og fljótlegt að gera. Það sem þarf 2 msk hnetusmjör 2 msk léttmjólk ¼ bolli dökkir súkkulaðidropar ¾ bolli hafrar Aðferð Setjið hnetusmjörið, mjólkina og súkkulaðið í pott við lágan hita í um 3 mínútur eða þar til...

Skoða

Ein allra besta franska súkkulaðikakan – Algjör konfektmoli

Ég er svo veik fyrir frönskum súkkulaðikökum að það hálfa væri nóg – og þessi hér er klárlega ein af þeim allra bestu sem ég geri. En þessa köku hef ég bakað nokkrum sinnum á ári í 14 ár og er hvergi nærri hætt. Konfektmoli Þetta er algjör konfektmoli enda slær hún alltaf í gegn. Og ég býð ósjaldan upp á hana sem eftirrétt í matarboðum. Uppskriftina fékk ég upphaflega hjá góðri vinkonu en hún hafði fengið hana hjá móður sinni....

Skoða

Bættu avókadó inn í fæðuna – Hér eru bragðgóðar hugmyndir

Lárperan er stútfull af góðum næringarefnum og er víst bæði góð fyrir líkama sem heila. Kostir þess að borða avókadó á hverjum degi eru ótvíræðir – og því alls ekki galið ekki að bæta avókadó inn í fæðuna enda möguleikarnir óteljandi Nokkrar hugmyndir Hér eru nokkrar góðar hugmyndir að ristuðu brauði með avókadó í ýmsum útfærslum. Brauðið er gott í morgunmat og raunar hvenær dagsins sem er – og auðvitað alveg tilvalið í...

Skoða

Einn uppáhalds kjúllinn minn – Rosalega góður og einfaldur kjúklingur í ofni

Ég er alveg einstaklega hrifin af kjúklingi og kjúklingaréttum – endar klikkar kjúlli yfirleitt ekki. Enn betra finnst mér ef réttirnir eru ekki of flóknir í framkvæmd en samt afskaplega bragðgóðir. Það er toppurinn! Tikkar í öll boxin Þessi réttur hér tikkar í öll boxin, hann er góður, einfaldur og kjötið einstaklega safaríkt. Uppskriftin miðast við kjúklingalæri en ég henti nokkrum leggjum með. Þá stækkaði ég uppskriftina þar sem ég...

Skoða

Avókadó með bökuðu eggi – ofur hollt, gott og einfalt

Avókadó hefur fest sig í sessi í matarvenjum okkar og margir sem borða avókadó nokkrum sinnum í viku eða á hverjum degi. Lárperan er stútfull af góðri fitu og er sérstaklega góð fyrir hjartaheilsuna. Hún hjálpar meðal annars til við að lækka slæma kólesterólið, kemur reglu á blóðsykurinn og minnkar bólgur í líkamanum. Fullkominn morgunverður Og hér er lárperan með bökuðu eggi. Þetta er eiginlega hinn fullkomni morgunverður… já eða...

Skoða

Hlemmur er orðinn að höll og þar fæst einn besti borgari bæjarins

Hver man ekki eftir gamla Hlemmi! Hlemmur, sem var umtalaður lengi vel fyrir margt misjafnt. Það er eiginlega ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið frekar sóðalegur staður sem fáir vildu fara inn á og þá sérstaklega ekki á kvöldin. Þegar ég var unglingur tók maður mjög oft strætó þarna og þá var þetta líka endastöð fyrir vagninn úr hverfinu mínu – og þarna þurfti maður því stundum að bíða. En ég held að Hlemmur hafi ætíð...

Skoða

Svona geturðu eldað margar eggjakökur í einu á einfaldan hátt

Þeir sem eru vanir að búa til eggjakökur vita hversu erfitt það getur verið að búa til margar í einu. En hér er komin lausnin á því. Og það má undirbúa þetta allt saman áður. Til að gera þessar eggjakökur þarf að eiga góða frystipoka með frönskum rennilás. Fyrir hverja og eina eggjaköku þarf 2 egg … og það sem þú vilt hafa í þinni köku, t.d. skinku, tómata, sveppi, ost, papriku, lauk, klettasalat og fleira. Aðferð Eggin eru sett...

Skoða

Hrikalega einfaldur og góður melónusorbet

Vatnsmelónur eru alveg einstaklega hollar og góðar – og auðvitað afskaplega frískandi. Hér er uppskrift að ofur einföldum og góðum melónusorbet eða krapi eins og það kallast á góðri íslensku. Svona er þetta einfalt 1. Skerðu vatnsmelónu í bita og raðaðu bitunum á bökunarpappír. Færðu þetta inn í frysti og láttu melónubitana frjósa. Það tekur svona tvo tíma. 2. Þegar melónubitarnir eru orðnir vel frosnir taktu þá einn og einn í...

Skoða

Grillaður Brie ostur og súrdeigsbrauð með kryddjurtum

Þar sem grilltíminn er enn í fullum gangi og grillarar landsins reiða fram hverja kræsinguna á fætur annarri er hér uppskrift að algjöru sælgæti. Grillaður Brie ostur og súrdeigsbrauð með ferskum kryddjurtum – tilvalið sem eftirréttur eða sem snarl með góðum drykk. Mmm… svo gott! Það sem þarf Brie ost Ólífuolíu Oregano (ferskt) Basil (ferskt) Rósmarín (ferskt) Steinselju (ferska) Sjávarsalt Súrdeigs baguette Dijon sinnep...

Skoða

Stórkostlega góð tortillakaka

Hér er uppskrift að stórkostlega góðri tortillaköku. Ef þér finnst mexíkóskur matur freistandi mælum við með að þú prófir hana þessa – það er líka gaman að bera réttinn fram svona í formi köku. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir með okkur uppskriftinni að þessari veislu. En Svava bar guacamole, sýrðan rjóma, ostasósu, salsa, nachos og salat fram með kökunni. Það sem þarf Uppskrift fyrir 4-6 1 pakkning með 8...

Skoða

Avókadó Margarítur eru það nýjasta í avókadó æðinu

Avókadó er afar hollt og gott fyrir heilsuna. Það inniheldur fjöldann allan af góðum næringarefnum og er stútfullt af góðri fitu. Einmitt þess vegna hefur fjöldinn allur af fólki bætt avókadó inn í fæðuna og er þetta ein af vinsælustu fæðutegundunum um þessar mundir. Enda passar þessi ávöxtur (já avókadó er ávöxtur) með nærri öllum mat. En það allra nýjasta er avókadó í kokteila. Já nú er það ekki aðeins notað í smoothie heldur líka í...

Skoða

Æðislegir freyðivíns frostpinnar í sumarpartýið

Já þú last rétt, freyðivíns frostpinnar! Þvílík snilld, og það er ótrúlega auðvelt að gera þá. Passaðu þig bara að gera nógu marga því þeir klárast hratt. Þetta getur varla verið einfaldara Þú getur notað hvaða freyðivín sem er, nú eða kampavín ef þú kýst það frekar. Svo þarftu bara allskonar ávexti, en í þessum frostpinnum hér eru jarðarber, epli og granatepli. Aðferð Fylltu hálft frostpinnamót af freyðivíni og settu svo ávextina í....

Skoða

Fyllt avókadó með hollu túnfisksalati

Hollt og gott túnfisksalat með miðjarðarhafsívafi. Fullt af próteini, vítamínum og góðri fitu. Uppskriftin er fyrir tvo. Það sem þarf 1 stórt avókadó 1 dós af túnfiski – hella vökva af 1 ½ msk af pestó – t.d. grænt 2 msk af sólþurrkuðum tómötum í mauki og ekki löðrandi í olíu 2 msk af ólífum – saxa þær niður (t.d. svartar) salt og pipar eftir smekk 2 tsk furuhnetur (til skreytingar) – gott að rista þær fyrst á pönnu í 1-2 mínútur og...

Skoða

Frábær eftirrétur – Ljúffengar heitar súkkulaðibitakökur

Mér finnst alltaf skemmtilegt að bera litlar einstaklings kökur fram sem eftirrétt og þessar volgu súkkulaðibitakökur klikkuðu ekki. Þetta er raunverulega eins og stór og þykk smákaka – og hver elskar ekki smákökur! Ef þið hafið prófað litlar fljótandi heitar súkkulaðikökur þá verðið þið að prófa þessar en þær eru einmitt í svipuðum dúr. Uppskriftina að þessum ljúffengu litlu kökum fékk ég hjá henni Nigellu. Það sem þarf 150 gr...

Skoða

Súper einföld súkkulaði- og nammikaka

Ef að þessi nammikaka gleður ekki sætindapúkann í okkur, þá veit ég ekki hvað! Hún er ótrúlega einföld í framkvæmd enda njótum við dyggrar aðstoðar hennar Betty Crocker vinkonu okkar við undirbúninginn. Svo verður líka allt svo gott sem inniheldur Snickers súkkulaði – og klárt mál að þessi nammikaka gleður stóra sem smáa. Það sem þarf 1 pakki Betty Crocker Chocolate Chip Cookie Mix 1/3 bolli smjör við stofuhita 1 egg ½ bolli sæt...

Skoða