Æðislegar pylsumúffur fyrir helgina – Þessar slá í gegn
Hér er einstaklega fljótleg og auðveld uppskrift að pylsumúffum. Já þetta eru múffur með pylsum – og þær eru alveg ótrúleg „djúsí“. Þetta er réttur sem er til dæmis frábær með sjónvarpinu um helgar, fyrir krakkana til að grípa í, til að seðja sárasta hungrið eða í afmælilsboðið, svo fátt eitt sé nefnt. Svo má líka frysta hluta af múffunum til að njóta seinna. Þessar slá heldur betur í gegn! Það sem þarf 200 gr pylsur 2, 5 dl...
Grænmetislasagna – Ljúffengt á haustkvöldum
Hvernig hljómar að skella í lasagna en sleppa hakkinu og nota grænmeti í staðinn? Hér er ljúffeng uppskrift að grænmetislasagna – uppskriftin miðast við 8 til 10 manns og er því tilvalið að hita réttinn upp daginn eftir. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf Tómatsósan 2 gulir laukar 1/2 rautt chili 1 dl ólífuolía 4 hvítlauksrif 2 dósir hakkaðir tómatar 2 dl vatn 1,5...
Einfaldar og frískandi Mojito bollakökur fyrir helgina
Ef þú ert hrifin/n af Mojito þá áttu eftir að elska þessar bollakökur. Því þær eru ferskar og frískandi eins og kokteillinn sjálfur. Mojito bollakökur sóma sér vel á hvaða veisluborði sem er og þær eru auðvitað tilvaldar í eftirrétt í matarboðinu og frábærar í partýið. Alveg tilvalið að skella í nokkrar um helgina. Það sem þú þarft 1 pakki Betty Crocker hvítt kökumix (supermoist) 1 bolli sódavatn 1/3 bolli matarolía ¼ bolli ljóst...
Gómsætar pizzastangir með pepperoni – Fullkomið helgarsnarl
Hér er komið frábært helgarsnarl. Og það er hægt að gera þetta á afskaplega einfaldan hátt, sérstaklega ef pizzadeigið er keypt tilbúið. Þá þarf lítið annað að gera en að rúlla deiginu út og setja fyllinguna í. En svo má auðvitað gera sitt eigið deig. Algjörlega fullkomið snarl á helgarkvöldum. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 1 rúlla pizzadeig 3-4 tsk ítölsk...
Svona skerðu lauk eins og fagmaður – Og á þrjá ólíka vegu
Það getur vafist fyrir manni að skera lauk svo vel sé. Hvaða aðferð hentar fer nefnilega alveg eftir því hvernig þú vilt að laukurinn sé niðurskorinn og í hvað þú ætlar að nota hann. Þrjár ólíkar aðferðir Í kennslumyndbandinu hér að neðan er fyrst farið í það hvernig best er að skera lauk í litla bita/teninga. Að því loknu fáum við að sjá tvær leiðir til að sneiða laukinn og hvor leiðin er notuð fer alveg eftir því í hvað á að nota...
Innbakað nautahakk – Frábær fjölskylduréttur
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að frábærum fjölskyldurétti. Þessi innbakaði hakkréttur er tilvalinn í miðri viku eða sem góðgæti á laugardegi. Klárlega réttur sem öllum í fjölskyldunni líkar. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 500 g nautahakk 1 lauk 2 hvítlauksrif 1 tsk salt 3 msk tómatpúrru 1 tsk sambal oelek chilimauk 1 tsk óreganó 2 dl rifinn ost 2 plötur...
Sætur og svakalega flottur kandíflos kokteill sem auðvelt er að útbúa
Kandíflos-kokteillinn er ekki bara ljúffengur og sætur – hann er líka rosalega flottur að bera fram. Og samt er ekkert mál að útbúa hann. Það sem þú þarft Kandíflos Vodka (hér er notað Marshmallow vodka) Kokteilpinnar (eða bara grillpinnar) Sódavatn Klaki Aðferð Þú byrjar á því að fylla glas af kandíflosi. Hægt er að nota hvaða lit sem er. Hér varð bleikur fyrir valinu. Helltu einum einföldum (3cl) vodka í glasið og sjáðu...
Góður steiktur fiskur í parmesanraspi
Þessi steikti fiskur er meiriháttar góður og alls ekki flókinn í framkvæmd. Þorskur eða ýsa í parmesanraspi sem gott er að bera fram með ofnbökuðum eða soðnum kartöflum, hrásalati og hvítlaukssósu. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur þessari uppskrift. Það sem þarf 600 – 700 gr beinhreinsuð og roðlaus ýsu- eða þorskflök 1 ½ bolli rifinn parmesanost 1 bolli brauðrasp – best er að nota til...
Afar einfaldar og ljúffengar kjötbollur í súrsætri sósu
Kjötbollur eru alltaf jafn vinsælar – bæði hjá fullorðnum sem börnum. Þessar bollur hér sem eru tilvaldar í kvöldmatinn henta ekki síður í veisluna eða partýið. Svo eru kjötbollur líka einn af þeim réttum sem geymast svo vel og auðvelt er að frysta. En hér eru bollurnar ekki steiktar á pönnu heldur settar inn í ofn og látnar bakast þar. Það sem þarf fyrir kjötbollurnar 250 gr svínahakk 1 matskeið blóðberg 1 matskeið steinselja 1...
Einföld, stökk og ótrúlega ljúffeng bláberjabaka með höfrum
Hér er einföld og fljótleg uppskrift að dásamlegri böku sem gott er að gæða sér á með rjóma eða vanilluís – sérstaklega nú þegar fer að hausta og margir eiga jafnvel bláber frá berjatínslunni. Það sem þarf 4 bolla fersk bláber (má líka nota frosin) ½ bolla sykur 2 msk sítrónusafa 2 msk kornsterkju/maísenamjöl 6 msk smjör, ósaltað ½ bolla púðursykur ½ bolla hafraflögur ½ bolla hveiti ¼ tsk salt og þeyttan rjóma eða ís Aðferð...
Ómótstæðilegar kókoskúlur í ofnskúffu – Þessar gömlu góðu
Hver man ekki eftir kókoskúlunum í bakaríinu! Ómótstæðilega góðar – og þær heimagerðu eru svo sannarlega ekki síðri. En það er hins vegar oftast smá fyrirhöfn að útbúa slíkar kúlur og þess vegna er þessi uppskrift hér algjör snilld. Skellt í ofnskúffu Í stað þess að móta kúlur er deiginu einfaldlega skellt í ofnskúffu og síðan skorið í hæfilega stóra bita. Þetta tekur ekki nokkra stund. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit...
Hefurðu verið að nota hvítlaukspressuna vitlaust? – Hér er rétta leiðin
Notarðu hvítlaukspressuna minna og sjaldnar en þú gerðir? Og finnst þér ekki leiðinlegt að taka utan af hvítlauknum áður en þú setur hann í pressuna? Að taka utan af lauknum Þetta er einmitt ástæða þess að margir horfa á hvítlaukspressuna í skúffunni og nenna hreinlega ekki að nota hana því þeir þurfa hvort eð er taka hýðið utan af lauknum og síðan þrífa pressuna – og finnst þeir þar af leiðandi ekki vera að spara neinn tíma....
Frábær leið til að nota rababarann – Frískandi kokteill með rababara úr garðinum
Í þennan frískandi og góða kokteil er notað fullt af rababara. En rababari inniheldur mörg góð næringarefni sem eru holl fyrir líkamann. Það mætti kannski segja að þetta væri kokteill í hollari kantinum – eða alla vega hollari en margir. Uppskriftin miðast við 4 kokteila Innihald 4 bollar niðurskorinn rababari ½ bolli vatn ½ bolli sykur 4 bollar ísmolar 2/3 bolli gott tekíla Aðferð Setjið rababarann í pott og hellið vatninu...
Gerðu þínar eigin kartöfluflögur – Hollari kostur og svo einfalt
Í stað þess að kaupa poka af kartöfluflögum og fá svo samviskubit yfir því að gúffa honum í sig er sniðugt að gera sínar eigin kartöfluflögur án allra aukaefna. Hér er einföld og góð uppskrift að ofnbökuðum kartöfluflögum – hollari kostur. Það sem þarf 3 meðalstórar kartöflur, helst rauðar salt nýmulinn svartur pipar hvítlauksduft 1 til 2 msk olía Aðferð Hitið ofninn að 230 gráðum og setjið bökunarpappír í...
Æðislegar litlar hnetusmjörs ostakökur sem ekki þarf að baka
Litlar og dásamlega góðar hnetusmjörs ostakökur eru frábær hugmynd að eftirrétti fyrir næsta matarboð. Og það besta við þessar litlu kökur er að það þarf ekki að baka þær. Síðan tekur líka enga stund að töfra þær fram og þú getur verið viss um að þær slá í gegn. Það sem þú þarft (uppskrift fyrir 6) 9 hafrakexkökur að eigin vali (muldar smátt) 3 msk bráðin kókosolía 1 msk púðursykur 500 gr rjómaostur sem hefur fengið að mýkjast 1...