Hverjir ráða við þríkant í svefnherberginu og hverjir ekki?
Það er staðreynd að þríkantur er ein vinsælasta fantasían bæði hjá körlum og konum. Sú tilhugsun að bjóða þriðja aðilanum inn í svefnherbergið er oft spennandi, en fæstir láta verða af því. En hverjir ráða við það? Örvunin er tvöföld og þá hlýtur ánægjan að vera það líka, eða er það ekki? Hmmm… vertu ekki svo viss um það. En ef þig og maka þinn langar ekkert frekar en að prófa þríkant þá verðið þið að vera viss um að þið ráðið...
Gjafaleikur – við bjóðum í flotta andlitsmeðferð
Stelpurnar á Snyrtistofunni Garðatorgi vita alveg hvað þær eru að gera og það er fátt sem þær geta ekki þegar kemur að meðferð húðar. En núna í janúar ætla þær að bjóða einum heppnum lesanda Kokteils í flotta andlitsmeðferð sem er afar vinsæl hjá þeim. Um er að ræða Murad sýrumeðferðina sem þær mæla helst með að farið sé í yfir vetrartímann – en meðferðin er alveg gríðarlega virk. Grynnkar fínar og djúpar línur Í meðferðinni eru...
Aldrei of seint að lenda í ævintýrum og láta draumana rætast
Ég er alveg óskaplega veik fyrir hæfileikaþáttum, þar sem leitað er að hæfileikaríkasta einstaklingnum, og get horft endalaust á slíka þætti. Þættir þar sem fólk kemur og leggur allt í sölurnar. Ég dáist að þessum einstaklingum sem láta slag standa og fara upp á svið fyrir framan áhorfendur og dómarateymi og læta dæma sig. Allur tilfinningaskalinn Þegar ég sit og horfi á þessa þætti fer ég stundum alveg í gegnum allan...
Breytt landslag í stefnumótamenningu Íslendinga
Það hefur lengi tíðkast í stefnumótamenningu okkar Íslendinga að fólk hittist yfir kaffibolla á notalegu kaffihúsi á fyrsta stefnumóti. Þetta hefur bara reynst nokkuð vel, enda hentugt og ekki svo kostnaðarsamt. En þó svo að kaffibolla stefnumótin séu enn í góðu gildi hefur landslagið breyst með auknum gleðistundum (happy hour) á mörgum kaffi- og veitingahúsum landsins undanfarin ár. Nú hittist fólk á stefnumótum á þeim stöðum þar sem...
Vissir þú að við Íslendingar drekkum gjarnan kúmenkaffi með Brennivíni eftir mat?
Það er hreint ótrúlegt hvað maður lærir mikið um landið sitt þegar maður les um það eða sér umfjöllun í erlendum miðlum (lesist með kaldhæðni með grínívafi). Íslendingar drekka kúmenkaffi með brennivíni Ég var nefnilega að komast að því að við Íslendingar drekkum gjarnan kúmenkaffi með brennivíni út í eftir mat og að hér á Fróni sé sú hjátrú viðloðandi að ef við setjum sykurinn út í kaffið (fyrir þá sem nota sykur og mjólk) á undan...
Kósý peysumunstur er nýja naglatrendið
Við þekkjum vel hversu notalegt það er þegar kalt er í veðri að fara í uppáhalds þykku og kósý peysuna sína og koma sér vel fyrir einhversstaðar. En hvernig hljómar að hafa neglurnar algerlega í stíl? Eins og pínulitlar peysur Það er ekkert mál því það nýjasta í naglatískunni er nefnilega að hafa prjónamunstur á nöglunum, jafnvel munstrið á uppáhalds peysunni þinni. Peysumunstur neglur ganga út á það að mynda prjónamunstur á neglurnar...
Hefur alveg lent í því að vera 10 mínútur í 11 gaurinn á Þorláksmessu
Bjarni Arason er einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar enda með afar fallega rödd sem mörgum þykir svipa til raddar rokkkóngsins sjálfs Elvis Presley. Bjarni hefur auk þess starfað um árabil sem útvarpsmaður og þrátt fyrir annríki nú fyrir jólin gaf hann sér tíma í stutt spjall við okkur á Kokteil um jólin og nýtt ár. Við byrjuðum á því að forvitnast um hvað hefði verið á borðum á æskuheimili hans á jólum. Það var þetta hefðbunda,...
Svona pakkar þú inn jólagjöfum eins og atvinnumaður
Nú styttist heldur betur í jólin og eru flestir að leggja lokahönd á undirbúninginn. En áttu eftir að pakka inn jólagjöfum? Bíddu, ekki byrja fyrr en þú horfir á þetta. Hér eru fimm alveg frábær ráð sem gera þig að atvinnumanni í að pakka inn gjöfum. Sigga...
Þetta myndband sýnir okkur hinn eina sanna jólaanda
Þetta myndband hjálpar okkur heldur betur við að finna hinn eina og sanna jólaanda – og já það kallar líka á vasaklút … eða vasaklúta. Hér eru börn frá efnalitlum fjölskyldum í Atlanta í Bandaríkjunum spurð hvað þau langi mest í í jólagjöf. Þau eru líka spurð út í hvað þau haldi að foreldra þeirra langi í. Börnunum eru síðan færðar þær gjafir sem þau dreymir um en sá hængur er á að þau fá líka það sem þau halda að...
Ekki svo slæmt að skipta á ostrum og þorláksmessuskötunni
Gunnar Guðbjörnsson, óperusöngvari með meiru, bjó og starfaði erlendis lengi vel. Hann er því vanur að halda jól í útlöndum og hefur kynnst ýmsu í þeim efnum. En jólin í ár verða þó íslensk eins og undanfarin ár. Við fengum tenórinn í stutt jólaspjall og síðan laumaði hann að okkur uppskrift að uppáhalds smákökunum. Við hófum spjallið á því að forvitnast um hans bestu jólaminningu? Ætli það séu ekki rólegu jólin sem við áttum úti í...
Gulli slegnar hægðir
Langar þig að kúka gulli? Ég meina í alvörunni? Inniheldur 24 karata gullflögur Gleyptu eina svona pillu og hægðirnar verða gullni slegnar. Hér er ekkert grín á ferðinni, þessi vara er til í alvörunni. Ein pilla kostar um 55 þúsund krónur og inniheldur 24 karata gullflögur, og nóg af þeim. Það er hinn forríki Tobias Wong sem á hugmyndina að þessu. Hann hafði fólk í huga sem á skítnóg af peningum og á allt….nú nema kannski...
Er alveg hræðilega glysgjörn
Eins og gefur að skilja er desember annasamur mánuður hjá Jónu Hrönn Bolladóttur en hún er sóknarprestur í Vídalínskirkju í Garðabæ. Jóna Hrönn er vön því að mikið sé um að vera í þessum mánuði ljóss og friðar enda alin upp á prestsheimili. Þrátt fyrir mikið annríki gaf Jóna Hrönn sér tíma í stutt spjall við okkur um jólin fyrr og nú. Við byrjuðum á því að spyrja hana hver væri ein hennar besta jólaminning Mér fannst svo yndislegt...
Eru þau enn saman? Sláandi tölfræði um öll Bachelor pörin frá upphafi
Hver man ekki eftir Bachelor þáttunum í sjónvarpinu? Þótt það sé langur vegur frá því að við á Kokteil höfum séð allar seríurnar, höfum við samt horft á þó nokkrar og haft gaman af. Það má samt alveg deila um siðferði þáttanna – en það er önnur saga. En hvar eru öll þessi pör í dag sem urðu til í þáttunum? Eru þau enn saman? Tímaritið Glamour kannaði nýlega hvað varð um öll Bachelor pörin frá upphafi og eru niðurstöðurnar...
Fannst jólamaturinn alltaf vondur þegar hún var að alast upp
Ágústa Johnson hugsar vel um líkamann án þess að fara út í öfgar. Hún er hreystið uppmálað en kann um leið að njóta lífsins lystisemda. Okkur lék forvitni á því að vita hvernig jólin eru hjá Ágústu og hvað hún borðar, og fengum við hana því í smá spjall. En auk þess gaf hún okkur líka uppskrift að ís sem ávallt er búinn til um jólin á hennar heimili. Hver skyldi besta jólaminning Ágústu vera? Þær eru margar, get varla valið eina. En...
Hér er komin jólagjöfin fyrir þá sem elska snakk
Ert þú enn að leita af jólagjöf handa vinum og vandamönnum? Hættu að leita því gjöfin er fundin. Gefðu þeim Pringles ilmkerti. Ilmar eins og uppáhalds snakkið Þetta er langt frá því að vera grín og framleiðendum er fúlasta alvara. Þú getur nú í alvörunni keypt Pringles ilmkerti í þremur lyktartónum. Hver elskar ekki kerti? Og hvað þá þegar það ilmar eins og uppáhalds snakkið þitt! Þetta er í raun alveg kjörin jólagjöf. Bæði sem...