Kampavíns mojito kokteill fyrir gamlárskvöld

Þá er komið að því að kveðja gamla árið og fagna því nýja. Og þá draga margir tappann úr flösku og skála. Kampavín tilheyrir áramótum, annað hvort eitt og sér eða þá í kokteil eins og hér. Hvernig væri að prófa þennan kampavíns mojito! Kampavíns mojito (f. 12) Það sem þarf ¾ bolli sykur ¾ bolli vatn 1 ½ bolli myntulauf og 12 lauf til skreytingar 6 límónur skornar í báta 2 bollar ljóst romm 3 bollar kampavín eða freyðivín mulinn klaki...

Skoða

Tilvalið meðlæti með áramótasteikinni

Rósakál var afar vinsælt meðlæti á borðum landsmanna hér áður fyrr en svo er eins og það hafi horfið út og annað tekið við. Það sama virðist hafa gerst úti í hinum stóra heimi – en nú er rósakálið komið aftur inn og er á matseðlum góðra veitingastaða. En nú eldum við ekki rósakálið eins og við gerðum áður, þ.e. að setja það í pott með vatni og búið. Nei, við dekrum aðeins meira við það, kryddum og bökum í ofni. Hér er frábær...

Skoða

Jólaísinn hennar Ágústu Johnson

Toblerone ís er fastur liður á mörgum heimilum yfir jólin enda afskaplega góður og hátíðlegur. Svo er líka alltaf jafn gaman að borða heimatilbúinn ís. Hér er frábær uppskrift sem Ágústa Johnson deilir með okkur. En Ágústu finnst þessi ís algjörlega ómissandi á jólum – og er hann því gerður á hennar heimili á hverju ári. Það sem þarf 6 egg 6 msk sykur 100 gr brætt Toblerone 3 pelar rjómi eða 7 dl 400 gr saxað Toblerone Aðferð...

Skoða

Oreo jólaísinn – svakalega einföld og fljótleg uppskrift

Okkur líst virkilega vel á þennan Oreo ís og ekki síst þar sem þetta er svo svakalega einfalt. Innihaldsefnin eru aðeins þrjú og það má meira að segja útbúa ísinn með tveimur efnum. Þessi er skotheldur um jólin en okkur finnst þó betra að mauka kexið örlítið grófara en hann gerir hér í myndbandinu – því okkur finnst gott að hafa grófari bita. Það sem þarf 15 Oreo kexkökur 1/2 líter rjómi 2 msk sykur (má sleppa ef vill) Aðferð...

Skoða

Hátíðleg After Eight kaka – Frábær sem eftirréttur yfir hátíðarnar

Þessi girnilega og ljúffenga After Eight kaka er tilvalin sem eftirréttur yfir hátíðarnar. En margir tengja einmitt After Eight við jólin. Kakan er mjúk, örlítið blaut og dásamleg með létt þeyttum rjóma. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 250 g suðusúkkulaði 175 g smjör 2 tsk nescafé (instant kaffiduft) 2 dl sykur 4 egg 1 ½ tsk vanillusykur ½ tsk lyftiduft ½ dl hveiti...

Skoða

Klassískar amerískar súkkulaðibitakökur sem eru alltaf jafn góðar

Þessar kökur baka ég fyrir hver einustu jól enda eru þetta uppáhalds súkkulaðibitakökurnar mínar. Ég hef líklega notað þessa góðu uppskrift í meira en tuttugu ár – enda klikka þessar ekki og eru alltaf jafn góðar. Ef þú ert að leita að hinni fullkomnu uppskrift að amerískum súkkulaðibitakökum þá er þessi algjörlega málið! Það sem þarf 1 bolli mjúkt smjör ¾ bolli sykur ¾ bolli ljós púðursykur 1 tsk vanilludropar 2 egg 2 ¼ bolli...

Skoða

Syndsamlega gott og einfalt jólagóðgæti – Súkkulaði, karamella og salt

  Ég lofa ykkur því að þið verðið ekki svikin af þessu æðislega jólagóðgæti. Ef þér finnst súkkulaði, karamella og salt vera góð blanda þá er þetta klárlega eitthvað fyrir þig. Einfalt og fljótlegt Það sem er líka mikill kostur er að þetta er afskaplega einfalt og fljótlegt í framkvæmd. Og það er nokkuð sem mér líkar. Mesti tíminn fer raunverulega í að kæla þetta niður áður en maður getur ráðist á þetta góðgæti og hakkað í sig....

Skoða

Hættulega góðir heimagerðir Twix bitar á aðventunni

Það er gaman að dunda sér við að búa til sitt eigið góðgæti á aðventunni og enn skemmtilegra að bera það fram. Hér er æðisleg uppskrift að heimagerðum Twix bitum sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir hér með okkur. Bitarnir eru hættulega góðir svo þú munt vilja gera þá aftur og aftur.   Það sem þarf Botn 125 g mjúkt smjör 4 dl hveiti 0,5 dl sykur Karamella 175 g smjör 2 dl sykur 3 dl rjómi 0,5 dl sýróp Yfir 200 g...

Skoða

Ertu ekki örugglega búin/n að prófa þessa toppa?

Bakstur á marengstoppum er hluti af jólaundirbúningnum á mörgum heimilum, þar á meðal mínu. Þetta eru þær kökur sem klárast hratt og örugglega enda dásamlegt að stinga upp í sig einum… og einum marengstoppi og finna hann bráðna á tungunni. Piparlakkrístoppar í ár Venjulega geri ég lakkrístoppa en í ár lá beinast við að prófa nýja Piparlakkrískurlið frá Nóa Siríus. Og það klikkaði auðvitað ekki! Með lakkrís, pipar og súkkulað...

Skoða

Einfaldar fylltar parmesan kjúklingabringur – ekta ítalskt og gott

Það sem hægt er að gera með kjúkling -möguleikarnir eru hreint endalausir. Kjúklingur er líka eitthvað sem flestir borða og hentar bæði á virkum dögum sem um helgar. Þessi réttur hér er afar ítalskur enda allt hráefnið meira og minna úr ítalska eldhúsinu. Hann er virkilega einfaldur í framkvæmd og afskaplega bragðgóður. Ég notaði niðurrifinn Mozzarella ost að þessu sinni, ásamt Parmesan auðvitað, en hugsa að ég prófi næst að nota t.d....

Skoða

Girnilegar hvítlauks og parmesan kjúklingabombur

Mikið rosalega líst okkur vel á þessar kjúklingabombur. Svo er þetta líka einfalt í framkvæmd og við elskum allt slíkt. Hér er uppskriftin að þessum girnilega rétti og myndbandið sýnir svo auðvitað hvernig á að gera þetta. Það sem þarf Kjúklingabringur Cheddar ostur 1 bolla hveiti 2 egg ½ bolla niðurrifinn parmesan ost 1 matskeið hvítlauksduft 1 matskeið niðurskorna ferska steinselju 1 teskeið pipar Olía til steikingar Aðferð Blandið...

Skoða

Gómsætar og hollar hvítlauks og parmesan kúrbítsflögur

Þegar löngun í eitthvað gott snarl eða snakk lætur á sér kræla er bæði tilvalið og skynsamlegt að skella í þessar hollu og góðu kúrbítsflögur – í stað þess að tæma heilu kartöfluflögupokana. Þetta er ósköp einfalt og fljótlegt að útbúa. Til að flögurnar verði sem sem stökkastar er mikilvægt að skera þær ekki of þykkar. Það sem þarf 3 til 4 kúrbítar, skornir í sneiðar – svona hálfur cm að þykkt 3 msk ólífuolía 1 bolli Panko...

Skoða

Kjötbollurnar hans Frank Sinatra og sósa mömmu hans eru algjört æði

Tónlist Frank Sinatra er algjörlega tímalaus og við í minni fjölskyldu erum miklir aðdáendur þessa flotta og svala söngvara. Sinatra var einhvern veginn með þetta allt saman. Matgæðingurinn Sinatra En það sem kannski ekki allir vita er að hann var líka mikill matgæðingur og undi hann sér vel í eldhúsinu við að elda ofan í gesti sína. Eins og gefur að skilja var hann mikið fyrir ítalskan mat enda var fjölskylda hans eins ítölsk og þær...

Skoða

Geggjaðar hvítlauks og parmesan kartöflur í ofni

Gott meðlæti getur skipt sköpum og breytt einfaldri máltíð í frábæra máltíð. En hver kannast ekki við það að grípa í sama meðlætið aftur og aftur? Ég er ein af þeim og tek gjarnan ástfóstri við ákveðna rétti sem mér finnst góðir og einfaldir í framkvæmd – og eru sætar kartöflur þar ofarlega á blaði. En svo kemur auðvitað að því að maður skellir í eitthvað nýtt og spennandi og þessi réttur hér er einn af þeim. Og auðvitað...

Skoða

Glimrandi góður bakaður blómkálshaus

Hefur þú bakað blómkál? Heilan blómkálshaus? Þessi uppskrift er dásamleg, ég hef prófað hana sjálf og varð ekki fyrir vonbrigðum. Þetta þarf í uppskriftina 1 stóran blómkálshaus 1 msk af ólífuolíu 1 og ½ bolli af grísk jógúrt – ég notaði kotasælu 1 límóna, kreista safann og kjötið innan úr 2 msk af chilly dufti 1 msk af cumin – ég sleppti því 1 msk hvítlauksduft 1 tsk af karrý 2 tsk af góðu salti 1 tsk svartur pipar Aðferð Hitaðu...

Skoða