Einn algengasti „sjúkdómur“ nútímans – Sem við áttum okkur ekki á
Þetta er án efa einn algengasti sjúkdómur í dag, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Og það má vel kalla þetta sjúkdóm því þetta ástand getur svo sannarlega haft alvarleg andleg áhrif þótt margir átti sig kannski ekki fullkomlega á því. En hver er hann þessi sjúkdómur sem getur auðveldlega rænt okkur orku og andlegu heilbrigði? Jú þetta er einfaldlega sjúkdómurinn „að vera upptekinn“! Það er svo brjálað að gera Hver kannast ekki við...
Þú getur ekki treyst á að aðrir færi þér hamingjuna – Elskaðu sjálfa/n þig
Þykir þér vænt um sjálfa/n þig? Og elskar þú þig sjálfa/n nógu mikið? Það er alls ekkert rangt við það að elska sjálfan sig heldur algjörlega nauðsynlegt. En sumum þykir það hins vegar óþægilegt að segjast elska sjálfa/n sig og tengja það við eigingirni. En málið er að ef við elskum ekki okkur sjálf hvernig getum við þá vænst þess að aðrir elski okkur? Rífur þú sjálfa/n þig niður En kemur þú jafn vel fram við sjálfa/n þig og þú gerir...
Skotheld ráð til að léttast eftir fertugt – Og engin megrun
Með aldrinum og eftir mikla notkun í gegnum tíðina verða liðir og vöðvar líkamans ekki jafn samvinnufúsir og áður. Við þetta bætist að með hærri aldri er eðlilegt að það hægist á brennslunni – en við hvern og einn áratug sem bætist við er talið að við brennum að meðaltali einu til tveimur prósentum færri hitaeiningum en áður. Ástæða þess er sú að eftir því sem árunum fjölgar þá minnkar vöðvamassi líkamans. Sem leiðir til þess að...
Lætur þú töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig?
Ekki láta töluna á afmæliskortinu þínu skilgreina þig. Þetta er bara tala og hún segir ekki allt um þig. Þegar talan þín hækkar hraðar en þú vildir er samt engin ástæða til þess að einblína á hana og finnast þú orðin/n gömul/gamall. Ekki hugsa þannig Ef þér finnst og ef þú hugsar stöðugt um hvað þú ert gömul/gamall þá eru allar líkur á því að þú verðir það fyrr en ella. Ekki eyða orkunni og dýrmætum tíma af lífi þínu í að velta þér...
Kaffi getur hjálpað þér við þyngdartap – Og þá bara venjulegt svart kaffi
Nú geta allir kaffiunnendur glaðst því í nýlegri erlendri bók er fullyrt að kaffi sé einstaklega gott fyrir heilsuna og í því að halda þyngdinni í skefjum. Í bókinni, sem heitir The Coffee Lover´s Diet, er m.a. fjallað um hvaða áhrif kaffi hefur á líkamann, góð ráð gefin og farið í það hvernig best er að gera kaffið. En þema bókarinnar er kaffikúrinn sjálfur, eins og nafn hennar gefur til kynna. Brenna fleiri hitaeiningum Höfundurinn,...
Varð 107 ára gamall og drakk eingöngu rauðvín – og ekkert annað
Spánverjar eru ein þeirra þjóða sem lifa hvað lengst og er talið að það sé mataræðinu að þakka. Fæða Spánverja einkennist af Miðjarðarhafsmataræðinu og er víndrykkja hluti af því og þá sérstaklega rauðvín. En það er t.d. alls ekki óalgengt að Spánverjar snerti ekki vatn með mat og drekki eingöngu rauðvín. 107 ára og drakk eingöngu rauðvín Antonio Docampo García var einn af þessum Spánverjum en hann lést árið 2016 þá 107 ára að aldri....
Þessi góðu ráð fyrir hjónabandið eru frá árinu 1886 en eiga samt svo vel við í dag
Það getur vel verið að ansi margt hafi breyst á rúmlega 130 árum en eitt er víst og það er að ástin er algjörlega tímalaus. Þess vegna eiga þessi ráð hér að neðan vel við þótt þau hafi verið skrifuð árið 1886. En það var kona að nafni Jane Wells sem skrifaði þetta í nokkurs konar formi ljóðs. Þessi hjónabandsráð eiga jafn vel við í dag og fyrir rúmlega 130 árum síðan Láttu ástina vera sterkari en hatur þitt eða reiði. Lærðu listina að...
Hugarfar okkar skiptir miklu meira máli í lífinu en gáfur, hæfileikar og útlit
Allir vilja ná árangri í lífinu, hvort sem það er í starfi eða leik. Flest höfum við hins vegar of mikið að gera. Tíminn er dýrmætur og því mikilvægt að nýta hann vel, vera jákvæður, brosa og setja sér markmið. Til að ná árangri skiptir miklu máli að hafa góða sjálfsmynd og er hún hornsteinninn að jákvæðu viðhorfi til lífsins. Sá sem hefur lélega sjálsmynd treystir ekki eigin getu. Jákvæð sjálfsmynd hvetur okkur til dáða og...
Þeir sem fara seint að sofa eru greindari en aðrir
Ef þú ert ein/n af þeim sem kemur þér of seint í rúmið, blótar, hlærð að grófum bröndurum og ert með frekar druslulegt í kringum þig eru hér góðar fréttir. Já það hefur hingað til ekki talist til mikilla kosta að hafa allt í drasli, blóta og fara seint að sofa – og flestir þannig einstaklingar hafa fengið að heyra það í gegnum tíðina, bæði hjá foreldrum sem og mökum. En ekki láta það á þig fá því vísindin segja að búir þú yfir þessum...
Þeir sem setja jólaskrautið snemma upp eru hamingjusamari en aðrir
Hvenær er rétti tíminn til að skreyta fyrir jólin? Þetta er afar umdeild spurning og sitt sýnist hverjum – og margir hreinlega ranghvolfa augunum yfir jólaskreytingum. Svo segja rannsóknir En þótt margir pirri sig á jólaskreytingum mörgum vikum fyrir jól þá hefur það víst samt sína kosti… alla vega fyrir þá sem eru tímanlega í því að draga jólaskrautið upp. Rannsóknir sýna fram á að þeir sem fara snemma í það að skreyta hjá sér...
Þetta er ástæðan fyrir því að hundurinn þinn eltir þig á klósettið
Það jafnast fátt á við það að eiga góðan og skemmtilegan hund. Hundurinn er jú besti vinur mannsins og einstaklega góður og traustur félagi. En stundum skiljum við kannski hundana okkar ekki eins vel og við vildum enda fæst okkar gædd þeim hæfileika að geta talað við dýrin. Hér eru nokkur ariði sem geta útskýrt vissa hegðun hundsins Fylgir þér á klósettið Þér finnst kannski ekki alltaf voða gaman þegar hundurinn þinn eltir þig hvert...
Það mun aldrei öllum líka við þig – Alveg sama hvað þú reynir
Þótt okkur langi til eða við trúum því að öllum líki við okkur þá er það ekki þannig. Það eru og munu alltaf vera einhverjir sem bara líkar ekki við þig. Og þetta er staðreynd hvort sem okkur líkar betur eða verr. Sama hvað þú reynir Alveg sama hversu mikið þig langar til og sama hversu mikið þú reynir að gera þessu fólki til geðs – því mun samt ekki líka við þig. En veistu hvað – það er bara í góðu lagi! Hættu að reyna og að...
Hversu oft ættum við að nota brjóstahaldarann áður en við þvoum hann?
Samkvæmt könnunum kemur í ljós að 35 prósent kvenna nota brjóstahaldarann sinn að minnsta kosti fimm sinnum áður en þvær þvo hann. Og 20 prósent kvenna þvo hann hins vegar eftir þrjú skipti og 15 prósent gera það eftir fjögur skipti. En aðeins 10 prósent kvenna þvo brjóstahaldarann sinn eftir hverja notkun. Hversu oft þværð þú þinn? Og hversu oft er ráðlegt að þvo brjóstahaldara? Gullna reglan í þessu er að þvo brjóstahaldarana eins...
Lítill blundur getur gert kraftaverk fyrir þig – Og þessi ráð eru nauðsynleg
Stundum þarf maður bara nauðsynlega á smá kríu að halda til að ná sér í örlitla aukaorku. En það er ekkert sjálfgefið að geta sofnað þegar manni hentar. Þá geta góð ráð verið dýr. Þess vegna erum við hér með nokkur góð ráð sem geta hjálpað þér að fá þér smá blund þegar þú virkilega þarft á því að halda. 1. Breiddu yfir þig Leggstu út af og breiddu teppi yfir þig svo þér verði ekki kalt og það verði til þess að vekja þig. 2. Borðaðu...
Þetta eru þeir eiginleikar sem konur vilja sjá í mönnum sínum
Flestar konur hafa ákveðnar skoðanir á því hvernig makinn á að vera eða ekki vera. Listinn getur þó verið ólíkur frá einni konu til annarar og hann getur líka verið langur. En þegar öllu er á botninn hvolft eru það eftirfarandi eiginleikar sem konur leita eftir í hinum eina sanna karlmanni. 1. Virðing Konur vilja menn sem umfaðma konur sínar eins og þær eru og virða tilfinningar þeirra. Þá þurfa þeir að sjálfsögðu einnig að bera...