Stórkostlega góðar litlar kartöflur í ofni – Góðar með hverju sem er
Við verðum að viðurkenna að við erum svolítið veik fyrir kartöflum og finnst gaman að prófa nýjar uppskriftir. Enda er endalaust hægt að leika sér með þessa fæðu. Hér er uppskrift að rosalega góðum ofnbökuðum smáum kartöflum sem henta með hverju sem er. Það sem þarf 1 kg. litlar kartöflur ¼ bolli jómfrúar ólífuolía hvítlauksduft paprikuduft sjávarsalt nýmulinn pipar Aðferð Hitið ofninn í 200 gráður. Hreinsið kartöflurnar og skolið af...
Djúpsteikt Oreo með súkkulaðisósu og ís – Geggjaður eftirréttur
Þetta þarftu að prófa því það er svo brjálæðislega gott að það nær engri átt! Heitt djúpsteikt oreokex með vanilluís og volgri súkkulaðisósu er gjörsamlega galið gott kombó. Djúpsteikt kexið minnir einna helst á blöndu af súkkulaðiköku og nýsteiktum kleinuhringjum, stökkt að utan og mjúkt að innan. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 2 ¼ dl mjólk 1 egg 2 tsk bragðdauf olía...
Kraumandi, kramdar og ótrúlega góðar kartöflur – Þessar eru æði
Það er alltaf jafn gaman að prófa sig áfram í eldhúsinu með nýja rétti og uppskriftir og er meðlæti þar engin undantekning. Hjá mér eru kartöflur af öllum gerðum og í ýmsum útgáfum í miklu uppáhaldi. Þessar kartöflur hér eru með þeim betri og eru á lista fjölskyldunnar yfir uppáhalds meðlætið. Einfalt og hrikalega gott Þessi uppskrift er skemmtilegt „tvist“ á hina sígildu bökuðu kartöflu. Þetta er afar einfalt í framkvæmd en alveg...
Ofboðslega einfaldur og góður Mexíkófiskur í ofni
Hér er uppskrift að einföldum og góðum fiski með mexíkósku ívafi – frábær réttur í miðri viku þar sem ekki tekur langan tíma að útbúa hann. Og svo er þetta réttur sem er kjörinn fyrir alla fjölskylduna. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 600 g þorskur eða ýsa 1 tsk salt 1 peli rjómi eða matreiðslurjómi (2,5 dl) 1 krukka tacosósa (230 g eða um 2 dl) 2 dl...
Svona gerir þú æðislega súkkulaðihúðaða ísbita – Syndsamlega gott
Nammidagurinn getur í raun verið á hvaða degi sem er. Því ræður þú auðvitað alveg sjálf/ur. En næst þegar þú ætlar að leyfa þér eitthvað syndsamlega gott ættir þú kannski að prófa þessa girnilegu súkkulaðihúðuðu ísbita. Það er einfalt að gera þá og þeir eru fullkomnir til að deila. Það sem þú þarft Ís (þú getur notað hvaða bragðtegund sem er) 2 bollar súkkulaði 1/2 bolli kókosolía 1/3 bolli Rice Crispies morgunkorn Aðferð Leyfðu ísnum...
Bestu brúnkur sem þú færð – Dásamlegar með saltri karamellusósu
Þetta eru einar bestu brúnkur sem þú færð – enda stútfullar af dökku súkkulaði – svo ekki sé nú talað um söltu karamellusósuna. Þvílík dásemd. Þær eru fullkomnar í eftirréttinn eða með kaffinu á sunnudaginn. Langbestu brúnkurnar Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskriftinni að þessari dásemd. En Svava segir þetta klárlea bestu brúnkur sem hún hafi á ævinni smakkað. Það má gera kökuna...
Gerðu þinn eiginn sykurlausa, ferska og holla jógúrtís á 5 mínútum
Heimalagaður ferskur og hollur jógúrtís er eitthvað sem óþarfi er að láta á móti sér. Það er einkar ljúft að gæða sér á slíkri hollustu nú yfir sumartímann – og án þess að hafa áhyggjur af of miklum hitaeiningum. Svo er þetta líka svo fljótlegt að útbúa. Fimm útgáfur Hér eru 5 útgáfur af ferskum jógúrtís og það þarf enga sérstaka ísvél til að útbúa hann heldur er nóg að eiga matvinnsluvél, töfrasprota eða blandara. Frískandi og...
Ljúffeng súkkulaði- og bananabaka með rjóma
Þessi ljúffenga súkkulaði- og bananabaka er frábær sem eftirréttur í matarboðið eða með helgarkaffinu. Við vitum jú öll hvað súkkulaði, bananar og rjómi passa vel saman – þannig að þetta getur bara ekki klikkað. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskriftinni að þessu ljúfmeti. Það sem þarf Botninn 1 bolli hveiti 115 gr ósaltað kallt smjör 1/4 tsk salt 1/4 bolli kakó 1/4 bolli sykur 1/4 bolli...
Ljúffengir hægeldaðir kirsuberjatómatar – Frábærir með grillmatnum
Tómatar eru stútfullir af góðum næringarefnum og þeir eru dásamlega góðir með grillmatnum – og auðvitað ýmsu öðru. Hér er uppskrift að hægelduðum litlum tómötum, þetta eru svona dæmigerðir tómatar eins og finna má í sælkerabúðum. Bragðmiklir Með þessari eldunaraðferð verða tómatarnir einstaklega bragðmiklir. Uppskriftina að þessu ljúfmeti fengum við frá henni Nigellu Lawson vinkonu okkar. Það sem þarf 400 – 500 gr...
Leyndarmálið á bak við hina fullkomnu og mjúku súkkulaðiköku
Súkkulaðikaka er ekki það sama og súkkulaðikaka því sumar kökur eru einfaldlega svo miklu betri en aðrar. Þeir eru t.d. ekki margir staðirnir sem ég hef fengið alveg ómótstæðilega mjúka og góða súkkulaðiköku – þótt ég hafi vissulega oft fengið góða köku. En það er þetta með þennan ómótstæðilega faktor. Búin að finna galdurinn Eins og flest önnur matargöt er maður alltaf að leita leiða til að gera góðan mat (og kökur) betri. Og nú er...
Einföld og girnileg kexkaka sem ekki þarf að baka – Þessi vekur upp fortíðarþrá
Þótt þú kunnir ekkert að baka þá geturðu svo sannarlega töfrað þessa dásemd fram – enda þarf ekki að baka þessa köku. Nostalgía Það er einhver nostalgía tengd þessari kexköku og margir muna kannski eftir einhverju svipuðu frá því þeir voru krakkar. Alla vega þá er þessi uppskrift alveg einstaklega girnileg, góð og einföld. En það er auðvitað alltaf mikill kostur þegar hlutirnir eru ekki of flóknir. Það sem þarf 800 gr digestive...
Rosalega girnileg croissant vaffla með súkkulaði og rjóma
Brakandi croissant með súkkulaði er dásamlega gott… og það sama á við um vöfflur með rjóma? Hvort um sig ómótstæðilega gott og algjör klassík. En hvernig hljómar að blanda þessum dásemdum saman? Hættulega gott Útkoman er hættulega góð og brakandi croissant vaffla – og þessi er með Amaretto eða Baileys rjóma (en það má svo sem sleppa því og nota annað í staðinn). Þeir sem hafa unnið með smjördeig vita að það tekur smá tíma...
Æðisleg Tobleronemús – Frábær og einfaldur eftirréttur um helgina
Maður getur svo sannarlega sífellt bætt uppskriftum að góðum eftirréttum í safnið – enda ekkert skemmtilegt við það að bjóða alltaf upp á það sama. Hér er einstaklega þægileg og einföld uppskrift að ljúffengri súkkulaðimús sem gaman er að bjóða upp á eftir helgarmatinn. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskriftinni að þessari æðislegu Tobleronemús. Það sem þarf 100 g Toblerone 100 g...
Kaffi smoothie sem vekur þig hressilega á morgnana – og hér er uppskriftin
Áttu erfitt með að vakna á morgnana án þess að fá þinn kaffibolla? En ertu kannski að leitast við að borða hollt og vilt því reyna að fá þér eitthvað næringarríkara en kaffi svona fyrst á morgnana? Hér er komin snilldarlausn fyrir þig! Prófaðu að útbúa þennan smoothie og taktu fyrsta kaffibolla dagsins alveg í nýjar hæðir. Því hér er uppskrift að drykk sem veitir þér bæði andoxunarefni, koffín og prótein. Þessi drykkur fyllir á...
Æðislegt Miðjarðarhafspasta með risarækjum og ólífum
Þetta er æðislegur helgarréttur… en passar auðvitað líka fullkomlega í miðri viku. Mér finnst matur frá Miðjarðarhafinu einn sá allra besti og þessi réttur fellur algjörlega inn í þann ramma. Hann er léttur, ljúffengur og fallegur að bera fram. Það má vel sleppa hvítlauknum en fyrir þá sem vilja meira bragð þá mæli ég með að hafa hann með. Auk þess er gott að strá örlitlum rauðum pipar yfir að lokum ef þið viljið enn meira...