Æðisleg uppskrift að hollu og góðu avókadó- og bananabrauði

Bananabrauð er fastur liður á mörgum heimilum enda tilvalið að henda í eitt slíkt þegar bananar eru að verða ofþroskaðir. Þá er þetta líka góð leið til að borða hollt. Enn hollari útgáfa En hér er komin enn hollari útgáfa af bananabrauðinu og leynivopnið í þessari uppskrift er avókadó. Okkur hér finnst nefnilega allt með avókadó svo gott enda kostir þess ótvíræðir.  á Prófaðu þessa uppskrift sem er full af góðri fitu, trefjum og öðrum...

Skoða

Sumarleg og frískandi avókadó- og límónuostakaka

Við erum alveg agalega veik fyrir avókadó enda er það svo bragðgott – fyrir utan hversu hollt og gott það er fyrir heilsuna og húðina. En auk þess þá býður avókadó upp á ótal notkunarmöguleika og eru þær ófáar uppskriftirnar hér á Kokteil sem innihalda avókadó. Og nú bætum við einni við, en þessi dásemdar ostakaka er með eindæmum falleg og girnileg – og líka svo ótrúlega sumarleg. Það er eitthvað svolítið mexíkanskt við...

Skoða

Freyðandi og sumarleg Sangría með jarðarberjum og kíví

Það er fátt sumarlegra en spænsk Sangría og þannig drykkur minnir mann óneitanlega á suðrænar strendur og sól. Jarðarber og freyðivín En þessi uppskrift hér er yndislegt tvist á hina hefðbundnu Sangríu. Hér eru notuð jarðarber og freyðivín til að poppa hana upp. Og eins og við vitum þá smellpassa jarðarber með freyðandi víni. Þetta er frábær drykkur í garðpartýið, veisluna, afmælið og sem fordrykkur í matarboðinu. Það sem þarf 450 gr...

Skoða

Ljúffengar og einfaldar HOLLUSTUBRÚNKUR sem ekki þarf að baka

Þessi uppskrift er afar einföld og auk þess er líka stundum einstaklega hentugt að þurfa ekki að baka kökurnar. Svo eru þessar dásemdar súkkulaðibrúnkur líka í hollari kantinum – með hnetum, döðlum og dökku kakói. Og ekkert hveiti eða viðbættur sykur. Þú fellur fyrir þessum við fyrsta bita! Það sem þarf 2 ½ bolli (400 gr) döðlur 1 ½ bolli (150 gr) valhnetur ½ bolli (60 gr) kakóduft 2 msk (20 gr) kakóbaunir 1 ½ tsk vanilludropar...

Skoða

Gerðu þitt eigið hnetusmjör – Heimatilbúið og gómsætt Nutella

Hvernig væri að prófa að gera sitt eigið hnetusmjör og bjóða upp á heimatilbúið „Nutella“? Heimatilbúið og engin aukaefni. Sumir borða Nutella beint upp úr dósinni með skeið, aðrir smyrja því ofan á brauð og svo má líka dýfa ávöxtum í það – og svo er ótrúlega gott að nota það á pönnukökur. Það sem þarf 1 bolli heslihnetur ¼ bolli möndlur ¼ bolli jarðhnetur 1 bolli púðursykur 2 teskeiðar sjávarsalt 2 bollar vatn 1 ½ bolli dökkir...

Skoða

Dásamlega einföld og góð súkkulaðibaka sem ekki þarf að baka

Það tekur ekki nema um 15 mínútur að útbúa þessa dásamlegu súkkulaðisprengju. Þessi súkkulaðibaka er algjör snilld sem eftirréttur fyrir matarboðið því þú getur auðveldlega útbúið hana deginum áður. Þetta er eitthvað fyrir súkkulaði unnendur. Verði ykkur að góðu! Það sem þarf Botn 32 stk (330 gr) Oreo kexkökur ½ bolli smjör, bráðið Fylling 200 gr mjólkursúkkulaði 100 gr dökkt súkkulaði (55-70% kakó) 200 ml rjómi Ofan á 300 gr...

Skoða

Æðislegur bröns og börnin borða frítt – Hér svigna borðin undan kræsingunum

Það er fátt notalegra um helgar en að skella sér í ljúffengan „brunch“ með góðum vinum, nú eða fjölskyldunni. Hádegi á laugardegi eða sunnudegi er svo tilvalið til að slaka á yfir góðum mat og spjalli. Og svo er auðvitað líka gaman að nota hádegin um helgar til að fagna afmæli, áfanga og vináttu. Mathúsið Garðabæ Margir veitingastaðir bjóða í dag upp á bröns um helgar og einn af okkar uppáhalds er Mathúsið í Garðbæ. Mathúsið er...

Skoða

Vatnsmelónuklakar í drykkinn þinn sem fullkomna sumarið og drykkinn

Þetta er alveg frábær hugmynd og svo frískandi og gott. Að útbúa vatnsmelónuklaka til að setja út í vatnið sitt eða sódavatnið á góðum sumardögum og kvöldum. Nú eða bara út í kokteilinn ef því er að skipta. Þú getur í raun sett vatnsmelónuklaka út í hvaða drykk sem er, og hann frískast upp svo um munar. Hvað þarftu? Eina steinlausa vatnsmelónu. Hvað þarftu að gera? Skera vatnsmelónuna í litla kubba og leggja þá flata á bakka og...

Skoða

Einstaklega sumarlegur og frískandi trönuberjakokteill

Þessi kokteill er einstaklega sumarlegur og frískandi. Hann inniheldur tekíla – og hvort sem þú trúir því eða ekki þá er tekíla talið geta haft ýmis góð áhrif á heilsuna. Tekíla er t.d. talið geta viðhaldið réttu kólesterólmagni í líkamanum, losað eiturefni úr honum, fyrirbyggt ýmsa sjúkdóma í ristli, lækkað blóðsykur og fleira. Þá er trönuberjasafi einnig talinn góður fyrir líkamann. Trönuberja margaríta 4.5 cl silfur tekíla...

Skoða

Æðislegir frostpinnar fyrir fullorðna – Í sumarpartýið eða veisluna

Þessir frostpinnar eru einstaklega sumarlegir og svolítið öðruvísi. Það getur verið skemmtilegt að bjóða upp á eitthvað slíkt í garðpartýinu eða sumarafmælinu. Þrátt fyrir að innihalda áfengi eru þeir líka stútfullir af góðum næringarefnum. Hér er uppskrift að þessum skrautlegu pinnum Fyrst er að undirbúa berin og þetta er það sem þarf 3 ½ bolli brómber 2 matskeiðar sykur 2 matskeiðar vatn 30 ml vodka Síðan er að undirbúa maukið og...

Skoða

Ein hollasta útgáfan af súkkulaði- og bananashake – Einstaklega einfalt

Þessi smoothie er frábær eftir ræktina – og svo er hann alveg sérstaklega góður þegar sætindapúkinn lætur á sér kræla. Hér er hollari og hitaeiningasnauðari útgáfan af súkkulaði og bananashake. Þetta er einstaklega einfalt að útbúa. Það sem þarf 1 frosinn banani 1 bolli frosin bláber 1 ½ bolli möndlumjólk 1 matskeið chia-fræ 1 matskeið möndlusmjör 1 matskeið hrátt kakó Og svona er þetta einfalt Setjið allt saman í blandara og...

Skoða

Svona tekurðu hýðið af kíví,mangó og avókadó á þremur sekúndum

Allt sem getur gert lífið aðeins einfaldara er kærkomið. Og nákvæmlega þess vegna elskum við svona snilldar lausnir. Hér er frábær aðferð við að afhýða kíví og mangó, og það má líka nota þessa aðferð á avókadó.

Skoða

Uppskrift að hinni ómótstæðilegu súkkulaðiköku – Þessi með leynivopninu

Það er alveg á hreinu að súkkulaðikaka er ekki alveg það sama og súkkulaðikaka. En við höfum einmitt áður fjallað um leynivopnið að því að gera ómótstæðilega mjúka og góða súkkulaðiköku. Galdurinn á bak við þessa ómótstæðilegu köku er majónes – og sitt sýnist nú hverjum um það. En við mælum samt endilega með því að þið prófið áður en þið dæmið. Kakan rosalega vinsæl – og dásömuð af viðskiptavinum Það er...

Skoða

Gómsætir Oreo-bitar sem ekki þarf að baka – Getur ekki klikkað

Þetta er auðvitað hreint sælgæti. Hér er uppskrift að Oreo-bitum sem ekki þarf að baka – og þetta getur bara ekki klikkað. Nú verður borðað á sig gat! Uppskrift og aðferð Fyrir botninn 24 Oreo kexkökur 4 msk mjúkt smjör Fyrir fyllinguna 250 gr hvítt súkkulaði niðurskorið 150 gr rjómaostur (við stofuhita) 12 Oreo kexkökur Fyrir efsta lagið 6 Oreo kexkökur 100 gr dökkt súkkulaði Aðferð Setjið 24 Oreo kexkökur í matvinnsluvél og...

Skoða

Auðveldasta aðferðin til að gera hleypt egg

Við höfum stundum lent í vandræðum með að gera hleypt egg – já því hvítan vill stundum hlaupa um allan pott. En með þessari aðferð getur það varla klikkað!  Sjáðu hér í myndbandinu að ofan. Það sem þarf egg plastfilmu ólífuolíu heitt vatn í potti – vatnið þarf ekki að...

Skoða