Fólk ánægðast með lífið seinni hluta ævinnar – Svo segja vísindin
Þrátt fyrir að flest séum við þakklát fyrir að fá að eldast eru engu að síður margir sem hafa töluverðar áhyggjur af því að bestu árin séu að baki og allt stefni niður á við með hækkandi aldri. Ef þú ert einn af þeim sem hefur hugsað þannig er þér alveg óhætt að láta af öllum slíkum hugsunum. Því þetta er víst mikill misskilningur. Nýjustu rannsóknir sýna fram á alveg þveröfugt. Svo virðist nefnilega vera að fólk sé hamingjusamast og...
Eiturefnalaus blanda til að þrífa glerið í ofninum
Það kannast flestir við hvað glerið innan á hurðinni í ofninum verður leiðinlegt, skýjað og skítugt. Þarfnast glerið þitt þess að það sé þrifið og viltu vera laus við að nota of sterk efni í það? Enn og aftur er það matarsódinn Við hér á Kokteil höfum dásamað notkunarmöguleika matarsódans og deilt með ykkur ótal aðferðum við notkun hans. Og hér er ein stórgóð – því það má svo sannarlega nota þetta hvíta undraduft við þrif á...
Frábær ráð sem gera líf þitt betra – Svo miklu betra!
Við þreytumst seint á því að tala um litlu hlutina sem skipta máli í lífinu. Þetta er nefnilega oftast ekkert flókið og því er algjör óþarfi að vera að flækja lífið og leita langt yfir skammt. Litlar breytingar geta gert mikið Stundum þurfum við aðeins að gera litlar breytingar hjá okkur sjálfum og hugsa hlutina upp á nýtt til að verða hamingjusamari. Hvernig við bregðumst við því sem lífið færir okkur, hvað við gerum og hvernig við...
Þessi 11 atriði geta algjörlega gert gæfumuninn í sambandi þínu
Maður getur alltaf bætt sig og þegið góð ráð þegar kemur að samskiptum við makann. Og þá skiptir engu máli hvort þið hafið verið saman í mörg, mörg ár eða aðeins í stuttan tíma. Litlu hlutirnir Við þurfum stöðugt að minna okkur á að það eru litlu hlutirnir í lífinu sem skipta máli þegar heildarmyndin er skoðuð – það sem við venjum okkur á á hverjum degi í samskiptum okkar við hvort annað getur algjörlega gert gæfumuninn. Ef þið...
Þetta ættirðu ekki að borða áður en þú drekkur vín
Ef þú ert á leiðinni út að skemmta þér og ætlar að hafa vín um hönd getur skipt miklu máli hvað þú borðar áður – jafnvel öllu máli. Það sem þú lætur ofan í þig áður en þú ferð út á lífið getur nefnilega haft mikil áhrif á það hvort þú verðir stuðbolti kvöldsins eða sú/sá sem allir muna eftir að hafi verið illa drukkin/n. Vissar fæðutegundir geta einnig aukið á timburmennina á meðan aðrar draga úr þeim. Hér eru fimm fæðutegundir...
Þetta er það versta sem þú getur gert fyrir hár þitt
Umhirða hársins getur verið vandmeðfarin og sumt, og jafnvel margt, sem við gerum getur einfaldlega valdið hárinu skaða. Það eru gjarnan litlir og einfaldir hlutir sem maður áttar sig ekki á að gera hárinu meira ógagn en gagn. Hér eru frábær ráð við umhirðu hársins Blautt hár og hárburstinn Það er ekki gott fyrir hárið að nota venjulegan bursta á blautt hárið eftir hárþvott. Eins og allir vita þá er erfiðara að greiða blautt hár en...
Þannig geturðu orðið 100 ára – Leyndarmálið á bak við langlífi
Eiga þeir sem lifa lengi eitthvað eitt sameiginlegt? Og hver er galdurinn á bak við langlífi? Vísindamenn segja að það sem við látum ofan í okkur, hreyfing og gen ráði því hversu lengi við lifum. En er það endilega alveg rétt? Þeir sem hafa fagnað meira en hundrað árum eru ekki alveg sammála og virðist þetta vera afskaplega einstaklingsbundið. Á meðan sumir borða súkkulaði út í eitt og drekka áfengi daglega þá eru aðrir sem snerta...
Níu snilldar eldhúsráð sem þú ættir að kunna
Það er ekkert leyndarmál að við elskum að læra ný eldhúsráð og trix sem virka – hvað þá ef þau spara okkur tíma. Hér eru 9 góð og nothæf eldhúsráð sem vert er að kunna. 1. Að skera köku í sneiðar Hefurðu prófað að nota tannþráð til að skera kökuna snyrtilega í sneiðar? Þú ættir að prófa! Það má líka taka þykkan kökubotn og skera hann til helminga með tannþræðinum til að búa til tvo botna. Snilld! 2. Glærir klakar Hver kannast...
Þetta er það sem einkennir þá sem eru farsælir í lífinu
Hugsanir okkar hafa gífurleg áhrif á það hvernig okkur vegnar í lífinu. Oft erum við sjálf okkar versti óvinur þegar við erum of gagnrýnin og ekki nógu jákvæð í eigin garð. Nauðsynleg áminning Geðorð Geðræktar eru svo sannarlega góð og nauðsynleg áminning um hvað hugsanir okkar hafa mikil áhrif. En þessi tíu atriði, sem virðast svo ósköp einföld, einkenna einmitt fólk sem er farsælt í lífinu. Þetta er eitthvað sem við ættum öll að...
Þær eru hoknar af reynslu og með áríðandi skilaboð til yngri kvenna
Ef ég væri ung kona núna! Hvað myndi ég gera? Þessar eldri konur voru beðnar um að gefa sjálfum sér góð ráð sem ungar konur. Erum við að gera allt of mikið? Gleymum við í öllum látunum að „bara vera“ og njóta augnabliksins? Er lífið orðið ein allsherjar keppni? Að vera en ekki bara gera Í myndbandinu er lögð rík áhersla á að vera – að vera í núinu. Gleyma sér í augnablikinu, lifa í sátt við heiminn, vera betri við sjálfa sig,...
Gömul og góð húsráð sem eyða vondri lykt – Og standa enn fyrir sínu
Öllu hefur fleygt fram á síðustu árum, líka húsverkunum. Nú eru t.d. til ryksuguvélmenni, mjög svo tæknilegt skúringadót, og allskyns önnur tæki og tól, efni og lausnir sem hægt er að grípa til þegar þess þarf í heimilishaldinu. Gamalt og gott En þrátt fyrir allar þessar nýjungar er margt af því sem mömmur okkar og ömmur og jafnvel langaömmur lærðu hér í gamla daga sem enn er í fullu gildi. Gömul húsráð eiga enn við. Hér að neðan eru...
Klippti ekki hárið í 20 ár – Sjáðu ótrúlegu breytinguna eftir klippingu
Það er nú eiginlega alveg með ólíkindum hvað hár og förðun geta gert. En með réttu klippingunni og hárgreiðslunni má gera ótrúlegar breytingar. Og svo setur förðunin punktinn yfir i-ið. Breytingar fyrir fimmtugs afmælið Við urðum bara að deila með ykkur þessu myndbandi af henni Diane, en hún vildi gera breytingar á útlitinu fyrir fimmtugs afmælið sitt. Diane hafði ekki klippt hár sitt í tuttugu ár enda náði það niður fyrir rass og var...
Notaðu þessar 18 lífsreglur Dalai Lama til að bæta líf þitt
Heimurinn yrði líklega betri ef allir myndu fara eftir lífsreglum Dalai Lama. Ef þú vilt betra líf og betri líðan prófaðu þá að tileinka þér speki hans og sjáðu hvort að lífið taki ekki nýja stefnu. Hér eru 18 lífsreglur Dalai Lama 1. Taktu það með í reikninginn að mikilli ást og miklum afrekum fylgir mikil áhætta 2. Þegar þú lýtur í lægra haldi, lærðu þá af reynslunni. 3. Hafðu þetta þrennt að leiðarljósi í lífi þínu: Berðu virðingu...
Þessu mælir söngkonan Carrie Underwood með til að halda línunum í lagi
Það er hvorki skemmtilegt né auðvelt að fara í megrun, því um leið og þú byrjar í einni slíkri þarftu að hætta að borða allt sem þér þykir gott. En sem betur fer er það ekki raunin í öllum tilfellum. Þjálfari stjarnanna gefur góð ráð Erin Oprea sem þjálfar stjörnurnar í Hollywood segir að þú þurfir aðeins að tileinka þér fjóra hluti þegar kemur að mataræðinu svo þú sjáir fljótt árangur. Erin sem hefur meðal annars þjálfað...
Gerðu árin eftir fertugt enn betri – Átta frábær ráð
Við höfum líklega mörg okkar fundið okkur á þeim stað sem þýski arkitektinn Matthias Hollwich fann sig á þegar hann var um fertugt. Hann fékk einskonar hugljómun. Hann áttaði sig á því að hann hefði nú þegar lifað um helming ævi sinnar sem ósköp venjulegur maður með engar sérstakar væntingar. Matthias ákvað því að venda kvæði sínu í kross til að fá sem mest út úr síðari hluta ævinnar. Að eldast með bros á vör Í framhaldi af þessari...