Alveg þess virði að prófa þessa eftirhermu föstu sem hægir á öldrun og lengir lífið
Fyrir marga er erfitt að fasta og svona matargöt, eins og við hér á Kokteil, ráðum t.d. ekkert við það. Fasta hentar heldur ekki öllum og samkvæmt sérfræðingum getur ströng fasta líka verið hættuleg. Í ljósi þess finnst okkur áhugavert að hægt sé að fara milliveginn – eða svo segja alla vega niðurstöður rannsókna. En niðurstöðurnar benda til þess að fimm daga eftirhermu fasta geti lengt lífið og minnkað líkur á krabbameini og...
Þetta ættirðu að gera áður en þú þværð þvottinn – 12 góð ráð
Það er alls ekki sama hvernig þvotturinn er þveginn viljir þú halda flíkunum í góðu ástandi. Hér eru nokkur góð ráð sem vert er að skoða 1. Þvottaleiðbeiningar Alltaf að lesa á þvottaleiðbeiningarnar (litlu miðana) sem eru inni í hverri flík. Sumar flíkur má ekki setja í þvottavél og þarf að handþvo eða setja í hreinsun. Þetta á helst við ull, silki og rayon. Það er ástæða fyrir þessum litlu miðum. 2. Flokka Flokkaðu þvottinn....
Vissir þú að það er vinna að vera hamingjusamur?
„Hamingjan er ei öllum gefin fremur en skýra gull“ sungu Ðe lónlí blú bojs hér um árið. Eflaust eru einhverjir sammála því að hamingjan sé ekki allra. En er það virkilega svo að við getum ekki öll öðlast hamingju? Er ekki það að vera hamingjusamur okkar val? Í texta sama lags segir einmitt líka „… en með viljastyrk verður veröldin full af hamingju“. Nákvæmlega! Það er vinna að vera hamingjusamur – því hamingjan kemur ekkert á...
Hún varð 122 ára og reykti, drakk og gúffaði í sig súkkulaði
Jeanne Louise Calment er sá einstaklingur í heiminum sem hæstum aldri hefur náð. Hún fæddist árið 1875 í borginni Arles í Suður-Frakklandi. Og þar bjó hún síðan allt þar til hún lést árið 1997, þá 122 ára og 164 daga. Geri aðrir betur! Reykti, drakk og gúffaði í sig súkkulaði En það er ekki aðeins aldur Calment sem vekur athygli okkar hér á Kokteil heldur einnig lifnaðarhættir hennar og hverju hún þakkaði langlífið. Hún stundaði ekki...
Þetta gæti verið lausnin við verkjum í líkamanum eftir hlaup og aðrar æfingar
Þeir sem stunda hlaup og skokk kannast líklega flestir við hversu tvíþætt það getur verið að ganga stundum aðeins of langt og ögra sér svolítið þegar þeir hlaupa. Eftir hlaupið ertu örþreytt/ur en líður samt alveg stórkostlega. En stuttu seinna fara svo verkir í vöðvum að segja til sín og þá er það sófinn og kælipoki sem tekur við. Einfalt og náttúrulegt Samkvæmt nýlegri rannsókn er einföld og náttúruleg leið til við þessu – og...
Glös sem losa þig við rauðar varir og tennur… en viltu drekka rauðvín með röri?
Hér er komin lausn fyrir þá sem vilja ekki fá rauðar varir og tennur þegar þeir drekka rauðvín. Og ef maður endilega vill þá þarf ekki einu sinni að lyfta glasinu – bara súpa af. Margir láta greinilega þennan vínrauða hring sem myndast á munninum við rauðvínsdrykkju angra sig. Alla vega hefur einhver hugvitssamur fundið lausn til að losna við litinn á vörunum og tönnunum. Gerir víst vínið betra… segir hönnuðurinn Jú vissulega...
Þess vegna er svo mikilvægt að nota líkamsskrúbb
Margar konur setja sjálfar sig í síðasta sæti þegar kemur að því að skipuleggja daginn eða vikuna. Ein leið til að breyta þessu er að setja þig efst á listann með því að annað hvort að fara reglulega í líkamsskrúbb eða gera það sjálf heima í sturtu. Líkamsskrúbb er nefnilega afar gott fyrir líkamann og þú kannski gerir þér ekki grein fyrir því. 1. Fersk og falleg húð Helsti ávinningurinn við að skrúbba líkamann er sá að húðin...
Ótrúleg 7 ára jákvæð stelpa sem fæddist án handleggja lætur ekkert stoppa sig
Sophi er lánsöm lítil 7 ára stúlka og þótt hún hafi fæðst án handleggja lætur hún ekkert stoppa sig. Við teljum hana lánsama því tveggja ára gömul var hún ættleidd frá Kína, ásamt blindri systur sinni, af afar góðu og umhyggjusömu fólki. Lætur ekkert stoppa sig Sophi á 9 systkini og eru því börnin samtals 10 en 7 þeirra eru ættleidd og eiga við fötlun að stríða. En Sophi litla lætur ekkert stoppa sig og elskar til dæmis að dansa af...
Búðu sjálf/ur til þessa ótrúlega flottu ljósakúlu úr plastglösum – SNILLD
Ef þig dreymir um að eiga flotta diskókúlu en ert ekki reiðubúin/n að borga fúlgur fyrir eina slíka þá er hér komin snilldarlausn. Þessi ótrúlega flotta ljósakúla (eða loftljós) er búin til úr plastglösum og ljósaseríum. SNIÐUGT – ekki satt! Sjáðu hér í myndbandinu hvernig þetta er gert...
Ekki láta neinn segja þér hvernig þú átt að vera í laginu
Engar tvær konur eru eins og þess vegna munu konur alltaf vera jafn ólíkar og þær eru margar. En þrátt fyrir það eru miklar sveiflur í því hvernig konur eiga að vera í laginu – það er að segja hvað samfélaginu finnst og hvað er í tísku þá og þá stundina. Hinn ákjósanlegi kvenlíkami hefur tekið á sig ýmsar myndir í gegnum aldirnar. Áherslur, straumar og tíska eru breytileg og það sem þykir flott og ómissandi þessa mánuðina er...
Réttu sólgleraugun fyrir herrana í sumar
Allir karlmenn þurfa að eiga góð og vönduð sólgleraugu enda ef réttu gleraugun eru valin setja þau punktinn yfir i-ið. Á meðan konur kaupa sér nokkur sólgleraugu láta margir karlmenn sér nægja að fjárfesta í einum góðum og er því eins gott að vanda valið. Hér eru nokkur góð fyrir herrana Svört, gyllt og egglaga frá Eyevan. Svart, málmur og litur í gleri frá...
Samfélagsleg tilraun UNICEF grætti þessa litlu 6 ára stúlku-Áhrifaríkt myndband
Hvað myndir þú gera ef þú sæir þessa litlu heimilislausu stúlku úti á götu? Viðbrögð fólks komu svo sannarlega á óvart þegar UNICEF gerði samfélagslega tilraun í Georgíu og sendi litla 6 ára stelpu út á götu – annars vegar í fínum fötum og hins vegar í óhreinum og druslulegum fötum. Þurftu að stöðva tilraunina UNICEF neyddist til að stöðva tilraunina þar sem litla stelpan varð alveg miður sín og hljóp hágrátandi frá fólki sem...
8 hlutir sem heilbrigða og holla fólkið gerir daglega en allir ættu að venja sig á
Er dökkt súkkulaði eitthvað sem þú færð þér smá bita af daglega? Ef svo er þá ertu í ágætis málum! En skoðum hvað það er sem heilbrigða fólkið gerir daglega Næringarráðgjafar og þjálfarar ráðleggja ekki bara fólki að borða hollt og hreyfa sig, heldur eru þeir mjög góðir í að fá fólk til að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl í hinni daglegu rútínu. Þegar það kemur að því að lifa heilbrigðu lífi þá snýst það ekki bara um að drekka...
Tólf ástæður þess að þú ert alltaf þreytt/ur
Sefur þú í átta tíma en ert samt uppgefin/n á morgnana ? Það eru margir þættir sem spila inn í það að ná góðum nætursvefni og jafn margir sem spilla góðum nætursvefni. Kíkjum á málið Það er augljóst að maður vakni þreytt/ur ef farið er of seint að sofa. En samt koma þeir dagar þar sem sofið hefur verið í 7 tíma og þú gengur um eins og draugur, algjörlega uppgefin/n. Ástæðan fyrir því er mjög líklega sú að þú nærð ekki gæðasvefni. Það...
Á bak við þessa fallegu mynd er harmþrungin saga
Þessi fallega og hjartnæma mynd hefur farið eins og eldur í sinu um netheima undanfarið og snert hjörtu fólks vegna sögunnar á bak við hana. Ljósmyndarinn þekkti söguna Litla stúlkan heitir Aubrey en faðir hennar var drepinn aðeins mánuði áður en dóttir hans fæddist. Ljósmyndarinn, Kim Stone, var fengin til þess að taka myndir af nýfæddu barninu. Kim vissi um sögu barnsins og henni var efst í huga að færa móðurinni einhverja huggun....