Gómsæt gulrótarkaka á aðeins nokkrum mínútum
Það eru margir sammála því að fátt toppar það að skella sér á kaffihús og fá sér gulrótarköku og kaffi. Þetta er nefnilega þannig kaka að maður nennir sjaldnast að skella í hana heima hjá sér því það tekur svo langan tíma. En ekki lengur – því nú er þetta gert í bolla. Prófaðu að skella í þessa gulrótarköku sem tekur aðeins nokkrar mínútur að gera. Þessi uppskrift er fyrir fjóra bolla Það sem þú þarft 175 g gulrætur, rifnar fínt...
Þetta er staðurinn sem vantaði í Reykjavík – Nýtt alvöru steikhús
Á dögunum opnaði í Reykjavík nýr veitingastaður sem sérhæfir sig í kjöti – sem sagt alvöru steikhús. Ég get ekki annað en glaðst yfir því þar sem ég er mikil steikarkona og veit fátt betra en að gæða mér á góðri steik með úrvals rauðvíni. Reykjavík Meat Það lá því í augum uppi að þennan stað yrði ég að prófa fyrr en seinna. Staðurinn sem hér um ræðir heitir Reykjavík Meat og er á Frakkastíg 8b, mitt á milli Laugavegs og Hverfisgötu....
Einstaklega skemmtilegar og ljúffengar Brownie-skálar með ís
Þetta er alveg ótrúlega smart og skemmtilegt. Brownie-skálar fylltar með ís. Afskaplega einfalt og fljótlegt að útbúa. Frábært til að bera fram í matarboðinu eða þegar maður vill gera vel við sig. Það sem þarf Góða brownie uppskrift, hægt að nota t.d. Betty Crocker (til að gera málið enn einfaldara) 2 góð múffuform bökunarsprey ís íssósu ber að eigin vali (ef vill) Aðferð Undirbúið deigið og setjið í annað formið. Takið seinna formið...
Himnesk súkkulaði Oreo baka með saltkaramellu
Hún er eiginlega of girnileg þessi baka. Enda fátt betra í munni en súkkulaði og saltkaramella – og þegar Oreo bætist svo við. Himneskt! Það má útbúa bökuna kvöldið áður en hún er borin fram og geyma hana í ísskáp yfir nótt. Þá er það hvorki tímafrekt né flókið að útbúa þessa dásemd. Stundum verður maður bara að leyfa sér smá… Það sem þarf 36 stk Oreo-kexkökur 1 bolli smjör (16 matskeiðar – og athugið að það þarf að...
Svona skreytum við köku á ótrúlega einfaldan hátt
Það er alltaf gaman að bera fram vel skreytta og fallega köku. En þrátt fyrir að það leiki í höndunum á sumum að baka getur það stundum reynst erfiðara að skreyta. Sniðugt Þess vegna sýnum við ykkur hér afar einfalda leið til þess að skreyta köku. Hver man ekki eftir gamla góða og litríka kökuskrautinu, þetta sem var svo mikið notað þegar maður var krakki! Það er nákvæmlega það sem er notað hér. Svona þekur þú heila köku með...
Djúsí bláberjamúffa í könnu á núll einni
Stundum langar mann bara í eitthvað smá „djúsí“ og gott. Og þá er snilld að geta búið til eina múffu í einu. Frábærar sem kvöldsnarl og í morgunmatinn um helgar – eða bara á mánudegi ef mann langar. Og svo eru þær borðaðar með skeið. Einfalt, fljótlegt og sniðugt! Þá getur verið skemmtilegt að leyfa smáfólkinu að búa sér til sínar eigin múffur en þau ættu að ráða við þessa einföldu aðferð. Það sem þarf ¼ bolli hveiti 1 matskeið...
Æðislegt Hasselback kartöflugratín með osti
Mér hafa alltaf þótt kartöflur alveg einstaklega góðar og í mínum huga eru þær hið fullkomna meðlæti. Hvort sem það eru venjulegar kartöflur, sætar, franskar, bakaðar, steiktar og þar fram eftir götunum – þetta er allt jafn gott. Einmitt þess vegna er ég afar veik fyrir öllum kartöfluuppskriftum og þreytist seint á að prófa eitthvað nýtt í þeim efnum. Ný útgáfa af Hasselback Flestir þekkja Hasselback kartöflur og eflaust gert...
Geggjaðir Guacamole laukhringir sem er lítið mál að útbúa
Ef þú ert veik/ur fyrir venjulegum laukhringjum áttu eftir að falla í stafi yfir þessum. Djúpsteiktir guacamole laukhringir eru svakalega góðir. Þessa þarftu að prófa. Það sem þarf 3 avókadó 1 límóna 1 tómatur, skorinn í litla bita ¼ bolli steinselja, skorin smátt 2 hvítlauksgeirar, pressaðir 1 tsk salt ½ tsk chilliduft hveiti 2 laukar 2 egg, hrærð 2 bollar brauðmylsna olía til að steikja í Aðferð Settu avókadó í skál og stappaðu því...
Skotheld uppskrift að bananarúllutertu – Þessi er sérstaklega góð
Einhverra hluta vegna bakar maður ekki oft rúllutertur. Sem er í sjálfu sér svolítið skrýtið því þær eru bæði einstaklega góðar sem og afskaplega fljótgerðar. Bananar og súkkulaði eru skotheld blanda – og því er óhætt að segja að þessi rúlluterta klikki ekki. Hér er uppskrift sem hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit deilir með okkur. Það sem þarf 4 egg 160 g sykur 65 g kartöflumjöl 2 tsk lyftiduft 3 msk kakó 4 bananar 4 dl rjómi...
Æðislegar poppkökur sem vekja upp nostalgíu og ljúfar minningar
Þessar einföldu poppkökur vekja upp nostalgíuna hjá þeim sem muna eftir Pops súkkulaðinu hér í denn. Þegar ég var krakki og unglingur fannst mér alveg ótrúlega gott að fá Pops súkkulaði – og tilhugsunin ein vekur upp ljúfar minningar um kvöldferðir í hverfissjoppuna. Einmitt þess vegna finnst mér þessi ofureinfalda uppskrift hér algjör snilld. Það þarf nefnilega ekki alltaf að flækja hlutina! Það sem þarf 200 gr dökkt súkkulaði...
Æðislega gott og einfalt avókadó hummus – Tær snilld
Finnst þér guacamole gott? En hvað með hummus? Áttu kannski erfitt með að gera upp á milli af því þér finnst bæði svo gott? Þá er þetta klárlega uppskriftin fyrir þig. Hér er ótrúlega gott avókadó hummus. Tær snilld! Það sem þarf 1 dós (um 440 gr) kjúklingabaunir 3 bollar ferskt kóríander 1 hvítlauksrif 1 vel þroskað avókadó 3 msk jómfrúar ólífuolía 1 tsk ferskur sítrónusafi sjávarsalt og nýmulinn pipar Aðferð Setjið kjúklingabaunir,...
Dásamlegur marengsdraumur með kókosbollum og berjum
Marengskökur og tertur eru alltaf jafn vinsælar og oftast það fyrsta sem klárast á veisluborðum. Og kannski ekki skrýtið þar sem marengsinn bráðnar svo yndislega í munni og sætt bragðið kitlar bragðlaukana. Það gerist varla betra en þegar marengs, rjómi, súkkulaði og fersk ber koma saman – hvað þá þegar kókosbollur bætast við! Hér er uppskrift að Kókosbolludraumi úr bókinni Matargleði Evu frá Sölku Marengsbotn 3 eggjahvítur 200...
Prófaðu að gera þennan blómkáls pizzabotn – Þetta er málið í dag
Ef þú ert að reyna að minnka neyslu á glúteni og korni en finnst erfitt að sleppa því að fá þér pizzu þá er þetta uppskriftin fyrir þig. Þetta er málið í dag og hefur alveg slegið í gegn. Og með þessum blómkálsbotni geturðu notið þess að borða pizzu án þess að láta þér líða illa yfir því. Það sem þarf 1/2 stórt blómkálshöfuð 1 bolli niðurrifinn mozzarella ostur 1/2 tsk ítalskt krydd 1 egg 2 msk niðurrifinn parmesan ostur örlítið af...
Þrusugóðar grillaðar kartöfluskífur – Frábærar með borgaranum
Þessar grilluðu kartöfluskífur eru alveg rosalega góðar og bragðmiklar. Ég prófaði að gera þær í sumar þegar ég var að grilla hamborgara og vildi hafa eitthvað virkilega gott með borgurunum – En þær smellpössuðu með þeim. Kartöfluskífurnar eru svona á milli þess að vera franskar og kartöfluflögur. Og virkilega einfaldar í framkvæmd. Ég mæli tvímælalaust með skífunum og get vel ímyndað mér að þær séu líka góðar með lambakjöti....
Frábær hversdagsmatur – Kartöflugratín með nautahakki
Hér er uppskrift að frábærum hversdagsmat sem ætti að falla í kramið hjá öllum aldurshópum. Þetta er eitthvað sem vert er að gera aftur og aftur. Það er hún Svava á Ljúfmeti og lekkerheit sem deilir hér með okkur uppskrift að kartöflugratíni með nautahakki. Það sem þarf 500 g nautahakk 1 msk smjör 1 laukur 1 hvítlauksrif 1 msk tómatpuré 1 dós hakkaðir tómatar (400 g) 1 msk kálfakraftur salt og pipar oregano, þurrkað 10 kartöflur 2 dl...